Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 13 Kolbeínn Bjarnason Tónlist Egill Friðleifsson Listasafn íslands 5. júni 1988. Flytjandi: Kolbeinn Bjarnason flautuleikari. Efnisskrá: Brian Fenneyhoug-h, Cassandra’s Dream Song. Kazuo Fukushima, Shun-San. Magnús Bl. Jóhannsson, Solitude. Atli Heimir Sveinsson, Lethe. Klaus Huber, Ein Hauch von Unzzeit. Það var heilmikið músíkalskt stökk að yfírgefa Qölmennan hóp Pólveija í Háskólabíói og rölta ofan í Listasafn til að hlusta á einsamla flautu. Þar var ungur tónlistarmaður, sem flutti okkur nokkur samtímaverk. Kolbeinn á flölþættan námsferil að baki og hefur náð góðum tökum á hljóð- færi sínu. Tónleikamir voru all- óvenjulega samansettir — upphóf- ust með látum og hamagangi í ágengu verki Femeyhoughs, „Cassandra’s Dream Song“, en síðan hægði á ferðinni og endaði í nær algem logni með „Ein Hauch von Unzeit“ eftir K. Huber áður en Kolbeinn brá á það ráð að endurtaka upphafsverkið, enda orðar flytjandi það svo sjálfur að konsertinn sé „ferð í átt til þagn- ar“. Það er ekki heiglum hent að halda athygli áheyrenda vakandi lungann úr kvöldstund með einni flautu, en Kolbeini tókst það með ágætum og kom þar tvennt til. Kolbeinn er snjall músíkant og tugum með verki sínu „Harmljóð vegna fómarlambanna í Hírósíma", sem er stórkostlega áhrifaríkt og sterkt verk samið fyrir strengjasveit. Penderecki þótti framsækinn og írumlegur framan af ferli sínum. Hann var fremstur meðal jafningja í flokki framúrstefnumanna. Hann snéri síðar við blaðinu og hneigðist til hefðbundnari aðferða í tónsköpun sinni án þess þó að afneita nokkm sem á undan var gengið. „Pólsk sálumessa" er samin fyrir nokkmm ámm. Verkið er stórt í sniðum og víða mjög áhrifa- ríkt. Það er ekki hægt að segja að tónlistin sé í einum ákveðnum stfl, þar fara saman aðferðir tutt- ugustu aldarinnar við hlið fomra minna, sem sum eiga sér rætur aftur í aldir. Honum er lagið að skrifa þannig fyrir kór og hljóm- sveit að auðvelt er að fylgjast með framvindu verksins, sem í heild skilur eftir sterk áhrif í hugum áheyrenda. Kolbeinn Bjamason verkin forvitnileg sem flutt vom. „Cassandra’s Dream Song“ eftir Ferenyhough er ögrandi verk. Þar er markmiðið ekki fallegur fágað- ur flutningur og þar er ekki verið að fela erfíðleikana sem flytjand- inn á við að glíma, þvert á móti em þeir undirstrikaðir. Þetta er ekki falleg músík, en það var spennandi að fylgjast með flylj- anda reyna að framkvæma hið óframkvæmanlega. Við hejnrðum líka „Shun-San“ eftir japanska tónskáldið Kazuo Fukushima með framandi fínlegum blæbrigðum. Þá flutti Kolbeinn okkur gamlan kunningja „Solitude" eftir Magn- ús Bl. Jóhannsson. Eftir hlé fylgdi Við urðum vitni að glæsilegum flutningi á einu athygiisverðasta tónverki, sem fram hefur komið hin síðari ár. Penderecki virkaði mjög yfírvegaður sem stjómandi. Hann stýrði liði sínu af festu og myndugleik. Verkið krefst mikils af flytjendum sem allir stóðu sig vel. Einsöngvarar vom þau Jad- wiga Gadulanka, sópran, Jadwiga Rappé, mezzosópran, Paulos Raptis, tenór og Radoslaw Zukowski, bassi. Þáttur hljóm- sveitarinnar er stór í „Pólskri sálu- messu". Fflharmóníuhljómsveitin í Poznan er góð velhljómandi hljómsveit en lék þó ekki hnökra- laust né ætíð tandurhreint. Hins vegar er Fflharmóníukórinn frá Varsjá afburðagóður. Söngur hans var svo hreinn og hrífandi að sjálfsagt er. „Agnus Dei“ þátt- urinn hljómaði yndislega fallega. Kórstjórinn, Henryk Zukowski, á sannarlega hrós skilið. Þetta var stór stund. Vonandi fínnur Penderecki sér oftar tíma til að lfta við á íslandi. Félag Borgaraflokks stofnað í Borgamesi síðan frumflutningur á verki Atla Heimis Sveinssonar „Lethe“ (gleymska) leikið á bassaflautu, sem hefur djúpan, þýðan tón. Verkið er ákaflega hægt og rólegt og einkennist m.a. af óvenju löng- um þögnum. Þá heyrðum við hálf furðulegt verk eftir Klaus Huber „Ein Hauch von Unzeit". í upphafí er vitnað í Purcell en verkið „lendir í ógöngum" og hreinlega verður að engu. Að lokum var svo „Cass- andra’s Dream Song“ endurtek- inn. Kolbeinn Bjamason kveður sér eftirminnilega hljóðs með þessum óvenjulegu tónleikum. Hann reyndist óragur við að rejma á þolrif áheyrenda sinna en upp- skar lof í lófa. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Borgaraflokknum: „Stofnfundur Borgaraflokksfé- lags Borgamess var haldinn í Bor- gamesi 19. maí sl. Á fundinum, sem var mjög fjölsóttur, var Jón S. Pét- ursson kjörinn formaður hins nýja félags. Þórir Lárusson, formaður kjördæmisfélags Reykjavíkur, var fundarstjóri, en Guðmundur Ágústsson, alþingismaður, gerði grein fyrir samþykktum fyrir hið nýja félag. Þá flutti Ingi Bjöm Al- bertsson, alþingismaður Borgara- flokksins í Vesturlandskjördæmi, ræðu og formaður flokksins, Albert Guðmundsson, alþingismaður, ávarpaði samkomuna. Á fundinum urðu miklar umræð- ur um stjómmálaástandið og efna- hagsráðstafanir ríkisstjómarinnar. Fjölmargir fundargesta létu óánægju sína í ljós með ráðleysi hennar og beindu fyrirspumum til þingmanna Borgaraflokksins, en þeir vom allir, utan einn, mættir á fundinn." Þau eru freistandi sérfargjöld SAS til Suður-Ameríku og Asíu Hefur þig ekki alltaf langað til að ferðast til Suður-Ameríku og Asíu? Heimsækja borgir eins og Tokyo, Bangkok, Singapore, Rió, Sao Paulo, Montevideo, Santiago og Buenos Aires? Það kemur þér eflaust á óvart hversu lág sérfar- gjöld SAS eru til þessara borga. Láttu nú verða af því að heim- sækja framandi en fallegar heimsálfur. Ef þú ætlar að ferðast langt skaltu ferðast með SAS. SAS heldur uppi tíðu og öruggu áætlunarflugi til allra heimsins borga. Og þjónusta SAS við far- þega sína gerir flugið þægilegt og ánægjulegt. Það er stjanað við þig- Með SAS kemstu örugglega á áfangastað — hvert sem er! Allar nánari upplýsingar færðu á ferðaskrifstofum og hjá SAS, símar 21199 og 22299. < co £ CD S4S Laugavegi 3, símar 21199 / 22299 m Stærsti fra liósritunarvéla í veröldinm GÍSLI J. JOHNSEN SF. n 1 NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.