Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
63
TVÍFARISTEFANÍU AF MÓNAKÓ:
„Mér líður eins og henni“
— segir klæðskiptingnrinn Michael Lienherr sem græðir á tá og f ingri
Brynja Tomer skrifar.
Tvífarar og eftirlíkingar eru orð-
in arðbær fyrirbæri á hinum
ólíklegustu sviðum. Margir hafa
atvinnu af því að líkja eftir frægu
fólki og nú má Stefanía Mónakó-
prinsessa láta sér það lynda að
karlmaður fari í gervi hennar og
sýni sig út um heim undir hennar
nafni.
Michael Lienherr heitir 23ja ára
gamall maður sem hefur það að
atvinnu að fara í gervi Stefaníu
Mónakóprinsessu og mun hann
græða á tá og fingri um þessar
mundir. Mörgum kann að þykja
kaldhæðið að það skuli einmitt vera
karlmaður sem er vinsælasta eft-
irlíking prinsessunnar, sem oft hef-
ur verið álitin of ftjálsleg og stráks-
leg í framkomu.
Michael sem vinnur sem klæð-
skiptingur á þekktum næturklúbbi
í París segin „Ég líkist henni ekki
eingöngu í útliti, heldur líður mér
eins og henni. Mér finnst ég vera
Stefanía þegar ég er kominn í gervi
hennar." Margir álíta að þessi yfir-
lýsing piltsins sé auglýsingabrella,
en hann segir að hann hreyfí sig
ósjálfrátt eins og prinsessan þegar
hann sé kominn í gervið. „Kannski
er það vegna þess að við eigum
afmæli í sama mánuði," útskýrir
drengurinn, en fáum þykir það trú-
leg ástæða.
Kærastinn ruglaðist
Því verður ekki neitað að mikill
svipur er með þeim Michael og Stef-
aníu þegar hinn fyrmefndi er búinn
að klæða sig upp og mála sig. Þó
eru fótleggir Stefaníu að flestra
mati fallegri. „Við erum svo lík,“
segir Michael, „að meira að segja
Paul Belmondo ruglaðist á mér og
henni. Ég var f boði þar sem hann
var líka og þetta var nokkrum dög-
um eftir að samband hans og Stef-
aníu slitnaði. Þegar ég gekk fram-
hjá Paul, kom á hann mikið fát og
hann vissi ekki hvert hann átti að
líta. Ég skemmti mér vel, en hann
fór í annað herbergi."
Michael hóf störf á hárgreiðslu-
stofu þegar hann var 16 ára, en
leiddist sú vinna og fór að skemmta
á skemmtistaðnum Michou, þar sem
hann dansaði allsnakinn fýrir gest-
ina. Nú er heitasta ósk hans sú að
sitja fyrir á mynd með Stefaníu
sjálfri. „Ég á henni mikið að
þakka," segir hann. „Frægð, pen-
inga og góðan árangur í skemmt-
anaiðnaðinum.“
[ sundbol, en sem kunnugt er hefur prinsessan hannað sundfatnað
sem hlotið hefur verðskuldaða athygli. Þessi stelling fyrirsætunnar
varð fyrir valinu af skiljanlegum ástæðum.
SUMARNAMSKEIÐ JSB
Stimarlínurnar í lag, takk!
Núfaraalliríkúr.
Stutt og ströng - 2 vikna 4x í viku. Morgun-, síðdegis- og kvöldtímar.
Næsta námskeið hefst 13/6-23/6 og 27/6-7/7.
^Síðasta námskeið fyrir sumarfrí.
KERFI
Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri,
flokkar sem hæfa öllum.
T eygju - þrek - jazz
fjör - púl- og sviti fyrir ungar og hressar!
Vertu með,
hringdu strax.
Suðurver sími 83730.
Hraunberg sími 79988.
Suðurveri, sími 83750 Hraunbergi, sími 79988
f SKEMMUVEGI4A, KÓPAVOGI
Sfmar 76522 og 76532