Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 IlAuGA Norrænt gigtlæknaþing í Reykjavík: Nýjungar í liðaskurðaðgerðum og rannsóknir á rauðum úlfum Vinningstölurnar 4. júní 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.274.166,- 1. vinningur var kr. 2.140.958,- Aöeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur var kr. 641.240,- og skiptist hann á milli 205 vinningshafa, kr. 3.128,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.491.968,- og skiptist á milli 6.016 vinn- ingshafa, sem fá 248 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingarsími: 685111 Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. MARGAR athyglisverðar nýj- ungar voru kynntar á norræna gigtlæknaþinginu sem haldið var á Hótel Sögu. Kynntar voru nið- urstöður ýmissa rannsókna og ný lyf. í fyrirlestrum þeim sem mesta athygli vöktu var m.a. fjallað umrannsóknir á gigtar- sjúkdóm sem nefnist rauðir úl- far, nýjungar í liðaskurðaðgerð- um, nýja aðferð við röntgen- myndatökur og gull í töfluformi (aurofin). Með því athyglisverðasta sem fram kom voru tvö erindi um sjúk- dóminn rauða úlfa, en það er fslenskt heiti yfír brenglun á ónæ- miskerfinu sem veldur m.a. lið- bólgum og munu um 1—200 íslend- inga hafa þennan sjúkdóm. Fjölluðu fyrirlestramir m.a. um samspil umhverfisþátta sem valda sjúk- dómnum, en orsakasamhengi þar á milli verður að sögn íslensku lækn- anna æ ljósara. Meðal þeirra sem töluðu voru bandarískur og finnskur læknir. Þeir lögðu áherslu á nauð- syn þess að greina þessa sjúkdóma sem fyrst og hefja meðferð eins fljótt og unnt er; því fyrr sem tekst að greina sjúkdóminn, því betri eru horfur sjúklingsins. Einkum varðar það rauða úlfa og iktsýki, sem er alvarlegasta form liðagigtar. Annar bandarískur læknir talaði um liðaskurðlækningar og gaf yfir- lit um hvað hægt er að gera þegar mjaðmir, hné og aðrir liðir skemm- ast þannig að það veldur sjúklingn- um miklum kvölum eða fötlun. Einkum fjallaði hann um aðgerðir á öxlum og olnbogum en þær hafa verið afar fátíðar hér á landi til þessa. Aftur á móti sagði Jón G. Þorbergsson læknir að góð reynsla væri á mjaðma- og hnjáaðgerðum og eru þær fremur algengar. Bandaríski læknirinn, dr. Thom- hill, kynnti nýtt form af gerfíliðum en miklar framfarir hafa orðið á því sviði og endast nú liðimir mun betur en áður, bæði vegna þess að betri efni em notuð og meiri reynsla er komin á þessar aðgerðir. Jón sagði að aðgerðir sem þessar væru ekki gerðar fyrr en í lengstu lög , t.d. ef sjúklingurinn væri mjög illa haldinn af verkjum eða stirð- Aukin áhersla á vel- líðan sjúklingsins —segir dr. Gunilla Borg frá Svíþjóð Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 MEÐAL þess sem kynnt var á norræna gigtlæknaþinginu voru niðurstöður rannsókna á lyfi sem nefnist Auranofin, sem er gull í töfluformi. Umsjón með þessum rannsóknum, sem gerðar voru á vegum fjölþjóðafyrirtækisins SK&F, hafði sænskur læknir, dr. Gunilla Borg og var hún beðin að segja nánar frá helstu niður- stöðum þeirra. „Megin niðurstaða rannsóknanna er sú að því fyrr sem lyfjameðferð hefst því lengur er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum og koma í veg fyrir skemmdir á liðum. Áður var ekki hafin lyfjameðferð fyrr en sjúkdómurinn var kominn á mun hærra stig en nú hefur verið sannað að hægt er að draga mjög úr og hægja á liðskemmdum og sjúkling- urinn getur lifað eðlilegu lífi mun lengur. Það sem er nýtt við þessar rann- sókn er þessi áhersla á almenna vellíðan sjúklingsins og mikilvægi þess að hann geti haldið áfram að vinna og lifað sem eðlilegustu lífi. Auranofin er heiti á gulli í töflu- formi en gull hefur lengi verið not- að til gigtlækninga í formi stungu- lyQa. Munurinn á Auranofín töflun- um og þeim lyfjum sem fyrir voru er fyrst og fremst að þær hafa ekki eins miklar aukaverkanir og þau lyf sem hingaðtil hafa verið notuð. Fólk getur haldið áfram að vinna og lifa eðlilegu lífí í stað þess að hætta störfum fyrir aldur fram vegna sjukdóms síns. Gulltöflumar eru sömuleiðis einfaldari í notkun en stungulyf" sagði dr. Gunilla Borg. leika sem háðu honum í daglegu starfí og færi það eftir aldri sjúkl- ingsins hvers konar aðgerð væri gerð hveiju sinni. Ein af merkari nýjungum sem kynntar voru á þessu þingi eru gulltöflur, en þær hafa verið á markaðnum í um 5 ár. Gull hefur mjög lengi verið notað til að draga úr virkni gigtarsjúkdóma og þá yfir- leitt sem stungulyf. Gulltöflumar hafa þann kost umfram stungulyfið að sjúklingar þola þær betur en mörg af eldri lyfjum. Þessar gull- töflur eru því nýtt lyfjaform og þar sem nýjustu rannsóknir sýna fram á öryggi þess umfram önnur sam- bærileg lyf telja læknar líkur á að það verði mikið notað í framtíðinni. Á síðari áram hafa komið fram tvær höfuð aðferðir sem hjálpa til við greiningu gigtsjúkdóma. Onnur er svokölluð tölvusneiðmynd en hin kallast MRI eða magnetic resonan- ce imaging, og var hún kynnt á þinginu. Helgi Jónsson læknir, sem starfar í Svíþjóð, sagði að þessi aðferð kæmi að mestum notum við rannsóknir á hrygg og stóram liðum og kæmi hún til með að stórbæta greiningu á sjúkdómum í þeim lið- um. Þessi aðferð hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu undan- farin ár en tæki til svona mynda- töku era mjög dýr og er ekkert slíkt tæki til hér á landi. Kristján Steins- son læknir sagði að það væri mik- ill áhugi fyrir því að fá svona tæki hingað en þar sem tækniþrún er mjög ör á þessum sviðum og mikið fé í húfí þá væri trúlega ráðlegt að bíða með að kaupa það a.m.k. í nokkur ár. Ein tölvusneiðmynda- vél sem kemur að notum við rann- sókn gigtsjúkdóma er til hér á landi. Gigtsjúkdómar aldraðra var eitt af umræðuefnunum á þessu þingi og flutti sænskur læknir, Anders Bjelle frá Gautaborg, fyrirlestur um faraldsfræðilegar athuganir á gigt hjá öldraðu fólki. Kom þar í ljós að gigt er mjög stórt vandamál hjá þessum aldurshópi og mikil þörf á að sinna því betur en gert er. Helstu gigtsjúkdómar sem hijá gamalt fólk era slitgigt, bólgusjúkdómar í vöðv- um og svokölluð kristallagigt. Norræna gigtlæknaþinginu lauk á föstudag með móttöku á Kjarvals- stöðum í boði heilbrigðismálaráð- herra og borgarstjóra Reykjavíkur og opinberam kvöldverði á Hótel Sögu. maszoB BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S 68 12 99. BF.STI Bll.!.!!“ Nú 5. árið í röð kusu lesendur hins virta þýska bílatímarits „AUTO MOTOR UND SPORT“ MAZDA 626 „HEIMSINS BESTA BÍL“ í milli- stærðarflokki innfluttra bíla. Hinn nýi MAZDA 626 hefur fengið fá- dæma góðar viðtökur um viða veröld og eru þessi verðlaun aðeins ein í röð fjölmargra viðurkenninga, sem hann hefur hlotið. Betri meðmæli fást því varlal! Ath: Óbreytt verð!! Opið laugardaga fró kl. 1 — 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.