Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
33
Markús Jónsson
frá Borgareyrum
Auðlegð landsins er fólkið sem
hefur fjalllendi í hugsun sinni og
framtak til þeirra verka sem það
hefur valið sér og verið trúað fyrir.
Markús Jónsson söðlasmiður frá
Borgareyrum í Vestur-Landeyjum
var einn af þeim dýrmætu náttúru-
auðlindum lands okkar, stórbrotinn
persónuleiki í látleysi sínu, hnitmið-
aður í fasi og framkomu þótt mikil
veður tækjust á í hugsun hans.
Ævikvöld þessa trausta manns er
liðið héma megin móðu, en mörg
eru sporin hans sem eftirkomandi
geta horft til og yljað sér við í hug-
skoti minninganna á þröskuldi
framtíðarinnar. Hann verður til
moldar borinn í heimasveit sinni í
dag.
Það var svo margt líkt með Mark-
úsi á Borgareyrum og því sem við
metum mest í náttúru landsins.
Hann gat túlkað mál sitt af sömu
hörku og festu og harðasta berg
landsins býr yfir, og á sama bylgju-
falli var honum eðlislægt að láta
blíðu nótumar streyma í bak og
fyrir eins og sumarylur færi um og
allt varð nýtt og hlýtt.
Þau rímuðu vel saman hjónin,
Markús og Sigríður Magnúsdóttir,
kona hans, af traustum stofnun frá
Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyj-
um. Hún lifír mann sinn. Að hitta
þau hjón var hátíð í hvert eitt sinn,
slík lífsgleði hefur alltaf fylgt þeim
að stundir með þeim urðu listagrip-
ir eins og handaverkin þeirra. Þótt
á móti blési brostu þau hvort við
öðm og sóttu saman á brattann.
Þeim var 10 bama auðið og lifa
átta þeirra, allt dugnaðarfólk með
bjartan svip og eiginleika foreldr-
anna í farteskinu.
Markús fæddist á Hlíðarenda í
Fljótshlíð en flutti snemma að
Borgareyrum þar sem hann hefur
búið alla sína tið og stundað söðla-
smíði auk búskapar frá tvítugu, um
árabil félagsbúi með Þorsteini, sjmi
sínum, og Eygló Kjartansdóttur,
konu hans, en fyrir tæpum 20 ámm
tók Þorsteinn við öllum forráðum
búsins. Án efa var Markús í hópi
snjöllustu söðlasmiða þessa lands,
listasmiður, enda rómaðir margir
gripir hans og hryggbitar sýninga
um langt skeið þegar mest var í
lagt til þess að kynna söðlasmíði.
Það er ekki algengt að um menn
sé hægt að segja að verkin þeirra
hafi verið kjörgripir, en það á Mark-
ús á Borgareyrum. En Markúsi var
margt til lista lagt. Hann var hljóð-
færaleikari og músíkant, lék á
harmonikku af fíngmm fram, eii
snilligáfa hans lá ekki síst í því hve
hagmæltur hann var. í löngu máli
má teygja lopann, en stílsmlld
Markúsar byggðist á stökunni svo
meitlaðri að formi og hugsun að
betur varð ekki gert og fyrst og
síðast bám stökumar hans svip
mannsins sjálfs, sérstöðu í lífí og
starfi og viðhorfum til manna og
málefna. Þær kviknuðu eins og sól-
stafir í gegn um kólgubakka en þær
gátu líka verið beittar eins og grýlu-
kerti. Kunn vísa Markúsar segir
mikla sögu um manninn sjálfan:
Sumir tigna tölt og skeið
með tæran blæ i fangi.
Aðrir laumast ævileið
á yfirgangi.
Höfðingi er horfínn úr iðu mann-
lífsins, Að þekkja hann var aðgang-
ur að auðlegð.
Árni Johnsen
Minning:
Hans R. Hirschfeld
Fæddur 26. október 1900
Dáinn 28. júní 1988
Andlátsfregn vinar míns kom
ekki á óvart, hann átti við van-
heilsu að stríða um nokkurt ára-
bil. En í veikindum sfnum var
hann ekki einn, konan hans var
hans stoð og stytta, þar til yfír
lauk. Hann andaðist á heimili
þeirra hjóna í Oberwinter.
Hans Richard Hirschfeld var
sendiherra Sambandslýðveldisins
Þýskalands um nokkurt árabil og
áttu þau hjónin marga vini hér á
landi. Hirschfeld sendiherra var
vinur íslendinga og sýndi það á
margan hátt.
Við vomm nábúar og vinir —
konur okkar vom vinkonur og við
öll áttum sameiginleg áhugamál.
Nokkur kveðjuorð^ um látinn
vin, sem einnig var íslandsvinur,
og sem skildi lslendinga betur en
margir aðrir.
Minningin um þennan merka
mann geymist hjá þeim, sem hann
þekktu. Eftirlifandi eiginkonu
hans, frú Ruth, em sendar innileg-
ar samúðarkveðjur.
Gfsli Sigurbjörnsson
Meim en þú geturímyndað þér!
í skýrslu efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalgsins segir að innflutningur á fiskafurðum
grafi undan útgerð innan bandalagsins.
Efnahags- og félagsmálanefnd EB:
Tryggja ber sjómönn-
um mannsæmandi kjör
EFNAHAGS- og félagsmálanefnd Evrópubandalagsins, sem
er ráðgjafarnefnd skipuð fulltrúum aðila vinnumarkaðarins,
afgreiddi á fundi sínum 6. júlí sl. tillögur sem miða að því að
bæta félagslegar aðstæður sjómanna innan EB. Samkvæmt
greinargerð með tillögunni er nauðsynlegt að bandalagið
stuðli að því að sjómenn njóti svipaðra kjara og fólk í landi
og hafi skikkanlegan rétt til sumarleyfa og eftirlauna.
IEfnahags- og félagsmálanefnd
EB sitja 189 fulltrúar margví-
slegra hagsmunahópa frá öllum
aðildarríkjum bandalagsins.
Nefndin kemur reglulega saman
í heild en að auki starfa á vegum
hennar margar undimefndir sem
Qalla um afmörkuð svið og und-
irbúa mál fyrir fundi nefndarinn-
ar. Nefndin fær til umsagnar mál
bæði frá ráðherranefndum og
framkvæmdastjórn en hefur jafn-
framt heimild til að senda þessum
aðilum ályktanir að eigin frum-
kvæði. Þær tillögur sem hér um
ræðir eru settar fram að frum-
kvæði nefndarinnar sem um ára-
bil hefur m.a. rekið áróður fyrir
auknum félagslegum áherslum í
fískveiðistefnu EB.
Ólík starfsskilyrði
í greinargerð með tillögum
nefndarinnar er á það bent að
vegna mismunandi og ólíkra
starfsskilyrða sjómanna og út-
gerðar innan bandalagsins muni
skapast umtalsverðir erfíðleikar í
greininni með tilkomu EB-mark-
aðarins eftir 1992. Þess vegna sé
brýnt að jafna kjör sjómanna og
rekstraraðstöðu útgerðar um allt
bandalagið fyrir þann tíma. Sjó-
menn innan EB eru nú um 250
þúsund og gert er ráð fyrir því
að störf í landi í tengslum við físk-
veiðar og útgerð séu tæplega IV2
milljón. Nefndin telur að fjölga
megi störfum við fiskveiðar a.m.k.
hafi bandalagið ekki efni á að
sniðganga þann möguleika með
tilliti til þess mikla atvinnuleysis
sem er í aðildarríkjunum þar sem
reikna megi með því að fyrir hvert
eitt starf um borð í fískiskipi verði
til 3-5 störf í landi.
Innflutningur grefur und-
an útgerð
Nefndin bendir á að innflutn-
ingur á físki og fískafurðum til
bandalagsins hafi á undanfömum
árum skapað umtalsverð vanda-
mál m.a. vegna þess að verð á
innflutningi er oft á tíðum mun
lægra en útgerðin innan þess þurfí
að fá til að bera sig. Það sé því
verið að grafa undan útgerð innan
EB með innflutningi á físki. Því
hvetur nefndin til þess að aðrar
leiðir verði kannaðar til að mæta
eftirspum á mörkuðum EB.
Nefndin telur friðunaraðgerðum
stórlega ábótavant þar sem þær
taki ekkert tlllitl til afkomu sjó-
manna eða félagslegra aðstæðna.
Það sé hæpið að svipta ^jómenn
lifíbrauði sínu án þess að ein-
hveijar bætur komi í staðinn. Þá
séu tilraunir til verðjöfnunar á
fiski vafasamar, það hafí alltaf
verið og verði alltaf misjafnlega
kostnaðarsamt að stunda útgerð
eftir legu fískimiða og aðstöðu á
hveijum stað. Hömlulaus inn-
flutningur frá löndum utan
bandalagsins sem bjóði mun
lægra verð sé að eyðileggja út-
gerð víða þar sem hún hefur ver-
ið stunduð í aldaraðir. í greinar-
gerðinni segir að fískeldi komi
varla til með að leysa sjósókn
nokkum tíma af hólmi en skyn-
samlegt sé að kanna möguleika
þess til að jafna sveiflur á mörkuð-
um bandalagsins og við hæfí sé
að sjómenn sem missa vinnu sína
gangi fyrir við störf í fiskeldi.
Menntun og starfsþjálfun
í tillögum sínum til úrbóta legg-
ur nefndin áherslu á mikilvægi
menntunar og starfsþjálfunar.
Hún leggur til að stofnaðar verði
þjálfunarmiðstöðvar fyrir sjómenn
vítt um bandalagið.
Framkvæmdastjórnin verði að
setja fram stefnu í atvinnumálum
sjómanna sem taki m.a. tillit til
sameiginlegs vinnumarkaðar
1992, starfsþjálfunar og endur-
hæfíngar, vinnumiðlunar og ráð-
gjafar. Þá sé nauðsynlegt að setja
upp sjóð sem bæti sjómönnum
tímabundið gæftaleysi. Mikilvægt
sé að stuðla að auknu öryggi um
borð í fiskiskipum með reglugerð-
um, fræðslu og þjálfun. Stefna
beri að því að á fjölsóttum fiski-
miðum séu sjúkraskip, um borð í
hveiju skipi aðstaða til skyndi-
hjálpar og vel kom til greina að
setja upp leiðbeiningaþjónustu í
gegnum talstöðvar eða síma.
Fiskveiðar og aðgangnr
að mörkuðum
Nefndin beinir því til fram-
kvæmdastjómar bandalagsins að
hún standi fyrir ítarlegri úttekt á
launakjömm og samningum sjó-
manna um bandalagið allt og
leggur áherslu á að tryggja verði
þeim lágmarks laun sem nægi til
mannsæmandi framfærslu. Regl-
ur um hlutaskipti verði að gera
þannig úr garði að þær séu öllum
skiljanlegar. Sjómönnum eigi að
tryggja eftirlaunarétt á borð við
aðrar stéttir og að sama skapi
árlegt sumarleyfí.
í umræðum um skýrsluna kom
fram að bandalagið verði að
standa fast á því grundvallaratriði
fiskveiðistefnunnar að fyrir að-
gang að mörkuðum komi aðgang-
ur að fískimiðum. Leggja eigi
áherslu á að fískafli sjómanna
innan EB njóti alltaf forgangs á
mörkuðum bandalagsins og inn-
flutningur á sjávarafurðum eigi
ekki að vera til annars en að
bæta úr tímabundnum skorti.
Evrópubandalagið eigi að leggja
metnað sinn í að fískiskipafloti
þess sé við veiðar í öllum heimsins
höfum.
Höfundur er fréttaritari Morg-
unblaðsins í Brussel í Belgiu.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir KRISTÓFER M. KRISTINSSON