Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 37 javík nn Morgunblaðið/Þorkell Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands, opnar sýning- una Norræn konkretlist Chagall, og reyndi í fáum dráttum að draga upp mynd af henni. Hann sagði frú Idu hafa hrifist mjög af því sem hún hefði séð og lesið um Vigdísi Finnbogadóttur og væri lán hennar á verkum föður síns til íslands virðingarvottur við þá þjóð sem hefði valið sér slíkan forseta. Setningarathöfninni lauk með því að frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, opnaði sýningu á verkum Marc Chagalls og Sigurð- ur Rúnar Jónsson, fiðluleikari lék stef úr Fiðlaranum á þakinu. Morgunblaðið/Þorkell frú Vigdís Finnbogadóttir, vernd- ir, opnar sýningu á verkum eftir Morgunblaðið/Þorkell itef úr Fiðlaranum á þakinu. Frú uids hlustar af innlifun Fílharmóníuhljómsveitin frá Poznan og Fílharmóníukórinn frá Varsjá á sviði Háskólabíós Morgunblaðið/Þorkell Tónleikamir sýna og sanna þörfina á Listahátíð Pólsk sálumessa flutt í Háskólabíói PÓLSK sálumessa, eftir Krzys- ztof Penderecki, var flutt í Há- kólabíói sl. laugardag, undir stjórn höfundarins. Það voru Fílharmóníuhljómsveitin frá Poznan og Fílharmóníukórinn frá Varsjá, ásamt einsöngvurum, sem fluttu verkið og var þeim vel fagnað að flutningi loknum. Áheyrendur létu hrifningu sína í Krzysztof Penderecki þakkar viðtökur áheyrenda að sálumessunni lokinni. í femstu röð má þekkja Birgi ísleif Gunnarsson, menntamála- ráðherra og konu hans Sonju Bachmann, Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, Jón Þórarinsson, formann framkvæmdastjórnar Lista- hátíðar og Sverri Hermannsson, bankastjóra. „Maðurinn í forgrunni“ á Kjarvals- stöðum íslensk fígúratíf myndlist 1965—1985 SÝNINGIN „Maðurinn í for- grunni" var opnuð á Kjarvals- stöðum sl. sunnudag. Þar er gef- in innsýn í það hvernig maðurinn hefur birst í íslenskri myndlist undanfarna áratugi. Davíð Oddsson, borgarstjóri, opnaði sýninguna, sem er fjölbreytt sýnishom íslenskra myndverka með manninn, sem viðfangsefni. Á sýn- ingunni eru 130 verk eftir 47 lista- menn, meðal þeirra Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving og Jó- hann Briem. Davið Oddsson, borgarstjóri, opnar sýninguna „Maðurinn í forgrunni“ á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn. Mörg listaverkanna á sýningunni eru í einkaeign og hafa ekki sést á sýningum frá því þau voru seld. ljós með kröftugu lófataki, sem aldrei virtist ætla að linna. Voru Penderecki og einsöngvararnir Jad- wiga Gadulanka, sópran, Jadwiga Rappé, mezzosópran, Paulos Rapt- is, tenor og Radoslaw Zukowski, bassi, kallaðir fram hvað eftir ann- að. Á leiðinni út tókst blaðamanni að króa nokkra tónleikagesti af og spyrja þá álits. „Þetta eru tvímælalaust bestu tónleikar sem ég hef heyrt“, sagði Þórunn Bjömsdóttir, stjómandi skólakórs Kársnessskóla, „svona tónleikar sýna og sanna þörfina á Listahátíð". Ingólfur Guðbrandsson, stjóm- andi Pólýfónkórsins, sagði að það eitt að fá Penderecki til að stjóma flutningi á einu verka sinna væri viðburður sem hvarvetna mundi vekja athygli. Ingólfur sagðist hafa heyrt þetta verk flutt alloft, og því miður yrði hann að segja að hann hefði orðið vitni að áhrifameiri flutningi þess en nú. Það væri hins' vegar ánægjulegt til þess að vita að hugarfarsbreyting hefði orðið hjá þeim forráðamönnum Listahát- íðar, sem ekki hefðu talið Lúkasar- passíu Pendereckis áhugavert verk- efni fyrir Pólýfónkórinn og Sin- fóníuhljómsveitina á síðasta starfs- ári, en flögguðu nú sálumessunni sem merkasta viðburði hátíðarinn- ar. „Það blandast engum, sem þekkir til tónlistar hugur um það, að Penderecki er eitt merkasta tón- skáld nútímans", sagði Ingólfur að lokum. Morgunblaðið/Þorkell Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Amastofnunar, dr. Sigmundur Guðbjarnason, Háskólarektor og kona hans Margrét Þorvaldsdóttir virða fynr sér ljósprentuð handrit við opnun sýningarinnar „Gamlar glæsibækur" Sýningin „Gamlar glæsibækur“ opnuð Handritasýningin „Gamlar glæsibækur" var opnuð í Áma- garði sl. laugardag. Á sýningunni eru Ijósprentanir handrita, allt frá 5. öld. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Áma Magnússon- ar, opnaði sýninguna, sem er far- andsýning skipulögð af Akademisc- hen Druck- und Verlagsanstalt í Austurríki, sem einnig ljósprentar handritin. Fyrirtækið leggur áherslu á fullkomna eftirprentun á handritum og eru upphaflega brotið og réttir litir mikilvægustu atriðin. Einnig eru ljósprentanirnar í sams konar bandi og upphaflegu handrit- in og jaðramir handskomir. Að sogn Jónasar Kristjánssonar er hér um að ræða fullkomnustu ljós- prentanir sem völ er á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.