Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 Sjómannadagurinn víða um land Neskaupstaður: Brottfluttir koma á sj ómaimadagmn SEGJA má að hátíðarhðld sjó- mannadagsins hér á staðnum hafi byijað strax á Iaugardags- morgni þegar sjómenn hófust handa við að skreyta bæinn. Strax þá var kominn hátíðar- svipur á bæinn. Annars er eftir- væntingarblær búinn að vera yfir bænum marga daga áður en sjálf helgin gengur í garð. Brottfluttir Norðfirðingar koma heim og njóta hinnar sér- stöku stemmningar sem ávallt skapast í þessu bæjarfélagi kringum þessa hátíðarhelgi. Hér í Norðfírði var sjómanna- dagurinn haldinn hátíðlegur í 46. sinn. Hátíðarhöldin sjálf voru hefð- bundin og hófust á laugardag með því að björgunarsveitin Gerpir sýndi björgunaræfíngu. Síðan var kappróður og um kvöldið var ungl- ingum boðið á dansleik í Egilsbúð. Strax á sjómannadagsmorgun flykktust Norðfírðingar um borð í báta og skip og héldu í hópsiglingu út á flóann. Sjómannamessa var ijölsótt að venju. Þar voru vígð ný messuklæði sem gefín voru af sjó- mönnum og tileinkuð minningu Ragnars Sigurðssonar sem var ein helsta drifQöður í sjómannadags- hátíðarhöldum Norðfírðinga í mörg ár. Að messu lokinni var haldið að sundlauginni þar sem menn skemmtu sér við sundkeppni, reip- tog, koddaslag og margt fleira. Ræðumaður dagsins var Harald Holsvík framkvæmdastjóri Far- manna- og fískimannasambands íslands. Aldraðir sjómenn voru að venju heiðraðir. Sjómannadagsráð Neskaupstaðar sá um hátíðarhöld- in. Þeim lauk með dansleik sem stóð fram undir morgun, enda gef- ið frí til hádegis á mánudaginn á flestum vinnustöðum. — Ágúst Morgunblaðið/Ól.K.M. Afhending heiðursmerkja sjómannadagsins um borð í skólaskipinu Sæbjörgu. Hannes Þ. Hafstein fram- kvæmdastjóri Slysavamafélags íslands var kynnir hátiðahaldanna í Reykjavikurhöfn og sést hann í ræðupúlti. Reykjavík: Fimmtán heiðraðir ÞRÁTT fyrir gjólu og skúraleið- ingar var fjöhnenni við hátíða- höld sjómannadagsins í Reykjavík Þorlákshöfn: Hátíðarhöld innanhúss Þorlákshöfn SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátiðlegur í Þorlákshöfn að vanda og var dagskráin með hefðbundnum hætti. Hátiðarhöld- in hófust á laugardag niðri við höfn. Þar var keppt í róðri, koddaslag og stakkasundi auk þess sem Björgunarsveit Þorláks- hafnar sýndi nýjan björgunarbát. Á sunnudag verð að flytja háti- ðarhöld í hús vegna veðurs og fresta varð hefðbundinni skemmtisiglingu fyrir almenning. Sigurvegarar í róðrinum voru karlasveit sem kallaði sig Kokteil og kvennasveit skipuð starfsstúlkum úr Glettingi. í öðru sæti sveitir Meit- ilsins bæði hjá körlum og konum. Koddaslaginn sigruðu Óskar Ragn- arsson, Oskar Böðvarsson og Guð- laugur Oddsson, en hjá konunum var ekki hægt að dæma um sigurvegara því að þær féllu allar í faðmlögum í sjóinn. Stakkasundið unnu Bryndís Ólafsdóttir og Gísli R. Magnússon. Dagskrá sunnudagsins átti að hefjast með því að bjóða almenningi í skemmtisiglingu, en því varð að fresta þar sem brostið var á hífandi rok og rigning. Þess t stað var ákveð- ið að fara í siglingu á 17. júní ef veður leyfir. Ein uppákoman i skemmtiatriðum Sjómannadagsins var þegar nokkr- ir ungir og hraustir piltar stungu sér tíl sunds f höfninni. Utan á Jóni á Hofi er nýr björgunarbátur Björgunarsveitar Þorlákshafnar, en hann var sýndur i fyrsta sinn á Sjómannadaginn. á sunnudag. Stöðugur straumur var í kaffisölu kvennadeildar slysavarnasveitarinnar Ingólfs f húsi Slysavamafélagsins á Granda. Á hafnarsvæðinu fór fram afhending heiðursmerkja sjómannadagsins, róðrakeppni og skemmtiatriði. Ellefu aldraðir sjómenn voru sæmdir heiðurs- merki, tveir hlutu gullmerki og einn gullkross. Á Hrafnistu sýndu vistmenn handavinnu og urðu margir til að qjóta sýningarinnar og kaffiveitinga. Dagskráin hófst með athöfn í Fossvogskirkjugarði klukkan níu um morguninn þar sem sr. Ólafur Skúla- son vigslubiskup vfgði minnisvarða um óþekkta sjómanninn. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og áhafnar danska varðskipsins Hvidbjömen stóðu heiðursvörð við vígsiuna. Að því búnu hófst guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni. Sr. Olafur messaði, sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkju- prestur þjónaði fyrir altari og sjó- menn aðstoðuðu við messuna. Samkoman við Reykjavíkurhöfn hófst með ávarpi Steingríms Her- mannssonar starfandi sjávarútvegs- ráðherra . Ræðumenn töluðu úr brú skólaskipsins Sæbjargar sem lagt hafði verið við bryggju að baki Tryggvaskála. Steingrímur gerði meðal annars að umtalsefni nýaf- staðna fískverðsákvörðun og harm- aði að hún skyldi hafa verið tekin án stuðnings fiilltrúa sjómanna. Brynjólfur Bjamason forstjóri Granda hf. talaði fyrir hönd útgerð- armanna en Pétur Sigurðsson fyrir hönd sjómanna. Pétur minntist þess að á þeim fímmtfu ámm sem liðin eru frá því að sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur fyrsta sinni hefur 1.271 sjómaður farist. Á síðasta ári slasaðist nfundi hver íslenskur sjó- maður í starfí. Sagði hann að ráð- herrar og alþingismenn yrðu að sjá sóma sinn í því að tryggja rekstur slysavamaskóla sjómanna til fram- búðar, sem nú byggi við mikla óvissu. Garðar Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri sjómannadagsins af- henti heiðursmerki sjómannadags- ins. Tólf aldraðir sjómenn hlutu það að þessu sinni, Arinbjöm Sigurðsson skipstjóri, Bjami Helgason háseti, Biynjólfur Brynjólfsson vélstjóri, Gunnar Eiríksson sjómaður, Gunnar Bjami Valgeirsson stýrimaður, Hannes Guðmundsson vélstjóri, Há- kon Jónsson sjómaður, Jónas Sig- urðsson sjómaður, Ólafur Kolbeins Bjömsson loftskeytamaður, Sigurð- ur Guðjónsson vélstjóri og Skarphéð- inn Helgason stýrimaður. Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingur, höf- undur ritsins „íslenskir sjávarhætt- ir“, Sigfús Halldórsson tónskáld og Pétur Sigurðsson formaður sjó- mannadagsráðs vom sæmdir gull- krossi. Keppt var á seglskútum frá Foss- vogi til Reykjavíkur á laugardag, en á sunnudag voru úrslit í kappróðri karla- og kvennasveita í höfiiinni. Úrslit urðu þau að áhöfn Svölunnar varð hlutskörpust í siglingakeppn- inni, sveit Hraðfrystistöðvarinnar varð efst í kvennaflokki ræðara, lið Sendibílastöðvarinnar sigraði í land- skeppninni og vann bikarinn til eign- ar en áhöfn Ásbjamar RE gekk af hólmi með róðraskjöld Morgunblaðs- ins fyrir sigur í keppni áhafna. Kynnir dagskrárinnar í IsrT.í".: Flytja varð dagskrána inn í skóla vegna veðursins. Þar fór fram verð- launaafhending. Afhentur var afla- bikar, sem að þessu sinni féll í skaut Gísla Jónssonar og áhafnar hans á Dalaröstinni, en hún var afiahæst báta hér á síðustu vetrarvertíð með rúm 1.000 tonn. Hátíðarræðuna flutti Óli Þ. Guð- bjartsson Alþingismaður Það hefur varið venja nú í nokkur ár að heiðra einn sjómann af eldri kynslóðinni á sjómannadaginn. Að þessu sinni varð fýrir valinu Baldur Karlsson sem nýhættur er sjósókn. Baldur er fæddur á Stokkseyri. Hann hóf sjósókn 1942, þá fímmtán ára gamall og fluttist til Þorláks- hafnar 1950. Síðan hefur hann lengst af verið skipstjóri bæði á eig- in bátum og hjá Meitlinum. Einar Sigurðsson skipstjóri afhenti Baldri heiðursskjal og sagði við það tæki- færi m.a.: „Baldur hefur alla tíð verið hvers manns hugljúfí og einn þeirra sem hafa kennt okkur yngri sjómönnunum það sem við kunnum i dag. Enginn hefur verið eins auð- fiís á góð ráð og hjálpsemi." J.H.S. Siglufjörður: Nýtt minnismerki um drukknaða sjómenn afhjúpað Sigjufirði NÝTT minnismerki um drukkn- aða sjómenn var afhjúpað á Sjó- mannadaginn hér í Siglufirði. Hér var ágætt veður, en gola fyrir utan fjörðinn. Hátíðarhöld- in voru með hefðbundnum hætti og hófust á laugardag með keppni f róðri, reiptogi og kodda- slag. Olafur Þorsteinsson fyrrverandi læknir afhjúpaði nýtt minnismerki um drukknaða sjómenn á Sjó- mannadaginn. Það er eftir Ragnar Kjartansson. Sigurður Finnsson af- henti Bimi Jónassyni forseta bæjar- stjómar merkið. Ræðumaður dags- ins var Valmundur Valmundarson sjómaður. Að venju var farið í skemmtisiglingu. Fólki var boðið að sigla út á fjörðinn með Siglfírð- ingi, en vegna golunnar var ekki farið í Héðinsfjörð eins og venju- lega, heldur látið duga að fara út fyrir Siglunes. Björgunarsveitin Strákur sýndi nýjan björgunarbát og á Sjómanna- daginn var honum gefíð nafn: „Strákur 1“. Björgunarsveitin ann- aðist framkvæmd hátíðarhaldanna og kvennadeildin Vöm var með kaffisölu á Hótel Höfn. Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Á Sjómannadaginn er keppt f starfsgreinaíþróttum sem tengjast sjó- mennskunni. Hér keppa Siglfirðingar f netabætningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.