Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 71
88GI IMUt. .S HUOAaUTMMU .GIQAiaHUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNI 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MENGUN HAFSINS ER ALVARLEGT VANDAMÁL Til Velvakanda. Hið mikla tjón sem Norðmenn verða nú fyrir af völdum þörungs sem náð hefur að fjölga sér óhóf- lega vegna mengunar hafsins af mannavöldum ætti að verða okkur íslendingum alvarleg áminning. Komið hefur í ljós að þessi þörung- ur eyðir öllu lífi í hafinu þar sem hann nær að breiðast út svo ekkert verður eftir nema allra harðgerð- ustu lífverumar. Við byggjum af- komu okkar nær engöngu á sjónum og eigum því allt okkar undir lífnkinu þar. Að vísu er talið að mun minni hætta sé á að slys af þessu tagi verði hér við land vegna þess að sjórinn er kaldari hér á norðurslóðum og mengun mun minni. En það er engin tiygging fyrir því að slíkur þörungur eða eitthvað afbrigði af honum geti ekki náð að þrífast í kaldari sjó og valda óbætanlegu tjóni. Þó mengun sé enn tiltölulega lítil víðasthvar hér við land hlýtur hún að vera mjög mikil þar sem strauma gætir lítið eins og á Faxaflóa enda talið að svona náttúruslys geti gerst þar. Öllu skólpi er veitt beint f sjó- inn frá Reykjavík og nágranna- byggðunum án þess að láta það fara í gegn um rotþró. Það hlýtur að vera tímabært að gera herferð gegn slíkum sóðaskap. í slíku máli ættum við íslendingar að hafa for- göngu því það er okkur mikið hags- munamál að hafið sé hreint. í þessu máli gætum við orðið fyrirmynd annarra þjóða án þess að kosta miklu til. Eftir því sem tæknivæðing eykst stafar náttúrunni æ meiri hætta af tiltælq'um mannsins. Síðustu fréttir um að hugmyndir séu uppi um það í Bretlandi að gera Rockall að geymslustað fyrir geilsavirk úr- gangsefni, hafa þar geislavirkan Til Velvakanda. Nú í sumarbyijun finnst mér að veðráttan gefi fyrirheit um gott árferði frá hafi til heiða og margt benda til þess að gjafir móður nátt- úru verði veglegar þetta árið. Sér- hver íslendingur hefur beðið sum- arsins með óþreyju og er þetta fagra veðurfar mikil blessun eftir langan vetur. Við hljótum öll að þakka fyrir sérhver sumar sem guð hefur gefið. Er sumarið ekki hin mesta gjöf sem móðir náttúra lætur böm- um sínum í té, vonandi kunnum við öll að meta þá gjöf að verðleikum. sorphaug, hlýtur að kalla á harka- leg viðbrögð hér á landi. Mikil hætta er á að geislavirk efni dreifist víða með straumum oggetur jafnvel lítið magn eitrað stór hafsvæði. Geislamengun er heldur ekkert stundarfyrirbæri, hún varir áratug- um saman og það eru engin ráð til að losna við hana eftir að slysið er orðið. Við hljótum að fylgjast grant með þessum málum og beita áhrif- um okkar til hins ýtrasta gegn þess- ari vá. Náttúruverndarmaður Þegar allt er í blóma lífsfyllingar og blár himinn hvelfist yfir þá hljót- um við að álykta að móðir náttúra sé traustur og góður vinur sem fóstrar okkur í mildi sinni. Það hlýt- ur líka að vekja okkur til umhugs- unar um að hún á sér viðkvæmar hliðar og hvetja okkur til aðgætni í umgengni við náttúruna. Ef við tökum dýrð sumarsins með réttu hugarfari er ekki að vita nema við finnum í því þá sönnu auðnu sem svo lengi hefur verið leitað. Gunnar Sverrisson Dýrð sumarsins Víkverji skrifar ■ Höldum áfram. Næsti vagn kemur eftir hálftíma... Með morgunkaffínu HOGNI HREKKVISI Ahveiju hausti, er skyggja tek- ur og skólastarf hefst að nýju eftir sumarfrí, er rekin mikil her- ferð og fólk brýnt til að fara var- lega í umferðinni. Á vorin er ekki síður ástæða til aðgæslu og varúð- ar. Ný verkefni taka þá við hjá bömunum og þau halda á slóðir, sem þeim eru ekki eins vel kunnar og leiðin í skólann. Aðstæður til aksturs eru að sjálfsögðu miklu betri en á haustin þegar myrkrið sækir á og misjöfn veður gera umferðina hættulega. Á vorin eru önnur vandamál í umferðinni, t.d. blindandi sól eða einfaldlega of góð skilyrði, sem menn misnota með hraðakstri. XXX essir þankar komu í huga Víkveija einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu er hann ók framhjá hópi ungra stráka við Bústaðaveg- inn, sem sker í sundur Fossvogs- og Bústaðahverfi. Pjakkamir voru kotrosknir á leið á fótboltaæfingu á svæði Víkings við Hæðargarð. Til að komast þangað þurftu þeir að fara yfir þessa miklu umferðár- götu. Þótt umferðarljósin veiti ákveðna vemd og öiyggi em hætt- umar margvíslegar og fljóthuga strákar með boltadellu gleyma stundum því sem síst skyldi. Það er víðar en við Bústaðaveg- inn, sem hættumar leynast. íþrótta- svaéði Vals á Hlíðarenda er t.d. klippt frá næsta íbúðarhverfi með Skógarhlíðinni og alls ekki er ein- falt að komast þar yfír án þess að leggja sig í stórhættu. Svæði Fram- ara er rétt norðan við Miklubraut- ina, en reyndar sömu megin og íbúðarhverfíð, sem Frömuram til- heyrir. Krakkar í Hvassaleiti og nýju húsunum í grennd við Kringl- una eiga ekki auðvelt með að kom- ast á íþróttaæfingar, þau þurfa að fara yfír miklar umferðargötur hvort sem þau stefna á æfingar hjá Fram, Víkingi eða Val. Vesturbær- inn er svæði KR-inga og á leið ungs manns af Vesturgötunni yfir í Frostaskjól era mörg ljón á vegin- um. Þegar Breiðholtshverfin voru skipulögð var að veralegu leyti gert ráð fyrir skólum, íþróttavöllum og annarri æskulýðsstarfsemi inni í miðju hverfanna. Þetta á þó ekki við íþróttasvæði ÍR, sem er vestan Stekkjarbakka, og þurfa því fjöl- margir krakkar að fara yfír þá götu á leið á ÍR-svæðið. XXX Víkveiji varpar þessu fram með þá von í huga að ökumenn fari varlega er þeir keyra í grennd við þessi og önnur íþróttasvæði. Og reyndar ekki aðeins íþrótta- svæði. Skólagarðarnir era teknir til starfa af fullum krafti og alls kyns leikjanámskeið era víðs vegar um borgina. Krakkamir era á ferð á stöðum, sem þau þekkja lítið eða ekki — og þar sem ökumenn eiga ekki von á þeim. Það er þó ekki nóg að ökumenn fari varlega, for- eldrar og forráðamenn brýna aldrei nógsamlega fyrir bömum sínum að fara varlega. * pÓ EICKI ANNAÐ KTAFFí BOfiO " ■301}
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.