Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 57 Minninff: Guðmunda Rósmunds dóttir - Minning menningar. Og það svo að fyrr en varir er flest orðið úrelt og annað komið í staðinn. En nú á tímum er vaxandi áhugi á því að safna þess- um úreltu vélum og varðveita þær til þess að sýna sögulega þróun. Snemma fékk Guðmundur skiln- ing á þvi að þama var menningar- söguleg arfleifð sem bar að varð- veita. Hann sýndi vilja sinn I verki með því að taka traktor einn af fyrstu gerð og gera hann upp. Svo var mál með vexti að honum hafði verið hent og meira að segja graf- inn í jörð. Guðmundur hikaði ekki við að grafa hann upp og hreinsa og sparaði enga fyrirhöfn til þess að fá það sem vantaði, leggja á sig ferðalög í því skyni, jafnvel norður í land. Svo fór að lokum að ekki vantaði nema eitt smástykki til þess að hann yrði gangfær. Það fannst hvergi hér á landi en kannski hefði mátt ná þvf frá Ameríku en af því varð ekki og við það situr enn. Þetta sýnir vel viljastyrk hans til að ná settu marki. Eins og fyrr getur lá rannsókn náttúrunnar djúpt í eðli Guðmund- ar. Hann var uppalinn við veiðivatn og rannsakaði lífríki þess af þeirri kostgæfni sem honum var lagið alveg frá unglingsárum fram til hins síðasta, var alltaf með silungs- klak heima hjá sér. Það var mikill fróðleikur að hlusta á hann lýsa því. Hann gjörþekkti svo hegðun og lifnaðarhætti urriða og bleikju að ætla mætti að þær færu fáir f spor hans. Fiskifræðin kennir að lax geti ekki alist í fersku vatni án þess að ganga til sjávar. En hann sannaði fiskifræðingi, að svo hafi gerst í Hestvatni, með þeim rökum sem ekki varð hnekkt. Skólamenntun Guðmundar var ekki önnur en tveir vetur í Laugar- vatnsskóla, auk bamafræðslu. Ekki mun hann hafa stundað mikið bók- lestur framan af ævi, en hann var leitandi maður og þegar á leið varð hann að finna anda sínum við- fangsefni og vijjafestan brást hon- um ekki. Ekki er vitað til að hann hafi fengist við skáldskap eða ræðu- mennsku þótt þar hefði hann hvorki skort róm né málsnilld. Hann fór að lesa ljóð og hann tileinkaði sér svo að læra utanbókar heila kvæða- bálka. Hann réðst ekki á garðinn lægstan að fást við kvæði þess skálds sem hvað dýpst hefur kafað í mannlega tilveru og hnattadýrð ómælisgeims, Einars Benediktsson- ar. Og nú þegar.Guðmundur er allur og hefur kvatt tilverusvið okkar jarðarbama þykir hlýða að ljúka þessum orðum með síðasta erindi úr kvæðinu „Einræður Starkaðar". Dagur míns heims varð helsvört nótt. — Hann hvarf eins og stjaman í morgun- bjarma. Guðsdymar opnuðust hart og hijótt Hirðsveinar konungsins réttu út arma. Fjördrykkinn eilífðar fast ég drakk; þá féll mín ásýnd á jörð eins og gríma. Heiðingjasálin steypti stakk. - Ég steig fyrir dómara allra tíma. Sigurður Sigurmundsson, Hvítárholti. Mínir vinir fara flöld Feigðin þeirra heimtar gjöld (Bóiu-Hjálmar) Mig langar að minnast Guð- mundar örfáum orðum. Hann fædd- ist á Gelti í Grímsnesi og vom for- eldrar hans Sigríður Guðmunds- dóttir og Biynjólfur Þórðarson. Guðmundur var giftur móðursystur minni, Jónínu Bjamadóttur. Mikill samgangur var á milli heimila systr- anna og dáði móðir mín Guðmund mág sinn, og var ætíð gott sam- band þeirra á milli. Margs er að minnast og rify'a upp þessa dagana. Eg er fædd á heimili Guðmundar og Jónínu frænku svo segja má að mínar fyrstu stundir í lífinu hafí verið undir þeirra vemdarvæng. í mörg ár var móðuramma mín í heimili hjá þeim og var það siður þá að fyölskylda mín fór upp í Hlíðar og drukkið var kvöldkaffíð þar á aðfangadag. Hélst þessi siður í mörg ár meðan við bömin vom að alast upp. Var þá oft kátt á hjalla. Ofarlega em í huga núna ferðim- ar sem við Ragnhildur fómm saman með Guðmundi austur í Gölt og söng hann fyrir okkur af raust kvæðið um Helgu Jarlsdóttur sem hann kunni allt og þótti okkur til- komumikið að hlusta á hann. Oft minnist ég fyörlegra stjóm- málaumræðna við eldhúsborðið í Hlíðunum. Já, það er margs að minnast og aðeins fátt eitt talið upp hér. Umhyggja Guðmundar fyrir sínu fólki var mikil og bamgóður var hann mjög og skulu hér þakkir færðar frá bömum mínum fyrir hans hlýja viðmót við þau. Ég og fjölskylda mín vottum Jónínu frænku minni og fyölskyldu hennar innilega samúð okkar. Minningin um góðan mann mun lifa með okkur öllum. Þóra Haraldsdóttir Þriðjudaginn 24. maí var gerð frá ísafjarðarkirkju útför Guð- mundu Rósmundsdóttur. Guðmunda, eða Munda eins og hún var ævinlega kölluð, fæddist í Tungu fyrir botni Skutulsfjarðar 9. júní 1907 og bjó lengst af í ísa- fyarðarkaupstað á Eyri við sama fyörð. Það kann að hvarfla að ein- hveijum að fátt hafí hent á hinni skömmu vegferð frá Skutulsfjarð- arbotni fram á Eyri, en því fer fyarri. Leið hennar hófst á harð- troðnu moldargólfí gamla torf- bæjarins, sem var æskuheimili hennar, um hestagötur út með fírði, hjá stakkstæðum ísafjarðarkaup- manna, færiböndum fshúsanna, til tæknidýrkunar ■ og tölvugaldra samtíðarinnar. Þannig lá leið henn- ar frá grárri fomeskju hins rót- gróna bændasamfélags til síhvikull- ar veraldar nútímans. Munda var ein í þeim nafnlausa fjölda sem með amstri sínu bar hitann og þungann af hamskiptum samfélagsins á fyrri hluta þessarar aldar. Hún giftist tvívegis og stofnaði heimili, eignað- ist böm og annaðist stjúpböm, jafn- framt því að hún vann langan vinnudag f físki. Bömin urðu sjö og aðrir afkomendur eru fjölmargir og dreifðir nokkuð víða um heims- kringluna. Munda fylgdist grannt með bömum sfnum og fjölskyldum þeirra þótt höf og fyöll skildu að. Kynni okkar Mundu hófust þann- ig að hún hýsti einn úr okkar hópi skamma hríð þegar illa stóð á um sinn. Síðar gerðumst við hin ýmist kostgangarar og leigjendur í Tangagötu 10 ellegar við urðum þar eins konar heimagangar. En hvemig svo sem fyrstu kynnum okkar var háttað bundumst við henni öll vináttuböndum sem entust meðan hún lifði. Mörg stundin læddist óséð hjá þegar Munda dró ýmis konar fá- gæti úr hirslu minninganna og vakti til lífsins liðinn tíma í látlausri en kjamyrtri frásögn. Það var auðvelt að slást í för með henni um grónar götur minninganna, rölta um stakkastæðin á sólhýrum degi, finna saltfiskilminn í nösum. Þá gat mann næstum verkjað í allan skrokkinn þegar hún iýsti sleitu- lausum saltmokstri og kolaburði fyrir daga uppskipunarkrananna. Eins var auðvelt að skynja í orðum og raddblæ hvemig lífsgleðin ólgaði í dunandi dansi og hlátrasköllum í sölum Alþýðuhússins á áranum milli stríða. Þannig væri auðvelt að halda áfram og myndi seint kenna granns í þessari miklu fyárhirslu, ævinlega var hægt að laða fram karla og kerlingar af öllu tagi, hvöss tilsvör eða kátlegar athugasemdir, gleðistundir og sorgar. Á þessum stundum gafst okkur ekki aðeins sýn til fjarlægra tíma og framandi lífs heldur kynntumst við lífsviðhorfí og skapgerð Mundu býsna vel enda var hún hreinskipt- in, mannblendin og opinská. Kröpp kjör og miskunnarlaus lífsbarátta höfðu mótað skoðanir hennar. Mót- læti, angur og sorgir kvöddu stund- um dyra á Tangagötu 10 en and- streymið herti Mundu og bugaði aldrei enda var hún bjartsýn að eðlisfari og léttlynd. Hún var sjálf- stæð í skoðunum og vildi hvorki vera taglhnýtingur neins né ómagi á samfélaginu og hélt hún heimili hjálparlaust alla tfð. Barátta hennar við banamein sitt var ekki löng en snörp. Hún horfð- ist í augu við dauðann án þess að gera sér neinar gyllivonir um bata en hún lét þó ekki hugfallast heldur beið þess sem verða vildi af æðra- leysi. Um leið og við kveðjum þig, gamla vinkona, þökkum við þér fyrir allt sem þú veittir af auðlegð hjartans. Jónína, Jóhannes, Örn Daníel, Arsæll og Sigurlaug. f Móðir okkar, JÓNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja JaAri, Hrunamannahreppi, andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 3. júní. Börn hinnar látnu. t Faðir minn, ANDRÉSAUÐUNSSON, Efrl Hól, V-Eyjsfjöllum, lóst 5. júnf. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sigrfður G. Kærnested. t Eiginmaður minn og faðir, SIGURÞÓR HERSIR bryti, Rauðalæk 13, andaðist í Landspítalanum 5. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Pálsdóttir, Gylfl Páll Herslr. . SPARAÐU SPORIN ÞU ÞARFT EKKILENGUR AÐ UMSKRÁ Frá 1. júní þarf ekki lengur að umskrá bifreið þegar hún er seld úr einu umdæmi í annað eða eigandi flytur á milli umdæma. Umskráningar verða þó heimilar til 31. desember n.k. 8 Við sölu á bifreið þarf því eftirleiðis einungis að senda nákvæmlega útfyllta sölutilkynn- ingu ásamt eigendaskiptagjaldi kr. 1.500.- til Bifreiðaeftirlits ríkisins, eða fógeta og sýslumanna utan Reykjavíkur. Dómsmálaráðuneytið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.