Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 11 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Starfsmenn Pósts og síma ásamt Björgvin Lútherssyni símstöðvarstjóra. Nú starfa 54 starfsmenn hjá Pósti og síma í Keflavík, 34 verða í nýja pósthúsinu og 20 tæknimenn verða áfram í gömlu símstöðinni. Kpflflvík* Nýtt pósthús tekið Keflavík. Iþróttahátíð á Sól- heimum í Grímsnesi NÝTT húsnæði Pósts og síma í Keflavík hefur verið tekið í notk- un á Hafnargötu 89. Á miðviku- daginn afhenti Matthías Á. Mathi- esen samgönguráðherra Björgvin Lútherssyni símstöðvarstjóra húsið formlega til afnota við hát- íðlega athöfn. Öll almenn þjón- usta verður í nýja pósthúsinu, en gamla símstöðin við Hafnargötu 40 verður aðsetur tæknimanna, en þar er sjálfvirka og stafræna símstöðin staðsett. Framkvæmdir við nýja pósthúsið hófust í ágústmánuði 1986 þegar þáverandi póst- og símamálastjóri í notkun Jón Skúlason tók fyrstu skóflustung- una. Þorgeir K. Þorgeirsson, for- stöðumaður umsýsludeildar Pósts og símu, rakti gang byggingarfram- kvæmda sem tóku tæp tvö ár. Nýja húsið er á tveim hæðum, á jarðhæð er öll almenn afgreiðsla, en á efri hæðinni eru skrifstofur og aðstaða starfsfólks. Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri talaði og síðan afhenti samgönguráðherra húsið til afnota. Björgvin Lúthersson símstöðvar- stjóri sagði að mikil þörf hefði verið fyrir nýja pósthúsið vegna þrengsla á gamla pósthúsinu og sökum þess hefði hann orðið að taka hluta af húsinu undir bögglapóst í desember síðastliðnum. Björgvin sagði enn- fremur að með tilkomu nýja póst- hússins væri brotið blað í sögu þjón- ustu pósts og síma, því nú fengju viðskiptavinir alla afgreiðslu á sama staðnum við afgreiðsluborðið. Allt frá því að koma með bréf eða bögg- ul í póst, með bilaðan síma, eða til að kaupa nýjan. - BB Íþróttahátíð fyrir þroskahefta, fatlaða og aðstandendur þeirra verður haldin á Sólheimum í Grímsnesi sunnudaginn 7. ágúst. Tilgangurinn er að fá sem flesta til að koma út, hreyfa sig svolítið og skemmta sér á eftir. Dagskráin hefst með Sólheima- göngu kl. 12.00. Þátttakendur geta valið um þijár vegalengdir, 5 km, 10 km og Sólheimahring, 24 km. Verðlaun verða veitt fyrir hverja vegalengd. Þátttakendur komi eigi síðar en kl. 11.30 til skráningar. Að loknu þessu létta heilsubót- arrölti verður öllum boðið í risaúti- grillveislu með tilheyrandi með- læti. Því næst gefst tækifæri til að skreppa í sund, í heita pottinn eða gufu og margt annað verður gert. Allt endar þetta með da'nsleik í íþróttahúsinu þar sem góðir gestir verða. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 9.00 fyrir þá sem ætla að vera með í göngunni og fyrir aðra gesti kl. 11.30. Ferðir verða til baka að loknum dansleik um kl. 18.45. Þátttaka og aðgangur er ókeyp- is og allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra. Íþróttahátíð verður haldin á Sólheimum í Grímsnesi á sunnudaginn. SAMKEPPNI UM SLAGORÐ! í ágúst mánuöi gefst þér tækifæri á því aö taka þátt í samkeppni um slagorð fyrir Royal Export Bjór. Verðlaun eru 6 daga ferð til Kaupmannahafnar með gistingu á lúxushóteli, fyrirtvo. Sendu inn hugmynd þína aö slagorði fyrir 30. ágúst n.k. ásamt nafni, heimilisfangi og síma- númeri. Valiö veröur úr innsendum tillögum af fulltrúum verksmiöjanna þann 1. september n.k. og veröa úrslit tilkynnt samdægurs. Nafn: Sími: Heimilisfang: Póstnúmer: Slagorð: (Ath. Ein hugmynd) Líklega sá besti! Sendist til: Ó. Johnson & Kaaber hf. ■ Pósthólf 5340 ■ 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.