Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 Þykir leitt að hafa ekki meiri tíma á Islandi - segir Stéphane Grappelli FRANSKI jazzfiðluleikarinn Stéphane Grappelli hélt tón- leika í Háskólabíói í gær- kvöldi. Á blaðamannafundi í gær sagðist Grappelli vera mjög ánægður með að vera boðið til íslands og harma það eitt að hafa ekki meiri tíma til að skoða sig um. Grappelli sagðist hafa verið á ferðalagi alla ævi og sér líkaði það vel. Þegar honum hefði verið boðið til íslands hefði hann tekið því fegins hendi því hingað hefði hann aldrei komið. Hann sagðist hafa lesið sér til um landið áður Morgunblaðið/Einar Falur Stéphane Grappelli en hann kom og sig langaði mik- ið til að sjá hver gjósa. Jón Þórar- insson, formaður framkvæmda- stjómar Listahátíðar, upplýsti að ætlunin væri að uppfylla þá ósk Grappellis, í skoðunarferð seinna um daginn. Grappelli var spurður hvaða efni hann yrði með á tónleikunum og svaraði að bragði: „Sama efni og síðastliðin 65 ár“. Sér fyndist alltaf jafn gaman að spila og aðspurður um það hvort hann ætlaði að fara að draga sig í hlé sagði hann aðeins: „Ómögulegt". Þegar Grappelli var spurður hvort hann ætti sér eitt- hvert uppáhaldslag sagði hann að öll góð tónlist væri í uppáhaldi hjá sér. Hann hefði fyrst heyrt jazz 14 ára gamall og strax ákveðið að þetta væri sú tónlist sem hann vildi spila. Hann hefði einnig mikið dálæti á klassískri tónlist og eftirlætistón- skáld sín væm Debussy, Bach og Beethoven. Sér líkaði illa þegar klassísk verk væm sett í jazzút- setningar, fyndist það óvirðing. Spumingu um það hvort hann ætti einhver góð ráð handa ungum tónlistar- mönnum svaraði hann ein- faldlega: „Haldið áfram að spila". Morgunblaðið/B.B. Slökkviliðsmenn huga að flugvélinni TF—OOC eftir nauðlendingu á Keflavikurflugvelli. Nauðlending á Kefiavíkurflugvelli: Tókum þessu rólega — segir Ingvar Magnússon sem var farþegi í vélinni FARÞEGAR í flugvélinni sem nauðlent var á Keflavikurflugveili á laugardag voru átta knattspymumenn frá Blönduósi en þeir voru á leið til Egilsstaða. Ingvar Magnússon, þjálfari liðsins sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þeim hefði strax verið ijóst að eitthvað væri að hjólabúnaði vélarinnar en þeir hefðu verið alveg rólegir þar til vitað var að vélin þyrfti að nauðlenda. „Flugmaðurinn skýrði frá því um þegar sýnt var að þyrfti að nauð- leið og við fómm á loft að eitthvað væri að hjólabúnaði vélarinnar því eitt hjólið fór ekki upp.'Hann sagð- ist fyrst ætla að reyna að fljúga nokkra hringi og lenda aftur en þegar ekkert gerðist ákvað hann að flúga til Reykjavíkur og reyna þar að ná niður hjólunum með ein- hverjum öryggisventli. Þegar það tókst ekki varð hann að fljúga til Keflavíkur og lenda þar á einu hjóli. Það fór auðvitað um mannskap- inn og sumir fóm að hvítna og blána lenda. Við höfðum þá farið yfir helstu neyðarráðstafanir og vomm býsna fljótir út þegar vélin var lent. Slökkviliðið var þá komið á staðinn og sprautaði froðu yfír vélina ef kvikna myndi í henni." Ingvar vildi koma á framfæri þakklæti til flugmannsins, sem hann sagði hafa staðið sig mjög vel. „Við vomm allir rólegir og viss- um allan tímann hvað var að ger- ast. Einn okkar var reyndar með vasaútvarp og heyrði allt sem flug- Viðræður við fuUtrúa fjög- urra fyrirtækja í áliðnaði maðurinn sagði í talstöðina þannig að við vissum nú meira en við kannski áttum að gera. Leiknum á Egilsstöðum var síðan frestað fram á sunnudag en við viljum koma á framfæri þakklæti til Amarflugs fyrir góða fyrir- greiðslu þann tíma sem við þurftum að vera í Reykjavík“ sagði Ingvar að lokum. Að sögn Skúla Jóns Sigurðssonar hjá Loftferðaeftirlitinu varð þessi bilun á hjólabúnaði vélarinnar vegna þess að vökvi fór af vökva- þrýstikerfinu sem setur hjólin upp og niður. „Það er erfitt að komast að þessari bilun og er ekki enn búið að rannsaka nákvæmlega hvað gaf sig. Það er að vísu neyðarkerfi á hjólabúnaðinum, bæði rafmagns— og handknúin dæla en hvomg virk- ar ef allur vökvi fer af kerfinu". Skúli sagði að vélin sem er í eigu leiguflugsins Flugtaks væri minna skemmd en menn hefðu haldið, ein- ungis hreyflar og skrúfur. Hun var nýlega komin frá Bandaríkjunum þar sem hún var skoðuð og yfirfar- in og hafði aðeins verið flogið í 35 tíma síðan. Viðræðunefnd á f örum til London STÆKKUN álversins í Straumsvík er nú aftur til umræðu og fer viðræðunefnd héðan til London til fundar við fulltrúa Alusuisse og þriggja annarra fyrirtækja um miðjan þennan mánuð. Til umræðu er tvöföld stækkun álversins og hugmyndin er að hefja það verk á næstu þremur árum ef samningar takast. Sultartangavirkjun. Hollenska fyrirtækið Alumined Beheer er dótturfyrirtæki Hoogov- ens-stálsamsteypunnar. Höfuð- stöðvar Beheer em í Amstelven, Jóhannes Nordal verður for- svarsmaður íslensku viðræðu- nefndarinnar og sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið að fundurinn væri fyrst og fremst haldinn til að kanna hvort af samvinnu þessara aðila geti orðið en auk fulltrúa Alusuisse sitja fundinn fulltrúar hollenska fyrirtækisins Alumined Beheer, austurríska fyrirtækisins Austria Metall og sænska fyrir- tækisins Grángers. Aðspurður hvort hann væri bjartsýnn á árangur af þessum fundi sagði Jóhannes Nordal að allir þessir aðilar hefðu sýnt áhuga á að kanna málið og athuga hvort þeir geti átt með sér samstarf. „Sökum mikiiía fjárhagsörðug- leika á sínum tíma varð Alusuisse afhuga hugmyndum um stækkun álversins en staða fyrirtækisins hefur batnað mjög að undanfömu og því hafa þeir tekið afstöðu sína til endurskoðunar," sagði Jóhann- es. Ef af þessum hugmyndum verð- ur kemur orkan í hið nýja álver að hluta til frá Blönduvirkjun en Jóhannes sagði að frekari virkjana verði þörf og kæmi þar inn í dæm- ið stækkun Búrfellsvirkjunar og einu af úthverfum Amsterdam, en það starfrækir álver í Hollandi, Belgíu og Þýskalandi. Auk þess á það víðtækt net af úrvinnslustöðv- um á áli. Austria Metall er með höfuð- stöðvar í Raneshofen í Austurríki. Það hefur einnig yfir að ráða mörg- um úrvinnslustöðvum en á aðeins eitt álver í sömu borg og höfuð- stöðvamar. Þetta álver er orðið úr sér gengið og verður það lagt niður árið 1991. Þessvegna eru forráðamenn Austria Metall nú að leita sér samstarfsaðila um nýtt álver. Gránges Aluminium er staðsett í Stokkhólmi en það er dótturfyrir- tæki Electrolux sem aftur er í eigu Wallenberg-samsteypunnar. Það hefur á undanfömum árum byggt upp sívaxandi úrvinnsluiðnað úr áli og vill nú tryggja enn frekar aðföng að þeim iðnaði. Bjartsýnn á að árang- ur náist í viðræðunum - segir Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra „EG ER bjartsýnn á að árangur náist í þessum viðræðum en vil taka það fram að mörgum spurningum er enn ósvarað eins og þeirri hvort þessir þrír aðilar sem áður höfðu lýst áhuga sínum á að reisa álver hér eru tilbúnir til samstarfs við Alussuisse,“ segir Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra um viðræður þær sem hefjast í London um stækkun álversins nú í þessum mánuði. Friðrik bendir á að sá skriður sem nú er kominn á málið sé ekki síst vegna áhrifa frá Evrópubanda- laginu enda ljóst að innan þess era aðilar sem áhuga hafa á málinu. „Eg vona að einhver niðurstaða fáist á fundinum í London og þá helst sú að þessir þrír aðilar sem við er rætt hafí áhuga á að ganga til samstarfs við Alusuisse um stækkun álversins enda tel ég að góður árangur geti orðið af slíkri samvinnu," segir Friðrik. „Alu- suisse er að því leyti betur sett en hinir aðilamir að það þekkir að- stæður hér mætavel en íslensk stjómvöld þeklqa svo aftur á móti best til þess fyrirtækis. Það væri því hugsanlega hægt að nota samningsform frá fymi tíð.“ Friðrik vill taka það fram að þótt hann sé persónulega bjartsýnn á árangur af viðræðum þeim sem í hönd fara megi búast við að nokk- um tíma taki að sá árangur verði sjáanlegur. * Alverð aldrei hærra Staðgreiðslu- verðið 3.000 dollarar tonnið ÁLVERÐ í heiminum hefur aldrei verið hærra en nú og undanfarna mánuði hefur hið svokallaða 3ja mánaða verð sveiflast á milli 2.000 og 2.500 dollara tonnið en verð til ÍSAL tekur mið af þvi. Staðgreiðsluverð álsins er hinsvegar um 1.000 doliur- um hærra á hvert tonn. Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL segir að eftir fímm ára lægð hafi verðið á áli rokið upp og var orðið viðunandi um mitt síðasta ár. Verðbréfahranið á Wall Street lækkaði það síðan aftur en verðið tók þó fljótt við sér aftur og er nú eins og fyrr segir með hæsta móti. Reiknað er með að verðið haldist í 2.000-2.500 dollurum tonnið næstu mánuðina að minnsta kosti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.