Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
17
Handrit, bækur og
myndir á uppboði
Bókavörðunnar
BÓKAVARÐAN efnir til fjöl-
breytts uppboðs í Templarahöll-
inni við Eiriksgötu sunnudaginn
7. ágúst og hefst það kl. 15.00.
Seldar verða bækur, m.a. allir
Hæstaréttardómar frá upphafí,
einnig úr öðrum gömlum dómasöfn-
um, m.a. svokölluðum „ísafoldar-
dómum", kennslubækur eftir
Bjarna Benediktsson, gamlar fast-
Hvammstangi:
Nýr 70tonna
rækjubátúr
NÝR 70 tonna rækjubátur, Rósa,
hefur nú bæst i fiskiskipaflotann
á Hvammstanga. Báturinn er
keyptur frá Noregi.
Að sögn Friðriks Friðrikssonar,
útgerðarmanns og eiganda Rósu,
kemur báturinn í stað eldri 50 tonna
báts, sem orðinn var úreltur. „Sá
gamli fór í brennu á gamlárs-
kvöld,“ sagði Friðrik. Styrkur
fékkst úr úreldingarsjóði til kaupa
á nýja bátnum, sem er sá íjórði
með Rósunafninu í eigu Friðriks,
en dóttir hans heitir Rósa.
eignabækur, allt Almanak Þjóð-
vinafélagsins frá 1875—1950, rit
eftir Jón Bjamason Únítaraprest,
pr. í Vesturheimi 1879, Annáll 19.
aldar eftir séra Pétur í Grímsey,
ýmsar bækur úr sögu Reykjavíkur,
gamlar handritaprentanir og heil-
margar bækur úr íslenzkum og
norrænum fræðum, ýmsar frum-
útgáfur eftir Halldór Laxness, m.a.
Kvæðakverið í alskinnsbandi, ís-
landsklukkan tölusett í 60 eintök-
um.
Þá verða seld bréfasöfn, m.a. frá
Ásmundi Jónssyni skáldi frá Skúfs-
stöðum, sem hann sendi til vina
sinna frá Danmörku á stríðsárun-
um, bréf sem fjalla um áform
Kreugers eldspýtnakóngs að stofna
hér á landi eldspýtnaverksmiðju
með Kristjáni Torfasyni á Sólbakka
við Önundarfjörð.
Einnig verða boðnar til sölu
nokkrar gamlar franskar tfzku-
myndir frá upphafi 19. aldar; gaml-
ar myndir og stungur frá Islandi,
nokkrar myndir eftir Karl Einars-
son Dunganon, hertoga af Sankti
Kildu, mynd eftir Alfreð Flóka og
e.t.v. fleiri myndverk. Uppboðs-
gripimir verða til sýnis hjá Bóka-
vörðunni á Vatnsstíg 4, Reykjavík,
laugardaginn 6. ágúst kl. 11—15.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Hreinn Guðmundsson við málverk sitt af Stapadraugnum.
Stapadraugur-
ínn á málverki
Vogum.
Stapadraugurinn hefur oft
verið ofarlega í huga þeirra sem
átt hafa leið yfir Vogastapa og
margar sögur verið sagðar um
þennan draug. Hreinn Guð-
mundsson listmálari í Vogum
setti sig i stellingar ökumanns á
leið um Reykjanesbrautina yfir
Vogastapann á síðastliðnum
vetri og málaði málverk af því
sem fólk telur sig sjá er það verð-
ur draugsins vart.
Myndin var sýnd á sýningu „Bað-
stofunnar" nýlega og vakti nokkra
athygli þar sem margir könnuðust
við sjónarsviðið og þurftu að segja
frá eigin reynslu af ferð yfir Voga-
stapa.
Sýningargestum til fræðslu fylg-
ir prentað mál með málverkinu, en
þar stóð: „Vogastapinn var löngum
frægur fyrir reimleika og ýmislegt
annað dularfullt. í munnmælum
tengist Stapadraugurinn tveimur
framliðnum mönnum. í þjóðsögum
Jóns Ámasonar segir frá vertíðar-
manni, Grími að nafni, sem átti að
hafa horfið til huldumanna í
Grímshól á Vogastapa og birst
ferðamönnum á leið um stapanq.
Nýrri munnmæli tengja Stapa-
drauginn við Stjána bláa, sjómann
sem fórst á ferð sinni frá Hafnar-
firði til Keflavíkur í desember 1922.
Sagt er að ökumenn á leið yfir stap-
ann hafi orðið varir við drauginn
þar sem hann stóð á vegkantinum
með hausinn undir hendinni, veif-
andi. Sumir bílstjórar trylltust við
sjónina og óku eins og fjandinn
væri á hælunum á þeim til Keflavík-
ur, en aðrir tóku draugsa upp í,
uppgötvuðu svo eftir stuttan akstur
að enginn var í bílnum og urðu þá
óðir af hræðslu. Þegar komið var
á áfangastað og málin athuguð
betur lá „draugurinn" brennivíns-
dauður í gólfinu aftur í bílnum.
Nú orðið sést draugurinn með
hausinn undir hendinni aldrei við
vegkantinn og hvort það er því að
þakka að hann er orðinn þreyttur
á leiknum, eða því að draugatrúin
er að mestu liðin undir lok fær fólk
aldrei að vita.“
- EG
LIKAR
IFERÐIR
Enn eru laus sœti í nokkrar sérferðir Úrvals í haust!
Ítalía
Langar þig að skoða Róm og Sorrento? En heimsœkja Kaprí,
Vesúvíus eða Pompei með íslenskum fararstjóra? Ítalíuferð með Úrvali
er í senn sólar-, skoðunar- og slökunarferð.
Brottför 19. ágúst, uppselt.
Aukaferð 7. september, örfá sœti laus.
Vínuppskera
Samfelld uppskeruhátíð í vínyrkjuþorpum í dölum Mósel og
Rínar. Friðrik G. Friðriksson er fararstjóri. Fyrst og fremst ótrúleg stemn-
ing og úrvals skemmtiferð. _
Brottför 21. september og 5. október.
Indland
Ævintýraferð, ólík öllu sem þú hefur reynt. Nýja Delhi skoðuð og
síðan haldið til Himalajafjalla og margir helgustu staðir hindúa skoðaðir.
íslensk og indversk fararstjórn allan tímann.
Brottför 20. september.
Mið-Evrópa
Úrvals ökuferð um fegurstu svæði Mið-Evrópu s.s. Móseldal, Rtn-
ardal ogSvartaskóg. M.a. komið til Rúdesheim, Heidelberg, Basel, Frei-
burg, Lindau við Bodensee, Múnchen og Trier.
Fararstjóri er Friðrik G. Friðriksson.
1 ’ ^ r Thailand
jH r» • *»s Við skoðum Thailand undir öruggri fararstjórn Jóhannesar
V Reykdal, byrjum í Bangkok og höldum síðan norður í land, til Chiang
1 • Mai og Chiang Rai.
í ferðalok dveljum við í viku á hinni stórkostlegu Pattaya
baðströnd.
\ Brottför 25. október, örfá sœti laus.
Ólíkar ferðir en allar þó Úrvalsferðir.
FERDASKRIFSTOFAN URVAL
- fólk sem kann sitt fag!
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.