Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 4 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Bjöm Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. AB og ljóðlistin Haraldur Bessason, for- stöðumaður háskólans á Akureyrj, sagði í ræðu á M- hátíð á Sauðárkróki á dögun- um, að íslenzk tunga — í formi ljóðs og sögu — hafi verið helzta útflutningsvara þjóðar- innar í meira en fjórar aldir. Hlutur tungunnar var þó stærstur á heimavettvangi. Móðurmálið — sem og menn- ingarverðmæti af því vaxin — vóru og eru homsteinn þjóðem- isvitundar og sjálfstæðis íslenzku þjóðarinnar. Þrátt fyrir ýmsar brotalamir samfélagsins í hraðfleygri framvindu tuttugustu aldarinn- ar heldur móðurmálið velli. Það er hinsvegar þrengt að því. Flugið hefur fært þjóðtungur í nábýli. Ljósvakar opnað erlend- um áhrifum allar gáttir — inn í þjóðfélag okkar og hugar- heim. Islenzk menningararfleifð á í vök að verjast. Vamir hennar eru að vísu sterkar. En betur má ef duga skal. Mikilvægt er að treysta og efla hvaðeina sem styrkir stöðu tungunnar og hlut hennar til framtíðar. Þar hafa íslenzkar bókmenntir forystu. En það má ekki gleyma mikil- vægi hins talaða eða sungna máls: í kvikmyndum, hljóðvarpi og sjónvarpi. íslenzkar bókmenntir eiga víða hauka í homi. Bókin hefur rétt hlut sinn í almennri eftir- spum. Bókaútgáfa stendur með nokkrum blóma, hvort heldur litið er til listræns mats eða fjölda útgefínna titla. Þetta kom meðal annars fram á aðal- fundi Almenna bókafélagsins, sem haldinn var fyrir skemmstu, en félagið hefur haldið vel á málum á 33 ára útgáfuferli. Það var stofnað undir forystu mætra manna, meðal annarra Bjama heitins Benediktssonar, í þeim tilgangi að styrkja og efla íslenzka menningu, með viðhorf frelsis og lýðræðis að leiðarljósi. Með- al höfunda, sem tengdust félag- inu, vóru Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson, en þeir vóru um árabil formenn bókmenntaráðs þess. Ennfrem- ur er félagið forlag þeirra Kristmanns Guðmundssonar og Guðmundar G. Hagalíns, svo að nöfn séu nefnd. Það er merk nýjung í sögu AB að um svipað leyti og aðal- fundur þess var haldinn kom út bókin „Ný skáldskaparmál", það er ljóðaárbók. Þar er að fínna ljóð 75 höfunda á aldrin- um 18 til 83 ára; höfunda sem ekki em allir daglegir gestir hjá ljóðavinum. Sigurður Valgeirsson, út- gáfustjóri AB, segir í viðtali við Morgunblaðið að höfuðkost- ur bókarinnar sé „að um fmm- birtingar er að ræða í langflest- um tilfellum og ekkert ljóðanna hefur áður komið út á bók“. Hann sagði jafnframt „að bókin gæfí nokkuð góða mynd af því sem verið væri að yrkja í landinu. Mig langar sérstak- lega til þess,“ sagði hann, „að vekja athygli á þýðingunum í bókinni, því þýðingar em mikil- vægur þáttur í þróun ljóðagerð- ar. Hér birtast þýðingar á ljóð- um eftir heimsþekkt skáld, sem sum hver hafa lítið eða ekki verið þýdd á íslenzku áður.“ Útgáfustjórinn sagði enn- fremur: „Það er oft í ljóðagerð- inni sem vaxtarbroddur skáld- skaparins felst og aldrei að vita nema einhver þeirra sem á sín fyrstu ljóð í bókinni verði seinna meðal skæmstu stjam- anna.“ Önnur merk nýjung í starfí AB er útgáfa á hljóðsnældum. Nefna má upplestur Einars Ólafs Sveinssonar á Njálu, sem er mikil gersemi. Það er ómet- anlegt að koma gimsteinum íslenzkra bókmennta á fram- færi í töluðu máli, þar sem framburður er til eftirbreytni. Hér er hafín merk starfsemi. Almenna bókafélagið hefur haft mörg jám í eldi undanfar- ið. Starfsemi þess hefur reynzt farsæl. Það hefur verið óhrætt við að brydda upp á nýjungum; gefa ungum höfundum tæki- færi, samhliða því að gefa út ritsöfn þjóðkunnra höfunda: Gunnars Gunnarssonar, Tóm- asar Guðmundssonar, Sigurðar Nordals, Kristmanns Guð- mundssonar, Guðmundar Kam- bans og Jakobs Jóhannessonar Smára. AB mætir nú harðnandi samkeppni á sínum starfsvett- vangi. Það er vel. Samkeppnin veitir aðhald og felur í sér hvata til að gera betur. Hún eykur á úrval og heldur aftur af verð- hækkunum. Samkeppnin er tryggasti bandamaður neytan- dans. En það em bókaforlög af þessu tagi, er vanda til verka, sem standa beztan vörð um móðurmálið og menning- arlíf í landinu. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Listahátíð í Reyk sett í tíunda si: SETNING Listahátiðar í Reykjavík 1988 fór fram í Listasafni íslands sl. laugar- dag. Þá voru opnaðar sýning- amar Norræn konkretlist 1907—1960 og sýning á verk- um Marc Chagalls. Setningarathöfnin hófst með því að Jón Þórarinsson, formaður framkvæmdastjómar Listahátí- ðar, flutti inngangsorð, þar sem hann þakkaði m.a. þann veglega stuðning sem ýmsir aðilar hefðu Morgunblaðið/Þorkell Haraldur Kröyer, sendiherra í París, flytur kveðju Idu Chagall Morgunblaðið/Þorkell Jón Þórarinsson, formaður framkvæmdastjómar Listahátíð- ar, flytur inngangsorð veitt Listahátíð að þessu sinni, sem gerði hana svipmeiri en ella hefði orðið. Síðan setti Birgir ísleifur Gunn- arsson, menntamálaráðherra, há- tíðina. I ræðu sinni vitnaði Birgir ísleifur til orða Kristjáns Eldjáms, að enginn kæmist undan valdi list- arinnar, og sagði að það hlyti að vera stefnan að bæta hag islenskr- ar listar og listamanna. I lok ræð- Morgunblaðið/Þorkell Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, setur há- tfðina unnar sagðist Birgir Isleifur vona að Listahátíð mætti verða okkur til skemmtunar, lærdóms og nokk- urs þroska. Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands, flutti því næst stutt ávarp og opnaði sýninguna Norræn konkretlist 1907—1960. Bera sagði svona yfirlitssýningar mikilvægar, því myndlist dagsins í gær veitti okkur e.t.v. lykil að myndlist morgundagsins. Haraldur Kröyer, sendiherra í París, sem var milligöngumaður um að fá hingað verk Chagalls, flutti samkomunni kveðju frú Idu Verk á Chagall- sýningunni Forseti íslands ari Listahátíðs Marc Chagall Sigurður Rúnar Jónsson leikur e Vigdís Finnbogadóttir, forseti ísh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.