Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 29 • ti’aiistiini fót íögg að sækja nslan sýnir að almenningur getur sé lögð á varaforsetaefni flokk- anna. Sá sem verður fyrir valinu sem varaforsetaefni, annars hvors flokksins, er í sviðsljósi fjölmiðl- anna í eina viku og er síðan týnd- ur og'tröllum gefinn; hann skiptir ekki lengur máli. Hvort sem þetta er rétt eða ekki er ljóst að varafor- setaefni getur veitt forsetafram- bjóðanda pólitískt- og landfræði- legt jafnvægi. Og það var einmitt jafnvægi sem Dukakis var að sækjast eftir þegar hann bauð Lloyd Bentsen, að standa sér við hlið. Það getur því skipt miklu máli hver verður fyrir valinu sem vara- forsetaefni repúblikana. Bush hef- ur lýst því yfir að hann ætli að halda því leyndu hver verður fyrir valinu, þangað til á landsfundi repúblikana. Með þessu er Bush að reyna að halda athygli fjöl- miðla og þá sérstaklega sjónvarps- stöðvanna. Landsfundurinn stend- ur í úóra daga og ef Bush tekst að beina augum fjölmiðla að lands- fundinum nær hann eyrum al- mennings. Og reynslan sýnir að landsfundir flokkanna geta ráðið miklu um úrslit kosninganna. En allt fer þetta eftir því hvort vel tekst til í vali á varaforsetaefni og hvernig ræðu Bush flytur á landsfundinum. Það verður ekki auðvelt fyrir Bush að útnefna varaforsetaefni. Mikill kurr er meðal íhaldssamari repúblikana, sem telja varaforset- ann of frjálslyndan. Eftir að ljóst varð að Bush yrði forsetaefni repú- blikana voru margir hinna íhalds- samari á því að taka ekki þátt í kosningabaráttunni og það hefði komið sér sérstaklega illa fyrir Bush. Svo virðist hins vegar þessi hótun hafi ekki verið nema orðin tóm, enda margir bent á að Duk- akis gæti sem forseti snúið „Reag- an-byltingunni“ í andstæðu sína á fáeinum misserum og því sé nauð- synlegt að vinna að kjöri Bushs. Nokkrir þekktir íhaldsmenn studdu Bush í forkosningunum, þar á meðal Barry Goldwater, sem var forsetaframbjóðandi repúblik- ana 1964, en hann nýtur mikillar virðingar meðal hægri manna í Bandaríkjunum. íhaldsarmur Repúblikana- flokksins leggur áherslu á að Bush velji mann úr sínum röðum. Jack Kemp, fulltrúadeildarþingmaður frá New York-ríki og fyrrum keppinautur Bush um útnefningu flokksins, er oftast nefndur á nafn sem fulltrúi íhaldsmanna. Kemp er þingmaður frá fjölmennu ríki, þar sem Bush stendur höllum fæti. Fréttaskýrendur eru þó efins um íkjanna og frambjóðandi Repúblikanaflokksins i forsetakosningunum DUSII leggur riaa anersiu a reynslu sina a sviði utanrikismála. Myndin sýnir hann ávarpa Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna i síðasta mánuði er árás Bandaríkjamanna á íranska farþegaþotu var tekin til umræðu að kröfu írana. að Kemp geti veitt Bush mikla aðstoð á atkvæðaveiðum. Rowland Evans og Robert Novak, þekktir greinarhöfundar og íhaldsmenn, sögðu til dæmis nýlega í grein að Kemp myndi ekki tryggja Bush sigur, en hann væri engu að síður besti kosturinn. En það eru fleiri sem koma til greina. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldunga- deildinni, er sagður ofarlega á blaði. Dole keppti við Bush um útnefningu repúblikana. Hann áetti að auðvelda Bush kosninga- baráttuna í Mið-Vesturríkjunum. Eiginkona hans, Elisabeth Dole, fyrrum samgönguráðherra, er af mörgum talin álitlegur kostur fyr- ir Bush. Hvorugt þeirra hjóna er hins vegar að skapi íhaldsmanna. Ihaldsmenn hafa varað Bush við því að hann geti ekki reiknað með stuðningi þeirra ef hann velur ekki varaforsetaefni úr þeirra röð- um. Richard Nixon, fyrrverandi forseti, hefur hins vegar mælt sér- staklega með Bob Dole sem vara- forsetaefni. Það er margt sem mælir með því að repúblikanar útnefni konu sem varaforsetaefni flokksins. Með því gæti Bush unnið meira traust meðal kvenþjóðarinnar, sem er honum lífsnauðsynlegt, eins og áðumefndar skoðanakannanir gefa til kynna. Jeane Kirkpatrick, fyrrverandi sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um, hefur oft verið nefnd sem hugsanlegur varaforseti, en hún hefur oft gagnrýnt Bush harðlega, og því ólíklegt að hún verði fyrir valinu. Kirkpatrick var demókrati áður en hún gekk til liðs. við repú- blikana fyrir nokkrum áram. John H. Sununu, ríkisstjóri New Hampshire og þekktur íhalds- maður, er náinn vinur varaforset- ans og kemur því til álita sem varaforsetaframbjóðandi. Vanda- málið er hins vegar að hann kem- ur frá fámennu nágrannaríki Massachusetts, og getur því skilað Bush litlu í atkvæðum. Sununu hefur alla tíð staðið í skugga Duk- akis og er ólíklegt að hann verði fyrir valinu sem varaforsetaefni. Hann hefur hins vegar fengið það hlutverk að finna veikleika Dukak- is og gagnrýna hann á opinberam vettvangi. Sununu getur hins veg- ar átt von á góðu ráðherraemb- ætti ef Bush nær kjöri. Og það era fleiri sem nefndir hafa verið til að standa við hlið Bush í kosningabaráttunni. Deuk- mejian, ríkisstjóri Kalifomíu, þótti álitlegur en hann hefur lýst því yfír að hann hafí ‘ekki áhuga. Robert K. Dorman, fulltrúadeild- arþingmaður frá sama ríki, hefur stuðning margra til embættisins. Hann er frá fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og þykir fremur íhaldssamur. Dorman er kaþólsk- ur, sem þykir ekki verra í kom- andi kosningum. Bill Armstrong, öldungadeildarþingmaður frá Col- orado hefur einnig verið nefndur. Boðskapinn vantar Eitt aðalvandamál Bush er að hann vantar ákveðinn boðskap. Repúblikanar hafa ekki unnið for- setakosningar án þess að hafa skýra stefnu og boðskap að færa bandarísku þjóðjnni. Skýr boð- skapur er repúblikönum lífsnauð- synlegur, eins og berlega kom í ljós í kosningunum til þingsins árið 1986. Þá töpuðu þeir fyrir demókrötum, sem hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. Repú- blikanar hafa forðast rökræður við demókrata um ákveðin grandvall- aratriði í stjómmálum, — grand- vallaratriði sem skilja demókrata og repúblikana að. Þeir hafa ekki verið tilbúnir að berjast með oddi og egg fyrir málstað sínum og forðast að lenda í opinberam deil- um við andstæðinga sína. The Wall Street Journal benti á þetta í forystugrein fyrir nokkram vik- um og telur að vegna þessa séu repúblikanar í minnihluta á Bandaríkjaþingi og eigi á hættu að tapa forsetaembættinu. Líklega munu um 100 milljónir Bandaríkjamanna ganga að kjör- borðinu í nóvember næstkomandi. Bush verður því að sannfæra lið- lega 50 milljónir manna að hann sé forsetastarfinu vaxinn og geti beint bandarísku þjóðfélagi inn á brautir hagsældar. Hann hefur lagt fram ákveðnar tillögur um hvemig eigi að ráða við fjárlaga- hallann, en Dukakis hefur aðeins talað um hversu alvarlegur hallinn sé. Bush hefur reynsluna í utanrík- ismálum, Dukakis ekki. Bush hef- ur í nær átta ár staðið í skugga Reagans en Dukakis hefur verið ríkisstjóri, lítt þekktur utan Nýja Englands. Dukakis hefur hins veg- ar tekist að skapa sér ákveðna ímynd í hugum Bandaríkjamanna. Hann er álitinn traustur og góður stjómandi sem lagt hefur grann- inn að efnahagslegri velmegun Massachusetts. Margir kjósendur telja að hann sé íhaldssamur demókrati og þeir óháðu kjósendur og demókratar sem sem studdu Ronald Reagan 1984 líta á Dukak- is sem íhaldssaman demókrata og fylgja honum því að máluni. Bush bindur vonir við það að geta sannfært kjósendur um það að ríkisstjórinn frá Massachusetts sé í raun fijálslyndur og eigi eftir •að snúa góðærinu upp í andstæðu sína ef hann nær kjöri. Bush verð- ur að fullvissa kjósendur um að hann muni ekki hækka skatta til að minnka fjárlagahallann og að atkvæði greitt Dukakis sé ávísun á hærri skatta. En fyrst og fremst verður Bush að sanna að hann geti staðið á eigin fótum og tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Með hlið- sjón af þessu er val á varaforseta- efni enn mikilvægara en ella. En jafnvel þó Bush ætli sér að standa á eigin fótum í kosninga- baráttunni er greinilegt að hann treystir mjög á stuðning Ronald Reagans. Forsetinn nýtur mikilla vinsælda þrátt fyrir það sém miður hefur farið. Dukakis hefur gert sér grein fyrir þessu og gagnrýnir því Reagan ógjaman. Reagan hef- ur lýst því yfír að hann ætli að taka virkan þátt í kosningabarát- tunni og leggja sitt af mörkum til að Varaforsetinn nái kjöri í nóvem- ber. Og það getur ráðið úrslitum. Richard Nixon getur borðið vitni um það hve vinsæll forseti vegur þungt í baráttunni um Hvíta hús- ið. Arið 1960 sóttist hann eftir forsetaembættinu, en keppinautur hans var John F. Kennedy, sem hafði sigur. Framan af kosninga- baráttunni tók Eisenhower, þávar- andi forseti virkan þátt í kosning- unum en dró sig í hlé þegar nær dró kjördegi. Þessi ákvörðun Eis- enhowers er af mörgum talin hafa ráðið úrslitum. Varaforsetinn (Nixon) var ekki í miklu uppáhaldi hjá forsetanum. En nú er annað upp á teningnum, bæði Reagan og Nancy styðja Bush heilshugar. Sagan frá 1960 þarf ekki að end- urtaka sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.