Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 59
8861 inín. .v auoAauiaífl-a .aiaAunviuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
82
59
Greta, gift þeim sem þetta ritar,
Sonja, gift Braga Óskarssyni, raf-
tæknifræðingi, Frantz, flugstjóri,
kvæntur Málfríði Guðjónsdóttur,
Ellen, íþróttakennari, gift Kristjáni
Kjartanssyni, húsasmíðameistara.
Bamabörnin eru níu og barna-
bamabömin þtjú. August á tvo
bræður, Vilhelm málarameistara og
Erik bankaféhirði og eina fóstur-
systur, Huldu ritara.
Fyrir nokkrum ámm keyptu þau
Petra og August sér lítið hús á
Eyrarbakka og hafa unnið að því
að endurbæta það og fegra sem
sumarbústað. Þangað fóm þau
föstudagskvöldið 27. maí og ætluðu
að dvelja þar yfir helgina. Nokkm
eftir að þangað var komið kvartaði
August um ónot fyrir bijóstinu, gaf
þessu þó lítinn gaum. Skömmu síðar
varð ljóst að kallið var komið.
Það hlýtur að vera ljúft að mega
kveðja á þennan hátt, þótt svo
skyndileg brottför veki í fyrstu sárs-
auka hjá nánustu vandamönnum.
Eigi að síður gleðjumst við yfír því
að hafa átt góðan lífsförunaut, föð-
ur og afa. August átti til að bera
hið létta skopskyn, sem svo oft ein-
kennir frændur vora í Danmörku,
og inni fyrir bjó viðkvæm og góð
sál. í návist hans var gott að vera.
Við þökkum af alhug liðna tíð
og væntum honum góðs á himinsins
vegum.
Sigurður Björnsson,
verkfræðingur.
Fyrir nokkmm dögum barst mér
sú harmafregn að hann August
Hákansson hefði kvatt sitt jarðn-
eska líf.
Hann var vinur vina sinna eins
og öll hans fjölskylda. Ef einhver
átti bágt, reyndi hann að gera gott
úr því. August var giftur frænku
minni, Petm, og varð þeim margra
bama auðið. Var búskapur þeirra
mjög hamingjusamur og félagslynd
vom þau hjónin með afbrigðum.
Hafa þau verið mér sérstaklega
elskuleg. Væri margt hægt að
nefna, en fyrir það fær hann þakk-
læti hinum megin. Á þessari stundu
flýgur hugurinn yfir hafíð til konu
hans, bama og bamabama. Bið ég
góðan Guð að hugga þau og styðja.
Munið það að þótt hinu jarðneska
lífí sé lokið þá er líf eftir dauðann,
þar sem við hittumst öll á efsta
degi. Guð blessi ykkur öll og styrki
ykkur í sorg ykkar.
Sveinn Bergsson og frú
Andöy, Noregi.
August var fæddur 25. septem-
ber 1906 í Reykjavík. Hann varð
bráðkvaddur 27. maí síðastliðinn
austur á Eyrarbakka, þar sem hann
og kona hans áttu lítið hús sem þau
dvöldu gjaman í um helgar.
Málaraiðn nam August á ámnum
1920—1925, fyrst hjá Jóni Reyk-
dal, en að honum látnum hjá Ágústi
Lámssyni. Það var ekki óalgengt á
þessum ámm að ungir málarar
hygðu á framhaldsnám. August var
einn þeirra, með brennandi áhuga
á frekara námi, enda var þessi ungi
maður búinn góðum kostum og
hæfileikamaður á mörgum sviðum.
Hann var listfengur mjög, fágaður
í allri framkomu, og snyrtimennska
einkenndi hann alla tíð. Hann sótti
framhaldsnám við hinn þekkta
skóla í Kaupmannahöfn, Det Tekn-
iske Selskabs Skole árið 1925—’26
og lauk þar sveinsprófí það ár.
Mér þykir mjög sennilegt að hann
hafi kynnst eitthvað félagsmálum
málara í Kaupmannahöfn því hann
er einn þeirra manna, sem vinnur
ötullega að stofnun Málarasveinafé-
lags Reykjavíkur hinn 4. mars 1928
og er kjörinn gjaldkeri í fyrstu
stjóm þess. Meistararéttindi fékk
hann 1929 og gekk þá í Málara-
meistarafélagið og hóf rekstur í iðn
sinni, en árið 1938 setti hann á
stofn skiltagerð og rak hana ásamt
verslun með listmálara- og föndur-
vörur
Alla tíð tók August mikinn þátt
í félagsmálum stéttarinnar og hefur
því gegnt margvíslegum störfum í
þágu hennar, var meðal annars
árum saman í fræðslunefnd og próf-
nefnd. Hans helsta áhugamál í sam-
bandi við stéttina voru fræðslumál
og vann hann ötullega að þeim alla
tíð. Hann var kennari við námskeið
og við málaradeild Iðnskólans árin
1947 til 1965. Augusti var sýndur
margvíslegur heiður innan stéttar-
innar. Gullmerki Málarasveinafé-
lagsins fékk hann 1978, þjónustu-
merki Málarameistarafélagsins
1968 og nú síðast á 60 ára afmæli
þess var hann gerður að heiðurs-
félaga.
August hafði alltaf fengist við
að mála málverk, bæði í olíu- og
vatnslitum og nú þegar þessar línur
eru ritaðar hafði hann losað sig við
fyrirtækið fyrir nokkru og hugðist
helga sig þeim draumi sem lengst
hafði blundað með honum — að fá
tíma til listsköpunar, „vera ég sjálf-
ur“ eins og hann orðaði það ein-
hveiju sinni við mig. Hann var bú-
inn að skapa sér góða aðstöðu til
að vinna að þessu hugðarefni sínu.
Nú hélt hann sína fyrstu sjálfstæðu
málverkasýningu, og var það auð-
séð að þar fór listfengur maður
með næma tilfínningu fyrir formi
og litum og virðingu fyrir fegurð
landsins okkar.
Ég kynntist þessum heiðurs-
manni og hans ágætu eiginkonu
Petru fyrir tæpum 50 árum og allar
götur síðan hefur verið góð vinátta
með okkur. August og Petra voru
einstaklega samhent og elskuleg
hjón sem gott var að eiga að vinum.
Þau eignuðust fjögur mannvænleg
böm, sem eflaust verða móður sinni
stoð og stytta við hennar mikla
missi.
Kona mín og ég sendum Petru
og börnum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sæmundur Sigurðsson
• 11 m jjifiijXT
Eii[í\j' I J'
* Sterkbyggt og fallegt í
Ijósum litum.
* Hentaröllum gerðum
prentara.
* Hægt að hafa allt að 6
mismunandi pappírs-
form I einu.
* Þú skiptir um pappír
með einu handtaki án
þess að þurfa að
beygja þig.
* Ef þú þarft oft að
skipta um pappír, þá
erþetta prentaraborð
fyrir þig.
* íslensk hönnun —
íslensk framleiðsla.
* Styðjum Islenska
framleiðslu — kaupum
íslenskt.
MTÆKNIVAL
Grensásvegi7, 108 Reykjavlk, Box8294, S: 681665 og 686064
Paradís fjölskyldunnar finnur þú í Flórída.
Við hjá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur höfum sérhæft
okkur í ferðum til Flórída með fjölda valkosta á
dvalartímanum, ódýrum aðgöngumiðum í alla hina
heimsþekktu skemmtigarða, bílaleigubílum af öllum
stærðumog gerðum o.fl. o.fl.
Ath! Cocoa ströndin eraðeins í u.þ.b.
23ja mínútna fjarlægð frá Orlando.
Það eru allir velkomnirtil okkar. Við höfum
sannarlega góð sambönd í sólarríkinu.
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
AÐALSTRÆTI 1 6
S í M I 91-621490