Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ. 'LAUGARDA.GUR 6. ÁGÚST 1988
SÍNE, til hvers, fyrir hverja?
eftir Svanhildi
Bogadóttur
Á undanfömum dögum hafa fjöl-
miðlar fjallað nokkuð um beiðni
mína til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins (RLR) um opinbera rannsókn á
bókhaldi og fjármálum Sambands
íslenskra _ námsmanna erlendis
(SÍNE). í þeirri umfjöllun hefur
ekki alltaf verið farið alveg rétt
með staðreyndir málsins og í þess-
um stuttu fréttum er kannski ekki
alltaf ljóst um hvað málið snýst.
Ég hef því ákveðið að skrifa hér
greinarkom til að skýra út um hvað
málið snýst, í þeirri von að það
megi verða einhveijum umhugsun-
arefni.
Kæra til Rannsóknar-
lögreglu ríkisins
Kæra mín til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins var ekki eitthvað
óundirbúið og illa rökstutt áróðurs-
bragð. Henni fylgdi ítarlegur rök-
stuðningur og gögn, og í henni
nefndi ég ekki nein atriði sem ég
var ekki algjörlega viss um að eitt-
hvað væri alvarlega gruggugt við.
Kæran var lokatilraun mfn til að
fá staðfestar þær brotalamir sem
ég hafði orði vör við í bókhaldi
SINE.
Hins vegar ræddi ég ekki við
lögfræðing áður en ég fór fram á
þessa opinberu rannsókn og vantaði
því upplýsingar um ákveðin atriði
í íslensku réttarkerfi. Rannsóknar-
lögreglan tók þá ákvörðun að að-
hafast ekkert í málinu. Mér skilst
að ástæðumar séu einkum þær að
ekki þyki ástæða til að rannsaka
meint bókhaldsfals og fjárdrátt ef
um lágar upphæðir er að ræða.
Einnig að ef ekkert sé í lögum fé-
lags sem beinlínis banni mönnum
að skammta sér peninga úr sjóðum
viðkomandi félaga, þá sé það ekki
refsivert og þá geti RLR ekki rann-
sakað málið. Lítill áhugi virðist
einnig vera á því að rannsaka meint
skattbrot, þrátt fyrir yfirlýsingar
hæstvirts fjármálaráðherra.
Lítið kom því út úr heimsókn
minni til RLR og fínnst mér ástæða
til að ráðamenn upplýsi landsmenn
um hve langt þeir megi ganga áður
en ástæða þyki til opinberrar rann-
sóknar.
En hvaða athugasemdir hef ég
þá við bókhald og Qárreiður SÍNE?
Ég mun hér á eftir segja frá þeim
helstu, svo hver geti dæmt fyrir sig.
Styrkur til Röskvu eða ekki
í kosningariti Röskvu, tímarits
félagshyggjufólks við Háskóla ís-
lands (vinstrimenn og umbótá-
sinnar) fyrir stúdentaráðskosning-
amar í mars, birtist m.a. styrkt-
arlína frá SÍNE. Fram kom í bók-
haldi SÍNE að fyrir hana voru
greiddar kr. 3.000, sem er venjulegt
verð fyrir slíka línu. Pramkvæmda-
stjóri SÍNE tók ákvörðunina um
styrktarlínuna upp á sitt einsdæmi,
án þess að ráðgast við aðra stjóm-
armenn.
Þrátt fyrir að ég væri persónu-
lega á móti því að SÍNE veitti
pólitíska styrki, þá geri ég ekki
athugasemd við þessa færslu á þeim
tíma. Hins vegar ráku ýmsir SINE-
félagar augun í styrktarlínuna og
spurðust fyrir um hana og staðfesti
ég greiðsluna.
Hins vegar kom í ljós í lok apríl
að ekki vildu allir félagsmenn taka
því þegjandi að fé SÍNE væri notað
til að styrkja pólitískt félag. Þetta
kom m.a. fram í grein sem birtist
í Morgunblaðinu þ. 28. apríl. Þar
sagði: „SÍNE styrkti t.d. framboð
Röskvu, félags vinstrimanna í HÍ,
með styrktarlínu í kosningabækl-
ingi þeirra síðastnefndu í stúdenta-
ráðskosningum í vetur," og í álykt-
un frá New York-deild SÍNE sagði:
„Enn fremur hafa fjármunir SINE
verið notaðir til að veita pólitísku
félagi í Háskóla íslands fjárhags-
stuðning.
Hins vegar, þegar þetta kom til
umræðu á stjómarfundi SÍNE þ.
3. maí, gerðist það furðulega að
Kristján Ari Arason, formaður og
framkvæmdastjóri SÍNE, neitaði
því staðfastlega að nokkur eyrir
hefði mnnið til Röskvu og kallaði
þetta örgustu lygar sem ekki ættu
við nokkuð að styðjast. í svari meiri-
hluta stjómar SINE við ályktun
NY-deildar í Morgunblaðinu þ. 17.
maí sagði m.a.: „Kveðja þessi var
SÍNE að kostnaðarlausu og í henni
fólst enginn pólitískur stuðningur
við viðkomandi félag.“
Svör Kristjáns Ara komu mér
mjög á óvart þar sem ég hafði áður
séð í bókhaldinu svart á hvítu að
SÍNE hafði greitt kr. 3.000 fyrir
styrktarlínuna. Hins vegar var erf-
itt að sanna hvaða færsla væri í
bókhaldi nema hafa aðgang að því.
Svanhildur Bogadóttir
„Það starfsár SÍNE,
sem nú er að ljúka, ætti
að vera dæmi um
hvernig félagið á ekki
að starfa. Við þurfum
að ræða hvað fór úr-
skeiðis og læra af því,
þannig að slíkt endur-
taki sig ekki. Einnig
þurfum við að ræða
hvernig við viljum að
félagið verði í frani-
tíðinni.“
Um svipað leyti og þessi gagn-
rýni kom fram áttu þeir furðulegu
atburðir sér stað að bókhald SÍNE
(þ.e. fylgiskjöl), sem alla tíð hefur
verið geymt á skrifstofunni, hvarf
þaðan. Framkvæmdastjóri SÍNE
virðist skyndilega hafa ákveðið að
þægilegra væri að geyma bókhaldið
heima hjá sér.
Hins vegar fann ég skömmu síðar
á skrifstofu SÍNE útprent af tölvu-
færðu bókhaldi SÍNE. Þar kom í
ljós að textinn vegna tékkans á
Röskvu hafði breyst. Áður hafði
hann verið „Styrkur til Röskvu" en
nú var hann „Ljósritun SHÍ“. [SHÍ
er Stúdentaráð Háskóla íslands.]
Þama var sem sagt um að ræða
sömu upphæð og dagsetningu en
textinn hafði breyst. Mín ágiskun
er sú að skipt hafí verið um kvittun
og texta í tölvu breytt, því það var
ekki hægt að sleppa því að gera
grein fyrir útleystum tékka.
Hins vegar vildi ég fá grun minn
staðfestan. Ég hafði samband við
formann Stúdentaráðs HÍ og spurði
hann að því hvort SHÍ hefði borist
greiðsla fyrir ljósrit frá SÍNE. Þrátt
fyrir ítarlega leit í bókhaldi SHÍ,
fann hann engin merki þess að
þessi greiðsla hefði borist SHI.
Ég fékk einnig ljósrit af umrædd-
um tékka. Tékkinn var leystur út
af Ástu Siguijónsdóttur, gjaldkera
Röskvu, „f.h. Röskvu". Þá var ekki
lengur neinn vafi á því hvað hafði
gerst.
Kristján Ari Arason, fram-
kvæmdastjóri SÍNE, virðist hafa
verið tilbúinn til að nota fé SÍNE
til að styrkja pólitískt félag, en
ekki til að standa við það. Því
breytti hann bókhaldinu til að dylja
það.
Kr. 190.000 „innborgun"
álaun
í tölvufærðu bókhaldi SÍNE kom
líka önnur athyglisverð færsla í ljós.
í byijun apríl skrifaði framkvæmda-
stjórinn kr. 250.000 tékka á sjálfan
sig og hefur aldrei verið á það
minnst við stjórnarmenn. Þetta er
stór hluti af heildarveltu SÍNE yfir
árið og þvf um háa upphæð að
ræða fyrir félagið.
í bókhaldi skýrir framkvæmda-
stjórinn þessa færslu með því að
kr. 190.000 séu „Gr. inná laun
KAA“ og kr. 60.000 séu „Lán til
KAA“.
Þrátt fyrir að innborganir á laun
séu algengar, þykir mér að kr.
190.000 sé sérkennileg „innborg-
un“ á laun manns sem á að fá rúm-
lega kr. 70.000 útborgaðar á mán-
uði þegar staðgreiðsla og lífeyris-
sjóðsgjöld hafa verið dregin frá.
Kristján Ari virðist þarna í byijun
apríl hafa fengið greidd fyrirfram
!aun fyrir apríl, maí og júní. Þessi
óeðlilega mikla fyrirframgreiðsla
launa var aldrei borin undir stjóm
SÍNE og virðist henni hafa verið
haldið mjög leyndri. Og að sjálf-
sögðu sést þetta ekki í ósundurlið-
uðum ársreikningunum sem verða
lagðir fram á sumarráðstefnu.
Vaxtalaust lán frá SÍNE
Framkvæmdastjóri SÍNE veitti
sjálfum sér kr. 60.000 lán úr sjóði
SÍNE sama dag og fyrirfram-
greiðsluna fyrmefndu, og var lánið
aldrei borið undir stjóm. Skv. bók-
haldsyfirliti var það greitt til baka
án vaxta. Hins vegar er óljóst hve-
nær lánið var endurgreitt. I bók-
haldi er fært að það hafi verið
greitt daginn eftir að það var tekið.
Hins vegar skv. bankayfirliti aðal-
reiknings SÍNE hafði lánið ekki
ennþá verið greitt sex dögum eftir
að það var tekið.
Það má telja það í hæsta máta
óeðlilegt að framkvæmdastjóri veiti
sjálfum sér þetta hátt lán án þess
að minnast á það við stjóm og einn-
ig að hann skuli ekki greiða vexti
af því.
Varaformanni haldið frá
bókhaldi og félagsmönnum
Undanfama mánuði hefur fram-
kvæmdastjóri SÍNE markvisst unn-
ið að því að einangra undirritaða
frá félagsmönnum og gæta þess
að hún komist ekki í bókhald eða
gögn SÍNE. Ástandið hefur farið
versnandi með mánuði hveijum.
Eins og ég nefndi fyrr í grein-
inni, þá hvarf bókhald SÍNE af
skrifstofunni skömmu eftir að
ályktun New York-deildar barst til
íslands. Um svipað leyti læsti fram-
kvæmdastjóri síma SÍNE fyrir
langlínusímtölum öðmm en sínum
eigin. Þetta var mjög bagalegt fyr-
ir mig, þar sem ég þarf vegna
starfa minna í stjóm Lánasjóðs
íslenskra námsmanna mjög mikið
að hringja í námsmenn erlendis á
kvöldin, þegar framkvæmdastjóri
er ekki við.
Að sögn framkvæmdastjóra var
aðaltilgangurinn með þessu sá, að
ég myndi nú hringja handvirkt í
gegnum síma 09 og þar með feng-
ist listi yfir hvert ég hringdi. Ókost-
urinn við að hringja í gegnum 09
er að það er bæði seinvirkt og mun
dýrara.
Við komumst síðar að samkomu-
lagi um það að ég gæti alveg eins
sparað mér ferð á skrifstofu SÍNE
með því að hringja heiman frá mér
í gegnum 09. Hins vegar hefur
framkvæmdastjórinn eftir á neitað
að greiða símareikningana, á þeirri
forsendu að þá þurfí að taka fyrir
og samþykkja á stjómarfundi og
mér vitandi hafa slíkir fundir ekki
verið haldnir síðan 8. maí. Það hef-
ur aldrei gerst fyrr í vetur að reikn-
ingar hafi verið lagðir fyrir stjómar-
fund, og því er það einkennilegt að
það skuli tekið upp á því nú.
Fleiri atriði væri hægt að tina
til, svo sem atvikið þegar mér og
einum stjómarmanni nýju stjómar-
Næg atvinna á Árborgarsvæðinu
Meitillinn hyggst halda úti togurunum þó til stöðvunar komi
Selfóssi.
ATVINNUÁSTAND í Þorlákshöfn hefur verið gott þar til uppsagna
kom nýlega hjá Meitlinum hf., þegar öllu starfsfólki nema áhöfnum
tveggja .togara var sagt upp störfum, alls 190 manns þar af 121
fastráðnum. Skortur hefur verið á vinnuafli í Þorlákshöfn og miðað
við að starfsemi fyrirtækja á staðnum væri í fullum gangi er talið
að það vanti fólk í 100 stöður.
Enginn hörgull er á atvinnu í
öðmm þéttbýlisstöðum á Árborgar-
svæðinu svonefnda, Hveragerði,
Selfossi, Eyrarbakka og Stokks-
eyri. Með tilkomu brúar yfír Ölfus-
árós er talið að líta megi á svæðið
sem eina atvinnulega heild.
Mikil eftirspum er eftir húsnæði
á öllum stöðunum, sérstaklega
Ieiguhúsnæði. Verð á fasteignum
hefur hækkað og íbúðir og einbýlis-
hús seljast fljótt.
Höldum tognrunum
gangandi
„Miðað við stefnuna fyrstu fjóra
mánuðina stefndi fjármagnskostn-
aðurinn í rúmar hundrað milljónir
á árinu," sagði Guðmundur Sig-
urðsson skrifstofustjóri Meitilsins.
„Það verður reynt að halda togur-
unum gangandi eins lengi og hægt
er. Það er meira en full alvara að
stöðva fyrirtækið. Þetta er vamar-
aðgerð til þess að þurfa ekki að
sitja uppi með launaskuldir við
starfsfólkið.
Það er nauðsynlegt að ná fjár-
magnskostnaðinum niður, einnig
öðmm kostnaðarliðum svo sem
orkukostnaði. Fyrirtækið er ekki
komið í gjaldþrot en auðvitað getur
staðan versnað ef þarf að stoppa.
Við trúum ekki öðra en komið verði
til móts við þennan geira atvinnu-
lífsins," sagði Guðmundur Sigurðs:
son.
Hefur vantað fólk
í 100 stöður
„Við munum halda fund með
stjóm Meitilsins og fá upplýsingar
um stöðu mála hjá þeim,“ sagði
Guðmundur Hermannsson sveitar-
stjóri Ölfushrepps. „Þessi staða
þeirra er nú ekki einkamál okkar
hér, en þetta er mjög alvarlegt
ástand. Haustið er alltaf erfiðurtími
í fískvinnslunni og fyrirtæki vilja
hafa lausar hendur.
Hér hefur vantað fólk og meira
um að fólk sæki vinnu hingað en
að það fari héðan til vinnu annars t
staðar. Við tryggjum samt aldrei
öllu fólki frá Meitlinum vinnu hér
á staðnum. Það er hugsanlegt að
stofustjóri Meitilsins.
útvega einhveijum vinnu annars
staðar en aldrei nema hluta. Ann-
ars emm við nokkuð vel settir með
það að hér em mörg fiskvinnslu-
fyrirtæki með mismunandi fram-
leiðslu en Meitillinn er fasti punkt-
urinn í atvinnulífinu sem staðurinn
hefur byggst utan um.
Miðað við að allt sé hér á fullu
Guðmundur Hermannsson sveit-
arsljóri Ölfushrepps.
þá höfum við talið að hér vantaði
fólk í um 100 stöður,“ sagði Guð-
mundur Hermannsson sveitarstjóri.
Ekkert atvinnuleysi
í Hveragerði
„Það er ekkert atvinnuleysi hér
í Hveragerði. Það em litlar sveiflur
í atvinnulífínu. Atvinnan er mjög
jöfn og ömgg og byggist á þjón-
ustustörfum og minni einkafyrir-
tækjum í iðnaði," sagði Hilmar
Baldursson bæjarstjóri í Hvera-
gerði.
Hann sagðist ekki gera ráð fyrir
að atvinnulífið í Hveragerði gæti
tekið við stómm hópum fólks vegna
Hilmar Baldursson bæjarstjóri i
Hveragerði.