Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
Tómasarkirkjan í Leipzig:
Vag-ga íslenskrar kirkju-
tónlistar stendur í Leipzig
Páll Isólfsson við orgel Tómasarkirkjunnar, þar Tómasarkirkjan f Leipzig.
sem hann var aðstoðarmaður og staðgengill
kennara sfns um tveggja ára skeið.
Organisti Tómas-
arkirkjunnar
heldur ferna
tónleika á íslandi
Þessa vikuna og fram f þá nœstu
er staddur hér á landi Ullrich
Böhme, organisti Tómasarkirbj-
nnnar f Leipzig f A-Þýskalandi.
Böhme kemur hingað tíl landsins
á vegum Guðmundar H. Guð-
jónssonar organista Landa-
kirlgu f Vestmannaeyjum og
heldur ferna tónleika hérlendis,
f Skálholti, Vestmannaeyjum,
Akureyri og f Reylgavfk. Koma
Ullrich Böhme hingað tíl lands
er ærið tilefni til að rifja upp
tengsl og þakkarskuld fslenskr-
ar kirkjutónlistar við þessa há-
borg þýskrar rmenningar, en
þama stunduðu þeir fslendingar
nám sem dýpst áhrif hafa haft
á tónlistarlíf okkar fslendinga á
þessari öld.
Þeir íslendingar sem hlutu sína
tónlistarmenntun við tónlistaraka-
demíuna í Leipzig á fyrri hluta
þessarar aldar voru Páll ísólfsson,
Jón Leifs, Sigurður Þórðarson,
Hallgrímur Helgason, Sveinbjöm
Sveinbjömsson og Emil Thorodds-
en. Eins og sést af þessari upptaln-
ingu er ljóst að síst er ofmælt að
segja að vagga íslensks tónlistarlffs
hafi staðið í Leipzig.
Tómasarkirkjan í Leipzig og tón-
listarsaga heimsins tengdust fyrst
óijúfanlegum böndum þegar Jo-
hann Sebastian Bach var ráðinn
kantor og organisti við Tómasar-
kirkjuna árið 1723. Bach var kant-
or við Tómasarkirkjuna til dauða-
dags árið 1750. Allar götur sfðan
hefur staða organista við Tómasar-
kirkjuna verið álitin helsta virðing-
arstaða sem þýskum organista
gæti hlotnast á sínum tónlistar-
ferli. Marteinn H. Friðriksson dó-
morganisti í Reykjavík er einn
þeirra sem stundaði nám við tón-
listarakademfuna f Leipzig. Honum
segist svo frá um menningarlega
sögu borgarinnar.
„Leipzig hefur um aldir verið
háborg þýskrar menningar. Ástæð-
ur fyrir öflugu og sjálfstæðu menn-
ingarlífi í borginni má m.a. rekja
til sterkrar kaupmannastéttar í
17.og 18. öld. Á þeim tímum má
greina frönsk áhrif í menningarlífi
aðalsins f Þýskalandi. Kaupmanna-
stéttin í Leipzig á þvf allan heiður
af ræktun sjálfstæðs tónlistarlífs
við kirkjur borgarinnar og þá sérs-
taklega Tómasarkirkjuna. Hátind-
ur þessa menningarstarfs er auð-
vitað þegar J.S. Bach er ráðinn
kantor og organisti við kirkjuna.
FVá þeim tíma hefur virðing organ-
istastöðunnar við Tómasarkirkjuna
haldist óskert og er litið svo á að
hver organisti sé táknrænn eftir-
maður Bachs. Organistar við kirkj-
una hveiju sinni hafa einnig verið
meðal virtustu organista og tónlist-
armanna á sfnum tfma og nægir
þar að nefna menn einsog Karl
Straube sem var kantor og organ-
isti við kirkjuna frá miðjum öðrum
áratug þessarar aldar til ársins
1939.“
Karl Straube var aðalkennari
Páls ísólfssonar er hann stundaði
nám sitt í tónlistarfræðum og or-
gelleik við tónlistarakademíuna f
Leipzig og þannig tengjast Tómas-
arkirkjan, Leipzig og fslenskt tón-
listarlff sterkustum böndum.
Straube var meðal þekktustu org-
anista og tónlistarmanna f Evrópu
á sinni tíð og hafði orstír hans jafn-
vel borist til íslands. Að minnsta
kosti hafði orðstír hans borist Páli
ísólfssyni ungum pilti á íslandi til
eyma og varð til þess að hann
sigldi til tónlistamáms í Leipzig og
komst slqótt í hóp nemenda Straub-
es.
Um kynni sín af Karl Straube
segir Páll ísólfsson sjálfur svo frá
í samtalsbók þeirra Matthíasar Jo-
hannessens Hundaþúfan og haf-
ið: „Hann(Straube innsk.blm) bjó
yfir einhveijum mestu úniversalg-
áfum sem ég hef kynnst. Ég hef
aldrei séð jafnstórt einkabókasafn
og hann átti, en hann hafði aug-
sýnilega ekki látið þar við sitja,
heldur lesið þessar bækur og vissi
allt um allt, að mér fannst. Mér
þótti sem hann væri miðpunktur
heimsins, svo sterkur persónuleiki
var hann og áhrifaríkur í viðkynn-
ingu, og það brimaði í kringum
hann.“
Síðar í sömu bók segir Páll um
Straube: „Kynni mfn af honum
urðu mér til mikils happs. Eins og
þú veist var Straube tvfmælalaust
fremstur allra orgelleikara um
langt skeið vegna framúrskarandi
túlkunar á verkum Bachs og ann-
arra meistara. Færri en vildu fengu
tíma hjá honum. Ég held heist að
hann hafi tekið mig vegna þess
hann gat þá sagt, að Jafrvel
íslendingur lærði hjá mér.“ Hann
reyndist mér ekki aðeins bezti
kennari, heldur eins og faðir og
sálusorgari." „Straube hafði álíka
mikil áhrif með orgelkennslu sinni
og Franz Liszt á sfnum tíma með
píanókennslu sinni. Liszt myndaði
nýjan píanóstfl, sem bestu nemend-
ur hans fluttu út um heiminn og
svipað má segja um Straube."
Upphaf ferils Páls ísólfssonar
sem orgelleikara gat heldur tæpast
verið glæsilegra. Straube réð hann
sem aðstoðarorganleikara við Tóm-
asarkirkjuna og því starfi gegndi
Páll um tveggja ára skeið. Páll
segir svo frá þessu: „Um þetta leyti
var auðvitað ekki um auðugan
garð að gresja f Þýzkalandi, þegar
leitað var að organista, sem gæti
tekið að sér starf við stóra kirkju,
því þeir voru flestir á vígstöðvun-
um. Sú staðreynd mátti sín áreið-
anlega meira, þegar mér var boðið
starfið við Tómasarkirkjuna en hitt,
að ég væri til þess færari en aðrir.
En hvað sem því lfður, varð þetta
mér til góðs seinna á leifsleiðinni.
Ég fékk að æfa mig eins og ég
vildi á orgel kirlgunnar og svo
þurfti ég að leika með Gewand-
haus-hljómsveitinni á sunnudög-
um, að ógleymdum guðsþjónustun-
um með öllum sfnum tilbrigðum.
Það má því fara nærri um, að starf-
ið þroskaði mig, veitti mér kjark
og öryggi. En ekki gat ég orðið
fastur organisti við kirkjuna, því
ég var útlendmgur."
„Dr. Páll ísólfsson var fyrsti
stóri, íslenski organistinn. Sfðan
fylgja aðrir á eftir. en tengsl Tóm-
Ulrich Böhme organisti Tómas-
arkirkjunnar.
Prófessor Karl Straube, kantor
Tómasarkirlgunnar og einn
frægastí organsnillingur um
sína daga, varð aðalkennari
Páls ísólfssonar.
asarkirkjunnar og þeirrar sterku
hefðar, sem þar ríkir, við íslenskt
tónlistarlíf í gegnum Pál ísólfssoii
eru ómetanleg. Ég held einnig að
mér sé óhætt að fullyrða að Páll
sé eini útlendingurinn fyrr og síðar,
sem gegnt hafi starfi organista við
Tómasarkirkjuna í Leipzig," segir
Marteinn H. Friðriksson.
Um komu Ulrich Böhme til ís-
lands nú, segir Marteinn: „Það er
alltaf þýðingarmikið að fá hingað
góða orgelleikara til tónleika- og
námskeiðahalds. Það skiptir einnig
máli að Ulrich Böhme er organisti
Tómasarkirkjunnar. Það riflar upp
og styrkir þau tengsl sem fyrir
eru. Ulrich Böhme er tvímælalaust
í hópi fremstu orgelleikara í Þýska-
landi í dag. Hann er mjög ungur
og það að hann er organisti Tómas-
arkirkjunnar tekur af allan vafa
um hæfni hans.“
Ulrich Böhme mun spila á morg-
un f Skálholti fyrir organista sem
eru á námskeiði söngmálastjóra
þjóðkirkjunnar. Tónleikar Böhmes
í Landakirkju S Vestmannaeyjum
verða næstkomandi fimmtudag og
í Akureyrarkirkju heldur Böhme
síðan tónleika sunnudaginn 12.
júní. Síðustu tónleikamir verða
sfðan í Dómkirkjunni í Reykjavík
þann 14. júnf. H. Sig. tók saman.
Yfirvöld og háskólar
Erlendar baekur
Guðmundur Heiðar Frímanns-
son
Elie Kedourie: Diamonds into
Class, Center for Policy Studies,
1988
Á þessu fyrsta þingi eftir kosning-
ar á sfðasta ári hefur brezka rfkis-
8tjómin verið að fá samþykkt ýmis
af umdeildustu frumvörpum sfnum.
Eitt þeirra er frumvarp um mennta-
mál, sem Kenneth Baker, mennta-
málaráðherra, hefur stýrt i gegnum
Neðri deild þingsins og er nú f Lá-
varðadeildinni. fþessu frumvarpi eru
mörg nýmæli og f þvf felast margar
róttækustu breytingar í brezkum
menntamálum frá strfðslokum. Ein
breyting, sem kannski hefur ekki
vakið mikla athygli, er á sfjóm há-
skólanna. Ýmsir háskólamenn hafa
látið í ljósi áhyggjur af þessum breyt-
ingum. Fyrir stuttu sfðan samþykkti
Lávarðadeildin brejrtingar á þeim
kafla frumvarpsins, sem lýtur að
sambandi háskóla við ríkisvaldið.
Deilumar í Lávarðadeildinni sner-
ust um hvort leggja ætti af æviráðn-
ingu háskólakennara. Roy Jenkins,
rektor Háskólans f Oxford, taldi
þessa tillögu vera atlögu að frelsi
og sjálfstæði háskóla og raunar rann-
sóknarfrelsi háskólamanna yfirleitt.
Ástæðan er sú að þessi breyting fer
saman við ýmsar aðrar í frumvarp-
inu, sem allar ganga í þá átt að
auka vald menntamálaráðherrans
eða ráðuneytisins yfir háskólunum.
Meginatriðið í þeim er að komið verð-
ur upp neftid, sem úthlutar fé til
hvers skóla og á um leið að hafa
eftirlitsskyldu með háskólunum og
vald til að veita fénu til tiltekinna
deilda eða verkefna. Þessi nefnd
heyrir beint undir menntamálaráðu-
neytið. Skólamir sjálfir eiga ekki að
ráða því algjörlega sjálfir, hvemig
fénu, sem þeir fá, er skipt, eins og
verið hefur. Óttinn, sem Jenkins
hafði orð á, var, að ráðherrann gæti
ráðið því, hvaða verkefni væru rann-
sökuð og ráðið þvf, hvaða kennarar
héldu vinnu sinni, ef þeir hefðu ekki
æviráðningu. Baker hefur sjálfur
svarað því að hann hyggist ekki beita
þessu valdi og það séu takmarkanir
á því bæði í frumvarpinu og fyrir-
huguðum reglugerðum. Hann útilok-
ar hins vegar ekki alveg að mögu-
legt sé að grípa til slfks valds.
Elie Kedourie, sem er prófessor í
stjómmálafræðum við London School
of Economics, rekur ýmsar ástæður
til þess ástands, sem nú ríkir í háskól-
um, og fjárskortsins, sem þeir eiga
óneitanlega við að etja. Aðalástæð-
una telur hann vera ótrúlega vit-
lausar áætlanir stjómvalda um
stækkun og fjölgun háskóla á sjö-
unda áratugnum samfara sfaukinni
viðleitni til að skipta sér af innri
málefnum þeirrra. Ráðið gegn þess-
ari óáran telur hann vera að hætta
því að ríkið veiti fé beint til háskól-
anna, heldur verði þvf veitt með ein-
hveijum hætti gegnum stúdenta. Það
gæti til dæmis gerzt með lánum,
styrlg'um eða ávfsunum fyrir skóla-
gjöldum. Einnig sé sjálfsagt að ein-
staklingum verði gert auðveldara að
gefa háskólunum gjafir og njóta þess
f frádrætti á skatti.
En hann neftiir fleira. Önnur rök
gegn þessum sífelldu afskiptum em
þau, að öll viðleitni til að leggja
mælikvarða nytsemdar á háskóla,
hvort sem það er framlag þeirra til
þjóðarbúsins, markaðsviðmiðun eða
eitthvað annað, er misskilningur frá
rótum. Það kann að vera rétt að
háskólar stuðli að vexti og viðgangi
samfélaga, en það er hrein auka-
geta. Þeir em fyrst og fremst lær-
dómssetur, sem mennta ungdóminn,
auka við þekkinguna og viðhalda sið-
um og hefðum menningar og lær-
dóms. Þar stunda menn lærdómsiðk-
anir þeirra sjálfra vegna. Ef valds-
menn reyna að ráða því, hvað gert
er innan slfkra stofnana, hefur það
þau ein áhrif að drepa þær í dróma
og draga úr þeim þrótt og koma þar
með í veg fyrir að þessi lærdómsset-
ur efli þjóðlffið f kringum sig. Það
er því rétt að háskólakennarar meti
sjálfir hvað skynsamlegast sé að
skoða og rannsaka ótmflaðir af öðra
en fræðilegu gildi rannsóknarinnar
sjálfrar. Það er rétt að taka fram,
að þessi skoðun útilokar ekki að
háskólamenn stundi hagnýtar rann-
sóknir, einungis að aðrir en þeir sjálf-
ir meti á forsendum fræðanna, hvaða
rannsóknir þeir vilja stunda.
Ég get ekki betur séð en þessi rök
séu í öllum aðalatriðum rétt. Það
eina, sem valdsmenn eiga að gera
við háskóla, er að skapa þeim sæmi-
legar aðstæður og láta þá sfðan í
friði.