Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
Eldurís vodka
fær gullverðlaun
ÍSLENSKT vodka „Eldurís" fékk
gullverðlaun í keppni sem kallast
„Heimsúrval drykkjarfanga
1988“. Keppnin var á vegum stofn-
unarinnar „Monde Selection" í
Brtissel.
Samkvæmt upplýsingum frá
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
var sýnishom af vodkanu „Eldurís"
sent í keppnina og var það bragð-
og gæðaprófað hjá stofnuninni. Að
lokinni smökkun og efnagreiningu
var ÁTVR síðan tilkynnt bréflega
að „Elduris" hefði hlotið gullverðlaun
í keppninni.
Hársnyrting:
Æft fyrir heims-
meistaramót
Heimsmeistaramót í hársnyrt-
ingu verður haldið f Diisseldorf
1. október nk. og verða íslending-
ar meðal keppenda. Herralands-
liðið í hárskurði hefur fengið
Salvador Fodera til að þjálfa liðið
fyrir keppnina, en Fodera er m.a.
þjálfarí bandaríska liðsins.
Fodera verður staddur hér á landi
dagana 6.-8. ágúst og mun þá leggja
drög að þjálfun íslenska liðsins, sem
tekur nú þátt í heimsmeistaramótinu
í annað sinn. Landslið íslendinga er
skipað þeim Gísla Viðari ÞÓrssyni frá
Hárlínunni, Eiríki Þorsteinssyni frá
Greifanum og Guðjóni Þóri Guðjóns-
syni frá Studió Hallgerði. Dómari
fyrir íslands hönd verður Torfi Geir-
mundsson.
Salvardor Fodera hefur unnið til
margra viðurkenninga og verðlauna
í alþjóðakeppnum, að því er segir í
fréttatilkynningu frá Meistarafélagi
hárskera.
Sjónþing og sýning
1 Nýlistasafninu
BJARNI H. Þórðarson stendur
fyrir sjónþingi í Nýlistasafinu við
Vatnsstíg í Reykjavik, sem hefst
í dag, jaugardaginn 6. ágúst kl.
16.00. Á sama tima opnar mynd-
listasýning Birgis Andréssonar i
efri sal safnsins.
Birgir sýnir 2 höggmyndir og
nokkur myndform. Bjami ætlar að
kynna hugmyndir sínar um það sem
hann kallar „sjónháttarfræði". Bæði
sjónþingið og sýningin standa tíl
sunnudagsins 21. ágúst.
Morgunblaðið/hb.
Veiðimaður rennir laxi á land í Grettisstrengjum i Laxá í Leirár-
sveit fyrir nokkru. Veiðin í Laxá hefur verið afar góð í sumar.
Mokveiði í Korpu
Mikil veiði hefur verið í Korpu
í Mosfellssveit það sem af er
sumri, nýlega voru um 450 laxar
komnir þar á land á tvær stang-
ir sem er feiknaveiði. Mikill lax
hefur gengið, en að vanda kemst
stór hluti hans aldrei ofar en i
fossana tvo niðri við sjó, þar verð-
ur hann undir í viðureign við
veiðimenn. Lax er kominn um
alia ána, en mikil torfa af fiski er
í lóninu rétt neðan Vesturlands-
vegar,, þar hefur safnast saman
fiskur síðustu vikumar enda lítið
vatn í ánni. í lóninu er veiði hins
vegar óheimil. Þetta er svipuð
veiði og áin gaf allt síðasta sum-
ar.
Stefnir í met
Það stefnir í metveiði í Hvolsá
og Staðarhólsá í Dölum, en
fregnir herma að um 360 laxar
séu nú komnir þar á land. Hollin
em að fá þetta 20 til 40 laxa
hvert og það afladrýgsta landaði
75 löxum. Veitt er á fjórar stang-
ir og er dijúg silungsveiði þama
í bland, falleg sjóbleikja. Þetta
er aðallega smálax, en stöku
bolti innan um.
Æ betra á Gíslastöðum
Veiði fer batnandi á Gíslastöð-
um í Hvítá eystri, skammt neðan
ósa Brúarár. Um síðustu helgi
fór veiðin þar upp í 52 laxa, en
helgin gaf bestu veiðina til þessa,
7 laxar veiddust á laugardaginn
og 5 til viðbótar á sunnudeginu,
7 til 18 punda laxar. Þetta er
síðsumarssvæði og því besti
tíminn fram undan, horfumar em
því ágætar á Gíslastöðum.
Gljúfurá að koma vel til
Gljúfurá hefur verið að taka
við sér að undanfömu, þannig
höfðu veiðst 72 laxar í ánni
28.júlí síðastliðinn, en allt síðasta
sumar gaf þessi á aðeins milli
70 og 80 laxa. Áin var orðin æði
vatnslítil nýlega, en ætti að taka
við sér í rigningunni, því kunnug-
ir telja talsvert af iaxi genginn
í ána. Þess má geta, að veiði-
leyfí hafa losnað óvænt í Gljúfurá
á tímabilinu 10. til 19. ágúst, en
það er Stangaveiðifélag
Reykjavíkur sem hefur ána á
leigu.
Metveiði í Grímsá?
. „Þetta hefur gengið vel í sum-
ar og nú eru komnir 1.360 laxar
á land. Miðað við tíma er þetta
besta veiðin í Grímsá síðan suma-
rið 1972, en þá veiddust rúmlega
2.100 laxar sem var og er met-
veiði í ánni. Við emm að velta
því fyrir okkur hvort að nýtt met
komi í sumar, en veitt er til 17.
september. Það er nóg af laxi í
ánni, mest af honum 4 til 6 punda
og sá stærsti 18 pund,“ sagði
Sturla Guðbjamarson í Fossatúni
í gærdag. í fyrra veiddust aðeins
800 laxar í Grímsá, en rúmlega
1.800 1986. Stefnir nú í að áin
gefi allt að 2.000 laxa að minnsta
kosti í sumar, kannski meira.
Sturla sagði það eftirtektarvert
hversu hrifnari laxinn væri af
flugu en maðki, þannig veiddi
fyrsta holl eftir útlendinga aðeins
tæpa 100 laxa, en síðustu útlend-
ingadagana eina veiddust miklu
fleiri fiskar og þegar landinn fór
að reyna fluguna aftur batnaði
veiðin strax á ný. Byijað var að
rigna í Lundareykjadalnum er
Morgunblaðið ræddi við Sturlu í
gær og sagði bóndi rigninguna
kærkomna.
Agæt veiði í Haffjarðará
„Veiðin hefur gengið ágætlega
hjá okkur og það em komnir um
650 laxar á land. Það er nóg af
fiski í ánni -og enn er lax að
ganga," sagði Jón Pálsson veiði-
vörður og leiðsögumaður veiði-
manna við Haffjarðará í Hnappa-
dalssýslu i gærdag. Hann sagði
að uppistaðan í veiðinni væri
smálax, en afar vænn smálax,
þetta 6 til 7 pund. Svo er þó
nokkuð af vænum laxi í bland,
15 til 17 punda fiskar væm alit-
af að koma úr ánni öðm hvom
og stærsti laxinn til þessa væri
22 punda bolti. Eingöngu er veitt
á flugu í HafQarðará og sagði
Jón rauða Frances bera af öðmm,
enda mest reynd.
STJÖRNUR Á LOKASKEIÐI
Raunvísindi
Egill Egilsson
Meginskeiðið
Fyrir viku litum við á nifteinda-
stjömur, sem em sérstök gerð
fastastjama á lokaskeiði. Fasta-
stjömur eða sólir enda gjaman ævi
sína með dramatískum hætti. Okk-
ar eigin sól er (sem betur fer) á
svokölluðu meginskeiði sínu. Á því
fer fram stöðug ummyndun efiús
í orku á hliðstæðan hátt og gerist
í vetnissprengju. Aðeins verður
stærðin til þess að þetta gerist
hægt og sígandi á milljörðum ára.
„Eldsneyti" stjömu á meginskeiði
er vetni, en um það bil sem það
fer að skorta, einnig helíum. En
þetta em tvö léttustu fmmefni
heimsins. í stómm stjömum ná-
lægt lokastigi myndast enn þyngri
efni við kjamasamruna.
Millistigið
Mörk meginskeiðs og lokaskeiðs
stjömunnar geta verið með ýmsu
móti. Það fer einkum eftir stærð
stjömunnar. Stjaman „slær“, þ.e.
þenst út og dregst saman með til-
heyrandi sveiflu í ljósmagni. Síðan
verður sprenging, mismunandi
öflug eftir stærð stjömunnar.
Slíkar stjömusprengingar em með
mikilfenglegustu fyrirbrigðum
himingeimsins. Ytri lög stjömunn-
ar þeytast út í geiminn. Innri hluti
hennar dregst saman og myndar
stjömu á lokastigi. Gérð hennar er
í aðalatriðum þrenns konar, allt
eftir hve stór massinn er. Sam-
fallið endar sem hnöttur á stærð
við jörð,. hnöttur með hub tiu km
radíus eða punktur, allt eftir stærð
massans sem féll saman. Lítum
nánar á þessar þijár gerðir loka-
skeiðs.
1) Lokastig dvergur
Okkar sól er hvað efnismagn
snertir ofurlitlu minni en meðal-
stjama. Eftir að geislun frá kjama-
bmna hættir, nær aðdráttaraflið
yfirhöndinni og verður til að stjama
fellur margfalt saman. Radius
hennar verður á stærð við jörð, og
massi einnar teskeiðar af eftii verð-
ur um fimm kg. Þetta er um millj-
ón sinnum meira en jarðneskt efni
vegur. Skýringin er sú, að fru-
meindir hafa fallið saman, en í
staðinn er kominn grautur rafeinda
og kjamaeinda.
Fmmeindir em plássfrekar.
Ástæðan er að rafeindir, sem raða
sér á brautir umhverfis kjamann,
fylla upp í mikið rými, þótt lítið
fari fyrir sjálfum kjamanum.
Brotni þessi bygging vegna mikils
aðdráttarafls og þrýstings, er efnið
margfalt þéttara í sér en það form
þess sem við þekkjum.
2) Lokastig nifteinda-
stjarna
Sé upphafsmassi stjömunnar
alliniklu meiri en massi Sólarinnar,
sér hið aukna aðdráttarafl fyrir að
njörva eindir efnisins enn meir
saman. Öreindahvarf verður til að
neikvæð rafeind og jákvæð róteind
mynda óhlaðna nifteind. Nifteindir
verða þannig meginuppistaða efnis
stjömunnar, og hún kemst fyrir í
enn minna rúmi en áður. Stjaman
fær radíus hub 10 km. Massinn sem
kemst fyrir í einni teskeið er um
milljón tonn|
3) Lokastig svarthol
Sé upphafsmassi stjömunnar
allnokkrum (3—5) sinnum massi
Sólarinnar, nær aðdráttaraflið að
yfirvinna alla fráhrindikrafta á
milli einda. Efnið fellur saman.
Stjaman fær radíusinn 0 (segi og
skrifa núll) km!
Þyngdaraflið verður óendanlega
stórt í grennd við þennan punkt,
sem er nefnt svarthol (e. black
hole). Nafnið er dregið af því að
ekkert efnislegt sleppur fram hjá
svartholinu, hafi það á annað borð
komið nógu nálægt því. Þar með
sleppur ekki ljós frá því heldur.
Örlög efnisins minna á örlög manns
sem var að skoða upp í sig í spegli
og varð fótaskortur við sýnina. Um
það orti vestur-íslenska skáldið
Guttormur Guttormsson:
Hann upp í sig bara ætlaði að skoða
en ekki að stoftia sér í neinn voða,
sem stundum er nær en ætlað er.
Þá brá honum svo við að sjá hið ljóta,
fór síðan að hopa, en missti fóta
og datt oni kjaftinn á sjálfum sér.
Svartholin eru heil og löng saga
út af fyrir sig, jafnvel þótt þvf sé
sleppt að vitna í gamlan vestur-
íslenskan kerskniskveðskap.
Nýir titlar á mynd-
bandamarkaðnum
STEINAR HF. hafa gefið út sam-
tals 60 nýja myndbandatiltla á
fyrstu sjö mánuðum ársins og i
ágúst bætast átta við. í frétt frá
Steinum hf. segir m.a. að i síðustu
viku hafi Steinar átt 10 af 20 vin-
sælustu myndböndunum á vin-
sældalista Sambands íslenskra
Myndbandaleiga.
Fyrstu tvær myndimar af þeim
átta sem nú koma út eru væntanleg-
ar 6. ágúst. Það eru „Leader og the
Band“, sem er gamanmynd um
hljómsveitarlíf. Hin myndin er
þriggja tíma löng framhaldsmynd í
tveimur þáttum, sem báðir eru á
sömu spólu. Nefiiist hún „Bluegrass"
og snýst sagan um peninga, völd,
svik, ástríður og hefnd. í aðalhlut-
verkum eru Cheryl Ladd, Mickey-
Rooney og Anthony Andrews.
Næstu tvær myndir koma síðan
12. ágúst. „Pick up Artist" með
Molly Ringwald og Robert Downey
í aðalhlutverkum og „Rita, Sue and
Bob Too“ sem hlaut mjög góða dóma
þegar hún var sýnd i kvikmyndahús-
um hér, að því er segir í fréttinni frá
Steinum.
„Revenge of the Nerds 11“ og
„The Right Stuff“ koma síðan út 19.
ágúst. Fyrri myndin er framhald af
Hefnd busanna, unglingamynd sem
sýnd hefur verið í kvikmyndahúsum
hér. Síðari myndin er byggð á skáld-
sögu, og hefur myndin unnið til fjög-
urra Óskarsverðlauna.
Síðustu tvær myndirnar koma svo
CllKDYL LADD
KosUtr iUorKu. Áraíftt, pomrwja og
IMU&.I l«ppo{ ao (ijvUlM v»'Ö»i|,ni|m|w-.ia
Paft o«Hur UKú koðtaft vjþ»M|voi
t ym ofj soinnj hlutl
„Bluegrass“, framhaldsmynd í
tveimur þáttum, er meðal þeirra
titla sem Steinar hf. senda frá
sér í ágúst.
25. ágúst. Það er „Three for the
Road“ með Charlie Sheen í aðal-
hlutverki, en hann er þekktastur fyr-
ir leik sinn f kvikmyndunum Her-
deildin (Platoon) og Wall Street.
Áttunda og sfðasta myndin sem
Steinar senda frá sér á myndbandi
í águstmánuði heitir „Maid to Order"
og hefur notið mikilla vinsælda með-
al bandríska myndbandaunnenda, að
því er segir í fréttinni. Með aðal-
hlutverk fara þau Ally Sheedy og
Beverly D’Angelo.