Morgunblaðið - 02.06.1988, Page 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988
Minning:
Gunnar Vilhjálms-
son frá Bólstað
Fæddur 13. júlí 1909
Dáinn 19. maí 1988
Ég var aðeins 7 ára gamall þeg-
ar ég í fyrsta sinn fór í sveit að
Bólstað í Austur-Landeyjum.
Eflaust hefur eftirvæntingin verið
kvíðablandin, þegar foreldrar mínir
renndu úr hlaði, og ég var eftir hjá
fólki, sem ég vissi engin deili á.
Foreldrar mínir áttu erindi lengra
austur í sveitir, og á heimleið dag-
inn eftir litu þau við að Bólstað til
þess að fullvissa sig um, að dreng-
urinn væri ekki alveg miður sín.
Og áhyggjur þeirra voru ástæðu-
lausar, ég var orðinn svo gagntek-
inn af sveitinni og öllu því sem
þama var að sjá, að ég mátti ekk-
ert vera að því að hitta foreldra
mína. Eflaust hafa þau farið heim
í þeirri fullvissu að þama væri mér
vel borgið.
Já, og sumrin urðu sex hjá þeim
hjónum Gunnari Vilhjálmssyni og
Guðveigu Hinriksdóttur, sem
bjuggu þama ásamt bömum sínum.
Og eftir þau sumur leið ekki svo
ár, að ég ætti ekki leið austur í
Landeyjar til lengri eða skemmri
dvalar. Og aldrei upplifði ég mig
sem gest á heimili þeirra.
Hvað var það sem tengdi ungan
dreng við sveitabæ austur í flatn-
eskju og votlendi Landeyjanna?
Fjallasýnin var að vísu fögur, en
það vantaði ýmislegt sem krakkar
tengja við sveitina, svo sem hæðir
og hóla, læki og ár. Ætli það hafí
ekki fyrst og fremst verið sá heimil-
isbragur, sem ríkti á Bólstað, og
sú hlýja sem ég fann fyrir frá hús-
ráðendum í minn garð. Og ekki
má gleyma þeirri ánægju sem fylgdi
sveitastörfunum og því rúma at-
hafnasvæði, sem er til staðar í sveit-
inni.
Hjá Gunnari á Bólstað var víst
örugglega ekki hætta á Jjví að
maður yrði verkefnalaus. 011 þau
böm og unglingar, sem þar stöldr-
uðu við lærðu að vinna. Honum var
vinnusemi í blóð borin, hún var
snar þáttur í lífí hans, og hann
ætlaðist vissulega til þess sama hjá
öðrum. Hann hafði sjálfur orðið frá
bamæsku að vinna sem fullorðinn
maður, og þótt hann gerði ekki þær
kröfur til okkar, þoldi hann illa iðju-
leysi og hangs.
Fyrir ungan og óharðnaðan strák
reyndi þetta talsvert á, en ef kapp-
ið var orðið meira en góðu hófí
gegndi, þá skarst Gunnar í leikinn,
svo að ekki væri lagt á skrokkinn
um of. Hann gætti þess alltaf að
hver og einn fengi byrðar eftir getu
og aldri. Hann gætti þess líka að
við strákamir fengjum þann
frítíma, sem við þurftum til þess
að fá þörfum okkar fyrir leiki full-
nægt. I hádeginu var farið og nostr-
að við búið niðri í hestagirðingu eða
bátum siglt á skurðunum, þar til
skyldustörfin kölluðu.
En hjá Gunnari lærðist mér að
virða vinnuna og það viðhorf að
láta aldrei verki ólokið, sem hægt
er að vinna í dag.
Á þeim 20 eða 30 ámm sem þau
Gunnar og Veiga bjuggu á Bólstað
áttu mörg böm og unglingar þar
dvöl um lengri eða skemmri tíma,
eftir að þeirra eigin böm voru upp-
komin og flutt að heiman. Oft fóru
til þeirra böm og unglingar, sem
bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður
af ýmsum ástæðum, og þurftu ein-
mitt á að halda því aðhaldi og ör-
yggi sem þeim var veitt á Bólstað.
Ég held að það framlag þeirra sé
ekki svo lítið.
Gunnar var ekki maður sem
flíkaði tilfínningum sínum, jafnvel
svo að manni fyndist að hann hefði
ekkert rúm fyrir slíkan hégóma.
En það var ýmislegt, sem kom upp
um þær. Mér er til dæmis alltaf
minnisstætt, hvemig hann kom á
hveiju kvöldi til okkar krakkanna
og hagræddi sænginni okkar þann-
ig að ekki setti að okkur hroll yfír
nóttina. Ég minnist annars atviks:
Ég var að raka með hrífu á mínum
fyrstu ámm á Bólstað, alls óvanur,
og það vill ekki betur til en að
hrífan brotnar. Það þótti ekki góður
verknaður að bijóta hrífu, og með
tárin í augunum tókst mér að stynja
því upp úr mér við Gunnar hvað
hafði gerst. Hann fullvissaði mig
um að þetta væri nú í lagi, hrífan
gamalt hrófatildur, sem ekkert
gagn væri að hvort sem er. Þar
með var öll mín armæða og sorg
rokin út í veður og vind.
Á síðari ámm eftir að Gunnar
settist í helgan stein og striti og
áhyggjum búskaparins var létt af
honum, komu fram eðlisþættir í
honum, sem hann ekki tjaldaði áð-
ur. Ég held að bamabömin hans
hafí átt þar góðan afa sem hann
var, því hann var bamgóður með
afbrigðum.
Þegar ég sjálfur var orðinn full-
orðinn, varð samband mitt við
Gunnar með öðmm hætti. Ég átti
marga kvöldstund á heimili þeirra
Veigu, þar sem rædd vom öll mál
milli himins og jarðar. Gunnar var
fróður um hin ólíklegustu efni,
hvort sem það hétu stjómmál, trú-
mál, vísindi, spíritismi eða eitthvað
annað. Það var góð skemmtun að
rökræða við Gunnar og kvöldin urðu
stundum löng þar á bæ. Hann var
einstaklega fylginn sér og kapps-
fullur í rökræðum, en virti þó alltaf
málstað hins, jafnvel þótt strákling-
ur ætti í hlut.
Gunnar var frá unga aldri sósíal-
isti af sannfæringu, og hvikaði aldr-
ei frá þeirri lífsskoðun sinni, þótt
hann mildaðist í skoðunum með
ámnum. Erfíðleikar og fátækt
kreppuáranna hafa ömgglega átt
sinn þátt í því að móta skoðanir
hans. En hann var einfari í sínum
lífsskoðunum og lét sig engu skipta
þótt hann færi ekki troðnar slóðir.
Ég minnist Gunnars á Bólstað
eins og hann var, harðneskjulegur
og kappsfullur við vinnu, ákafur og
rökfastur í samræðum, hlýr og
umhyggjusamur við lítið bam, en
umfram allt sem góðs vinar. Ég
votta Guðveigu og öllum þeirra af-
komendum samúð mína.
Egill
Fimmtudagskvöldið 19. maí
fengum við þau sorgartíðindi að afí
í Álfheimum hafði dáið seinnipart
dags. Aðeins 7 mánuðum áður hafði
Binni bróðir okkar, 22 ára, látist
af slysfömm. Því miður er oft stutt
á milli áfalla. Við vitum að Binni
tekur vel vel á móti afa.
Við kölluðum hann alltaf afa í
sveitinni, því þar bjuggu þau afí
og amma, á Bólstað í Austur-Land-
eyjum, í 20 ár. Á þeim tíma byggðu
þau Bólstað upp nánast frá gmnni.
Afí var mjög vinnusamur og vilja-
sterkur maður og ætlaðist til þess
sama af öðmm. Við bræðumir vor-
um mörg sumur hjá þeim í sveit
og ófáar vom helgarferðimar sem
við Binni, mamma og pabbi fómm
í heimsókn til þeirra. Sveitadvölin
varð gott veganesti út í lífíð. Árið
1970 hættu þau búskap og fluttust
í Álfheima 42, Reykjavík.
Alltaf var gott að koma til þeirra
í Álfheimana og rabba saman við
eldhúsborðið yfír kaffisopa og heit-
um kleinum, því afí var mjög fróður
og víðlesinn.
Afí og amma ferðuðust oft til
Spánar og var gaman að skoða
myndir og hlusta á ferðasögur það-
an. Hann hafði mjög gaman af að
fara í sund, sem hann gerði alveg
fram á síðasta dag, fara með stræt-
isvagni niður á torg á góðviðris-
dögum og skoða mannlífið og ófáar
vom gönguferðimar niður í Laug-
ardalinn og var grasagarðurinn
hans uppáhald.
Alla tíð hafði hann mjög gaman
af bömum og bömin í nágrenninu
hændust að honum og kölluðu hann
afa.
Margar minningar eigum við öll
um samvemstundir með afa og þær
gleymast aldrei. Guð styrki ömmu
okkar í þessum mikla missi.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(Vald. Briem)
Gunni, Einsi og Biddý.
Gunnar á Bólstað, en þannig var
mér alltaf tamast að nefna hann,
fæddist 13. júlí 1909 í Meiri-Tungu
í Holtahreppi. Foreldrar hans vom
Vilhjálmur Þorsteinsson, bóndi þar
og kona hans, Vigdís Gísladóttir.
Gunnar var sá áttundi í röðinni af
fímmtán systkinum og að honum
gengnum em sjö á lífí. Enginn auð-
ur var í búi foreldra hans og fljót-
lega eftir fermingu fór hann að
heiman til þess að vinna fyrir sér.
Fyrst á vertíð í Höfnum, en síðan
vann hann við það sem til féll
hveiju sinni, var við sjóróðra á
Siglufirði og verkamannavinnu í
Reykjavík, en mörg síðustu ár fyrri
Reykjavíkurdvalar sinnar vann
hann aðallega við múrverk. Hinn
21. júní 1934 kvæntist hann Guð-
veigu Hinriksdóttur frá Homi í
Sléttuhreppi. Þau settu saman bú
í Reykjavík og þar fæddust þeim
fímm böm. Elstur var Baldvin, en
hann dó skömmu eftir fæðingu. Á
lífí em: Gunnlaugur, kvæntur Þor-
björgu Einarsdóttur. Böm þeirra
urðu flögur en eitt þeirra er látið;
Ema, gift Kristni Sigurðssyni. Böm
hennar em fímm; Guðný, sambýlis-
maður hennar er Jón Pálsson. Hún
átti' fjögur böm en eitt þeirra er
látið; yngst er Vigdís, fjögurra
bama móðir. Auk þess ólu þau hjón
upp son Emu, Agnar Loga Axels-
son, sem kvæntur er Ágústu Halls-
dóttur. Þau eiga einn son. Bama-
bömin em því fimmtán á lífí og
bamabamabömin em fjórtán.
Vorið 1949 fluttu þau hjón að
Bólstað í Austur-Landeyjum þar
sem þau bjuggu til 1971 er þau
seldu jörð og bú ungum hjónum og
fluttu til Reykjavíkur, þar sem þau
keyptu sér notalega íbúð í Álf-
heimum 42. Fyrstu árin í borginni
vann Gunnar sem næturvörður,
lengst hjá Samvinnutryggingum,
en lét að fullu af störfum fyrir all-
mörgum ámm. Þau hjónin notuðu
sér ýmsa möguleika sem sæmilega
hraust gamalt fólk hefur til þess
að njóta lífsins, dvöldu tíma og tíma
utan heimilis sér til hressingar og
fóm nokkuð í ferðalög, m.a. ein-
hverjar ferðir til útlanda, sem þau
kunnu vel að njóta. Gunnar átti því
að mörgu leyti góða elli. Hann var
lítið gefínn fyrir það að gera sér
rellu út af smámunum og lét oftast
vel af högum sínum og heilsu, þótt
hann yrði fyrir nokkmm áföllum
af völdum æðaþrengsla sem háðu
honum talsvert og m.a. ollu því að
hann átti í mörg ár erfítt um gang.
Samt reyndi hann að stunda léttar
gönguferðir um bæinn og í einni
slíkri hneig hann til jarðar niðri á
Lækjartorgi og dó eftir skamma
stund. Slíkur dauðdagi er góður
gömlum og þreyttum manni en allt-
af sviplegur þeim sem eftir lifa.
Kynni okkar Gunnars hófí^st fyr-
ir réttum þrjátíu ámm, en þá bjó
hann á Bólstað og ég flutti í ná-
grenni við hann. Eg hygg að bú-
skaparárin hafí verið góður kafli í
lífi hans. Hann var þó ekki búmað-
ur þeirrar gerðar að ræktun jarðar
og umhirða búpenings væri honum
nautn og ástríða, en það var honum
áreiðanlega mikils virði að þurfa
ekki að sækja til annarra fyrirmæli
um það hvemig hann skyldi haga
verkum sínum. Hann bjó heldur
ekki einn, því að kona hans vann
alltaf með honum að heill og hag
heimilisins af mikilli þrautseigju.
Þegar hann flutti að Bólstað hafði
hann ekki verið í sveit frá því að
hann var unglingur og sagði mér
einhvem tíma að sumum bústörfum
hefði hann verið allsendis óvanur.
En hann náði tökum á þeim, enda
var hann verkmaður í betra lagi,
virtist yfírleitt ekki flýta sér, en
honum vannst því betur, því að
hann var einstaklega verkséður og
eyddi fáum handtökum til ónýtis.
Hann var skorpumaður í eðli sínu,
á vorin og sumrin vann hann oft
langan dag og var fljótur að ljúka
verkunum af. Þá tíma árs sem
minna var um að vera gaf hann sér
góðan tíma til þess að sinna öðmm
hugðarefnum, hlustaði á útvarp og
las kynstrin öll. Hann var ekki við
eina fjöldina felldur í vali á lestrar-
efni og var víða heima, enda ágæt-
lega minnugur og þótti mér stund-
um með ólíkindum hve mikið hann
kunni að segja frá fólki, tröllum og
goðum í grárri fomeslq'u, háttum
þeirra og ýmsum atburðum sem
þeim tengdust. Hann velti talsvert
fyrir sér dulrænum málum, var viss
um að fleira væri til en það sem
við sjáum og skynjum og aðhylltist
kenningar spíritista um möguleika
á að ná sambandi við framliðið fólk.
Því fór þó flarri að áhugi hans ein-
skorðaðist við fomaldarsögur og
dularheima. Hann fylgdist vel með
því sem var að gerast í þjóðfélaginu
og úti í heimi og hafði ákveðnar
skoðanir á flestum málum. Oft leit
hann á þau frá öðmm sjónarhomum
en þeim sem algengust voru meðal
samferðamanna.
Meðan okkur grönnum hans datt
ekki í hug að lesa önnur blöð en
Tímann eða Morgunblaðið, þá
keypti hann Þjóðviljann. Meðan
aðrir bændur töldu aukna tækni,
stærri bú og meiri framleiðslu allra
meina bót, hélt hann fram ágæti
fomra búskaparhátta og vinnu-
bragða. Sjálfur var hann iðinn við
að grípa til þeirra ef svo vildi verk-
ast og þegar gras brást á túnum
þrátt fyrir tækni og áburð fór hann
stundum með orf og ljá út í mýri
og bætti þannig dijúgri tuggu við
heyin. Eigi að síður fylgdist hann
vel með mörgum nýjungum og
bætti jörð sína að ræktun og bygg-
ingum engu síður en aðrir bændur.
Gunnar var tæplega meðalmaður
á hæð en jafnvaxinn og vel limað-
ur, skarpleitur og hvasseygur og
svipurinn festulegur. Hann var
hreinlyndur og örlyndur og gat ver-
ið kaldur í svömm, en fljótur til
sátta, góður nágranni og féll vel
að þeim sið er sjálfsagður þótti í
Voðmúlastaðahverfi, að hver hlypi
undir bagga með öðmm ef einhvers
þurfti með. Allrar þeirrar samvinnu
og samskipta er gott að minnast,
nú er einn bóndinn úr hverfínu fell-
ur í valinn.
Eftir að hann flutti til Reykjavík-
ur hittumst við alltaf öðm hveiju.
Um skeið fóstmðu þau hjónin son
minn meðan við foreldramir vomm
í vinnu og er ljúft og skylt að þakka
það hér hve hlý þau voru honum
þá og jafnan síðan. í Álfheimana
var alltaf gott að koma. Gunnar
fylgdist vel með því sem gerðist á
fomum slóðum í Rangárþingi og
varð okkur oft skrafdijúgt um það
og margt annað yfír góðum kaffi-
bolla hjá Veigu. Fyrir þá samfundi
og alla aðra fyrr og síðar þakka
ég nú. Þakkir flyt ég einnig frá
syni mínum og undir þær hefði
kona mín áreiðanlega líka tekið.
Veigu okkar, börnum þeirra Gunn-
ars, fóstursyni og öðmm ástvinum
sendum við samúðarkveðjur og biðj-
um þeim guðs blessunar.
Ragnar Böðvarsson
Tvær góðar þvottavélar frá
SIEMENS
Góð og hagkvæm
þvottavél
18 þvottakerfi.
Sparnaðarhnappur.
Frjálst hitaval.
Vinduhraði 600 og
sn./mín.
íslenskir leiðarvísar.
Þurrkari fáanlegur
sama útliti.
WV 2760
Verð
49.600,-
Kjörgripur handa
hinum vandlátu
• Fjöldi þvottakerfa.
• Sparnaðarhnappur.
• Frjálst hitaval.
• Áfangaþeytivinding.
Mesti vinduhraði 1200
sn./mín.
með • Hagkvæmnihnappur.
• íslenskir leiðarvísar.
WV 5830
800
Verð
63.600,-
Hjá SIEMÉNS eru gæði, ending og fallegt
útlit ávallt sett á oddinn!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300