Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 Rautt og blátt grjót Myndlist Bragi Ásgeirsson Flestir kannast við það, að grjót og klettar geta tekið á sig ýmsar furðumyndir, jafnvel svo að minni greinilega á menn og skepnur. Myndlistarmenn hafa og leitað stíft til náttúrunnar á þessari öld — dregið að sér föng í efnasam- setningu hennar og margvíslegri lögun í stað þess t.d. að draga upp mynd af útlínum hennar. Að vissu marki mætti því segja, að margur núlistamaðurinn sé meira náttúrbam og háðari náttúrunni en hinir svonefndu natúralistar, sem höfðu það að takmarki að draga upp sem sannverðugasta mynd af himni, hafí og hauðri. Málarinn Páll Guðmundsson frá Húsafelli er einn af þeim, sem segja má í bókstarlegri merkingu að séu bergnumdir af umhverfí sfnu. Hann málar ekki aðeins fólk- ið í sveitinni, eins og það kemur honum fyrir sjónir, heldur klappar hann einnig með hamri og meitli í ráutt og blátt gijót, sem fínnst í Bæjargilinu á Húsafelli. Hann fylgir lögun gijótsins, svo sem best hann getur, en útfærir í það ýmsar hugdettur, sem hann fær við meðhöndlun þess. Á stundum eru þær fólkið í næsta nágrenni eða kunningjar hans og vinir, þannig að fyrr en varir er gijótið orðið að andlitsmjmd eða bijóst- mynd. En í annan stað geta þetta verið yggldir þursar og hálftröll, álfkona, víkingur, urðarköttur, skrímsli, nátttröll, skuggabaldur og margt annað úr þjóðtrú og veruleika — janvel hvort tveggja í einni og sömu myndinni. Leikurinn er í senn áhugaverð- ur og skemmtilegur, en útkoman æði misjöfn, og það fer ekki alltof vel um myndimar í Gallerf Gijóti, þar sem þær em til sýnis til 12. júní. Helst óskar maður eftir síkvikulli dagsbirtunni á slíkar myndir, þannig að þær taki á sig síbreytilega mynd eða þá mjög sveigjanlegri en markvissri lýsingu, sem ekki er til staðar. En sumar gijótmyndimar höfð- uðu þó sterkt til mín eins og þær komu fyrir sjónir á staðnum svo sem „Ljónshöfuð" (17), „Mar- bendill“ (19), „Kobbi" (21) og „Boði“ (26), sem allar fá nokkum veginn notið sín. í senn rammur og áhugaverður leikur, sem náttú- mbamið Páll Guðmundsson hefur dijúgan sóma af. Pólskir tónleikar Tónlist Egill Friðleifsson Háskólabíó 5. júní 1988 Flytjendur: Filharmóníuhljóm- sveitin frá Poznan, Fílharmóníu- kórinn frá Varsjá Stjórnandi: Wojciech Michniew- ski Einleikari: Piotr Paleczny, píanó Einsöngvarar: Barbara Zagorz- anka, sópran, Jadwiga Rappé, mezzosópran, Andrzej Hiolski, bariton. Efnisskrá: Jón Nordal, Coralis. Fr. Chopin, pianókonsert nr. 1 í e-moll op. 11. K. Szymanowski, Stabat Mater. W. Kilar, Krzesany (Eldglæringadans). Það gerist ekki á hveijum degi að hópur 200 erlendra listamanna sæki okkur heim. En stærsti tónlist- arviðburður yfirstandandi listahá- tíðar er koma Fílharmóníuhljóm- sveitarinnar frá Poznan ásamt Fílharmóníukómum frá Varsjá með Penderecki í fararbroddi. Menn hafa nokkuð velt fyrir sér gildi lista- hátíðar og varpað fram þeirri spum- ingu hvórt þörfin fyrir hana sé jafn brýn og áður og bent réttilega á, að lista- og menningarlíf er nú mun fjölbreyttara en var fyrir tveimur áratugum. Þó er það svo að stærstu viðburðimir gerast jafnan í tengsl- um við listahátíð og það eitt ætti að sanna tilverurétt hennar. Hug- tökin heimslist — heimalist eiga vel við þessa dagana. Borgin er í hátíð- arskapi og jafnvel endalaust þrasið um ráðhús eða ekki __ ráðhús er hljóðnað í bili a.m.k. í stað þess ræða menn um Chagall og Pend- erecki. Pólveijamir em aufúsugest- ir. Heimsókn þeirra og konsertar munu lengi í minnum höfð. Á sunnudaginn hófust tónleikamir á því að hljómsveitin lék Coralis eftir Jón Nordal, verk sem frumflutt var úti í Bandaríkjunum fyrir nokkmm ámm og við þekkjum mæta vel. Burðarás verksins er Liljulagið ljúfa sem Jón meðhöndlar af mikilli nær- fæmi. Verkið hljómaði vel í flutn- ingi Fílharmóníuhljómsveitarinnar frá Poznan, en nú var það Wojciech Michniewski sem um stjómvölinn hélt og fórst það vel úr hendi. Þá heyrðum við píanókonsertinn í e-moll op. 11 eftir Chopin. Að sjálf- sögðu vom Pólveijamir ekki í vand- ræðum með Chopin. Raunar er þátt- ur hljómsveitarinnar ekki veigamik- ill í þessu hárómantíska verki en hlutur einleikarans þeim mun stærri. Það var Piotr Paleczny sem við flygilinn sat og töfraði fram ljúfsára hljóma Chopins á eftir- minnilegan hátt. Paleczny er mjög góður píanisti. Tækni hans er óað- fínnanleg og túlkun sannfærandi, ekki hvað síst tókst honum vel upp í undurfögmm öðmm þættinum. Eftir hlé sté svo Fílharmóníukór- inn frá Varsjá á söngpallana og flutti okkur Stabat Mater eftir Kar- ol Szymanowski ásamt hljómsveit- inni og einsöngvumm og aftur fengum við að heyra fágaðan hljóm þessa ágæta kórs. Stabat Mater Szymanowskis getur varla talist rismikið verk þó það búi yfír fegurð og þokka, en margt tónskáldið hef- ur spreytt sig á þessum sama texta. Einsöngvarar vom þau Barbara Zagorzanka, sópran, Jadwiga Rappé, mezzosópran, og Andrzej Pólsk sálumessa Tónlist Egill Friðleifsson Háskólabíó 4.6. 1988 Efnisskrá: Pólsk sálumessa Flytjendur: Fílharmóníuhljóm- sveitin frá Poznan Fflharm- óníukórinn frá Varsjá. Stjórnandi: Krzysztof Pend- erecki Einsöngvarar: Jadwiga Gadul- anka, sópran, Jadwiga Rappé, mezzosópran, Paulos Raptis, tenór, Radoslaw Zukowski. Það ríkti eftirvænting í Há- skólabíói laugardaginn 4. júní sl. Prúðbúnir listahátíðargestir fylltu salinn og biðu þess að Fflharm- óníuhljómsveitin frá Poznan og Fflharmóníukórinn frá Varsjá stigi á fjalimar ásamt einsöngvur- um með sjálfan Kryzysztof Pend- erecki sem leiðtoga og flyttu verk hans „Pólska sálumessu." Krzysztof Penderecki er eitt alira fremsta tónskáld okkar tíma og er nú á besta aldri, fæddur 1933. Penderecki öðlaðist heims- frægð fyrir tæpum þremur ára- Wojciech Michniewski Hiolski, bariton. Allt era þetta úr- vals söngvarar sem skiluðu hlut- verkum sínum með sóma en Fílharmóníukórinn frá Varsjá var hreint út sagt frábær. Hljómurinn var svo sveigjanlegur, safaríkur og hreinn að unun var á að hlýða. Að lokum heyrðum við svo „Eld- glæringadans" eftir Pólveijann Wojciech Kilar, en hann mun þekkt- astur fyrir kvikmyndatónlist sína. „Eldglæringadansinn" er mikið glansnúmer fyrir hljómsveitina, sem tók á honum stóra sínum og skilaði þessu hijúfa en bráð- skemmtilega verki með glæsibrag. Stjómandinn Wojciech Michniewski var einnig réttur maður á réttum stað. Það fylgdi honum kraftur og kynngi. Þetta vom einhveijir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef lengi farið á. Heimsókn Pólveij- anna er stórviðburður í íslensku menningarlífi. Hafí þeir heila þökk fyrir komuna. Krzysztof Penderecki Næg bflastæði Oskjuhlíð... í alfaraleið Bráðlega verður hafist handa við byggingu þessa giæsilega húss á einstökum stað í Öskjuhlíð. Húsið verður 5.700 fm, um 1350 fm hver hæð. 2., 3. og 4. hæð eru til sölu og afhentar tilbúnar undir tréverk 1989/1990, sameign og lóð fullfrágengin. Á 4. hæð er gert ráð fyrir ráðstefnu- og fundarsölum og á 1. hæð eru veitingar, keila, knattborð og margt fleira. Það er auðvelt fyrir okkur að sjá hversu fjölbreytt starfsemi kemur til greina í þessu stórkostlega húsi, en við látum þér eftir að skipuleggja það. Allar upplýsingar og teikningar á skrifstofu okkar. ...........r . ' Stórbrotið útsýni af 1. hæð, hvað þá er hærra dregur. Sj Farðu á staðinn og líttu í kringum þig. Þú ert úti í guðsgrænni náttúru en samt í mið- depli athafna. BBSIHBMi -• ------ Sermngagur a allar hæðir Ef þú ert að hugsa um húsnæði fyrir starfsemi þma, hugsum við með þér. 28444 HÚSEIGMIR 'ELTUSUNDI 1 Q ClflBl umi 28444 wL ðnJr DanM Ámason, lögg. fa«t., jl Heígi Steingrimason, aöluatjóri. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.