Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 68

Morgunblaðið - 07.06.1988, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 HAFNARFJARÐARKAUPSTAÐUR 80 ARA: Velheppnaðri afmælishátíð lokið - Morgunblaðið/Ól.K.M. í kringum tvö þúsund manns voru á fjölskylduhátíðinni í íþróttahúsinu við Strandgötu. HÁTÍÐAHÖLDUNUM í Hafnar- firði, í tilefni 80 ára afmælis kaup- staðarins, lauk um helgina með fjölskylduhátíð i Iþróttahúsinu við Strandgötu. Þessi dagskrárliður var fjölsóttur sem og aðrir i þess- um hátiðahöldum. Talið er að um 2000 manns hafi verið i Iþrótta- húsinu þegar mest var. Dagskráin var fjölbreytt á laugar- daginn. Fram komu fjölmargir skemmtikraftar og íþróttahópar, þar á meðal dansflokkurinn Túnfiskar, fimleikaflokkurinn Björk og tónlist- Fiat Uno 45 (gengijúm' ’88J t * • *"*■* . i %. (, , \ mm (gengi júní 88) Peugeot205XL V ->'> \ S Daihatsu Charade TS* (gengi 18/5 88) * Innifalið; nýskráning, bifreiðaskattur og verksmiðjuryðvörn . (ca. 17.000 kr.). SÆBK Citroen AXIORE* (gengi24/5 88) ’lnnifalið; fullur bensíntankur (ca 1.700 kr.). wtm 1 s E •» E Si > S ' ------ / -/ 1 ■ S \ f \ t ' '~X/ « : ? j / \M / « “i FPÁMTÍO ^SIJBFUNÁ lÍMÁFtt688850\& 6851|)(/ V , - mmL* v ' s ÖLL VERE) ERU STAÐGREIÐSLUVERÐ armennimir Björgvin Halldórsson, Kjartan Magnússon og Bjartmar Guðlaugsson sem sungu og léku fyr- ir gesti. I Bæjarbíói var kvikmyndasýning fyrir bæjarbúa á myndinni „Hafnar- fjörður fyrr og nú“ og var húsið troð- fullt áhorfendum og komust færri að en vildu. Vegna flölda áskorana hefur verið ákveðið að endursýna myndina. Búið er að gefa út á mynd- band þijár heimildarmyndir um sögu Hafnarfjarðar og verða þær til útláns í bæjar- og héraðsbókasafni Hafnar- fjarðar og stefnt er að því að hafa þær einnig til sölu. Á föstudaginn var afhjúpað nýtt listaverk eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur og Gest Þorgrímsson sem prýðir hús Fiskmarkaðarins. Þetta er veggmynd af fiskum og eru þeir gerðir úr áli. Á laugardag var leikin knattspyma á Thorsplani og þar fór einnig fram flugvélamódelsýning og fallhlífar- stökk. Hátíðin tókst í alla staði mjög vel, að sögn Gunnars Rafns Sigur- bjömssonar bæjarritara. „Þátttaka var mjög mikil á öll dagskráratriði og hafa aldrei jafn margir verið sam- ankomnir í íþróttahúsinu og á laug- ardag. Þetta gat ekki tekist betur. Við vomm heppin með veður því þótt það hafi ekki beinlínis leikið við okkur þá kom það ekki í veg fyrir að hátíðin gengi snurðulaust fyrir sig og engu dagskráratriði þurfti að fresta vegna veðurs," sagði Gunnar Rafn Sigurbjömsson að lokum. SagaHafnar- fjarðar á myndböndum HAFNARFJARÐARBÆR gekkst fyrir endursýningu á nýuppgerðu eintaki myndarinnar „Hafnar- fjörður fyrr og nú“ í Bæjarbíó 2. júni síðastliðinn. Myndin er ein þriggja heimildarmynda um sögu Hafnarfjarðar sem Hafnarfjarð- arbær hefur látið yfirfæra á myndband. Bærinn hyggst safna öllum heimildarkvikmyndum sem gerðar hafa verið um kaupstaðinn og beita sér fyrir varðveislu þess- ara menningarverðmæta með myndbandaútgáfu. í tengslum við 80 ára afmæli Hafnarfjarðar- kaupstaðar hafa þtjár mynd- bandsspólur verið gefnar út og verða þær tíl útleigu hjá Bæjar- og héraðsbókasafni Hafnarfjarð- ar. Myndböndin em „Hafnarfjörður og nágrenni" sem er safn þögulla heimildarmynda. Meðal efnis er for- setaheimsókn Sveins Bjömssonar, íþróttir á Hörðuvöllum og 1. maí hátíðahöld, svo á fátt eitt sé minnst. Sýningartími myndbandsins er 150 mínútur. „Hafnarfjörður fyrr og nú“ er heimildarmynd sem Hafnarfjarðar- bær lét gera á árunum 1957 til 1962. Myndin rekur sögu Hafnarfjarðar frá landnámsöld fram undir 1960. Mynd- in var frumsýnd árið 1962 í Bæj- arbíói. Kvikmyndatökumaður var Ásgeir Long sem gert hefur fjöl- margar heimildarkvikmyndir á þijátíu ára starfsferli. Þulir myndar- innar eru hinir kunnu leikarar Ró- bert Amfinnsson, Brynjólfur Jóhann- esson, Steindór Hjörleifsson og Guð- björg Þorbjamardóttir. Sýningartími myndarinnar er 88 mínútur. Þriðja myndbandið sem Hafnfirð- ingum stendur nú til boða að sjá, er heimildarkvikmynd sem gerð var í tilefni 1100 ára afmælis íslands- byggðar árið 1974. Myndin lýsir hátíðahöldum í Hafnarfirði þjóðhát- íðarsumarið 1974 og gerir grein fyr- ir starfsemi ýmissa stofnana og fyrir- tækja. Myndin var frumsýnd í Bæj- arbíói 17. júní 1978. Sýningartími hennar er 47 mínútur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.