Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
41
Víða pottur brotinn í
aðbúnaði í málmiðnaði
STJÓRNENDUM þriggja fyrir-
tækja í málmiðnaði var veitt við-
urkenning á kynningarfundi sem
Vinnueftirlit ríkisins hélt með
starfsmönnum og stjórnendum í
greininni fyrir nokkru. Á síðasta
ári kannaði Vinnueftirlit rikisins
hvernig aðbúnaði, hollustuhátt-
um og öryggi væri háttað í grein-
inni og sýndu niðurstöður að
verulegra úrbóta er þörf í þeim
málum.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra veitti eftirtöldum fyr-
irtækjum viðurkenningu: Bjarma sf.
í Hafnarfírði, Málmsteypunni Hellu
hf. í Hafnarfírði og Vélum og þjón-
ustu hf. í Reykjavík. Sagði hún af
því tilefni að hún mundi óska eftir
því við Vinnueftirlit ríkisins að hér
verði úr bætt og að félagsmálaráðu-
Höfðar til
.fólksí öllum
starfsgreinum!
neytið fái skýrslu um árangur og
niðurstöður að tilteknum tíma liðn-
um.
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri
Vinnueftirlits ríkisins, sagði fundar-
mönnum frá framkvæmd verksins,
niðurstöðum, og kynnti leiðir til
úrbóta, en ráðist var í verkefnið
vegna þess að há slysatíðni er í
málmiðnaði og vitað er að ýmsum
störfum í greininni fylgir óhollusta
ef réttar varúðarráðstafanir eru
ekki gerðar.
Framkvæmd verkefnisins var í
fyrsta lagi fólgin í því að skoða
fyrirtækin, gefa ábendingar og gera
kröfur um úrbætur, ástand vinnu-
staðanna var metið og starfsmönn-
um veitt fræðsla um vinnuvemd.
Alls voru 53 fyrirtæki skoðuð í
samráðj við hagsmunaaðila í grein-
inni. Úttekt á hveiju fyrirtæki
skiptist í þijá hluta: vinnurými,
tæki og búnað og starfsmanna-
rými. Niðurstöður sýndu að léleg
loftræsting og skortur á afsogs-
búnaði við suðu og logskurðarvinnu
veldur mestu um óholla loftmengun
í vinnurými. Hávaðamengun er
mikið vandamál í iðngreininni og
er talin „óviðunandi" og „ábóta-
vant“ í þremur af fjórum fyrirtækj-
um sem komu til skoðunar.
Hvað tæki og búnað varðar kom
í ljós að vélar í málmiðnaði em
komnar til ára sinna og endumýjun
þeirra gengur hægt.
Starfsmannarými, svo sem bún-
ings- og snyrtiherbergi, var í meiri-
hluta fyriríækjanna talið óviðun-
andi.
Vinnueftirlitið hefur nú gert
ýmsar ráðstafanir sem ættu að geta
stuðlað að endurbótum, meðal ann-
ars hafa verið settar nýjar reglur
um öryggisbúnað véla, mengunar-
vamir við málmsuðu og aðrar regl-
ur varðandi öryggisatriði.
Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson
Þegar starfsmenn Vegagerðarinnar höfðu lokið við að blása snjó
af veginum yfir Lágheiði voru skaflarnir vfða tvær mannhæðir.
Lágheiði:
Fær minni bifreiðum
Siglufirði.
LÁGHEIÐI hefur nú verið opnuð
fyrir umferð fólksbifreiða, en
heiðin er enn of blaut til þess að
hægt sé að leyfa þyngri bifreiðum
að aka hana.
Starfsmenn Vegagerðarinnar
unnu hálfan annan dag við snjóblást-
ur á heiðinni og vom skaflar við
veginn víða tvær mannhæðir. Nokkr-
um dögum síðar, eða á föstudag, var
heiðin opnuð fyrir umferð minni bif-
reiða. Heiðin er nú að þoma og líður
þvf varla á löngu áður en flutninga-
bifreiðar fá að aka hana, til dæmis
mjólkurbíllinn frá Akureyri, en leið
hans styttist þá um 50-60 kflómetra.
Á síðasta ári var heiðin opnuð nokkm
fyrr, en þó er ekki óalgengt að hún
verði fyrst fær fólksbifreiðum í byij-
un júní.
Matthfas.
Hanna Schygulla f hlutverki Elín-
ar í kvikmyndinni „Lulu — að
eilífu" sem sýnd er f Regnbogan-
um.
Regnboginn
sýnir „Lulu —
að eilífu"
Regnboginn hefur tekið til
sýninga kvikmyndina „Lulu —
að eilífu“. Með aðalhlutverk fara
Hanna Schygulla og Debbie
Harry. Leikstjóri er Amos Koll-
ek.
Myndin flallar ekki um Lulu þó
hún gangi sem rauður þráður gegn-
um myndina. Hún fjallar um aðra
konu, Elínu Hines, verðandi rithöf-
und, sem á í mesta basli. Flest snýst
gegn henni og ætlar hún loks að
binda endi á allt saman þegar dæm-
ið snýst við fyrir tilviljun og gæfan
brosir við henni. í einni svipan verð-
ur hún rík, fræg og eftirsótt en það
hefur líka sínar dökku hliðar því
setið er um lff hennar. Hún fær
riddara sér til hjálpar og lífíð held-
ur áfram. En þá á eftir að upplýsa
— hver er Lulu?
(Fréttatilkynning)
Amdís dúx
í málum
í FRÉTT Morgunblaðsins á laug-
ardag af skólaslitum f Mennta-
skólanum við Sund var ekki get-
ið nafns stúlku sem hlaut hæstu
einkunn úr málaskor.
Það var Amdís Björk Ásgeirs-
dóttir sem náði hæstu meðalein-
kunn úr málaskor, eða 8,6.
lOLVIIR I SKOLASTARFI
Islensk kennsluforrit
Skrifborðsútgáfa (Desk Top Publishing)
Tengingar við skóla í Evrópu — EARN
Gagnad ís,Windows, mús o.fl.
miðvikudagur 8. júní kl. 9:30—12:00
AUMEHN KYNNINC FYRIR SKÓLAFÓLK
hjá IBM Skaftahlíð 24.
HERMILÍKÖN:
Þetta forrit hefur verið prófað í 6.—9. bekk í þremur grunnskólum
hérlendis og fengið mikið lof. Forritið Hermilíkön kemur úr
rannsóknarverkefninu INFA (Informatik i Skolens Fag) sem IBM í
Danmörku og danski kennaraháskólinn (DLH) vinna sameigin-
lega. Forritið hefur verið íslenskað og aðlagað íslenskum
aðstæðum. Því verður dreift í skóla fyrir næsta vetur. Með
forritinu má setja upp ýmis líkön sem nemendur þekkja úr
daglega lífinu, t.d. úr umferðinni, biðraðir, smithættu og mann-
fjöldaspá. Nemandinn setur inn upplýsingar og fær niður-
stöðurnar myndrænt.
STÆRÐFRÆÐISPIL:
Kynnt verða nokkur stærðfræðispil fyrir 2.—5. bekk grunnskóla.
Þessi spil eru einnig úr INFA rannsóknarverkefninu. Þau verða
íslenskuð í sumar.
DESKTOP PURLISHING:
Skrifborðsútgáfa. Með Pagemaker og Windows er hægt að setja
upp texta í mörgum leturgerðum og stærðum, brjóta um sfður,
fella inn myndir og fleira. Með umbrotsforritinu verður sýndur
IBM leysiprentari og skanner.
GAGNADÍS:
Gagnadís (Dataease) er gagnasafnskerfi sem er nýkomið á
markaðinn. Forritið er alíslenskað og með íslenskri handbók.
Gagnadís er mjög sveigjanlegt, hraðvirkt og öflugt gagnasafnskerfi
sem fengið hefur frábæra dóma.
STORYBOARD PLUS:
Storyboard Plus er nýtt og öflugt forrit til myndrænnar framsetn-
ingar á hvers konar efni. Hægt er að nota mús til að stjórna
aðgerðum. Með forritinu fylgir safn mynda.
TIC TAC / PENFRIEND:
Hugbúnaður fyrir tungumálakennara. Þessi pakki sem inniheldur
nokkur tungumál gerir notandanum kleift að skrifa texta án þess
að kunna málið til hlítar.
TENGING VIÐ ÚTLÖND:
IBM mun á næstunni setja upp tölvur og mótald í fjórum
grunnskólum hérlendis til að tengjast sambærilegum skólum í
Danmörku. íslensku nemendurnir verða þátttakendur í
sameiginlegu rannsóknarverkefni í tungumálakennslu og samfé-
lagsfræði með því að skiptast á upplýsingum við jafnaldra sína
erlendis. Með þessari uppsetningu er einnig fengið beint tölvu-
samband við aðra skóla hérlendis.
PS/2 — OS/2
Stutt kynning á helstu eiginleikum IBM PS/2 tölva og nýja stýri-
kerfinu OS/2 sem m.a. gerir margvinnslu mögulega. Sýnt verður
ritvinnsluforritið Ritvangur 4 fyrir OS/2 með íslensku orðasafni.
fimmtudagur 9. júní kl. 9:00—14:00
föstudagur 10. júní kl. 9:00—16:00
$YNIN6 - 0P» HUS:
I húsnæði IBM í Skaftahlíð er fullkomin aðstaða til að skoða allt
það sem kynnt verður á almennu kynningunni 8. júní, auk
nettenginga sem henta m.a. vel í skólum. Starfsfólk IBM verður til
taks til að sýna, kenna og veita upplýsingar um það sem kemur
skólafólki að gagni.
Vinsamlega tilkynnið þútttöku á almennu ktjnn-
inguna og í kennsluna á Gagnadís í símu 68 73 73,
eigi síðar en þriðjudaginn 7. júní
Allar nánari upplýsingar veitir Kristín Steinarsdóttir
í síma 2 77 00.
mánudagur 13. júní kl. 9:00—14:00
KENNSLA A
Kennd verður notkun Gagnadísar. Farið verður í uppbyggingu á
gagnaskrám, gerð valmynda og tekin dæmi um nemenda-
skráningu og einkunnabókhald.
FYRST OG FREMSÍ
SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK SÍMI 27700
W