Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
43 '
Minning:
Helgi Ástvalds-
son, Siglufirði
Fæddur 17. mai 1957
Dáinn 26. júlí 19S8
Hann Helgi vinur okkar er dáinn.
Fréttin um þetta hörmulega slys
kom mjög við okkur sem til hans
þekktum. Hann sem alltaf var svo
kátur og hress þegar við hittumst,
en nú sjáumst við víst ekki oftar
hér á þessari jörðu. Hvers vegna
spytjum við, hvers vegna koma fyr-
ir svona hræðilegir atburðir, tveir
ungir menn teknir í burtu svona
snöggt frá fjölskyldum sínum og
vinum. Svar við þessari spurningu
fáum við ef til vill aldrei. _
Vinur okkar fæddist á Ólafsfirði
17. maí 1957 og var því aðeins 31
árs þegar kallið kom. Hann hét
fullu nafni Siguijón Helgi og var
sonur þeirra Sigríðar Sæland og
Ástvalds Steinssonar. Helgi var
næstelstur flögurra systkina. Jón
Númi er elstur, þá kom Helgi, því
næst Inga Sæland og yngst er Júlí-
anna. Helgi ólst upp hér á Ólafs-
fírði og átti marga félaga enda allt-
af líf og fjör í kringum hann. Hann
fann alltaf upp á einhveiju spenn-
andi, stundum var áhættan heldur
mikil sem tekin var en ævintýraþrá
hans var óseðjandi. Helgi var mik-
ill íþróttamaður, hér heima var hann
í öllum íþróttum sem stundaðar
voru og allstaðar náði hann góðum
árangri. Strax sem bam bar hann
af í fímleikum og sýndi víða um
landið ásamt fleiri strákum héðan
úr Ólafsfírði og voru þeir nefndir
Litlu arabamir. Hann stundaði mik-
ið skíði, keppti lengi í alpagreinum
og um tíma bæði í göngu og stökki.
Margar ógleymanlegar ferðir voru
famar og eru þær oft rifjaðar upp
í góðra vina hópi. Helgi var mikill
tónlistarmaður; hann spilaði á gítar
og hófst hans ferill, eins og margra,
í skólahljómsveit en þá fór hann
að spila á trommur. Hann spilaði í
hljómsveit hér í bænum og svo nú
seinni árin með Miðaldamönnum frá
Siglufírði. Hann var duglegur til
vinnu og stundaði sjóinn lengi, einn-
ig vann hann við húsamálningu með
honum Sigmundi Jóns. Eftir að
hann fluttist til Siglufjarðar vann
hann við löndun. Helgi giftist Helgu
Kristinsdóttur og eignuðust þau tvö
böm, Gísla Má, fæddan 1976, og
Diljá, fædda 1982. Helgi og Helga
slitu samvistir. Hann fluttist til
Sigluijarðar ásamt sambýliskonu
sinni, Tinnu Lámsdóttur, en þau
eignuðust eina dóttur, Sigurlaugu,
fædda 1985. Gísli Már bjó líka hjá
þeim.
Við þökkum Helga fyrir allar
ógleymanlegu samverustundimar
og sendum öllum aðstandendum
hans okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu Helga vinar
okkar.
Jónína og Haukur
Kveðjuorð:
Elín Hallgrímsdóttir
frá Grímsstöðum
Fædd 2. febrúar 1893
Dáin 17. júlí 1988
Foreldrar Elínar voru: Hallgrím-
ur Níelsson bóndi og hreppstjóri á
Grímsstöðum í Álftaneshreppi og
hans kona Sigríður Steinunn Helga-
dóttir frá Vogi á Mýmm. Foreldrar
Eiínar, Hallgrímur og Sigríður
Steinunn, vom bæði af merkum
ættum, en það yrði of langt mál
að rekja ættir þeirra merku hjóna.
Grímsstaðir vom í tíð Hallgríms
Níelssonar og hans fjölskyldu mikið
menningarheimili. Þar var ágætt
bókasafn og sérstaklega man ég
þar eftir ljóðmælum eldri skáld-
anna, íslendingasögum, Sturlungu
og ýmsum merkum ritum frá fyrri
tíð. Allar vom þessar bækur í úr-
valsbandi. Þá vom hlóðfæri til og
söngur iðkaður, þegar tími var til.
Hallgrímur Níelsson var á ýms-
um sviðum á undan sinni samtíð
og fljótur að eignast ýmis heimilis-
tæki, sem þá vom varla til á öðmm
bæjum og má þar nefna skilvindu,
eldavél og verkfæri til jarðvinnslu.
Hallgrímur gerði Grímsstaði að
stórbýli, stækkaði túnið til muna
og byggði upp öll hús jarðarinnar
oftar en einu sinni. Það er næstum
ótrúlegt, hversu miklu Hallgrímur
kom í verk, því að tvisvar sinnum
varð hann fyrir stóráföllum í sinni
búskapartíð, fyrst brann gamli
bærinn, sem var efst í gamla tún-
inu, en þá byggði hann stórt timbur-
hús neðar í túninu, en það brann
til kaldra kola á gamlaárskvöld
1914. Vorið og sumarið 1915
Blóma- og
0 skreytingaþjónusta w
™ hvertsemtiléfniðer.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfticimum 74. sími 84200
byggði hann núverandi steinhús,
með tvöföldum steinveggjum, sem
þá var lítt þekkt á þeim tíma.
Hallgrímur og Sigríður Steinunn
eignuðust alls sjö böm, fjóra syni
og þijár dætur. Öll voru bömin vel
greind og vel látin af öllum, sem
þeim kynntust.
Ég kynntist Elínu fyrst haustið
1913, en þá var ég nýkominn að
Valshamri. Þá bjuggu á Valshamri
Soffía, systir Élínar, og hennar
maður Níels Guðnason, fósturfor-
eldrar mínir. Á sama tíma bjuggu
einnig á Valshamri foreldrar Níels-
ar, Guðný Kristrún, systir
Hallgríms á Grímsstöðum og henn-
ar maður Guðni Jónsson. Þá var
Elín ung heimasæta á Grímsstöð-
um. Á næstu árum var Elín tíður
gestur á Valshamri eða þangað til
hún flutti alfarin til Reylqavíkur.
Ég man alltaf eftir því, hversu hlý-
lega hún talaði til mín og sagði
mér þá oft ýmislegt, sem mér ung-
um dreng þótti gaman áð heyra.
Hún kom alltaf með ljós og yl í
bæinn.
Árið 1918 urðu þáttaskil í lífí
Elínar. Það ár giftist hún frænda
sínum, Oddi Jónssyni frá Álftanesi,
en hann var systursonur Hallgríms
á Grímsstöðum, sonur Mörtu og
Jóns Oddsonar á Álftanesi. Elín og
Oddur eignuðust þijár dætur, Ás-
laugu, Soffíu Sigríði og Sigríði
Steinunni. Elín og Oddur slitu sam-
vistir eftir 17 ára sambúð. Eftir það
bjó Elín með dætrum sínum á ýms-
um stöðum, en laust fyrir 1960
fluttu þær mæðgur í nýbyggt rað-
hús á Álfhólsvegi 12 í Kópavogi,
þar sem þær undu vel hag sínum
og kunni Elín vel að meta hið fagra
útsýni, sem blasti við til norðurs
og norðvesturs. Allar dætur Elnar
stunduðu framhaldsnám eftir að
skyldunámi lauk í bamaskóla, en
unnu síðar við skrifstofustörf alla
sína starfsævi. Það sem mér fínnst
eftirtektarverðast í sambandi við
Elínu Hallgrímsdóttur, er hversu
orðvör hún var, þegar rætt var um
menn og máleftii. Hún sagði aldrei
annað en það sem henni fannst
sannast og réttast, enda báru allir
hlýjan hug til hennar.
Oft leitaði ég til Elínar, þegar
ég var að færa eitthvað í letur um
menn, sem ég vissi, að hún hafði
þekkt á sínum yngri ámm. Hún var
stálminnug og óhætt var að treysta
því, sem hún sagði. Það var mikið
áfall fyrir Elínu og dætur hennar,
þegar Soffía dóttir hennar dó eftir
þungbær veikindi árið 1986.
Síðustu æviár Elínar vom henni
þung í skauti. Hún tapaði sjóninni
smátt og smátt og líkamsþrótturinn
hvarf. Síðustu tvö árin var hún á
Hjúkmnarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi. Dætur hennar hugsuðu
ávallt vel um móður sína, enda
ávallt mjög kært á milli þeirra. Elín
Hallgrímsdóttir lifði langa ævi, varð
meira en 95 ára. Ég votta dætmm
hennar og nánasta skyldfólki mína
dýpstu samúð.
Magnús Sveinsson
frá Hvítsstöðum.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir,
HRAFNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hvassaleitl 48,
Reykjavfk,
verður jarðsungin fró Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl.
15.00.
Haraldur Valstelnsson og börn,
Ragna Kemp.
t
Eiginkona mín,
BETSY HELENE JÓNSDÓTTIR,
lést 5. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kári B. Helgason.
t
Elsku drengurinn okkar,
STEINGRÍMUR ÖRN STEINGRÍMSSON,
HKðargötu 13, Neskaupstað,
er látinn.
Esther Hauksdóttir, Steingrímur Örn Steingrímssor
Magnús Ólafsson, Ásdís Siguröardóttir.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GÚSTAF M. GUÐMUNDSSON,
Réttarholtsvegi 93,
lést í Borgarspítalanum 27. júlí sl. Jaröarförin hefur farið fram
í
kyrrþey. Þökkum auösýnda samúð. Sérstakar þakkir til lækna og
starfsliðs á deild A-4 Borgarspítalans fyrir góða umönnun.
Karítas Jónsdóttir,
Aðalheiður Erna Gústafsdóttir, Magnús Þór Jónsson,
Ragnheiður Gústafsdóttir,
Gunnar Jón Gústafsson,
Ásmundur Birgir Gústafsson, Þórdfs Pálsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GRÓU STEINUNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR
. frá Innri-Veðraá.
Kristin R. Magnúsdóttir,
Hinrik J. Magnússon, Matthildur Hafsteinsdóttir,
Steingrimur Stefnisson, Sigrfður Samsonardóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug viö
fráfall
SÓLEYJAR ÞORSTEINSDÓTTUR
kaupkonu,
Hjallabrekku 17.
Sigrfður, Sofffa og Svava Ágústsdætur og fjölskyldur.
Garðar Þorsteinsson og fjölskylda.
t
Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs
sonar, eiginmanns, föður, tengdafööur, afa og bróður,
HÖSKULDAR STEFÁNSSONAR,
Hjallabrekku 12,
Kópavogi.
Guðrún Össurardóttir,
Sigurbjörg Björnsdóttir,
Valbjörn Höskuldsson, Hrönn Önundardóttir,
Stefán Rúnar Höskuldsson,
Þröstur Þór Höskuldsson,
Heiða Björg Valbjörnsdóttlr
og systkini hins látna.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn biaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.