Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 athvarf. Minntist hún oft á hvað allir væru sér góðir og hvað vel væri hugsað um sig. Þessi hæga og prúða kona var svo lítillát og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Það var gott að koma til hennar og gaman að tala við hana. Eg á ömmu minni svo margt að þakka. Hún vissi alltaf allt, hún mundi alla merkisdaga í fjölskyld- unni. Allir sem henni kynntust héldu tryggð við hana og kom það fram í mörgu er aldurinn færðist yfir. Ég sagði stundum við hana að hjá henni væri nokkurs konar bækistöð okkar allra; þar hittust allir og fréttu hver af öðrum. Amma hafði skýra hugsun alveg fram í andlátið, hún fylgdist vel með öllu sínu fólki, tók þátt í gleði okkar og sorg. Hún átti stórt hjarta og var sterk kona, það sáum við best fyrir austan, nóttina sem hún móð- ir mín dó. Þá var þessi aldraða kona sterkust okkar allra og gleym- um við því aldrei. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra er ég þakka starfsfólk- inu í Seljahlíð og einnig starfsfólk- inu á A-G á Borgarspítalanum fyrir alveg einstaka hlýju og góða umönnun sem hún naut hjá þeim og gerðu henni lífíð léttbærara. Eg kveð ömmu mína með eftir- farandi sálmi eftir ókunnan höfund og ég trúi að hún hefði viljað hafa efni hans sem sín lokaorð. Samferðamenn gjörist glaðir grátið ekki dauða minn. Heim mig kallar himnafaðir nú hættir störfum líkaminn. En ekki þijóta andans leiðir ykkur þó ég skilji við. Nú eru vegir nógu greiðir nú er líf mitt fullkomið. Gangið því til grafarinnar glaðir, burt frá þessum stað, ár eru talin ævi minnar en andinn lifir, munið það. Þegar líkams brestur bandið bikar hérlífs tæmið þið, svífið yfir sólarlandið. Saman aftur búum við. Elísabet Pétursdóttir Kahlil Gibran segir um dauðann: Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið. í orðsins fyllstu merkingu hvarf hin stórbrotna kona Elísabet Eyj- ólfsdóttir inn í sólskinið — á vit vorsins og Guðs síns. Enginn tími ársins er okkur íslendingum hjart- fólgnari en einmitt vorið. Einnig hún unni vorinu innilega. Sólin og bjartar nætur, gróður jarðar sem þá vaknar og landið okkar sem afklæðist vetrarhami — öll þessi undur náttúrunnar áttu hug henn- ar í ríkari mæli en almennt gerist um fólk. Hún gat ekki leynt því. Öll hennar persóna og augun sem eru spegill sálarinnar fengu blíðari og mýkri tón þegar rætt var um þessi undur tilverunnar. Þá umbun Islendinga fyrir að þreyja hina dimmu og köldu mánuði vetrarins. Oft ri^'aði hún upp æskuvor sín þegar hún lítil telpa fagnaði hækk- andi sól og naut þess með vinkon- um sínum að gæta ungbama fyrir fólk á meðan foreldrar þeirra unnu hörðum höndum fyrir heimilunum. Hún elskaði böm og naut þess að sjá hvert bamið af öðm fæðast inn í ætt sína. Sá hópur er stór orðinn og efnilegur. Hún hafði sérlega hæfileika til að tala við böm. Þá fór um persónu hennar eins og þegar hún hugsaði um vorið og blómin. Hún gaf þeim sál sína um stund. Slíkur hæfíleiki er orðinn of sjaldgæfur nú til dags á tímum hraða og streitu. Dagfarslega var Elísabet hæglát en bar með sér reisn þess vitra og hyggna manns sem mælir oft fátt en hugsar þeim mun meira. Öllum vildi hún gott gjöra og skyldurækni hennar var við bmgðið. Hún hafði orðið að lifa tímana tvenna. Kreppuárin vom henni minnisstæð og þá varð oft að taka á til að sjá sér og sínum farborða. Eiginmanni hennar Eiríki Eiríkssyni, verkstjóra, kynntist ég því miður ekki en hann mun hafa verið hinn ljúfasti maður og vinmargur. Ung urðu þau að sjá á bak einum sona sinna, Gunn- ari, er dó bam að aldri úr berkl- Skipakranar HMF framleiöir skipakrana í miklu úrvali: Krana sem leggja má saman auk krana sem búnir eru útdregnum gálga meö vökva- knúinni framlengingu. HMF kranarnir fást meö mismunandi lyftigetu, allt frá 2,7 til 28 tonnmetra. HMF skipakranar eru vel varðir gegn tæringu. Feir eru sand- blásnir og vandtega ryðvarðir fyrir lökkun og eru stimpilstangir mmm krómnikkelhúöaöar eöa úr krómhúðuðu, ryöfríu / JmÁk stáli.HMF er vörumerki Höjbjerg Maskinfabrik A/S C \ í Danmörku sem framleitt hefur krana í 30 ár. lANDVÉJLAftffF SMIDJUVEGI66. PÓSIHÓIF20, 202KÓMVOGI.S.9176600 SUMIR SEGJA AÐ HÚSASMIÐJAN HAFI VALIÐ RÉTT ósarfslA SÚÐARVOGI 3-5 'SfMI 6877 00' Elísabet Eyjólfs- dóttir - Minning Fædd 5. október 1896 Dáin 31. maf 1988 í dag verður til grafar borin amma mín og góð vinkona Elísabet Eyjólfsdóttir, sem fæddist á Bíldu- dal en lést á Borgarspítalanum eft- ir stutta legu á 92. aldursári. Hún giftist 21. október 1916 Eiríki Eiríkssyni frá Minni-Völlum í Land- sveit, f. 12. maí 1888 d. 7. apríl iismumiBSS BERG Bæjarhrauni 4 - Sími 652220. 1963. Þau eignuðust sex börn; Pét- ur, Eyjólf, Grétar, Gunnar, Huldu og Ólaf, sem öll eru á lífí nema Gunnar sem lést bam að aldri. Bamabömin em fímmtán, bama- bamabömin eru tuttugu og eitt barnabamabamabam. Amma bjó lengi á Grenimelnum og síðan í Ljósheimum 2. Hugsaði hún alltaf um sig sjálf meðan kraftar og þrek entust. Síðast bjó hún í Seljahlíð, heimili aldraðra í Breiðholti, þar sem hún naut hinnar bestu að- hlynningar. Amma þurfti oft að fara á spítala síðustu árin og var henni alltaf vel tekið á A-6 á Borg- arspítalanum, þar átti hún alltaf NORSKA JOTUN VIÐARVORNIN VARD A FYRIR VALINU TREBIT er ein öflugasta viðarvörn sem þekkist. TREBIT hrindir vel frá sér vatni. TREBIT er notað bæði eitt sér og sem grunnur fyrir DEMIDEKK. Fjölbreytt litaúrval. QEKRBEIS DEMIDEKK hefur ótrúlega mikla endingu og með TREBIT fæst vörn sem stenst ágang óblíðra náttúruafla frábærlega. 6 til 8 ára örugg ending. Fjölbreytt litaúrval. um. Sagði hún mér oft frá því tímabili ævi sinnar með miklum trega og tíðar voru þá ferðir henn- ar á Vífílsstaðaspítala. Annar son- ur þeirra, Eyjólfur, hefur lifað og starfað öll sín manndómsár í Kali- fomíu. Hans saknaði hún oft. Vestan hafs á Elísabet því bæði bama- og bamabamaböm. Ótalin eru þá af bömum þeirra Eiríks þrír synir og ein dóttir. Ólafur og Grétar, báðir tæknifræðingar, Pét- ur, fiskmatsmaður og sundkappi og Hulda, húsmóðir í Garðabæ. í bömum Elísabetar má skýrast sjá hinn græna tón hennar sem ég svo nefndi, það er kærleika til náttú- mnnar í þeim Grétari og Huldu. Grétar hefur áratugum saman verið atkvæðamikill í Ferðafélag- inu og ferðagarpur hinn mesti auk þess að vera listamaður í fuglaljós- myndun. Hulda hefur það sem kalla má grænar hendur. Hjá henni dafna blóm og jurtir ekki síður en hjá móður hennar — sem var einstök blómakona. Tæplega níutíu og tveggja ára jarðvist er nú á enda. Okkur er öllum ljóst að á svo löngum tíma hafa skipst á gleði og sorg og þjóð- félagið hefur tekið slíkum stakka- skiptum að vart mun önnur kyn- slóð lifa aðrar eins breytingar og aldamótakynslóðin gerði. Elísabet fylgdist ávallt mjög vel með þjóðfélagsmálum og hafði mikinn áhuga á öllum framforum er til heilla horfðu fyrir almenn- ing. Hún var greind kona sem hefði náð langt í námi ef aðstæður hefðu verið fyrir hendi til mennta. Lestur var eitt af því skemmtileg- asta sem hún tók sér fyrir hend- ur. Fróðleiksfús var hún mjög og ættfróð með afbrigðum. Allar hennar bækur eru sannar bók- menntir — léttmeti var henni ekki að skapi. Síðustu ár hennar voru nokkuð erfíð heilsufarslega eins og oft vill verða þegar aldurinn er hár. Þótt samskipti okkar hafí ekki verið mikil hin síðustu ár er minn- ingin um hana áleitin. Það áleitin að ég tók mér penna í hönd. Ef til vill er hún mér kærust vegna þess að hún unni sannleikanum, náttúrunni og bömum. Þessa ást áttum við sameiginlega og skildum þar hvor aðra. Og nú þegar lítil stúlka spyr með tár í augum: „Mamma, hvemig er það að deyja — hvemig líður okkur þá?“ svara ég; við vöknum inn í nýjan og bjartari heim og þar líður ömmu þinni vel. Því trúði hún og ég veit að við munum hitta hana á ný í fyllingu tímans. Enn segir Gibran: Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinn- ar mun þekkja hinn volduga sðng. Og þeg- ar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja Qallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. Friður Guðs fylgi Elísabetu Eyj- ólfsdóttur. Magnea Sigurðardóttir Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.