Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 Markaðurinn þarf ein- hverja verðleiðsögn - segir Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Á UPPBOÐI lyá Sölufélagi garð- yrkjumanna í gær seldust tæplega 5*/2 tonn af tómötum fyrir meðal- verðið 112,35 kr. kg, sem er mun hærra verð en fékkst á uppboðinu á fimmtudag, en þá hrundi verðið niður í 34,51 kr. kg. Þá gilti ekk- ert lágmarksverð, en í gær var það ákveðið 110 kr. Að sögn Hrafns Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Sölufélagsins, er þetta verð þó langt undir fram- Dagskráin í dag Kl. 20.30 Norræna húsið Fyrirlestur, Daniel Graffin: Samband myndlistar og bygg- ingarlistar. Kl. 20.30 íslenska óperan „Tíminn og vatnið", eftir Jón leiðsluverði að mati framleiðenda, sem telja sig þurfa að fá 140—150 kr. fyrir kg. „Það er ljóst að markaðurinn þarf einhveija verðleiðsögn meðan uppboðsformið er aðeins tveggja mánaða gamalt. Kaupendur og selj- endur þurfa meiri reynslu áður en hægt er að láta reyna á frjálsa verðmyndun. Uppboðið á fímmtu- dag sýndi að ef ekkert lágmarks- verð er í gildi þá dettur botninn úr Ásgeirsson við ljóð Steins Steinars. Hamrahlíðarkórinn, stjómandi Þorgerður Ingólfsdóttir. Ballettinn „Af mönnum" eftir Hlíf Svavarsdóttur. Tónlist eftir Þorkel Sigur- bjömsson. íslenski dansflokkurinn. verðinu," sagði Hrafn. „Meirihluti framleiðslunnar kemur á markað í lok maí og fram í júlí og þá geta framleiðendur ekki selt langt undir framleiðsluverði. Jafnvel þó að verðið hafí farið hátt í vor þá var svo lítið magn á bak við það, að afkoma framleiðendanna breyttist lítið.“ Aðspurður hvort miklu magni tómata hefði verið fleygt sagði . : Hrafn að auk úrkasts hafí ein- .; hverju verið fleygt, en ekki miklu. „Þegar framleiðslan sveiflast eftir birtu og veðurfari er erfítt að sveifla verðinu til þannig að eftirspum aukist í samræmi við framleiðslu- aukningu. Ef menn líta í kringum sig þá sjá þeir að á flestum mörkuð- um er gildandi eitthvert lágmarks- verð. Ef verð á tómötum fer langt niður fyrir framleiðsluverð þá borg- ar sig ekki fyrir framleiðendur að flytja vömna á markað. Skynsemin verður að fá að ráða,“ sagði Hrafn. * • l LISTAHÁTÍÐI REYKJAVIK VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 7. JÚNÍ 1988 YFIRLIT f GÆR: Við suðaustur-ströndina er 998 mb lægð, sem hreyfist norð-norðaustur og minnkandi lægðardrag yfir Grænlands- hafi. Yfir Grænlandshafi er svo vaxandi hæðarhryggur. Hiti breytist lítið. SPÁ: í dag lítu út fyrir hæga vestan- og suðvestanátt á landinu Vestanlands verður skýjað og lítilsháttar súld við ströndina, hiti verður um 10 stig en um allt austanvert landið og á Noröurlandi verður lóttskýjað. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Fremur hæg vestan- og suðvestanátt. Skýjað og sumstaðar súld vestast á landinu en þurrt og víða lóttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti 9—13 stig vestan- lands en allt að 20 stiga hiti á Norðaustur- og Austurlandi. w VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl ve&ur Akureyri 14 alskýjaft Reykjavík 9 akúr Bergen 14 lóttskýjað Helsinki 25 skýjaft Jan Mayen 2 rígning Kaupmannah. 17 skýjað Narssarssuaq 5 skýjað Nuuk 0 snjókoma Ostó 19 lóttskýjað Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 23 léttskýjað Amsterdam 15 skýjað Aþena vantar Barcelona 21 hálfskýjað Chlcago 21 heiðskfrt Feneyjar 19 skýjað Frankfurt 12 rígning Glasgow 13 mistur Hamborg 15 alskýjað Las Palmas 23 skýjað London 16 skýjað Los Angeles 13 skýjað Lúxemborg 12 skúr Madríd 20 léttskýjað Malaga 23 mistur Mallorca 19 skúr Montreal 10 léttskýjað New York 19 skýjaft París 14 skýjafi Róm 20 skýjað San Diego 14 léttskýjað Winnlpeg 22 haiðskirt Morgunblaðið/PJJ Við komu ítölsku gestanna til Reykjavíkurflugvallar í gær. Ragnar Borg aðalræðismaður stendur Iengst tíl vinstri, Amintore Fanfani ræðir við Steingrím Hermannsson og að baki þeirra er Razenberger aðstoðarráðherra. Maria Pia Fanfani og Inga Melsteð Borg eru lengst til hægri. Fanfam hittir ráð- herra og forsetann AMINTORE Fanfani fjárlaga- ráðherra og forseti öldunga- deildar ítalska þingsins og eigin- kona hans Maria Pia Fanfani einn af varaforsetum Rauða krossins komu til Reykjavíkur um hádegisbilið í gær með þotu ítalska flughersins. Þau snæddu hádegisverð í boði Steingríms Hermannssonar utanríkisráð- herra i Valhöll á Þingvöllum. í dag hittir Fanfani Vigdísi Finn- bogadóttur forseta Islands og Þorstein Pálsson forsætisráð- herra áður en hann heldur með föruneyti sínu til Kanada. Fanfani hjónin hafa mikin áhuga á Islandi og er þetta önnur heim- sókn Maríu Píu hingað. Fanfani forseti, eins og hann er nefndur í heimalandi sínu, er á leið til Winds- or-héraðs í Kanada þar sem um 700.000 manns geta rakið ættir sínar til Ítalíu. Þegar séð var að hann myndi á í Reykjavík á leið sinni vestur óskaði Fanfani eftir viðræðum við íslenska ráðamenn. Eftir hádegisverðinn á Þingvöll- um var haldið í Hveragerði og Grímsnesið og höfð viðkoma á vinnustofu Péturs Friðriks listmál- ara en Fanfani er tómstundamál- ari. Festi ráðherrann kaup á einu verka Péturs. í gærkvöldi sátu Fan- fani hjónin kvöldverðarboð Rauða kross Islands. Jón Emil Guðjóns- son látinn JÓN Emil Guðjónsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Ríkisútg- áfu námsbóka, lést á Landakotss- pítala á sunnudag, 5. júní. Hann var 74 ára að aldri, ókvæntur og barnlaus. Jón var fæddur þann 21. júní á Kýrunnarstöðum í Hvammssveit, Dalasýslu, sonur hjónanna Guéjóns Ásgeirssonar bónda og Sigríðar Jónsdóttur. Hann lauk kennaraprófí árið 1935 og fór víða erlendis til að kynna sér bókaútgáfu og gerð kennslubóka. Á árunum 1935-1939 var Jón kennari í Reykjavík og Skagafírði en árið 1939 réðist hann til Menningarsjóðs. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri sjóðsins 1946 og starfaði þar allt til ársins 1956 er hann var skipaður framkvæmdastjóri Ríkisútgáfu námsbóka. Því starfí gegndi hann til ársins 1978. Jón var formaður Breiðfírðingafé- lagsins í 3 ár og átti sæti í stjóm Þjóðræknisfélagsins í 1 ár. Jón sat í stjóm FUF, var ritari SUF og átti sæti í ritstjóm Ingólfs, blaðs ungra framsóknarmanna. Eftir hann liggur fjöldi greina í blöðum og tímaritum. GunnarJ. Möllerhæsta réttarlögmaður látinn GUNNAR Jens Möller hæstarétt- arlögmaður og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur, lést í Reykjavik f gær, mánudaginn 6. júnf. Gunnar var 76 ára, sonur hjónanna Jakobs Ragnars Valdemars Möller, rit- stjóra, alþingismanns og sendi- herra og Þóru Guðrúnar Þórðar- dóttur Guðjohnssen. Gunnar var fæddur þann 30. nóv- ember 1911 í Reykjavík. Hann lauk lögfræðiprófí við Háskóla íslands 1937 og var framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reylqavíkur 1939- 1942 og frá 1945, allt til ársloka 1981. Hæstaréttarlögmaður varð Gunnar 1943 og rak málaflutnings- skrifstofu í Reykjavík í félagi við Láms Jóhannesson hrl. 1943-1960 og einn upp frá því. Gunnar var kjörinn í Tryggingarr- áð Tryggingastofnunar ríkisins 1944 og sat að mestu óslitið til 1983. Hann var formaður þess 1946-1953 og frá 1966-1978 og átti mikinn þátt í að móta íslenska tryggingalög- gjöf. Hann var forstjóri Tryggingar- stofnunarinnar 1970. Eftir Gunnar liggja greinar og ritgerðir um lög og rétt. Gunnar var sæmdur heiðurs- merki hinnar íslensku Fálkaorðu og Dannebrogsorðunni. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Ágústa Sigríður Guðnadóttir. Þau eignuðust 4 böm, sem öll eru upp- komin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.