Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 August Hákans- son - Minning Pæddur 29. september 1906 Dáinn 27. maí 1988 Ég var staddur vestan hafs, þeg- ar mér bárust þær fréttir að hann afi, August Hákansson, væri dáinn. Ég hafði hitt hann hressan daginn áður og þá var hann að ræða við mig hugsanleg bflakaup sín. Hann andaðist aðeins rúmum sólarhring síðar, á Eyrarbakka, þar sem hann og amma áttu sitt sumarhús og sælustað, Norðurkot. Heilsan var óbiluð fram á síðustu stund og ánægjan af að lifa lífinu skein af honum. Fyrstu átta æviár mín bjó ég í húsinu hjá ömmu og afa og tengd- ist þeim því líklega stekari böndum en ella. A þeim árum var mesta „sportið" að fá að fara niður I Skiltagerð, verslunina sem þau ráku á Skólavörðustíg. Nokkrar ferðir fór ég einnig með þeim norður í land að heimsækja dóttur þeirra, foðursystur mína. Er árin liðu gat ég við og við rétt honum hjálparhönd í verslun- inni. Afi var ákveðinn, hann krafð- ist nákvæmni og réttra vinnu- bragða. í staðinn veitti hann traust og ábyrgð. Hann var af gamla skól- anum og vildi hafa allt sitt á hreinu. Fyrir nokkrum árum hóf hann að draga úr umsvifum sínum og sinna áhugamálum sínum. Hann og amma keyptu sér sumarbústað, lögðust í ferðalög og nutu afrakst- urs mikillar vinnu á fyrri árum. Afi byijaði jafnframt að mála á ný. Hápunkturinn var opnun gallerís 15 og málverkasýning afa sl. haust. 25. október 1931 kvæntist hann Petru Maríu Sveinsdóttur, sem lifir mann sinn. Æviatriði afa ætla ég ekki að nefna að öðru leyti, til þess verða eflaust aðrir. í janúar 1985 varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa afa sem farþega í flugvél sem ég var flugmaður á og faðir minn flugstjóri. Afi sat aftan við okkur í flugstjómarklefanum. Það var vetrardagur eins og þeir gerast fallegastir á íslandi, heiðskírt og kalt. Þessi ferð varð okkur til mikill- ar ánægju. Myndir úr henni tilheyra nú fjársjóði minninganna. Elsku amma, við Jóna Ósk og bömin sendum þér okkar innileg- ustu samúðarkveðjur nú þegar lífsförunautur þinn er genginn. Afa þakka ég 27 ára samvist í þessu lífi. Kristin trú kennir að við hitt- umst aftur. Ég ætla að treysta því. August jr. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) I dag er kvaddur hinstu kveðju August Hákansson. Þegar svo góð- ur vinur sem August er til moldar borinn, líða upp í huga minn ótal yndislegar stundir með honum og eftirlifandi konu hans Petru Hák- ansson. August var fæddur í Reykjavík, lauk námi í húsgagna- og skrautmálun hér í borg, en fór því næst í framhaldsnám til Dan- merkur og naut þá tilsagnar f list- málun hjá þekktum malurum. Hann nam við listaskóla Finns Jónsson- ar,Jóhanns Briem og sótti einnig nám við listaskóla í Danmörku og Þýskalandi. Leiðir okkar Augustar lágu fyrst saman fyrir rúmum 8 árum, er ég tók við rekstri fyrirtækisins Litir og föndur. Hann hafði stofnsett það og starfrækt síðan árið 1947 undir nafninu Skiltagerðin. Fyrstu árin tengdist rekstur fyrirtækisins skiltagerð. Síðar hóf hann innflutn- >ng og smásölu á myndlistarvörum. Það skal engan undra að fyrirtækið blómstraði í höndum þessa hag- leiksmanns, enda sinnti hann því af einstakri natni og alúð, og naut í hvívetna stuðnings eiginkonu sinnar sem ávallt starfaði honum við hlið. Þegar ég kynntist Augusti hafði bann hætt allri skiltagerð og hafði ákveðið að selja verslunina, þá 73 ára að aldri, en við bestu heilsu. Hann hélt áfram með innflutning- inn þar til fyrir 2 árum, en þá ákvað hann að snúa sér alfarið að áhuga- málum sínum. Við þá breytingu gat August meðal annars látið gamlan draum sinn, um að opna sýningar- sal, rætast. Sýningarsalinn Gallerí 15 opnaði hann svo formlega 28. nóvember á síðasta ári, á Skóla- vörðustíg 15 í Reykjavík. Þar sýndi hann myndir sem hann hafði málað allt frá því að hann var um tvítugt og fram til þess dags. Engum sem sá þá sýningu gat dulist að þar var góður myndlistarmaður á ferð, sem hefði án efa náð langt á því sviði, ef hann hefði alfarið helgað sig henni. Hann var maður ungur í anda, fullur af orku og lífskrafti enda þarf slíkt að vera til staðar, til að fara aftur í Myndlistarskóla á áttræðisaldri. Þar vildi hann spreyta sig á nýjum sviðum, skapa ný kynni og fylla sig anda listarinn- ar. Ég mun aldrei nógsamlega getað þakkað Augusti fyrir allar þær ráð- leggingar og faglegar upplýsingar sem hann miðlaði mér ungri að árum og óreyndri, stígandi mín fyrstu spor í verslunarrekstri. August var alla tíð mikill gæfu- maður. Hann var kvæntur Petru Hákansson og áttu þau saman 4 böm. Petra og August voru einstak- lega samhent, hamingjusöm og lífsglöð, og ætíð var jafn gott og indælt að vera samvistum við þau. Ég veit að nú er mikið frá Petru tekið að hafa ekki August til skrafs og ráðagerða lengur, en hún er sterk og skynsöm og veit að þó hún ekki sjái hann mun August standa áfram við hlið hennar, styðja hana og styrkja. Ég og fjölskylda mín vottum þér, elsku Petra, okkar dýpstu samúð, svo og bömum ykk- ar, bamabömum og öðrum að- standendum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Guðfinna A. Hjálmarsdóttir I dag er til moldar borinn August Hákansson, er lést 27. maí sl., á áttugasta og öðru aldursári. Kynni okkar Augustar hófust fyrir um tíu árum síðan. Þá hafði ég skömmu áður kynnst tveimur af mínum bestu vinum, frænkunum Hrafnhildi og Bryndísi, bamaböm- um Augustar. Það er mikið happ að eignast vini sem þær, og hefiir aldrei borið skugga á vináttu þá. Fljótlega kynntist ég mæðrum þeirra, Gretu og Sonju, og fjölskyld- um þeirra, svo og auðvitað ömmu Petru og afa Augusti. í þessum hópi hefur mér ávallt verið tekið sem einum í fjölskyldunni, og minn- ist ég óteljandi ánægjustunda, bæði á Hagaflötinni og Mjóuhlíðinni, með þakklæti og virðingu. í þessum káta og annars háværa hópi bar oft minnst á Augusti. Hann var gjaman hljóður en fylgd- ist grannt með, og skaut einatt að velígrunduðum athugasemdum, oft krydduðum fágaðri kímni. Um- ræðuefnið var oftar en ekki listir og menningarmál, enda vorum við Hrafnhildur, Sonja, Greta og Berg- ljót samtímis í myndlistamámi, Bryndís í leiklistamámi, og August sjálfur listmálari um áratugaskeið, meðfram ævistarfi sínu sem höndl- ari skilta og myndlistarvöru. Síðustu árin hafði August rýmri tíma til myndlistariðkunar, og gat einnig farið að huga að gömlum draumi. Það var hátíðleg stund í desember sl. er draumurinn rættist; Gallerí 15 í kjallara Skólavörðustígs 15, listsýningarsalur Augustar og Petru, opnaði með sýningu meistar- ans. Hér gat að líta árangur undan- farinna ára í fínlegum vatnslita- myndum, sem báru ögun stfls hans og natni fagurt vitni. A heimili Augustar og Petru í Mjóuhlíðinni var ævinlega gaman að koma. Innan um smekklega val- in málverk hinna stærri og smærri spámanna landslagsmálverksins var úðað í mann góðgerðum, og engin fyrirhöfn var of mikil til að gera gestum til hæfís. Ég minnist Augustar með hlýju fyrir margháttaða vinsemd sem hann sýndi mér. En meir þykir mér koma til um ást hans og áhuga á myndlistinni, sem lýsir sér best í opnun hins snotra sýningarsalar við Skólavörðustíginn. Menn eins og August eru sannarlega happ í nútímasamfélagi; menn sem eru reiðubúnir að veija sínum verald- lega auði í aðstöðu þar sem aðrir geta notið andlegra verðmæta. Það er von mín að fjölskylda Augustar haldi uppi merki hans, og haldi uppi þróttmiklu sýningar- starfi í Gallerí 15. Petru og fjölskyldunni sendi ég hugheilar samúðarkveéjur. Halldór Arni Svehisson Þótt ekki eigi að koma mönnum með öllu á óvart að fólk, sem kom- ið er á níræðisaldur, hverfi á brott af þessum heimi, þá grunaði mig ekki, er ég kvaddi tengdaföður minn að kvöldi dags hinn 25. maí, að það væri í síðasta sinn, sem ég sæi hann hérna megin fortjaldsins mikla. Eins og margir þeir, sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur og verða þar með að standa á eigin fótum, þá hafði hann ásamt tengda- móður minni átt langan starfsdag og sjaldan kennt sér nokkurs meins. Ekki eru mörg ár síðan þau tóku að rifa seglin og aðeins tvö ár síðan þau seldu síðasta hluta þess fyrir- tækis, sem þau höfðu rekið í fjölda ára. Þá var loks unnt að sinna öðr- um hugðarefnum. August var listfengur maður og bera þess ljósan vott myndir, sem hann gerði í æsku. Hugur hans stóð til þess að verða listmálari, en efna- hagur og tíðarandi leyfðu ekki slíkan munað. Þó aflaði hann sér nokkurrar menntunar á þessu sviði og málaði lítillega á yngri árum. Síðan tók brauðstritið við og lagði hann þá listiðkun á hilluna um langt árabil. Á síðari árum tók hann upp þráðinn á ný, eftir því sem frístund- um fjölgaði. Þegar um hægðist hófu þau hjónin að innrétta sýning- arsal í kjallara hússins að Skóla- vörðustíg 15, og þegar því var lok- ið í nóvember á síðasta ári vígði August staðinn, „Gallery 15“, með því að halda þar sína fyrstu einka- sýningu. August Hákansson var fæddur í Reykjavík 25. dseptember 1906, sonur Frantz Adolps Hákansson bakarameistara og konu hans, ísa- foldar Halldórsdóttur. Þau hjón áttu Iðnó og ráku þar veitingahús. Mér er í minni frásögn Augustar af því, þegar hann í spönsku veikinni 1918, þá tólf ára gamall, fór vítt um bæ ásamt föður sínum að færa sjúku fólki mat. August lærði málaraiðn, fyrst í Reykjavík, en sigldi síðan til Kaup- mannahafnar og lauk þaðan sveins- prófi frá Det Tekniske Selskabs Skole árið 1926. í Kaupmannahöfn átti hann nokkum frændgarð. Afi Augustar var sænskur bakari, sem flust hafði til Hafnar, átti danska konu og eignaðist með henni sjö böm. Föðursystkin voru því sex. Aðeins einn föðurbræðranna eign- aðist son og á sá enga afkomend- ur. Þessi grein ættarinnar lifir því einungis áfram á íslandi. August varð málarameistari í Reykjavík árið 1929. Hann var í nokkur ár verkstjóri á málningar- verkstæði Strætisvagna Reylq'avík- ur og málaði þá m.a. þær auglýs- ingar, sem þá tíðkaðist að hafa á vögnunum. Árið 1938 setur hann á stofn skiltagerð í Reykjavík. Þá voru skiltin handmáluð, auk þess sem málaðar voru stórar auglýs- ingar á húsveggi og gafla. Síðar komu til steypt skilti úr kopar eða léttmálmi og grafín skflti á málm- plötur eða harðplast. í samvinnu við Jón J. Víðis landmælingamann mun August hafa grafíð velflestar Íær útsýnisskífur, sem Ferðafélag slands og önnur félagasamtök hafa sett upp vítt um landið. Jafnframt skiltagerðinni stunduðu þau hjón verzlun, sem með tímanum þróaðist í verzlun með föndur- og listmálara- vörur. August kenndi málarasvein- um á námskeiðum þeim, sem mál- arameistarafélagið hleypti af stokkunum, og eftir að málaradeild var komið á við Iðnskólann í Reykjavík kenndi hann þar í sextán ár og átti hvað stæstan þátt í mót- un þeirrar deildar skólans. í starfi málarameistara fólust ýmiss konar skreytingar og m.a. það að leggja gullþynnur, þar sem sérstakiega skyldi vandað til verka. Fáir munu þeir hér á landi, sem nú kunna þá iðn til hlítar. Þegar gagngerar endurbætur fóru fram á Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir nokkrum árum var ákveðið að leggja blaðgull á rósabekki í kór og kirkju. Það verk unnu þeir í sameiningu, August og Sighvatur Bjamason málarameistari. August tók virkan þátt í félags- starfi bæði hjá málurum og í Iðnað- armannafélagi Reykjavíkur. Mér segir svo hugur um, að þar hafi hann oft átt stærri þátt í fram- gangi mála en hann sjálfur hirti um að tala eða að festa á bækur, því hann var bæði hógvær og lít- illátur. August var frumkvöðull að því, að Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur gerði sér fána og vann ásamt fleirum að lokatillögum að merki félagsins. Hann hefur hlotið margháttaða viðurkenningu frá iðnfélögum þeim, sem hann hefur starfað fyrir. Hinn 25. október 1931 kvæntist August eftirlifandi konu sinni, Petru Maríu Sveinsdóttur. Börft þeirra urðu fyögur: Aðolfundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn í dag, þriðjudaginn 7. júní, í Súlnasal Hótels Sögu. D A G S K R Á: Kl. 11.30 Kjörfundurbeinna meðiima. Kl. 12.00 Fundarsetning. Ræða formanns Gunnars J. Friðrikssonar. Kl. 12.30 Fládegisverðuraðalfundarfulltrúa og gesta. Kl. 13.45 ATVINNULÍF OG EFNAHAGSFIORFUR - Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Nóa & Síríus - Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti Rvk. - Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups hf. - Jón Sigurðsson, forstjóri ísl. járnblendifélagsins Stjórnandi umræðu HörðurSigurgestsson, forstjóri Eimskips hf. Kl. 15.00 Skýrsla framkvæmdastjóra fyrirliðið starfsárog önnuraðal- fundarstörf. Kl. 16.00 Fundarslit GUNNARJ. FRIÐRIKSSON KRISTINN BJÖRNSSON ÁGÚST EINARSSON JÓN ÁSBERGSSON JÓN SIGURÐSSON HÖRÐUR SIGURGESTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.