Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.06.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988 Rúmlega 70 manns biðu bana í sprengingu í Sovétríkjunum: Orsök sprengúigarinnar ! í vörulestínni ókunn Flokkur Le Pens kom illa út úr fyrri umferð frönsku þingkosninganna í gær og á nú á hættu að detta út af þingi. Le Pen hélt blaðamannafund eftir kosningarnar og skoraði á hægri flokka að mynda með sér kosningabandalag fyrir seinni umferðina enda er það hans eina von í stöðunni. Reuter Kosningabaráttan var að vanda lífleg í Frakkl- andi fyrir helgi og grípa frambjóðendur til ýmissa ráða til að vekja á sér athygli. Hér sést Raymond Barre, fyrrum forsætisráðherra, halda á brúðu i sinni mynd. Moskvu. Reuter. RÚMLEGA 70 menn biðu bana og um 200 slösuðust þegar sprenging varð i vöruflutninga- lest í borginni Arzamas, nærri Gorkí, á laugardag. Járnbraut- arstöðin eyðilagðist að hluta og rúður sprungu í húsum í allt að tveggja kilómetra fjarlægð. Að sögn Gennadíj Vedemikov, aðstoðarforsætisráðherra, er enn óljóst hvað sprengingunni olli. Vöruflutningalestin var hlaðin sprengiefni, sem nota átti til náma- og mannvirkjagerðar og vegna jarðfræðirannsókna. Sprengingin varð er lestin ók inn á jámbrautarstöðina. Margir hinna látnu vora í bflum sem biðu við jámbrautina þar sem akbraut- in liggur yfir hana. Að sögn Prövdu, málgagns Fyrri umferð þing-kosning-anna 1 Frakklandi: Urslitin mikil vonbrigði fvrir franska sósíalista J -------iti sovézka kommúnistaflokksins, era ýmsar kenningar á lofti um orsakir sprengingarinnar. Blaðið skýrði ekki frá hveijar þær væra en sagði nefnd háttsettra embætt- ismanna rannsaka málið. Að sögn Prövdu gjöreyðilögðust 150 hús í sprengingunni og skildi hún eftir sig djúpan gíg, sem er 53 metrar í þvermál, við brautarstöðina. Arzamas er 400 kflómetra aust- ur af Moskvu og 65 kflómetra suður af Gorkí. Slysið er hið mannskæðasta frá því 106 manns biðu bana í árekstri tveggja lesta í kolaborginni Kamensk-Shakh- tinskíj í fyrra. Vedemikov sagði að lestin hefði sprangið í tætlur og hlutar hennar kastast tugi metra. Eldur hefði kviknað og breiðst í íbúðarhús og verksmiðjur í nágrenni lestar- stöðvarinnar. Björgunarmenn og sjúkralið streymdi að úr næstu borgum. Tveir tugir skurðlækna vora sóttir alla leið til Moskvu. íbúar Arzam- as bragðust skjótt við og stóðu í biðröðum við að gefa blóð. Einnig buðu þeir fólki, sem orðið hafði heimilislaust, húsaskjól. ^ París, Reuter. ÚRSLIT í fyrri umferð frönsku þingkosninganna urðu önnur en skoðanakannanir bentu til. Sósíalistum hafði verið spáð yfirburða- sigri en þess I stað er nú mjótt á munum milli þeirra og Bandalags hægri og miðflokka, URC. Sósíalistar fengu 37,55% atkvæða, URC 40,52%, kommúnistar 11,32% og Þjóðemisfylking Le Pens 9,35% atkvæða. Sósialistar kenna lélegri kjörsókn um úrslitin en hvorki meira né minna en þriðjungur kjósenda sat heima. Þjóðemisfylking- in á nú á hættu að detta út af þingi vegna meirihlutakosningarinn- ar, sem kemur illa út fyrir smærri flokka. Jacques Chirac, leiðtogi Ný-Gaullista og fráfarandi forsætisráðherra, var hróðugur eftir fyrri umferðina og sagði að kosingabandalag mið- og hægri flokka gæti enn unnið sigur. Á sunnudag gengu út 120 sæti af 577 þingsætum á franska þing- inu. Þar af fengu sósíalistar 40 þingsæti en URC, Bandalag hægri og miðjuflokka, 79 sæti. í banda- laginu era ný-gaullistar undir for- ystu Jacques Chiracs og Lýðræðis- fylkingin undir forystu Giscards d’Estaings. Nú er að nýju kosið eftir meirihlutakerfi en árið 1986 fór fram hlutfallskosning. Þeir frambjóðendur sem náðu hreinum meirihluta I sínu kjördæmi á sunnu- daginn komast á þing. í þeim kjör- dæmum þar sem enginn fékk hrein- an meirihluta verður kosið aftur á Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Bretlandi: Tveir sækjast eftir leiðtogaembættinu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara MorgnnblaðsinB. sunnudaginn kemur og eru þeir í framboði sem náðu 12% atkvæða í fyrri umferðinni. Það á því eftir að úthluta 457 þingsætum og ræður einfaldur meirihluti í hveiju Iqor- dæmi. „Við erum enn inni í myndinni," sagði í fyrirsögn hægriblaðsins Quotidien de Paris. Að sögn blaðs- ins eiga hægri menn enn möguleika á að koma í veg fyrir meirihluta sósíalista á þingi. Stjómmálaskýr- endur gerðu mikið úr lítilli kjör- sókn, þeirri minnstu á öldinni, sem gerði allar spár um yfirburðasigur sósíalista að engu. „Okkur hafði verið lofað miklu meira," kvartaði Laurent Fabius, fyrram forsætisráðherra úr röðum sósfalista, en flokknum hafði verið spáð allt að 100 sæta meirihluta á þingi. Þrátt fyrir að hægri og miðju- menn hafi forystu eftir fyrri umferð er sósíalistum spáð naumum meiri- hluta á þingi þegar upp er staðið. Þeir græða á því að hægri atkvæði skiptast milli hófsamra og hins öfgasinnaða flokks Le Pens. Flokk- urinn fékk tæp 10% atkvæða og er líklegur til að detta út af þingi InJ l o e H»gri- os Kommúnistar PjðAemiB- ' mWloWw fyMngin Atkvæðahlutfall Semijámá, •rtalsvaröur munurá atkvœöahlut- falll oq' þlngsBBlum Ifyrrlumtarö frOnskuþing- koanlnganna 9.35% Oriáfilr 11.32% \ 3 (ommúmstar \ g 40.521^^ H»grt og mlóflohkamir nema kosningabandalag takist með honum og URC. í kosningunum árið 1986 fékk flokkurinn 32 þing- menn og Le Pen fékk tæp 15% at- kvæða í fyrri umferð forsetakosn- inganna í aprfl síðastliðnum. URC neitar því í orði að gert verði banda- lag við Le Pen en sérfræðingar segja að ekki verði unnt að koma í veg fyrir slíka samvinnu í smærri kjördæmum. Búist er við því að kommúnistar og sósíalistar myndi með sér banda- lag fyrir seinni umferðina. Það þýð- ir að frambjóðendur sósíalista draga sig í hlé þar sem kommúnistar hafa forystu eftir fyrri umferð og öfugt. Svíar eltast við ókunna kafbáta Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKI sjóherinn sprengdi á laugardag sprengju, sem komið hafði verið fyrir á hafsbotni skammt frá Gautaborg, og var það þriðja atlagan á einni viku að ókunnum kafbátum. Hans Gustaf Wassberg, talsmaður herráðsins, sagði, að sprengjan hefði verið sprengd þegar mælitæki gáfu til kynna, að kafbátur væri á ferð- inni skammt suður af Gautaborg. Á aðeins fimm dögum hafa þá verið sprengdar þijár sprengjur vegna ferða ókunnra kafbáta innan sæn- skrar lögsögu en það var síðast á árinu 1984, að gripið var til sams konar aðgerða. Svíar segjast nú munu reyna að sökkva ókunnum kafbátum í stað þess að reyna að þvinga þá upp á yflrborðið. í desember sl. var skýrt frá því, að vart hefði orðið við 30 kafbáta síðasta misserið og foringjar í hem- um segja engan vafa leika á, að þeir séu frá Varsjárbandalagsríkjun- KOSNINGABARÁTTA um leið- togaembættið f Fijálslynda lýð- ræðisflokknum hófst f siðustu viku. Tveir hafa boðið sig fram. Kosningar fara fram sfðar f sum- ar. Sfðast í aprílmánuði varð ljóst, að David Steel, fyrrum leiðtogi Fijáls- lynda flokksins og annar af núver- andi leiðtogum Fijálslynda lýðræðis- flokksins, mundi ekki bjóða sig fram til leiðtogaembættis þess nýja flokks, sem stofnaður var upp úr Fijálslynda flokknum og Jafnaðarmannaflokkn- um. Talið er nánast öruggt, að Ro- bert Maclennan, fyrrum leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, og núver- andi leiðtogi Fijálslynda lýðræðis- flokksins, muni ekki bjóða sig fram. Samkomulag varð um það í hinum nýja flokki, að enginn byði sig fram til leiðtogaembættisins fyrr en 1. júnf. í síðustu viku gáfu tveir núver- andi þingmenn kost á sér, þeir Paddy Ashdown og Alan Beith. Álan Beith, sem er gamalreyndur þingmaður, hefur verið varaleiðtogi Davids Ste- els og málsvari hins nýja flokks í fjármálum. Hann var fyrst kosinn á þing 1970 í Berwick-upon-Tweed í Skotlandi. Paddy Ashdown er þing- maður fyrir Yeovil f Englandi og var fyrst kosinn á þing árið 1983. Hann hefur verið talsmaður hins nýja flokks f skóla- og menntamálum. Hann hefur frá upphafí verið um- deildur þingmaður og t.d. gefið óvar- legar yfírlýsingar um utanríkismál. Kosningabaráttan hófst $ sfðustu viku, og um sfðastliðna helgi héldu frambjóðendur fundi víða um land. Paddy Ashdown leggur aðaláherslu á, að hinn nýi flokkur eigi að ráða niðurlögum Verkamannaflokksins og verða annar stærsti flokkur landsins. Hann hafnar öllum hugmyndum um samstarf við aðra flokka. Beith legg- ur áherslu á, að hinn nýi flokkur móti sjálfur stefnu sína, og útilokar ekki samstarf við aðra flokka. Hann bendir einnig á reynslu sína á þingi, sem muni auðvelda honum að leiða hinn nýja flokk. f skoðanakönnun, sem birtist í Sunday Times síðastliðinn sunnudag, kemur í ljós, að meðal stuðnings- manna Fijálslynda lýðræðisflokksins nýtur Paddy Ashdown fylgis 47%, en Alan Beith 9%. Þótt þessar tölur bendi til mikils forskots Paddys Ash- downs, mun kosningabaráttan standa í átta vikur, ogþað era flokks- menn, en ekki stuðningsmenn, sem kjósa munu leiðtogann. London: Málinu gegn Waldheim vísað frá í sjónvarpsréttarhöldum London, Vín. Reuter. FIMM uppgjafadómarar kom- ust að þeirri niðurstöðu í réttar- höldum, sem sett voru á svið í sjónvarpi, að ólfklegt væri, að Kurt Waldheim, forseti Aust- urrikis, hefði gerst sekur um stríðsglæpi. Waldheim sjálfur hefur fagnað sjónvarpsþættin- um og kveðst vona, að deilunum um fortíð hans fari nú að linna. Dómararnir, Bandaríkjamaður, Breti, Kanadamaður, Vestur- Þjóðveiji og Svíi, kváðu upp dóm- inn eftir að hafa hlýtt á framburð 35 vitna í 170 klukkustundir og þar á meðal á nokkra fyrram hermenn og samstarfsmenn Waldheims. Þá fóru þeir einnig yfir meira en 10.000 skjöl frá styijaldaráranum. „Við erum á einu máli um, að fyrirliggjandi gögn í þessu máli og annað, sem fram hefur komið, era ekki nægileg til að líklegt sé, að Kurt Waldheim hafi framið þá stríðsglæpi, sem hann hefur verið sakaður um,“ segja dómaramir í úrskurði sínum. Sjónvarpsþátturinn var sendur út í Bretlandi og Bandaríkjunum sl. sunnudagskvöld og síðasti hluti hans einnig f Austurríki en banda- ríska kapalkerfafyrirtækið Box Offíce og breska sjónvarpsstöðin Thames Television unnu hann í sameiningu. Dómaramir áttu ekki að kveða úr um sekt eða sakleysi Wald- heims, heldur hvort málatilbúnað- urinn á hendur honum væri yfir- leitt dómtækur. Kváðust þeir ekki efast um, að þýski herinn í Grikk- landi og Júgóslavíu hefði myrt þúsundir óbreyttra borgara og skæruliða á áranum 1941-45 en „dr. Waldheim getur því áðeins verið sekur um stríðsglæpi, að það verði óvefengjanlega sannað, að hann hafí tekið þátt í þeim eða hjálpað þeim, sem þá frömdu". Þá segja dómaramir, að „minn- isleysið", sem vart hafí orðið við hjá Waldheim varðandi herþjón- ustu hans í Grikklandi og á Balk- anskaga, sé í sjálfu sér engin sönnun um, að hann hafi framið stríðsglæpi. Waldheim, sem nú er í opin- berri heimsókn í Saudi-Arabíu, sagði í gær, að sjónvarpsþátturinn hefði sýnt, að hann væri fómar- lamb óhróðursherferðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.