Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 49
miðbæjar á Egilsstöðum er. Hann sagði, að Skipulagsstofa Austur- lands væri að vinna að skipulagi á túni fyrir neðan Lagarás en teikn- ingar lægju ekki fyrir ennþá. En þegar þær liggja fyrir verða þær lagðar fyrir bæjarstjóm og annað hvort samþykktar og auglýstar eða vísað frá til endurskoðunar. En verk- efnishópur um miðbæ á Egilsstöðum ætlar að láta teikna lauslegar hug- myndir að þessu skipulagi og nota til þess starfskrafta sem eru í tengsl- um við hópinn, vegna þess að þessi miðbæjarhópur leggur til að fleiri arikitektar eigi að fá möguleika til að spreyta sig á tillögum um svo mikilvægt mál eins og skipulag mið- bæjar á Egilsstöðum er. Hópurinn var sammála um að viðtökur við átaksverkefninu í heild væru já- kvæðar þó ekki væri tímabært að ákveða framtíð þess. Skemmtigaður á Egilsstöðum Elísabet Benediktsdóttir hafði framsögu fyrir þennan hóp og sagði, að hópurinn væri að kanna mögu- leika á því að koma upp skemmti- garði á Egilsstöðum með til dæmis útimarkaði, leiktækjum, danspalli, hestaleigu, íslenskum húsdýrum og fleiru. Send var beiðni til bæjar- stjómar um að fá afnot af land- svæði til uppsetningar slíks garðs. Bæjarstjóm er búin að skipa tvo menn, þá Sigurð Símonarson og Sig- urð Ananíasson til viðræðna við hóp- inn. Næsta skref væri því að hitta þá og ræða möguleika og fram- kvæmd þessa máls. Útgerðarhópur Seyðisfirði Magnús Guðmundsson hafði framsögu fyrir þennan hóp og kom fram hjá honum að verkefnið hefði verið kynnt fyrir bæjarbúum og haldinn var fundur með forsvars- mönnum fyrirtækja, það sem kom fram mikill áhugi fyrir þessu verk- efni, þ.e.a.s. að stofna almennings- hlutafélag til að kaupa fleiri skip inn í byggðarlagið. Það mundi skapa aukið hráefni fyrir fyrirtækin, aukið atvinnuöryggi fyrir bæjarbúa og auknar tekjur fyrir bæjarsamfélagið í heild. Hann sagði að hópurinn hefði kynnt sér fordæmi frá öðrum stöðum á landinu þar sem svona félög hefðu verið stofnuð. Næsta skrefið hjá hópnum er að halda almennan kynn- ingarfund með bæjarbúum þar sem áætlað er að stofna undirbúnings- félag og kjósa menn í stjóm þess. Þetta undirbúningsfélag vinnur svo áfram ásamt verkefnishópnum að nánari skilgreiningu á því hverskon- ar skip verður keypt og hvenær. Hópur um námskeiðahald á Seyðisfirði Jóel Þorsteinsson var fyrir þessum hópi og sagði að haft hefði verið samband við aðila sem bjóða uppá námskeið fyrir iðnaðarmenn. Ákveð- ið hefur verið að halda fyrsta nám- skeiðið í haust en þá breytast reglur um endurmenntun iðnaðarmanna. Húsbyggingaátak á Seyðisfirði Ifyrir þennan hóp talaði Jóhann Hansson og sagði að hópurinn hefði safnað upplýsingum um frumvarp um kaupleiguíbúðir ásamt upplýs- ingum frá stöðum héma í kring sem standa í byggingu slíkra íbúða. Næst væri að gera könnun á áhuga og þörf fyrir byggingu kaupleigu- íbúða á Seyðisfírði og eftir það að stofna félag um byggingu slíkra íbúða. Ráðgert er að hópurinn vinni með bæjarstjóm að gerð þessarar könnunar. Þekkingarmiðstöð á Seyðisfirði Pétur Kristjánsson var í forsvari fyrir þepnan hóp og sagði að leitað hefði verið eftir aðstoð hjá háskóla- bókasafninu sem hefur safnað upp- lýsingum um gagnasöfn. Þetta var gert með samþykki og stuðningi frá bókasafnsnefnd og skólanefnd. Hann sagðist jafnframt hafa ráð- fært sig við tölvuáhugamenn. Hann benti á að kynna þyrfti verkefnið vel á öllu Austurlandi. Verkefninu hefði verið misjafnlega tekið, ungl- ingar og námsmenn sýndu því mik- inn áhuga. Aðrir álitu þetta „loft- kastala og rugl“, sagði Pétur. Hann MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 49_ sagði að tilraunastarf þyrfti að hefj- ast sem fyrst, ræða þarf við söfn og skóla á Austurlandi, leggja fram áþreifanlegar hugmyndir um þekk- ingarmiðstöð og sýna fram á nota- gildi hennar. Ferjuhópur á Seyðisfirði Austurlandsferja Pétur Jónsson hafði framsögu fyrir fetjuhópinn og sagði að send hefðu verið út bréf til bæjar- og sveitarstjóma, forsvarsmanna fyrir- tækja og þingmanna á Austurlandi þar sem kynnt var hugmynd um Austurlandsferju sem hugsuð væri til vöm-, fólks- og bílaflutninga auk annarra verkefna s.s. flutninga á ferðamönnum. Leitað var eftir svör- um hjá þessum aðilum og vom flest allir fylgjandi hugmyndinni. Pétur sýndi nokkur dæmi frá Noregi þar sem svona feijur em mikið notaðar af ferðamönnum og ekki væri ólík- legt að það sama gæti gerst hér. Hópurinn ætlar að senda Byggða- stofnun niðurstöður af þessari fmm- rannsókn og kynna þær á Austurl- andi. Einnig er áætlað að hafa sam- band við ferðaskrifstofur og kanna áhuga á að selja erlendum ferða- mönnum ferðir með svona ferju. Kvennahópur — „Frú Lára“ á Seyðisfirði Þetta er sá hópur í átaksverkefn- inu sem er lengst kominn og þegar farinn að skila árangri í starfi. Hóp- urinn hefur fest kaup á húsi á Seyð- isfirði, og hefst rekstur þar í júní. Jóhanna Gísladóttir hafði framsögu fyrir konumar og sagði að í fram- haldi af húsakaupunum ætti að stofna hlutafélag um reksturinn í því og jafnframt mundi það félag eiga húsið. Félagið á að heita „Frú Lára“. Þær byijuðu á því að festa kaup á húsi vegna þess að það var komið á söluskrá strax eftir leitar- ráðstefnuna og þar sem það hefði hentað þeim mjög vel hefðu þær strax fest kaup á því þó svo að ekki væri búið að stofna hlutafélagið. í þessu húsi hafa konur alltaf verið húsráðendur, og hefur það löngum verið nefnt „Láruhús" eftir konu sem lengi bjó þar. Þetta eitt sýnir að það er mikill kraftur í þessum konum og þær ætla að sýna hvað í þeim býr. Jóhanna sagði að ætlunin væri að byrja smátt en markmiðið er að reka þarna félags- og þjónustumið- stöð um óákveðna framtíð. Starf- semin hefst með útimarkaði, flóa- rSarkaði og ýmissi starfsemi í tengsl- um við ferðamenn. Einnig er ráð- gert að halda fast í „Miðvikudagar á Seyðisfírði" með uppákomum s.s. mjmdlistasýningum, upplestri ofl. Ráðgert er að kanna betur mögu- leika á vetrarstarfínu og kemur þar margt til greina sagði Jóhanna svo sem ritarastörf, þýðingar, ýmiskonar viðgerðir, skóladagheimili og útleiga á aðstöðu til félagasamtaka. Ferðamálahópur á Seyðisf irði Þóra Guðmundsdóttir talaði fyrir þennan hóp og sagði að ýmsar hug- myndir hefðu komið upp um aukna þjónustu við ferðamenn og væri hóp- urinn að vinna að því í samvinnu við smábátaeigendur að koma á skipulögðum ferðum einu sinni í viku út á fjörð. Þama væri bæði um út- sýnis- og veiðiferðir að ræða. Hún sagði að hópurinn væri einnig með bækling fyrir ferðamenn í vinnslu. í almennum umræðum eftir að hóp- amir höfðu gert grein fyrir verkefn- um sínum, kom meðal annars fram að menn töldu að tengja þyrfti verk- efnið meira starfandi fyrirtækjum. Ábending kom um að gera sérstakt átaksverkefni fyrir fyrirtækin, þau væm mjög einangruð hvert um sig, það þyrfti að gera átak í því að fá eigendur þeirra til að tala saman fyrir utan pólitík. En menn vom nokkuð sammála um að skoðanir íbúa bæjarfélaganna á átaksverkefninu væm skiptar, en þó svo væri þá væm viðtökur þess jákvæðar. Menn töldu ekki tímabært að ræða framtíð verkefnisins í heild sinni en ljóst væri að margir þessara verkefnishópa ættu eftir að skila miklum árangri, bæði fyrir einstakl- inga byggðarlaganna og bæjarsam- félögin í heild sinni. Menn lýstu ánægju sinni yfír einstökum verk- efnum, til dæmis sagðist Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á Seyðisfirði binda miklar vonir við verkefni út- gerðarhópsins á Seyðisfirði. Það kom fram að upphaflega hefði valið staðið milli þess að gera átaksverk- efni fyrir hin einstöku fyrirtæki eða hafa leitarráðstefnu með hinum al- mennu borgurum og síðan átaks- verkefni í framhaldi af henni. Síðari leiðin var valin en vel gæti komið til greina að gera átak með fyrir- tækjunum seinna en fyrst yrði að fylgja þessu verkefni vel eftir. - Garðar Rúnar XÖPP TÍMAR Hárgrelðslustofan Laugavegi 52 Opið frá kl. 09-18 og 18-20 ef pantað er. Opið laugardaga frá kl. 10-16, simi 13050. U^ðar^k> | . ^ ^WÉRBLÖÐ Á FÖSTUDÖGUM Auglýsingar í Daglegt líf þurfa að hafa boristfyrirkl. 12.00. áföstudögum og í blaðið Á dagskrá fyrir kl. 12.00 á miðvikudögum. *q, v - blaé allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.