Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
Ársrit.
Kvenréttindafélags íslands er
komið út.
Blaðió verður til
sölu í bókaverslun-
um, blaðsölustöð-
um og hjá kvenfó-
lögum
um land allt.
Kvenréttindafélag íslands.
Hitamælinga-
miðstöðvar
Fáanlegar fyrir sex, átta,
tíu, tólf, sextán, átján
eða tuttugu og sex
mælistaði.
Ein og sama miðstöðin
getur tekið við og sýnt
bæði frost og hita, t.d.
Celcius-r200+850 eða
0+1200 o.fl. Hitaþreifarar
af mismunandi lengdum
og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar.
Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur.
Ljósastafir 20 mm háir.
Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns-
hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum,
lestum, sjó og fleira.
VESTURGÖTU 16 SÍMAR 14680 21480
fclM c |
r3®—-— \ r— t::fF 'ZZju L ZZZjt
Continental
sumarhjólbarðar
Ekur þú einnig á Continental
sumarhjólbörðum? Sá sem ekur
á Continental ekur á gæðavöru,
með öryggi.
CH 51
SportContact
CV 51
SportContact
.
Verð:
R195/70 R14 kr. 4.991,- R165 R13
kr. 2.996.-
Morgunblaðið/Magnús Reynir
Frá leitarráðstefnunni. Fremstir sitja: Theodór Blöndal, Einar Rafn Haraldsson og Pétur Jónsson.
Ataksverkefnið Egilsstaðir — Seyðisfjörður:
Unnið að stofnun
nokkurra fyrirtækja
Seyðisfirði.
í FRAMHALDI af svokölluðum
leitarráðstefnum Átaksverkefnis-
ins sem haldnar voru i febrúar
síðastliðnum hafa verið starfandi
sjö verkefnishópar á Seyðisfirði
og fimm á Egilsstöðum. Nú nýver-
ið voru haldnar ráðstefnur í báð-
um byggðarlögunum þar sem
þessir hópar gerðu grein fyrir
stöðu verkefnanna. Farið var ítar-
lega yfir vinnu hvers hóps, hún
rædd og krufin til mergjar. Menn
reyndu að svara spurningum eins
og: Hvað hefur verið gert? Hafa
náðst einhverjar niðurstöður? Og
hver verður framtið verkefn-
anna? Einnig var rætt um þann
möguleika hvort ætti að koma
nýjum verkefnum í gang.
Sá verkefnishópur sem lengst er
á veg kominn á Seyðisfirði er
kvennahópur. Hann hefur þegar fest
kaup á húsi og er ætlunin að heQa
þar rekstur í byijun júní. Þar verða
ýmis atvinnutækifæri fyrir konur,
sérstaklega þær sem ekki geta
vegna bamauppeldis- og heimilis-
starfa unnið úti reglulega allan eða
hálfan daginn. Þar verður boðin
margvísleg þjónusta svo sem þýðing-
ar, vélritun, saumaskapur og margt
fleira. Á Egilsstöðum er hópur um
umboðsheildverslun, þ.e.a.s. stofnun
fyrirtækis sem flytti vörur beint inn
til Austurlands, kominn einna lengst
ásamt hóp um skipulagningu at-
vinnuþróunar, þ.e.a.s. stofnun aug-
lýsinga- og markaðsfyrirtækis fyrir
allt Austurland. Hjá báðum þessum
hópum er næsta skrefíð að stofna
og skrá fyrirtækin, rekstur þeirra
hefst svo í framhaldi af því. Menn
voru á einu máli um að nokkuð vel
hefði tekist í fyrstu atrennu þessa
sameiginlega byggðaverkefnis og
bæri að halda því áfram af fullum
krafti. Margar hugmyndir eru komn-
ar fram um nýsköpun í atvinnulífí
byggðarlaganna og menn eru fullir
bjartsýni um að takast megi að
skapa aukin og Qölbreytilegri at-
vinnutækifæri. Hópamir fengu það
verkefni á ráðstefnunni að setja
starfssögu hvers um sig skipulega
upp og kynnti síðan verkefnisstjóri
hvers hóps vinnu síns verkefnis.
Síðan voru umræður um niðurstöð-
umar. Þessar ráðstefnur voru öllum
opnar, hvort heldur menn höfðu
starfað í einhveijum hópanna eða
ekki.
Skipulagning
atvinnuþróunar
á Egilsstöðum
Ámi Margeirsson Egilsstöðum
hafði framsögu fyrir þennan hóp og
kom fram hjá honum að fram-
kvæmdaáætlun hópsins hefði staðist
nokkuð vel. Send voru bréf til allra
fyrirtækja á Egilsstöðum til að vekja
þau til meðvitundar um markaðslög-
málið og í framhaldi af því var hvert
„ Morgunblaðið/Magnús Reynir
Arni Margeirsson forsvarsmaður húps um skipulagningu atvinnuþró-
unar á Egilsstöðum.
fyrirtæki heimsótt. Forsvarsmenn
þeirra voru spurðir álits á auglýs-
inga- og markaðsfyrirtæki og iðn-
sýningu sumarið ’89. í ljós kom að
fyrirtækin voru mjög jákvæð gagn-
vart stofnin svona fyrirtækis og
sérstaklega fyrir iðnsýningu. í fram-
haldi af þessu var haldið námskeið
í vöruþróun og markaðssókn í sam-
vinnu við Iðntæknistofnun íslands.
Hópurinn hefur síðan beitt sér fyrir
stofnun hlutafélags um auglýsinga-
og markaðsskrifstofu með aðsetur á
Egilsstöðum er þjóna mundi öllu
Austurlandi. Menn telja að á þennan
hátt verði hægt að stuðla að þróun
fyrirtækja á Austurlandi og er næsta
skref hjá hópnum að stofna hlutafé-
lagið og hefja rekstur þess. Uppkast
að stofnsamningi og samþykktum
þess liggur fyrir. Kynna þarf fyrir-
tækið mjög vel þannig að skilningur
á mikilvægi þessarar þjónustu aukist
á Austurlandi. Starfsmenn verði
tveir í byijun og að auki lausráðnir
menn í einstök verkefni.
Félagfsmiðstöðvarhópur
á Egilsstöðum
Jóhanna Jóhannsdóttir hafði
framsögu fyrir þennan hóp og sagði,
„það voru send út bréf til 39 félaga
og félagasamtaka á Egilsstöðum, til
að kanna þörf fyrir félagsaðstöðu
og ætlunin er að setja saman undir-
búningsnefnd frá þeim félögum sem
þurfa á því að halda, til viðræðna
við bæjaryfirvöld. Undirbúnings-
neftidin fengi það hlutverk að þróa
hugmynd um félagsmiðstöð ásamt
samstarfi við verkefnishópinn um
framkvæmd og nýtingu."
Beinn innflutningur
til Austurlands
Framsögu fyrir þennan hóp hafði
Gísli Bjamason Egilsstöðum og kom
fram í hans framsögn að hópurinn
hefði unnið samkvæmt áætlun eftir
leitarráðstefnuna. Haldinn var kynn-
ingarfundur með verslunum og öðr-
um fyrirtækjum sem þurfa á inn-
flutningi að halda. Niðurstaða fund-
arins var jákvæð, menn töldu að
þörf væri fyrir innflutningsfyrirtæki
sem þjónusta mundi hin einstöku
verslunar-, framleiðslu- og þjónustu-
fyrirtæki. Ekki væri kannski ástæða
að fara strax út í innflutning á ein-
stökum merkjavömm því slíkt kost-
aði mikla markaðsfræðslu. Heldur
reynt að stefna að magninnkaupum
á vömm og hráefni, leita eftir tilboð-
um um allan heim og þjónusta svo
hin einstöku fyrirtæki á öllu Austurl-
andi. Menn töldu að sennilega væri
happadiýgst að láta svona innflutn-
ingsfyrirtæki þróast hægt og rólega.
Einn úr hópnum fór til Reykjavíkur
og sótti námskeið hjá Iðntæknistofn-
un íslands í stofnun og rekstri fyrir-
tækja. Hugmyndin er að stofnsetja
þetta innflutningsfyrirtæki fljótlega,
leita eftir vömm og hráefni til inn-
flutnings beint til Austurlands og
fleiri aðilum á Austurlandi sem þurfa
á þessari þjónustu að halda.
Miðbæjarhópur
á Egilsstöðum
Ásgrímur Ásgrímsson hafði fram-
sögu fyrir þennan hóp og kom fram
hjá honum að þetta væri gífurlega
erfitt verkefni, þar sem um svo stórt
mál væri að rseða eins og skipulag