Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988
Herdís Hákonar-
dóttir - Minning
Fædd 17. júlí 1924
Dáin 23. maí 1988
í dag verður til grafar borin syst-
ir mín, Herdís, sem lést 23. þ.m. á
Landspítalanum eftir hetjulega bar-
áttu við skæðan sjúkdóm.
Mér koma í hug ljóðlínur sem
Sigurjón Narfason, móðurbróðir
okkar, orti á fermingardegi hennar:
Við biðjum þér Dísa, vorið að vísa
og lýsa þér leið um hin ónumdu lönd
þar áttu að byggja sem ljósgeislar liggja
og lauga þinn dal og strönd.
Hver árgeisli fagur, hver ókominn dagur
þér heilsi með blóm í hönd.
Ég trúi að umhverfí hennar nú
sé í þá veru sem fermingaróskin
var. Dísa, en svo var hún nefnd í
daglegu tali, var dóttir hjónanna
Petrínu Narfadóttur frá Kalastaða-
koti, Hvalfl' arðarströnd og Hákonar
Halldórssonar, skipstjóra frá Akra-
nesi. Þau bjuggu allan sinn búskap
á Kárastíg 14 hér í bæ. Hákon lést
13. mars 1951 en Petrína lifir í
hárri elli. Er hún til heimilis á Dval-
arheimilinu Höfða á Akranesi.
Dísa var næstelst fjögurra barna
þeirra, en Ninna dóttir Hákonar af
fyrra hjónabandi, lést þ. 11. þ.m.
Éftirlifandi systkini eru Haraldur,
f. 1923, búsettur á Fiskilæk, Þóra
Níelsína Helga, f. 1926, búsett á
Kárastíg 14, og Anna Soffía, f.
1927, búsett á Akranesi.
Eigum við systkinin ljúfar minn-
ingar frá bemskuárum á Kárastígn-
um. Dísa var aðeins þriggja ára er
hún fór til sumardvalar að Valda-
stöðum í Kjós til föðursystur okkar,
Halldóru, sem bjó þar ásamt böm-
um sínum í sambýli við mág sinn,
Steina Guðmundsson og konu hans,
Elínu, en Halldóra missti mann
sinn, Þorkel Guðmundsson 1918.
Var þetta mjög myndarlegt heimili
og dvaldi Dísa þar hvert sumar
uppfrá því fram undir fermingu.
Einnig dvöldu þar á sumrin systkini
okkar, Haraldur og Þóra. Var þetta
ómetanleg hjálp fyrir foreldra okk-
ar. Átti Dísa ákaflega ljúfar minn-
ingar þaðan. Hún rann upp eins og
fífíll í túni; varð falleg ung stúlka
með ríka fegurðartilfínningu. Þessi
reisn og glæsileiki fylgdi henni alla
tíð. Hún fór fljótt að taka til hend-
inni heima enda hamhleyhpa til
allra verka og kom þá fram hennar
góði vilji og tilhneiging til að fegra
og færa til betri vegar eftir því sem
efnin leyfðu. Eins og títt var í þá
daga fór Dísa ung að árum í „vist“,
eins og þá var kallað; að passa
böm og hjálpa við heimilisstörf.
Kom hún sér hvarvetna vel.
Snemma kom í ljós hvað hún hafði
mikið yndi af söng og tónlist, söng
ósjaldan við verk sín, enda hafði
hún góða söngrödd. Hún var ákaf-
lega glaðlynd og félagslynd, fylgd-
ist vel með því sem var efst á baugi
hveiju sinni með ákveðnar skoðanir
á hveiju máli.
Dísa giftist 10. janúar 1948 Guð-
mundi Jónssyni frá Vola í Hraun-
gerðishreppi, syni hjónanna Jó-
hönnu Jónsdóttur og Jóns Þorkels-
sonar. Guðmundur keyrði um langt
árabil hjá nafna sínum Jónassymi,
var ákaflega traustur og gætinn
bflstjóri og með afbrigðum fróður.
Þau bjuggu á ýmsum stöðum hér
í borginni og víðar þar til 1952 að
þau flytja í Kópavoginn, fyrst í
leiguhúsnæði en síðan byggðu þau'
sér hús að Þinghólsbraut 12 og
fluttu í það 1958 og hefur heimili
þeirra staðið þar upp frá því. Þau
eignuðust fjögur böm, sem eru:
Jóhanna f. 1947, gift Jóhanni
Magnússyni; Hafsteinn f. 1948;
Haraldur Heimir f. 1955 og Hlynur
f. 1959. Fyrir hjónaband eignaðist
Dísa eina dóttur, Petrínu Konný,
gifta Kristni Benediktssyni. Bama-
bömin eru 9 og bamabamabam
eitt. Hafa þau öll mikið misst því
Dísas var mikið fyrir fjölskyldu
sína, vakin og sofín í umhyggju
fyrir henni. Marga stund átti hún
í garðinum sínum því hún unni
blómum og öllu því sem fagurt var.
Ég sem þetta rita flutti í Kópavog-
inn 1956. Var þá stutt á milli heim-
ila okkar og ósjaldan kom Dísa og
tók til hendinni hjá mér, þegar ég
átti við veikindi að stríða og studdi
mig ef eitthvað bjátaði á. Verður
það seint fullþakkað. Síðastliðið
sumar fór hún ásamt okkur hjónun-
um til Kanada og heimsóttum við
frændfólk okkar í Alberta. Var það
með ólíkindum hversu hún var dug-
leg og hress. En svo þyrmdi yfír
aftur í haust og þurfti hún að fara
í ítrekaðar aðgerðir, en allt kom
fyrir ekki. En hún barðist til þraut-
ar þar til yfír lauk.
Um leið og ég færi systur minni
innilegar þakkir fyrir veitta hjálp
mér og mínu heimili, votta ég aldr-
aðri móður, eiginmanni, bömum og
bamabömum og öðmm aðastand-
+
Móðir okkar,
ELfSABET EYJÓLFSDÓTTIR,
lést á Borgarspítalanum 31. maí 1988.
Pétur Eiríksson,
Eyjólfur Eiríksson,
Grétar Eirfksson,
Hulda Eirfksdóttlr,
Ólafur Eirfksson.
t
Tengdamóðir mín og amma okkar,
INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR,
Austurbrún 6,
andaöist í Landspítalanum 31. maí.
Birgir Finnsson,
Kristfn Birgisdóttir,
Knútur Birglsson.
+
Móðir mfn,
KETILFRÍÐUR DAGBJARTSDÓTTIR,
Seljahlfö,
andaðist í Borgarspítalanum þriðjudaginn 31. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurbjörg Guðjónsdóttir.
+
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi
GUÐMUNDUR JÓNSSON
fyrrv. garðyrkjuréöunautur,
Esjubraut 30,
Akranesl,
lóst í Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 30. maí.
Hildur Jónsdóttir,
Jóna Björk Guðmundsdóttir, Jóhannes Sigurbjörnsson,
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
ÁSTRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR
Vatnskoti 1,
Þykkvabæ,
verður jarðsungin frá Hábæjarkirkju laugardaginn 4. júníkl. 14.00.
Sigurður G. Ólafsson,
Óli Ágúst Ólafsson,
Guðmundur Ólafsson,
Ágústfna Ólafsdóttir,
Hugrún Ólafsdóttir,
Ásmundur Þór Ólafsson,
barnabörn
Jóhanna Bjarnadóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Agúst Karl Sigmundsson,
Helgi Hauksson,
Súsanna Torfadóttir,
barnabarnabörn.
+
Eiginkona mín og móðir okkar,
LOVfSA DAGMAR HARALDSDÓTTIR,
Birkiteigi 6,
Keflavfk,
lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 1. júní.
Gfsti Halldórsson
og börn.
Móðir okkar, + SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sólvangi,
áður Bröttuklnn 6,
lést 28. maí.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 3. maí kl.
10.30. Bragi Jafetsson, Viktorfa Jafetsdóttlr, Halldóra Jafetsdóttir.
+
Útför móður okkar,
GUÐMUNDU KATARÍNUSDÓTTUR,
Neðri-Engidal,
er andaöist föstudaginn 26. maf, fer fram frá fsafjaröarkapellu
föstudaginn 3. júní kl. 14.00.
Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti Sjúkrahús ísafjarðar
njóta þess.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Katrfn, Gerða og Kristfn Pétursdætur.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SOFFÍA MAGNÚSDÓTTIR,
Lokastfg 21,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júní kl. 10.30.
Þórarinn Gíslason,
Áslaug Þórarinsdóttir,
Anna Marfa Þórarinsdóttir, Konréð Jóhannsson,
barnabörn.
endum einlæga samúð.
Guð styrki ykkur öll.
Anna
Þann 23. maí sl. andaðist á Borg-
arspítalanum æskuvinkona mín,
Herdís Hákonardóttir, sem alltaf
var kölluð Dísa.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
þegar við vorum smástelpur á Kára-
stígnum. Á Kárastíg 14 var ég sem
heimagangur og lékum við okkur
saman ásamt systkinum Dísu, sem
voru þijú. Þar var alltaf mikið líf
og flör. Þegar veður var vont lékum
við okkur oft á háaloftinu þar sem
Hákon, faðir Dísu, var við að laga
netin sín. Aldrei man ég eftir að
amast hafí verið við ærslunum í
okkur svo umburðarlyndur var
hann. Þannig var heimilislífíð á
Kárastíg 14, samheldin fjölskylda,
sem heillaði mig. Þar var alltaf
mikill gestagangur, frænkur og
frændur úr sveitinni og oft var glatt
á hjalla, spilað á orgel og sungið.
Dísa hafði mjög fallega söngrödd
og hafði gaman af að syngja bæði
sem bam og eftir að hún varð full-
orðin.
Þannig liðu árin í gleði og leik.
Sem unglingur fluttist ég af landi
brott og skildu þá leiðir okkar Dísu
þar sem stríðið hamlaði eðlilegum
samböndum. En þegar ég fluttist
aftur heim lágu leiðir okkar aftur
saman. í Kópavogi bjuggum við
með okkar fjölskyldum og urðum
nágrannar. Bömin okkar, sem öll
vom á líku reki, léku sér saman
og ófá vom þau skiptin sem við lit-
um inn hvor hjá annarri.
Dísa hafði yndi af öllu fallegu.
Sjálf var hún glæsileg kona og
hafði gaman af að hafa fallegt í
kringum sig, bæði úti og inni. Hún
hafði yndi af að fara i leikhús og
á ópemr og fylgdist þannig vel með
öllum menningarmálum.
Dísa var alltaf boðin og búin að
rétta öðmm hjálparhönd og jákvæð-
ari manneskju hef ég varla þekkt.
Þrátt fyrir þann sjúkdóm sem hún
átti við að stríða síðustu tvö árin
var hún alltaf bjartsýn og ákveðin
í að sigra. En vilji manns má sín
lítils í baráttunni við þennan sjúk-
dóm.
Guðmundi, Petrínu og bömum
vótta ég mína dýpstu samúð. Guð
blessi minningu minnar elskulegu
vinkonu.
Áslaug
Hún amma Dísa er dáin, dáin
eftir langa og erfíða baráttu við
veiki sem svo margir hafa þurft að
lúta í lægra haldi fyrir, nefnilega
krabbameini. Mér þótti svo vænt
um hana. Minning hennar mun lifa
og skína á tilvemna það sem eftir
er.
Þegar ég var 6 ára fluttist ég
ásamt Qölskyldu minni til útlanda
þar sem ég bjó í tæp 12 ár. Alltaf
var fögnuðurinn mikill að koma
heim til íslands í fríum og auðvitað
var maður í hlýjunni á Þinghóls-
brautinni hjá henni ömmu Dísu. Þá
leið manni alltaf vel. Það má með
sanni segja að amma hafí verið
kjami heimilisins sem hún hélt mjög
vel um. Hún veitti mér mikla örygg-
istilfinningu. Krafturinn og dugn-
aðurinn í henni var mjög mikill og
það hjálpaði henni mikið í barátt-
unni við dauðann. Hún amma Dísa
var sko ekki tilbúin til að fara og
við ekki tilbúin til að missa hana
og söknuðurinn er því mikill. Mér
fínnst það skrítið að manneskja,
eins og hún amma mín, sem aldrei
reykti eða drakk og var líkamlega
hraust skyldi endilega þurfa að
deyja úr krabbameini, en svona er
þetta nú í lífinu. Eitt af því sem
stendur upp úr í minningu hennar
er hversu ákveðin hún var og það
að yfirleitt fékk hún sínu fram-
gengt, en ekki í þetta skipti, enda
við ofurefli að etja. Það þótti öllum
vænt um ömmu, enda lífsgleði og
orka mikil, sem vafalaust hefur
smitað út frá sér. Það væri hægt
að hafa þessa grein miklu lengri
og fyllri af góðum minningum af
ömmu minni, en ég ætla að láta
þetta gott heita. Ég hef misst mik-
inn ástvin og votta ég öllum sam-
úð, sem þótti vænt um hana.
Guð blessi minningu hennar.
Benni