Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 + Foreldrar okkar og tengdaforeldrar, afi okkar og amma, langafi okkar og langamma, MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR OG EYMUNDUR AUSTMANN FRIÐLAUGSSON, Vfghólastfg 4, Kópavogi, verða jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 16.30. Jóhann Eymundsson, Þórhalla Karlsdóttir, Alfreö Eymundsson, Unnur Ólafsdóttir, Ingimundur Eymundsson, Elfnborg Guðmundsdóttir, Kristinn Eymundsson, Þórunn Kristfn Emilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. • Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar, PÁLÍNU TÓMASDÓTTUR, Hátaigsvegi 28, Reykjavfk. Sigurður Tómasson, Helga Tómasdóttir, Guðrún Tómasdóttir, Aðalhelöur Tómasdóttir. > + Þökkum auðsýnda samúö vegna fráfalls SIGURÐAR STEFÁNSSONAR bónda, Lönguhlfð, Vallahreppi, Suður-Múlasýslu. Sórstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Reykjalundar og lungnadeildar Vífilsstaöaspítala. Guðlaug Sigurðardóttir, Tómas Tómasson og fjöiskylda. 3 + Þökkum öllum er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ástkærrar móður okkar, MARGRÉTAR GÍSLADÓTTUR, Skúlaskeiði 5, Hafnarflrðl. Sórstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítalans og annars hjúkrunarliðs Hafnarfjarðarbæjar. Fyrir hönd allra vandamanna, Gfsli Júlfusson, Sigurður Júlfusson, Kristfn Júlfusdóttir, Hallgeir Júlfusson. 7 Lokað Verslanir okkar verða lokaðar í dag frá 14.30-16.30 vegna útfarar ÁGÚSTAR HÁKANSSONAR. Litir og föndur Skólavörðustíg 15, Litir og föndur Skipholti 50b. Skiltagerðin heiidverslun Skólavörðustíg 15. Birting afmælis- og minningargreina Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting’- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu Iínubili. Minning: Björgvin Stefánsson frá Rauðabergi Fæddur 7. nóvember 1899 Dáinn 30. maí 1988 Nú þegar hann afí er horfínn yfír móðuna miklu, er margs að minnast og hugurinn hverfur aftur til þeirra ára þegar ég var í sveit á Rauðabergi hjá afa og ömmu og frændum mínum tveim. Þær voru margar gönguferðimar sem við nafnamir tókumst á hend- ur, ýmist upp á heiðar eða suður yfír hraun. A þessum ferðum okkar bar margt á góma, hann afí var fjölfróður maður og náttúruunnandi mikill, kenndi hann mér nöfnin á jurtum sem á vegi okkar urðu og heiti þeirra fugla sem fram hjá flugu. Eg hafði afar gaman af þessum stundum okkar saman og þó ekki væri ég hár í loftinu þá leið mér eins og fuilorðnum manni, því þann- ig var afí, hann mat mínar baras- legu skoðanir og viðhorf til jafns við annarra og gaf sér alltaf tíma til að miðla rejmslu sinni og þekk- ingu. Hann kunni íjöldann allan af Ijóðum utanbókar og var fljótur að slá fram ljóði sem hæfði umræðu- efni okkar hveiju sinni eða lýsti því sem fyrir augu bar. Ófáar ferðimar fómm við afí upp í brekkuna fyrir ofan bæinn en þar hafði hann ræktað skógarlund, var honum mjög umhugað um trén sín og plantaði nýjum græðlingum ár- lega svo skógurinn mætti vaxa og dafna. Eftir að afí var kominn í bæinn og heilsunni farið að hraka, bað hann mig ávallt að ganga upp í brekku og athuga græðlingana sína þegar ég fór austur í sveit að heim- sækja frændur mína. Ég veit að í framtfðinni á ég oft eftir að rölta upp í brekku og huga að græðlingunum hans afa, sjá þá verða að tijám og minnast liðinna tfma þegar við sátum í brekkunni með sjónaukann, fylgdumst með heyskapnum á næstu bæjum og ræddum landsins gagn og nauð- synjar. Fýrir hönd okkar systkinanna vil ég þakka afa fyrir allar ánægju- stundimar sem við áttum með hon- Mirminfr Hólmfríður Hemmert Fædd 22. júní 1902 Dáin 25. mai 1988 Við kveðjum kæra vinkonu, Hólmfríði Hemmert. Þótt samferða- menn séu orðnir aldraðir og veikir og því hvíldinni fegnir, er söknuður okkar sem eftir stöndum sár og mikið tómarúm f huga okkar. Hólm- fríður var vinkona Qölskyldu minnar í gegnum marga ættliði. Hún var fædd og uppalin á Skaga- strönd og voru þær systur, Hólm- frfður og Margrét, vinkonur beggja foreldra minna. Sú vinátta hélst án þess að skugga bæri á meðan öll lifðu. — Nú er Margrét ein eftir. Fríða, eins og hún var kölluð, var há og glæsileg og sérstaklega ynd- isleg kona, höfðingleg og yfírveguð í allri framkomu. Það var hátfð hjá okkur á Karlsskála þegar von var á Fríðu og Möggu Hemmert. Allri Qölskyldunni þótti skemmtilegt að fá þær f heimsókn, jafíit ungum sem þeim eldri. Hólmfriður var kennari að mennt, útskrifuð úr Kennaraskóla íslands. Hún var farsæl f starfí, fljót að laða að sér unga fólkið og öllum þótti vænt um hana. Þær systur fóru báðar til Danmerkur til fram- haldsnáms. Hólmfríður lærði þar talkennslu, en Margrét lærði tann- smfðar. Ég kynntist þeim systrum ekki að ráði fyrr en þær fóru að skreppa á sumrin norður á æskustöðvamar, en þær voru þá búsettar á Reykjavíkursvæðinu. Fríða var af- skaplega tiygg sínum æskustöðv- um, hún elskaði Ströndina sína, eins og hún sagði oft við mig. Hólmfríður Hemmert var fædd 22. júní 1902. Foreldrar hennar voru Edvald Hemmert kaupmaður og Jóhanna Amljótsdóttir. Heimili þeirra var mikið menningarheimili sem margir nutu góðs af og minnt- ust alla ævi. Hólmfríður var tvígift og átti eina dóttur, Jóhönnu Frið- riksdóttur, af fyrra hjónabandi, og einn son, Sigurð Þórólfsson, af seinna hjónabandi. Þórólf, seinni mann sinn, missti Hólmfríður eftir stutta sambúð og tregaði hann mjög. Hún lét sér einkar annt um fjölskyldu sína. Ekkert var nógu gott fyrir bamabömin hennar og hún vænti líka mikils af þeim. Böm Príðu og bamaböm geta öll verið hreykin af því að hafa átt hana fyrir móður og ömmu. Ég tel mig ríkari af að hafa kynnst Hólmfríði Hemmert og þakka henni samfylgdina. Ég þakka um og fyrir allan þann fróðleik og visku sem hann gaf okkur. Minningin um hann mun lifa með okkur öllum, og megi góður Guð styrkja hana ömmu í sorg hennar. Dauðinn lffs að götu greiðir, get eg lært af fuglum smá; máríuerlan mínu’á leiði mun í hreiðrið tína strá. (Grímur Thomsen) Björgvin Snæbjörnsson einstaka tryggð hennar og elsku við alla mfna fjölskyldu. Við sendum systur hennar, bömum, bamaböm- um og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Útför hennar fór fram í gær, mánudag. ... orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Helga Berndsen frá Karlsskála, Skagaströnd Dauður hvalur á land Morgunblaðið/Sverrir Þessa hrefnu rak dauða á Gerðafjöru neðan við kauptúnið Garð á Suðumesjum fyrir skömmu, en að sögn heimamanna er fátítt að hval reki á fjörur þeirra. Ellert Eiríksson sveitarstjóri segir að haft verði samband við heilbrigðisfulltrúa á Suðumesjum og beðið um að hræið verði fjarlægt, en af því er lítill þrifnaður. Þá kvaðst Ellert hafa í hyggju að senda Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra, skeyti á aðalfund Alþjóða hvalveiðiráðstefnunnar á Nýja Sjálandi, og skýra frá því að á íslenskar fjörur hafí rekið hval sem hlotið hafí eðlilegan dauðdaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.