Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 1

Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 1
88 SIÐUR 6 127. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mið- og hægriflokk- ar vinna óvænt á Fyrrí umferð frönsku þingkosninganna: Þjóðernisfylking Le Pens geldur afhroð Paris, Reuter. FYRSTA umferð þingkosninga'í Frakklandi fór fram á sunnudag og vann kosningabandalag mið- og hægriflokka óvænt á. Það, sem athygl- in beindist þó ekki sist að, var sú staðreynd að þriðjungur kjósenda sat heima, sem er hæsta hlutfall til þessa. Sósíalistar fengu aðeins 40 sæti í þessari umferð en hafði verið spáð yfirburðasigri. Á hinn bóginn fengu mið- og hægriflokkamir 79 þingsæti. Talið er þó að í seinni umferðinni muni sósialistar sækja í sig veðrið. Með tilliti til forsetakosninganna í apríl og velgengni Jean-Marie Le Pen í þeim, kom á óvart að flokkur hans fékk ekkert sæti kjörið og á á hættu að þurrkast út í seinni um- ferð, sem fram fer næstkomandi sunnudag. Kaupahéðnar í Frakk- landi virtust telja úrslitin jákvæð, en héldu þó jafnaðargeði. Hlutabréfavísitalan hækkaði tals- vert, en verð á skuldabréfum hélst stöðugt líkt og franski frankinn Yfirgefin strætisvagnastöð í Jóhannesarborg, en vanalega fara þúsundir manns um hana tU og frá vinnu. Suður-Afríka: _____________ Rúmlega milljón blökku- menn í aHsherjarverkfaUi Jóhannesarborg, Daily Telegraph. Jóhannesarborg, Daily Telegraph. RÚM milljón svertingja í Suður- Afríku fór í verkfall í gær, eftir að verkalýðsfélög svartra og sam- tök, sem berjast gegn kynþáttaað- skilnaðarstefnunni, höfðu hvatt til þriggja daga „þjóðarmótmæla" gegn frumvarpi um nýja verka- lýðslöggjöf og neyðarástandslög- um þeim, sem i landinu gilda. Skoruðu þau á blökkumenn að sitja heima frekar en að fara til vinnu. Að sögn verkalýðssamtak- anna tóku um þijár milljónir manna þátt í aðgerðunum, en að sögn hlutlausra samtaka, sem fylgjast með verkalýðsmálum í landinu, er nær lagi að rúm ein milljón hafi haldið sig heima. Nokkuð var um að gripið væri til ofbeldisverka á þessum fyrsta degi verkfallsins. Voru jámbrautarteinar í Dube í Soweto sprengdir upp og kveikt var í jámbrautarvagni í Germiston skammt austur af Jó- hannesarborg. Skemmdarverk þessi vom unnin til þess að koma í veg fyrir að svertingjar kæmust til vinnu. Á sumum svæðum, eins og Jó- hannesarborg, hlýddi meirihluti svertingja kallinu, en annars staðar, svo sem á vesturhluta Góðrarvonar- höfða, var þessu öfugt farið. Helstu gullnámafyrirtæki Suður- Afríku sögðu að vaktir gengju sinn vanagang, en samtök námamanna sögðu að um 80-90% námamanna hefðu setið heima. Talsmaður almenningssamgöngu- kerfisins sagði að í Durban hefðu um 95% svartra starfsmanna ekki farið til vinnu og í Soweto hefði hlut- fallið verið um 90%. Þar voru og allir skólar lokaðir. í miðborg Jó- hannesarborgar voru allar sam- Svíþjóð: Styðja koimnúiiistar vantrauststillögima? ANNA-Greta Leijon, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, á undir högg að sækja vegna einkarannsóknar á morðinu á Olof Palme. Er talið að kommúnistar snúist gegn ráðherranum i vantraustsumræðum á þingi og kann jafnvel ríkisstjórnin öll að neyðast til að segja af sér. Tillaga um vantraust á dóms- málaráðherrann verður líklega bor- in upp í sænska þinginu síðar í þessari viku og hafa margir fjöl- miðlar tekið undir kröfur um afsögn ráðherrans. Dómsmálaráðherrann upplýsti í síðustu viku að hún hefði veitt bóka- útgefandanum Ebbe Carlsson leyfi til þess að hefja sjálfstæða rann- sókn á morði Olofs Palme. Úrslit vantraustsumræðunnar velta á afstöðu Kommúnistaflokks- ins, sem hefur oftast stutt minni- hlutastjóm jafnaðarmanna. Komm- únistar hugleiða nú að ljá van- trauststillögunni atkvæði sitt. Get- um hefur verið leitt að því að öll stjómin kynni að segja af sér en starfa samt áfram fram að þing- kosningunum í september. Sjá „Stjórnarandstaðan krefst ... “ á bls. 32. göngumiðstöðvar yfirgefnar og far- þegafjöldi minni en á helgidögum. Allar lestir frá hverfum svertingja voru mannlausar. Lögregla gætti helstu samgöngu- æða í og umhverfis hverfi blakkra og sagði talsmaður lögreglunnar að hver sá, sem fara vildi til vinnu, nyti lagavemdar til þess. Það voru Verkalýðssamtök Suð- ur-Afríku (COSATU), stærstu verkalýðssamtök svertingja, sem hvöttu til aðgerðanna, en baráttu- samtök gegn aðskilnaðarstefnunni á borð við Lýðræðisfylkinguna (UDF) studdu þau. Jay Naidoo, framkvæmdastjóri COSATU, sagði að breytingartillag- an, sem gerð hefði verið við verka- lýðslöggjöfina, myndi hefta verka- lýðsfélög svartra, minnka atvinnuör- yggi og setja frekari hömlur á verka- lýðsaðgerðir. Reuter Stúdentar mótmæla íKína Kínverskir stúdentar hertu í gær mjög mótmæli sín gegn stjómvöld- um og hengdu upp fjölda vegg- spjalda í því skyni, en tilefnið er morð á samstúdent þeirra í síðustu viku. Kvarta stúdentamir yfir getu- leysi stjómvalda til þess að hafa hendur í hári og refsa morðingjum hans og segja morðið dæmigert fyr- ir hnignun kínversks þjóðfélags, sem sigli í kjölfar spillingar og óstjómar. Aðallega hefur tækifærið þó verið gerði á gjaldeyrismörkuðum. Kaup- hallarsérfræðingar höfðu eins og aðrir búist við stórsigri Sósíalista- flokks Frangois Mitterrands Frakk- landsforseta, en eftir að úrslitin á sunnudag urðu ljós gerðu tölvuspár ráð fyrir að meirihluti hans í þinginu eftir seinni umferð, næmi aðeins um 30-40 sætum. Á franska þinginu sitja 577 manns. „Viðskiptin eru ef til vill nokkuð sveiflukennd til að byija með,“ sagði verðbréfasali einn í París, „en naum- ur sigur sósíalista er að líkindum heppilegasta niðurstaðan." Stjóm- málaskýrendur voru á einu máli um að eftir að talið var upp úr kössunum væri þrýstingur um róttækari stefnu Sósíalistaflokksins af vinstri kantin- um svo gott sem úr sögunni. Sjá einnig frétt á síðu 34. notað til þess að krefjast lýðræðis hið fyrsta og gagnrýna kommúnista- stjómina fyrir pólitísk mistök og gerræði. Sagði höfundur eins þeirra að Maó formaður hefði betur látist á sjötta áratugnum — þá væri ástandið vafalítið mun betra, enda hefði Kína slæma reynslu af keisur- um. Aðrir ræddu um nauðsyn breyt- inga í lýðræðisátt og enn aðrir stigu skrefið til fulls og sögðu stúdenta þurfa „að fóma sér fyrir lýðræðið." Neil Kinnock: Kúvendir i kjarn- orku- málum Lundúnum, Reuter. LEIÐTOGI bresku stjómar- andstöðunnar, Neil Kinnock, sagði á sunnudag að stjóm Verkamannaflokksins myndi nota Trident-eldflaugakerfið, sem Margaret Thatcher telur óþjákvæmilegt til að treysta kjamorkuvarnir Breta, sem skiptimynt i afvopnunarvið- ræðum austurs og vesturs. Era þessi ummæli túlkuð á þann veg, að Kinnock hafi fallið frá fyrri stefnu Verka- mannaflokksins um einhliða kjaraorkuafvopnun Breta. „Við viljum losna við Trident- flaugamar," sagði Kinnock í sjónvarpsviðtali, „en hitt er ljóst að við þurfum nú ekki að láta þær fyrir ekki neitt." í þingkosningunum 1987 var það yfirlýst stefna Verkamanna- flokksins undir forystu Kinnocks að gripið skyldi til einhliða að- gerða til að hnekkja áformum Thatcher og íhaldsflokksins um að kaupa Trident-eldlaugakerfi fyrir kafbáta frá Bandaríkjun- um. Skoðanakannanir hafa sýnt að þessi einhliða afvopnunar- stefna Verkamannaflokksins í kjamorkumálum hafí átt mikinn þátt í hrakförum flokksins í kosningunum. Sjá frétt á síðu 33.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.