Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 HAFNARFJARÐARKAUPSTAÐUR 80 ARA: Velheppnaðri afmælishátíð lokið - Morgunblaðið/Ól.K.M. í kringum tvö þúsund manns voru á fjölskylduhátíðinni í íþróttahúsinu við Strandgötu. HÁTÍÐAHÖLDUNUM í Hafnar- firði, í tilefni 80 ára afmælis kaup- staðarins, lauk um helgina með fjölskylduhátíð i Iþróttahúsinu við Strandgötu. Þessi dagskrárliður var fjölsóttur sem og aðrir i þess- um hátiðahöldum. Talið er að um 2000 manns hafi verið i Iþrótta- húsinu þegar mest var. Dagskráin var fjölbreytt á laugar- daginn. Fram komu fjölmargir skemmtikraftar og íþróttahópar, þar á meðal dansflokkurinn Túnfiskar, fimleikaflokkurinn Björk og tónlist- Fiat Uno 45 (gengijúm' ’88J t * • *"*■* . i %. (, , \ mm (gengi júní 88) Peugeot205XL V ->'> \ S Daihatsu Charade TS* (gengi 18/5 88) * Innifalið; nýskráning, bifreiðaskattur og verksmiðjuryðvörn . (ca. 17.000 kr.). SÆBK Citroen AXIORE* (gengi24/5 88) ’lnnifalið; fullur bensíntankur (ca 1.700 kr.). wtm 1 s E •» E Si > S ' ------ / -/ 1 ■ S \ f \ t ' '~X/ « : ? j / \M / « “i FPÁMTÍO ^SIJBFUNÁ lÍMÁFtt688850\& 6851|)(/ V , - mmL* v ' s ÖLL VERE) ERU STAÐGREIÐSLUVERÐ armennimir Björgvin Halldórsson, Kjartan Magnússon og Bjartmar Guðlaugsson sem sungu og léku fyr- ir gesti. I Bæjarbíói var kvikmyndasýning fyrir bæjarbúa á myndinni „Hafnar- fjörður fyrr og nú“ og var húsið troð- fullt áhorfendum og komust færri að en vildu. Vegna flölda áskorana hefur verið ákveðið að endursýna myndina. Búið er að gefa út á mynd- band þijár heimildarmyndir um sögu Hafnarfjarðar og verða þær til útláns í bæjar- og héraðsbókasafni Hafnar- fjarðar og stefnt er að því að hafa þær einnig til sölu. Á föstudaginn var afhjúpað nýtt listaverk eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur og Gest Þorgrímsson sem prýðir hús Fiskmarkaðarins. Þetta er veggmynd af fiskum og eru þeir gerðir úr áli. Á laugardag var leikin knattspyma á Thorsplani og þar fór einnig fram flugvélamódelsýning og fallhlífar- stökk. Hátíðin tókst í alla staði mjög vel, að sögn Gunnars Rafns Sigur- bjömssonar bæjarritara. „Þátttaka var mjög mikil á öll dagskráratriði og hafa aldrei jafn margir verið sam- ankomnir í íþróttahúsinu og á laug- ardag. Þetta gat ekki tekist betur. Við vomm heppin með veður því þótt það hafi ekki beinlínis leikið við okkur þá kom það ekki í veg fyrir að hátíðin gengi snurðulaust fyrir sig og engu dagskráratriði þurfti að fresta vegna veðurs," sagði Gunnar Rafn Sigurbjömsson að lokum. SagaHafnar- fjarðar á myndböndum HAFNARFJARÐARBÆR gekkst fyrir endursýningu á nýuppgerðu eintaki myndarinnar „Hafnar- fjörður fyrr og nú“ í Bæjarbíó 2. júni síðastliðinn. Myndin er ein þriggja heimildarmynda um sögu Hafnarfjarðar sem Hafnarfjarð- arbær hefur látið yfirfæra á myndband. Bærinn hyggst safna öllum heimildarkvikmyndum sem gerðar hafa verið um kaupstaðinn og beita sér fyrir varðveislu þess- ara menningarverðmæta með myndbandaútgáfu. í tengslum við 80 ára afmæli Hafnarfjarðar- kaupstaðar hafa þtjár mynd- bandsspólur verið gefnar út og verða þær tíl útleigu hjá Bæjar- og héraðsbókasafni Hafnarfjarð- ar. Myndböndin em „Hafnarfjörður og nágrenni" sem er safn þögulla heimildarmynda. Meðal efnis er for- setaheimsókn Sveins Bjömssonar, íþróttir á Hörðuvöllum og 1. maí hátíðahöld, svo á fátt eitt sé minnst. Sýningartími myndbandsins er 150 mínútur. „Hafnarfjörður fyrr og nú“ er heimildarmynd sem Hafnarfjarðar- bær lét gera á árunum 1957 til 1962. Myndin rekur sögu Hafnarfjarðar frá landnámsöld fram undir 1960. Mynd- in var frumsýnd árið 1962 í Bæj- arbíói. Kvikmyndatökumaður var Ásgeir Long sem gert hefur fjöl- margar heimildarkvikmyndir á þijátíu ára starfsferli. Þulir myndar- innar eru hinir kunnu leikarar Ró- bert Amfinnsson, Brynjólfur Jóhann- esson, Steindór Hjörleifsson og Guð- björg Þorbjamardóttir. Sýningartími myndarinnar er 88 mínútur. Þriðja myndbandið sem Hafnfirð- ingum stendur nú til boða að sjá, er heimildarkvikmynd sem gerð var í tilefni 1100 ára afmælis íslands- byggðar árið 1974. Myndin lýsir hátíðahöldum í Hafnarfirði þjóðhát- íðarsumarið 1974 og gerir grein fyr- ir starfsemi ýmissa stofnana og fyrir- tækja. Myndin var frumsýnd í Bæj- arbíói 17. júní 1978. Sýningartími hennar er 47 mínútur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.