Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
f--------
Eru
þeir að
fá 'ann
■
lV--------
VEIÐIN byijaði prýðilega í
Kjarrá í Borgarfirði á laugar-
daginn, 16 laxar komu á land
fyrsta daginn, þar af einn 19
punda eftir því sem næst verð-
ur komist. Urðu veiðimenn laxa
varir upp eftir allri á, allar
götur upp í Rauðaberg. Veiði
þessi fékkst bæði á flugu og
maðk. Síðan hefur veiði verið
nokkur og trúlega komnir um
90 laxar úr ánum báðum,
Kjarrá og Þverá, sem raunar
er ein og sama áin, þótt nöfnin
séu tvö.
Þverá, sem er neðri hlutinn,
hafði opnað 1. júní, en um helgina
var veiði þar nokkuð farin að
dvína eftir líflega bytjun. Lax var
þó stöðugt að ganga og á laugar-
dagsmorgun veiddi ungur veiði-
maður, Þorvaldur Eyjólfsson frá
Síðumúla 18 punda hrygnu í Kirk-
justreng á maðk. Var það Maríu-
lax Þorvaldar.
Veiði hefur verið fremur dauf
í Norðurá eins og oft vill verða
fyrstu daganna eftir opnun.
StJóm SVFR veiddi ails 36 laxa
fyrstu tvo og hálfa daginn, þann
stærsta 15 punda. Sá minnsti var
4 pund og er óvenjulegt að svo
smár fískur sé á ferðinni svona
snemma sumars. Eitthvað hefur
víst borið á smálaxi í netunum í
Hvítá og hvað svo sem þetta
merkir, ef það merkir þá nokkuð,
þá hafa margir veiðimenn illan
bifur af slíku. Um 50 laxar hafa
nú veiðst í Norðurá. Hafa þeir
fengist víða, en flestir geispað
golunni á Eyrinni, Brotinu og
Stokkhylsbroti.
Veiði hefur verið þokkaleg í
Laxá á Ásum sem opnaði einnig
Morgunblaðið/gg.
Þorvaldur Eyjólfsson með
Mariulaxinn, 18 punda hrygnu
úr Kirkjustreng í Þverá 4. júni
siðast liðinn.
1. júní. Fyrsta daginn veiddust 8
laxar og síðan hefur verið nokkur
fískför upp ána og nokkur veiði.
Athygli vakti fyrsta daginn, að
sumir laxanna báru þess merki
að hafa verið í ánni í kannski
hálfan mánuð eða lengur.
New York:
Islendingur meðvit-
undarlaus eftir árás
UNGUR íslendingur liggur nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í New
York, eftir að hafa orðið fyrir árás á götum borgarinnar á miðviku-
dag. Við árásina höfuðkúpubrotnaði maðurinn og hefur hann ekki
komist til meðvitundar síðan á fii
íslendingurinn, sem er þrítugur,
er við nám í Bandaríkjunum. Á
miðvikudag kom hann á sjúkrahús
í New York og leitaði aðstoðar, þar
sem hann hafði orðið fyrir árás.
Ekki sáust miklir áverkar á honum
og eftir rannsókn var honum vísað
heim, þar sem talið var að hann
væri ekki alvarlega slasaður. Á
fímmtudag hné hann hins vegar
niður meðvitundarlaus og hefur
ekki komist til meðvitundar síðan.
Komið hefur í ijós að hann er höfuð-
kúpubrotinn og að blætt hefur inn
á heilann.
Helgi Gíslason, ræðismaður ís-
lands í New York, sagði að ekki
væri að fullu ljóst hvað hefði komið
fyrir manninn, þar sem hann hafði
ekki gefíð lögreglunni fullnaðar-
skýrslu um málið. Talið væri að
hann hefði verið sleginn í höfuðið
með einhverju oddhvössu áhaldi.
Helgi kvaðst hafa haft samband við
fslenskan lækni, sem starfar í New
York og hefur hann gengið úr
skugga um að maðurinn fái eins
góða meðferð og unnt er. Foreldrar
mannsins dvelja nú hjá honum ytra.
Gott verð á fiskimjölinu
Fyrirframsala á fiskinyöli héðan er nú að hefjast í einhverjum
mæli. Er þar aðallega um að ræða sölu til milliliða, sem síðan
selja nyölið öðrum. Verð er talið
um. Vöxtur f fiskirækt um allan
í búpening er hluti skýringar á
Jón Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja
ríkisins, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að menn væru að byija
á fyrirframsölunni, en hún væri
eins og venjulega töluvert happ-
drætti.
Á síðasta ári hefði verið óhag-
kvæmt að selja mikið fyrirfram,
en nú virtist áhættan minni. Verð
nokkuð gott, nálægt 30.000 krón-
heim og aukin notkun fiskimjöls
hækkandi verði.
gæti auðvitað hækkað, en líklega
ekki teljandi og svo gæti það auð-
vitað lækkað líka. Verðið væri
fremur hátt miðað við verð á soja-
mjöli, en menn yrðu bara að bíða
fram á haust til að sjá hvert verð-
ið yrði þá. Hins vegar væri það
óskandi að veiðar hæfust nú fyrr
en á síðasta ári. Þá hefðu skipin
farið tveimur mánuðum seinna til
veiða en heimilt hefði verið.
Hugmynd að næstu
HÁDEGIS
VEISLU
„Hálf ‘ dós af
rjómaskyri.
Nóg pláss fyrir
mjólk út á.
Njóttu vel!
AUK/SlA K3d1-573