Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÆIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 39 HÁTÍÐAHÖLD SJÓMANNADAGSINS Aldrei fleiri fiski- skip við bryggju ALDREI munu fleiri fiskiskip hafa veríð í landi á sjómannadaginn en nú. Aðeins munu um tuttugu fiskiskip hafa veríð á sjó og flest litlir bátar. í samtali við tilkynningaskyldu íslenskra fiskiskipa kom fram að sjó- mannadagurinn var nú lögbundinn frídagur f fyrsta sinn og voru færri fískiskip á sjó en dæmi eru til um fyrr. Aðeins munu um tuttugu físki- skip hafa verið á sjó og flest þeirra littlir bátar, meðal annars tveir skemmtibátar. Aðeins voru fjórir togarar á sjó. Umsvif tilkynninga- skyldunnar hafa aukist mjög mikið að undanfömu með mikilli fjölgun smábáta. Að sögn starfsmanna skyl- dunnar er mikill dagamunur á sam- viskusemi skipstjómarmanna við til- kynningaskylduna, það er aldrei erf- iðara að ná til þeirra en þegar veður er mjög gott. Stykkishólmur: Margmenni við hátíða- höld sjómannadagsins Stykkishólmi SJÓMANNADAGURINN í Stykkishólmi var haldinn á venjulegan hátt í 47. sinn, en fyrst var hann haldinn áríð 1942. Alir bátar og skipshafnir voru í landi og mikill bátafloti umkringdi þvi höfnina um daginn. Margir voru fánum umhverfinu glæsibrag. Því miður var veður ekki ákjósan- legt. Dagurinn hófst með því að snemma morguns vom fánar í heila stöng um allan bæinn. Klukkan tæplega 11 um morguninn var safn- ast saman í skrúðgarði bæjarins og gengið með fána í fararbroddi til kirkju þar sem sóknarpresturinn messaði og Einar Karlsson til- kynnti að einn aldraður sjómaður yrði heiðraður. Það var Gísli Jóns- son og tók dóttir hans við viður- kenningunni þar sem Gísli var fjar- verandi. Kirkjukórinn söng undir stjóm Jóhönnu Guðmundsdóttur. Eftir hádegi var margt um að vera í höfninni. Þar safnaðist saman múgur og margmenni og síðan var kappsigling, kappróður og ýmis prýddir stafna á milli og gaf það önnur atriði svo sem beiting o. fl. og var fylgst með þessu af miklum áhuga og þá ekki síst yngri kynslóð- in sem lætur sig ekki vanta við slík tækifæri. Klukkan 17 var svo mætt á íþróttavellinum. Þar hóf Lúðra- sveit Stykkishólms leik undir stjóm Daða Þórs Einarssonar og ýmsar íþróttir fóru þar fram við erfíð skil- yrði því í upphafí kom vænn skúr úr lofti. En með harðneskjunni hafa menn það og svo fór eins nú. Um kvöldið var svo skemmtun í Félagsheimilinu og þar lék hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar. Þátttaka í hátíðahöldunum var góð og ágæt þegar tekið er tillit til veðurs. Arni Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson „Lárumar“ á Seyðisfirði leggja sig allar fram í reiptogi á Sjómannadaginn. Þær em sex talsins og kalla hópinn þessu nafni eftir fyrirtæki sem þær reka. A hinum enda spottans var kvennahandboltalið Hugins. Láraraar hafa ekki gefið upp hvort liðið sigraði í reiptoginu. Seyðisfjörður: Hátíðarhöld í blíðskaparveðri Hátiðarhöld á Sjómannadaginn fóm fram á Seyðisfirði með hefð- bundnum hætti. 17 stiga hiti var og glampandi sól. Boðið var upp á siglingu með togumnum út á fjörðinn. Hátíðarguðsþjónusta var { kirkj- unm. Keppt var í róðri og reiptogi, sýnt fallhlífarstökk og björgunarsig í klettum. Koddaslagur og tunnuhlaup við höfnina, síðan voru kaffiveit- ingar og dansleikur um kvöldið. Dagskráin hófst klukkan 20 á laugardagskvöldið, þá fór róðrar- keppnin fram og var það sveit togar- ans Otto Wathne sem bar sigur úr býtum í karlaflokki og sveit Norð- ursíldar hf í kvennaflokki, eftir mjög harða og skemmtilega keppni. Snemma að morgni sjómannadagsins var öllum bæjarbúum boðið í siglingu með togurunum Otto Wathne og Gullver út á fjörð, og fylgdu þeim margar triliur í þessari skemmtisigl- ingu. Síðan var hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni. Eftir hádegi hófst dag- skráin inni á íþróttavelli, þar sem sýnt var fallhlífastökk. Þaðan var haldið út á Bæjarbryggju og keppt í reiptogi, naglaboðhlaupi, tunnu- hlaupi og koddaslag. Þá fór fram sýning unglingadeildar Björgunar- sveitarinnar ísólfs á björgunarsigi í klettunum fyrir ofan bryggjuna. Einnig sýndu þeir stökk í flotbúning- um úr skipi í sjóinn og björgun manna úr sjó í björgunarbát. Rán, kvennadeild Slysavamafélagsins, var með kaffiveitingar í félagsheimilinu Herðubreið um miðjan daginn og dansleik um kvöldið. Knattspymu- leikur var á íþróttavellinum klukkan íjögur. Þar áttust við Huginn frá Seyðisfirði og Hvöt frá Blönduósi í keppni þriðju deildar íslandsmótsins í knattspymu. Þar fengust þau leið- indaúrslit sem kallast jafntefli, ekk- ert mark var skorað. Fjölmenni var við hátíðarhöldin hér á Seyðisfirði og má ekki síst þakka það góða veðrinu og knatt- spymuleiknum, sem kryddaði vel heppnuð hátíðarhöld. Garðar Rúnar Vestmannaeyjar: Minnisvarði um drukknaða og hrapaða Vcstmannacyjum. v ^ Morgunblaflið/Ámi Ámason Björgunarsveit Slysavarnarfélagsins á Akranesi sýndi björgunaræf- ingar á hinum nýja björgunarbát sínum Ægi. Akranes: Aflakóngar heiðraðir Akranesi. Sjómannadagurinn í Vest- mannaeyjum er nú orðinn að tveggja daga hátíðarhöldum. Að þessu sinni hófst hátíðin í góðu útivistarveðrí á laugardag með róðrarkeppni og fleirí íþrótta- keppnum. Á sunnudag var komið vonskuveður með rígningu og varð að flýja í hús með hátfðahöld dagsins. Þó stytti upp rétt á með- an fram fór afhjúpun bautasteina við minnisvarða um drukknaða og hrapaða. Höfðu menn við orð, að það væri táknrænt fyrir þýðingu minnisvarðans. Nær allur floti Eyjamanna var f höfn á sjómannadaginn og þátttaka í hátíðarhöldunum almenn fyrri dag- inn, enda veður gott. Á meðan fólk safnaðist saman við höfnina urðu menn vitni að heljarmikilli sprang- sýningu, þar sem ungir Eyjapeyjar sýndu listir sfnar. Síðan var kappróð- ur. Það er nú orðið svo, að kappróð- ur er orðinn sjómönnum til vansa þar sem illa hefur gengið að manna róðrarsveitimar með sjómönnum undanfarin ár. Að loknum kappróðr- inum var keppt í stakkasundi, tunnu- hlaupi og reipdrætti, þar sem togast var á milli Friðarhafoarbiyggju og Binnabryggju. Dagskrá laugardags- ins lauk svo með dansi í fjórum dans- húsum, með tilheyrandi trukki. Voru dansleikimir vel sóttir. Veðrið setti strik í reikninginn á sunnudag, þá var komið suðaustan rok með.úrhellisrigningu og varð að flytja hátfðarhöldin í hús. Það var aðeins á meðan fram fór afhjúpun bautasteina við minnisvarða hrap- aðra og dmkknaðra, sem stytti upp um stund. Sú athöfn fór fram eftir hefðbundna sjómannamessu í Landa- kirkju. Höfðu menn á orði, að þessi skammvinna uppstytta væri táknræn fyrir hlutverk þessa minnismerkis. Mjög veglegt sjómannadagsblað kom út í Vestmannaeyjum. Það hef- ur komið út um allmargra ára skeið og má heita að það sé orðið að bók, svo mikið sem það er. Slysavamarkonur stóðu fyrir kaffiveitingum í Alþýðuhúsinu með miklum myndarbrag. Þessi kaffísala á sjómannadaginn er ein helsta fjár- öflunarleið kvennanna. Að þessu sinni var þjónusta þeirra sérlega kærkomin í vonda veðrinu. Á boðstól- um var mjög gott kaffí og ekki síðri heimabakaðar kræsingar. Allt starf Eskifirði AÐ VANDA voru fjölbreytt skemmtiatríði i tilefni hátiðahalda sjómannadagsins hér á Eskifirði. Hátiðahöldin hófust strax á Iaug- ardag, en þá var keppt í róðri, auk þess sem sýnt var fallhlífastökk og keppt í sundi i flotbúningum o. fl. Á sunnudag buðu síðan sjó- menn bæjarbúum í skemmtisigl- ingu á skipum sinum auk þess sem keppt var i ýmsum starfsgreinai- við kaffísöluna er unnið í sjálfboða- vinnu. Hin hefðbundna inniskemmtun, sem verið hefur að kvöldi sjómanna- dagsins í Eyjum, átti að vera úti um daginn, en var færð í hús sem fyrr segir. Þetta átti að vera í fyrsta sinn í mörg ár sem hún yrði haldin utan dyra. Á þeirri skemmtun eru veitt heiðursmerki sjómannadagsins. Deg- inum lauk með dansleik um kvöldið. Sigurgeir þróttum, svo sem netabætningu, beitningu o. fl. Sjómannadagsráð Eskifjarðar heiðraðj einn aldraðan sjómann í til- efni dagsins. Var það Ingvar Gunn- arsson vélstjóri, sem í fjölda ára hef- ur starfað á eskfírskum fískiskipum og víðar. Hrafnkell A. Jónsson, form- aður sjómannadagsráðs, veitti Ing- vari heiðursmerkið við athöfn sem fór fram við minnismerki drukknaðra Hátiðarhöld sjómannadagsins á Akranesi fóru vel fram, þrátt fyr- ir að veður væri ekki upp á það besta. Dagskrá dagsins var fjöl- breytt að vanda. Hátíðarhöldin hófust á laugardag með sundmóti, og síðan var fólki boðið í skemmtisiglingu með físki- skipum. Talið er að hátt í þúsund manns hafí tekið þátt í siglingunni, sjómanna að aflokinni athöfn í Eski- fjarðarkirkju. Ásbjöm Magnússon skipstjóri flutti ræðu dagsins við áðumefnda athöfn og kom hann viða við í ræðu sinni, ræddi meðal annars um smá- fískadráp, kjaramál sjómanna og menntunarmál þeirra. Hátíðahöldunum lauk síðan með dansleik í félagsheimilinu Valhöll á sunnudagskvöld. meirihluti þeirra böm. Fjórir aldraðir sjómenn voru heiðraðir við guðs- þjónustu í Akraneskirkju, þeir Guðni Eyjólfsson , Gunnar Jömndsson', Gunnlaugur Sigurbjömsson og Jón Amason. Að lokinni guðsþjónustu var lagður blómsveigur að minnis- merki um drakknaða sjómenn á Akratorgi. Eftir hádegi fór fram dagskrá við Akraneshöfn. Þar var keppt í kappróðri og fleiri íþróttum og björgunarsveit Slysavamarfélags- ins á Akranesi sýndi björgun. Um kvöldið var síðan hátíðarsam- koma í Hótel Akraness. Þar vora afhentar viðurkenningar dagsins, m.a. voru áhafnir aflahæsta togar- ans, aflahæsta vertíðarbátsins og þess báts sem lagði á land mesta aflaverðmæti á síðasta ári heiðraðar. Aflahæsti togarinn var Sturlaugur Böðvarsson en hann lagði á land rösk 5400 tonn, Höfrangur Ak var sá bátur sem hafði mest aflaverð- mæti en hann aflaði fyrir röskar 89 milljónir króna og Skímir var hæsti vertíðarbáturinn. Dagskrá dagsins tókst vel þrátt fyrir slæmt veður. J.G. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þær reru með mestum þokka! Þessar kátu Eyjastúlkur fengu verð- laun fyrír besta áralagið af þeim sveitum sem kepptu í róðrinum. Tveggja daga hátíðahöld á Eskifirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.