Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR 6 127. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mið- og hægriflokk- ar vinna óvænt á Fyrrí umferð frönsku þingkosninganna: Þjóðernisfylking Le Pens geldur afhroð Paris, Reuter. FYRSTA umferð þingkosninga'í Frakklandi fór fram á sunnudag og vann kosningabandalag mið- og hægriflokka óvænt á. Það, sem athygl- in beindist þó ekki sist að, var sú staðreynd að þriðjungur kjósenda sat heima, sem er hæsta hlutfall til þessa. Sósíalistar fengu aðeins 40 sæti í þessari umferð en hafði verið spáð yfirburðasigri. Á hinn bóginn fengu mið- og hægriflokkamir 79 þingsæti. Talið er þó að í seinni umferðinni muni sósialistar sækja í sig veðrið. Með tilliti til forsetakosninganna í apríl og velgengni Jean-Marie Le Pen í þeim, kom á óvart að flokkur hans fékk ekkert sæti kjörið og á á hættu að þurrkast út í seinni um- ferð, sem fram fer næstkomandi sunnudag. Kaupahéðnar í Frakk- landi virtust telja úrslitin jákvæð, en héldu þó jafnaðargeði. Hlutabréfavísitalan hækkaði tals- vert, en verð á skuldabréfum hélst stöðugt líkt og franski frankinn Yfirgefin strætisvagnastöð í Jóhannesarborg, en vanalega fara þúsundir manns um hana tU og frá vinnu. Suður-Afríka: _____________ Rúmlega milljón blökku- menn í aHsherjarverkfaUi Jóhannesarborg, Daily Telegraph. Jóhannesarborg, Daily Telegraph. RÚM milljón svertingja í Suður- Afríku fór í verkfall í gær, eftir að verkalýðsfélög svartra og sam- tök, sem berjast gegn kynþáttaað- skilnaðarstefnunni, höfðu hvatt til þriggja daga „þjóðarmótmæla" gegn frumvarpi um nýja verka- lýðslöggjöf og neyðarástandslög- um þeim, sem i landinu gilda. Skoruðu þau á blökkumenn að sitja heima frekar en að fara til vinnu. Að sögn verkalýðssamtak- anna tóku um þijár milljónir manna þátt í aðgerðunum, en að sögn hlutlausra samtaka, sem fylgjast með verkalýðsmálum í landinu, er nær lagi að rúm ein milljón hafi haldið sig heima. Nokkuð var um að gripið væri til ofbeldisverka á þessum fyrsta degi verkfallsins. Voru jámbrautarteinar í Dube í Soweto sprengdir upp og kveikt var í jámbrautarvagni í Germiston skammt austur af Jó- hannesarborg. Skemmdarverk þessi vom unnin til þess að koma í veg fyrir að svertingjar kæmust til vinnu. Á sumum svæðum, eins og Jó- hannesarborg, hlýddi meirihluti svertingja kallinu, en annars staðar, svo sem á vesturhluta Góðrarvonar- höfða, var þessu öfugt farið. Helstu gullnámafyrirtæki Suður- Afríku sögðu að vaktir gengju sinn vanagang, en samtök námamanna sögðu að um 80-90% námamanna hefðu setið heima. Talsmaður almenningssamgöngu- kerfisins sagði að í Durban hefðu um 95% svartra starfsmanna ekki farið til vinnu og í Soweto hefði hlut- fallið verið um 90%. Þar voru og allir skólar lokaðir. í miðborg Jó- hannesarborgar voru allar sam- Svíþjóð: Styðja koimnúiiistar vantrauststillögima? ANNA-Greta Leijon, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, á undir högg að sækja vegna einkarannsóknar á morðinu á Olof Palme. Er talið að kommúnistar snúist gegn ráðherranum i vantraustsumræðum á þingi og kann jafnvel ríkisstjórnin öll að neyðast til að segja af sér. Tillaga um vantraust á dóms- málaráðherrann verður líklega bor- in upp í sænska þinginu síðar í þessari viku og hafa margir fjöl- miðlar tekið undir kröfur um afsögn ráðherrans. Dómsmálaráðherrann upplýsti í síðustu viku að hún hefði veitt bóka- útgefandanum Ebbe Carlsson leyfi til þess að hefja sjálfstæða rann- sókn á morði Olofs Palme. Úrslit vantraustsumræðunnar velta á afstöðu Kommúnistaflokks- ins, sem hefur oftast stutt minni- hlutastjóm jafnaðarmanna. Komm- únistar hugleiða nú að ljá van- trauststillögunni atkvæði sitt. Get- um hefur verið leitt að því að öll stjómin kynni að segja af sér en starfa samt áfram fram að þing- kosningunum í september. Sjá „Stjórnarandstaðan krefst ... “ á bls. 32. göngumiðstöðvar yfirgefnar og far- þegafjöldi minni en á helgidögum. Allar lestir frá hverfum svertingja voru mannlausar. Lögregla gætti helstu samgöngu- æða í og umhverfis hverfi blakkra og sagði talsmaður lögreglunnar að hver sá, sem fara vildi til vinnu, nyti lagavemdar til þess. Það voru Verkalýðssamtök Suð- ur-Afríku (COSATU), stærstu verkalýðssamtök svertingja, sem hvöttu til aðgerðanna, en baráttu- samtök gegn aðskilnaðarstefnunni á borð við Lýðræðisfylkinguna (UDF) studdu þau. Jay Naidoo, framkvæmdastjóri COSATU, sagði að breytingartillag- an, sem gerð hefði verið við verka- lýðslöggjöfina, myndi hefta verka- lýðsfélög svartra, minnka atvinnuör- yggi og setja frekari hömlur á verka- lýðsaðgerðir. Reuter Stúdentar mótmæla íKína Kínverskir stúdentar hertu í gær mjög mótmæli sín gegn stjómvöld- um og hengdu upp fjölda vegg- spjalda í því skyni, en tilefnið er morð á samstúdent þeirra í síðustu viku. Kvarta stúdentamir yfir getu- leysi stjómvalda til þess að hafa hendur í hári og refsa morðingjum hans og segja morðið dæmigert fyr- ir hnignun kínversks þjóðfélags, sem sigli í kjölfar spillingar og óstjómar. Aðallega hefur tækifærið þó verið gerði á gjaldeyrismörkuðum. Kaup- hallarsérfræðingar höfðu eins og aðrir búist við stórsigri Sósíalista- flokks Frangois Mitterrands Frakk- landsforseta, en eftir að úrslitin á sunnudag urðu ljós gerðu tölvuspár ráð fyrir að meirihluti hans í þinginu eftir seinni umferð, næmi aðeins um 30-40 sætum. Á franska þinginu sitja 577 manns. „Viðskiptin eru ef til vill nokkuð sveiflukennd til að byija með,“ sagði verðbréfasali einn í París, „en naum- ur sigur sósíalista er að líkindum heppilegasta niðurstaðan." Stjóm- málaskýrendur voru á einu máli um að eftir að talið var upp úr kössunum væri þrýstingur um róttækari stefnu Sósíalistaflokksins af vinstri kantin- um svo gott sem úr sögunni. Sjá einnig frétt á síðu 34. notað til þess að krefjast lýðræðis hið fyrsta og gagnrýna kommúnista- stjómina fyrir pólitísk mistök og gerræði. Sagði höfundur eins þeirra að Maó formaður hefði betur látist á sjötta áratugnum — þá væri ástandið vafalítið mun betra, enda hefði Kína slæma reynslu af keisur- um. Aðrir ræddu um nauðsyn breyt- inga í lýðræðisátt og enn aðrir stigu skrefið til fulls og sögðu stúdenta þurfa „að fóma sér fyrir lýðræðið." Neil Kinnock: Kúvendir i kjarn- orku- málum Lundúnum, Reuter. LEIÐTOGI bresku stjómar- andstöðunnar, Neil Kinnock, sagði á sunnudag að stjóm Verkamannaflokksins myndi nota Trident-eldflaugakerfið, sem Margaret Thatcher telur óþjákvæmilegt til að treysta kjamorkuvarnir Breta, sem skiptimynt i afvopnunarvið- ræðum austurs og vesturs. Era þessi ummæli túlkuð á þann veg, að Kinnock hafi fallið frá fyrri stefnu Verka- mannaflokksins um einhliða kjaraorkuafvopnun Breta. „Við viljum losna við Trident- flaugamar," sagði Kinnock í sjónvarpsviðtali, „en hitt er ljóst að við þurfum nú ekki að láta þær fyrir ekki neitt." í þingkosningunum 1987 var það yfirlýst stefna Verkamanna- flokksins undir forystu Kinnocks að gripið skyldi til einhliða að- gerða til að hnekkja áformum Thatcher og íhaldsflokksins um að kaupa Trident-eldlaugakerfi fyrir kafbáta frá Bandaríkjun- um. Skoðanakannanir hafa sýnt að þessi einhliða afvopnunar- stefna Verkamannaflokksins í kjamorkumálum hafí átt mikinn þátt í hrakförum flokksins í kosningunum. Sjá frétt á síðu 33.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.