Morgunblaðið - 07.06.1988, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988
Sjómannadagurinn víða um land
Neskaupstaður:
Brottfluttir koma
á sj ómaimadagmn
SEGJA má að hátíðarhðld sjó-
mannadagsins hér á staðnum
hafi byijað strax á Iaugardags-
morgni þegar sjómenn hófust
handa við að skreyta bæinn.
Strax þá var kominn hátíðar-
svipur á bæinn. Annars er eftir-
væntingarblær búinn að vera
yfir bænum marga daga áður
en sjálf helgin gengur í garð.
Brottfluttir Norðfirðingar
koma heim og njóta hinnar sér-
stöku stemmningar sem ávallt
skapast í þessu bæjarfélagi
kringum þessa hátíðarhelgi.
Hér í Norðfírði var sjómanna-
dagurinn haldinn hátíðlegur í 46.
sinn. Hátíðarhöldin sjálf voru hefð-
bundin og hófust á laugardag með
því að björgunarsveitin Gerpir
sýndi björgunaræfíngu. Síðan var
kappróður og um kvöldið var ungl-
ingum boðið á dansleik í Egilsbúð.
Strax á sjómannadagsmorgun
flykktust Norðfírðingar um borð í
báta og skip og héldu í hópsiglingu
út á flóann. Sjómannamessa var
ijölsótt að venju. Þar voru vígð ný
messuklæði sem gefín voru af sjó-
mönnum og tileinkuð minningu
Ragnars Sigurðssonar sem var ein
helsta drifQöður í sjómannadags-
hátíðarhöldum Norðfírðinga í mörg
ár. Að messu lokinni var haldið
að sundlauginni þar sem menn
skemmtu sér við sundkeppni, reip-
tog, koddaslag og margt fleira.
Ræðumaður dagsins var Harald
Holsvík framkvæmdastjóri Far-
manna- og fískimannasambands
íslands. Aldraðir sjómenn voru að
venju heiðraðir. Sjómannadagsráð
Neskaupstaðar sá um hátíðarhöld-
in. Þeim lauk með dansleik sem
stóð fram undir morgun, enda gef-
ið frí til hádegis á mánudaginn á
flestum vinnustöðum.
— Ágúst
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Afhending heiðursmerkja sjómannadagsins um borð í skólaskipinu Sæbjörgu. Hannes Þ. Hafstein fram-
kvæmdastjóri Slysavamafélags íslands var kynnir hátiðahaldanna í Reykjavikurhöfn og sést hann í
ræðupúlti.
Reykjavík:
Fimmtán heiðraðir
ÞRÁTT fyrir gjólu og skúraleið-
ingar var fjöhnenni við hátíða-
höld sjómannadagsins í Reykjavík
Þorlákshöfn:
Hátíðarhöld innanhúss
Þorlákshöfn
SJÓMANNADAGURINN var
haldinn hátiðlegur í Þorlákshöfn
að vanda og var dagskráin með
hefðbundnum hætti. Hátiðarhöld-
in hófust á laugardag niðri við
höfn. Þar var keppt í róðri,
koddaslag og stakkasundi auk
þess sem Björgunarsveit Þorláks-
hafnar sýndi nýjan björgunarbát.
Á sunnudag verð að flytja háti-
ðarhöld í hús vegna veðurs og
fresta varð hefðbundinni
skemmtisiglingu fyrir almenning.
Sigurvegarar í róðrinum voru
karlasveit sem kallaði sig Kokteil
og kvennasveit skipuð starfsstúlkum
úr Glettingi. í öðru sæti sveitir Meit-
ilsins bæði hjá körlum og konum.
Koddaslaginn sigruðu Óskar Ragn-
arsson, Oskar Böðvarsson og Guð-
laugur Oddsson, en hjá konunum var
ekki hægt að dæma um sigurvegara
því að þær féllu allar í faðmlögum
í sjóinn. Stakkasundið unnu Bryndís
Ólafsdóttir og Gísli R. Magnússon.
Dagskrá sunnudagsins átti að
hefjast með því að bjóða almenningi
í skemmtisiglingu, en því varð að
fresta þar sem brostið var á hífandi
rok og rigning. Þess t stað var ákveð-
ið að fara í siglingu á 17. júní ef
veður leyfir.
Ein uppákoman i skemmtiatriðum Sjómannadagsins var þegar nokkr-
ir ungir og hraustir piltar stungu sér tíl sunds f höfninni. Utan á Jóni
á Hofi er nýr björgunarbátur Björgunarsveitar Þorlákshafnar, en
hann var sýndur i fyrsta sinn á Sjómannadaginn.
á sunnudag. Stöðugur straumur
var í kaffisölu kvennadeildar
slysavarnasveitarinnar Ingólfs f
húsi Slysavamafélagsins á
Granda. Á hafnarsvæðinu fór
fram afhending heiðursmerkja
sjómannadagsins, róðrakeppni og
skemmtiatriði. Ellefu aldraðir
sjómenn voru sæmdir heiðurs-
merki, tveir hlutu gullmerki og
einn gullkross. Á Hrafnistu sýndu
vistmenn handavinnu og urðu
margir til að qjóta sýningarinnar
og kaffiveitinga.
Dagskráin hófst með athöfn í
Fossvogskirkjugarði klukkan níu um
morguninn þar sem sr. Ólafur Skúla-
son vigslubiskup vfgði minnisvarða
um óþekkta sjómanninn. Fulltrúar
Landhelgisgæslunnar og áhafnar
danska varðskipsins Hvidbjömen
stóðu heiðursvörð við vígsiuna. Að
því búnu hófst guðsþjónusta í Dóm-
kirkjunni. Sr. Olafur messaði, sr.
Hjalti Guðmundsson dómkirkju-
prestur þjónaði fyrir altari og sjó-
menn aðstoðuðu við messuna.
Samkoman við Reykjavíkurhöfn
hófst með ávarpi Steingríms Her-
mannssonar starfandi sjávarútvegs-
ráðherra . Ræðumenn töluðu úr brú
skólaskipsins Sæbjargar sem lagt
hafði verið við bryggju að baki
Tryggvaskála. Steingrímur gerði
meðal annars að umtalsefni nýaf-
staðna fískverðsákvörðun og harm-
aði að hún skyldi hafa verið tekin
án stuðnings fiilltrúa sjómanna.
Brynjólfur Bjamason forstjóri
Granda hf. talaði fyrir hönd útgerð-
armanna en Pétur Sigurðsson fyrir
hönd sjómanna. Pétur minntist þess
að á þeim fímmtfu ámm sem liðin
eru frá því að sjómannadagurinn var
haldinn hátíðlegur fyrsta sinni hefur
1.271 sjómaður farist. Á síðasta ári
slasaðist nfundi hver íslenskur sjó-
maður í starfí. Sagði hann að ráð-
herrar og alþingismenn yrðu að sjá
sóma sinn í því að tryggja rekstur
slysavamaskóla sjómanna til fram-
búðar, sem nú byggi við mikla
óvissu.
Garðar Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri sjómannadagsins af-
henti heiðursmerki sjómannadags-
ins. Tólf aldraðir sjómenn hlutu það
að þessu sinni, Arinbjöm Sigurðsson
skipstjóri, Bjami Helgason háseti,
Biynjólfur Brynjólfsson vélstjóri,
Gunnar Eiríksson sjómaður, Gunnar
Bjami Valgeirsson stýrimaður,
Hannes Guðmundsson vélstjóri, Há-
kon Jónsson sjómaður, Jónas Sig-
urðsson sjómaður, Ólafur Kolbeins
Bjömsson loftskeytamaður, Sigurð-
ur Guðjónsson vélstjóri og Skarphéð-
inn Helgason stýrimaður. Lúðvík
Kristjánsson sagnfræðingur, höf-
undur ritsins „íslenskir sjávarhætt-
ir“, Sigfús Halldórsson tónskáld og
Pétur Sigurðsson formaður sjó-
mannadagsráðs vom sæmdir gull-
krossi.
Keppt var á seglskútum frá Foss-
vogi til Reykjavíkur á laugardag, en
á sunnudag voru úrslit í kappróðri
karla- og kvennasveita í höfiiinni.
Úrslit urðu þau að áhöfn Svölunnar
varð hlutskörpust í siglingakeppn-
inni, sveit Hraðfrystistöðvarinnar
varð efst í kvennaflokki ræðara, lið
Sendibílastöðvarinnar sigraði í land-
skeppninni og vann bikarinn til eign-
ar en áhöfn Ásbjamar RE gekk af
hólmi með róðraskjöld Morgunblaðs-
ins fyrir sigur í keppni áhafna.
Kynnir dagskrárinnar í
IsrT.í".:
Flytja varð dagskrána inn í skóla
vegna veðursins. Þar fór fram verð-
launaafhending. Afhentur var afla-
bikar, sem að þessu sinni féll í skaut
Gísla Jónssonar og áhafnar hans á
Dalaröstinni, en hún var afiahæst
báta hér á síðustu vetrarvertíð með
rúm 1.000 tonn.
Hátíðarræðuna flutti Óli Þ. Guð-
bjartsson Alþingismaður
Það hefur varið venja nú í nokkur
ár að heiðra einn sjómann af eldri
kynslóðinni á sjómannadaginn. Að
þessu sinni varð fýrir valinu Baldur
Karlsson sem nýhættur er sjósókn.
Baldur er fæddur á Stokkseyri.
Hann hóf sjósókn 1942, þá fímmtán
ára gamall og fluttist til Þorláks-
hafnar 1950. Síðan hefur hann
lengst af verið skipstjóri bæði á eig-
in bátum og hjá Meitlinum. Einar
Sigurðsson skipstjóri afhenti Baldri
heiðursskjal og sagði við það tæki-
færi m.a.: „Baldur hefur alla tíð
verið hvers manns hugljúfí og einn
þeirra sem hafa kennt okkur yngri
sjómönnunum það sem við kunnum
i dag. Enginn hefur verið eins auð-
fiís á góð ráð og hjálpsemi."
J.H.S.
Siglufjörður:
Nýtt minnismerki
um drukknaða
sjómenn afhjúpað
Sigjufirði
NÝTT minnismerki um drukkn-
aða sjómenn var afhjúpað á Sjó-
mannadaginn hér í Siglufirði.
Hér var ágætt veður, en gola
fyrir utan fjörðinn. Hátíðarhöld-
in voru með hefðbundnum hætti
og hófust á laugardag með
keppni f róðri, reiptogi og kodda-
slag.
Olafur Þorsteinsson fyrrverandi
læknir afhjúpaði nýtt minnismerki
um drukknaða sjómenn á Sjó-
mannadaginn. Það er eftir Ragnar
Kjartansson. Sigurður Finnsson af-
henti Bimi Jónassyni forseta bæjar-
stjómar merkið. Ræðumaður dags-
ins var Valmundur Valmundarson
sjómaður. Að venju var farið í
skemmtisiglingu. Fólki var boðið
að sigla út á fjörðinn með Siglfírð-
ingi, en vegna golunnar var ekki
farið í Héðinsfjörð eins og venju-
lega, heldur látið duga að fara út
fyrir Siglunes.
Björgunarsveitin Strákur sýndi
nýjan björgunarbát og á Sjómanna-
daginn var honum gefíð nafn:
„Strákur 1“. Björgunarsveitin ann-
aðist framkvæmd hátíðarhaldanna
og kvennadeildin Vöm var með
kaffisölu á Hótel Höfn.
Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson
Á Sjómannadaginn er keppt f starfsgreinaíþróttum sem tengjast sjó-
mennskunni. Hér keppa Siglfirðingar f netabætningu.