Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 21 ákaflega vel. Við þurftum vitaskuld að tala dönsku og ensku og skýra út eitt og annað sem við annars hefðum ekki haft orð á, ýmislegt sem að fyrir útlendingi er framandi en fyrir okkur íslendinga sjálfsagð- ur hlutur. Eitt kvöldið var t.d. áköf umræða um mat og matarvenjur og voru þá ýmsir réttir fram reiddir í huganum. Cecila frá Frakklandi hefði gjam- an viljað fínna nokkrar rauðvíns- flöskur í hellinum, flöskur sem hefðu legið þar í áratugi og orðið að guðaveigum, en hún taldi hellinn ágæta víngeymslu, en við hin gáð- um að því hvort þar væri nokkur hellisbúinn eða þá lambaspörð eftir sauðfé. Daninn Kim var ákaflega sterkur og bar því stærstu tijáknippin. Er- lendu ferðamennimir tóku af hon- um myndir í gríð og erg og töldu sig þar vera að festa á fílmu hinn dæmigerða íslending, sterkbyggð- an og duglegan. Hann sagðist lengi hafa getað „dulbúist", eða þar til einn ferðalangur vildi vita hvað trén sem hann bar á bakinu hétu á íslensku. Það kom svolítið undarleg- ur svipur á ferðafólkið þegar hann sagðist vera frá Danmörku, en væri hér á íslandi að vinna í sjálf- boðavinnu. Að kvöldi síðasta vinnudagsins í Mývatnssveit var okkur boðið í sil- ungasúpu á prestssetrinu á Skútu- stöðum. Þar brögðuðum við, flest okkar eflaust í fyrsta sinn, silunga- súpu að hætti Mývetninga. Síðasta daginn í Mývatnssveit notuðum við til að skoða okkur um og njóta þeirrar náttúrufegurðar sem dregur að ferðalanga hvað- anæva úr heiminum. Við skoðuðum Höfða, þessa skemmtilegu gróðurvin og Grjóta- gjá sem ekki er lengur hægt að baða sig í, vegna þess hve vatnið er heitt. Þaðan fórum við að Hvera- rönd og skoðuðum kraumandi hveri og önduðum að okkur krassandi brennisteinslyktinni. Síðan ókum eftirHafdísi S. Olafsson Dagana 6.—14. júlí sl. vom Sjálf- boðaliðasamtök um náttúruvemd að störfum í Mývatnssveit. í þessum hópi, sem taldi um 30 manns, voru sjálfboðaliðar víðsvegar að. Flestir voru frá íslandi, en að þessu sinni voru einnig fjórir útlendingar í för, þrír Danir og einn Frakki. Undirrituð er í sjálfboðaliðasam- tökunum og fór með í þessa vinnu- ferð. Við unnum í Dimmuborgum og í Hverfjalli. í Dimmuborgum lögð- um við göngustíga, hjuggum tré og fluttum í burtu og grófum út helli, sem hafði verið lokaður í ára- tugi. I Hverfjalli hreinsuðum við í burtu gijót sem ferðamenn höfðu notað til að mynda stafí, nöfn og tákn. Þeir sem hafa komið í Mý- vatnssveit þekkja eflaust Hverfjall, sem stendur austan megin við vatn- ið. Þetta er ákaflega stílhreinn og fallegur sprengigígur, sem talinn er hafa myndast fyrir u,þ.b. 2000 árum. Það er afar skemmtilegt að ganga á Hverfjall, því þaðan er ágætt útsýni yfir vatnið og sveit- ina. Auk þess sést ekki nema hálf fegurð fjallsins, þegar horft er á það af jafnsléttu, hinn helmingurinn kemur í ljós þegar komið er upp og horft er niður í gígskálina, þessa fagurmynduðu skál, sem gæti hafa verið rennd í leirsmiðju skaparans. í Hverfjalli unnu sjálfboðaliðar einn dag við gijóthreinsun í blíðskaparveðri og má nærri geta að hitinn varð eins og í steikarpotti. Dimmuborgir er staður sem flest- ir ferðamenn á leið um Mývatns- sveit skoða, enda er staðurinn afar sérstæður. Menn telja að þessar hraunborgir hafi myndast fyrir um 2000 árum. Kenningin er sú að þama hafi verið hrauntjöm sem hafí verið byijuð að storkna, þ.e. að einstaka drangar hafi verið storknaðir og á milli þeirra hafí verið fljótandi hraunkvika. Síðan hafí barmur tjamarinnar rofnað einhvers staðar og kvikan mnnið út, en eftir hafi staðið hraundrang- ar þeir sem ferðamenn dást nú að. Þama unnu sjálfboðaliðar við að greiða götu ferðamannsins í bók- staflegum skilningi. Við lögðum göngustíga, klipptum í burtu tijá- greinar sem voru farnar að slúta út á stígana og lögðum steinþrep í sandbrekku til að auðvelda upp- Rang. „Það var ekki laust við að okkur fyndist við eiga pínulítið í Mý- vatnssveit eftir að hafa lagt þar hönd á plóginn í vikutíma og fengið að kynnast sveitinni og fólkinu.“ í Dimmuborgum hefur verið plantað þó nokkuð af fumtijám. Þessi tré hafa ekki þolað veður- og jarðvegsskilyrðin, auk þess hefur heijað á þau lús, svo þau era meira og minna dauð. Sjálfboðaliðar unnu við að saga niður þessi dauðu tré, binda þau saman í knippi og bera þau upp á bílaplanið fyrir framan Borgimar. Þetta var mikil vinna og nokkuð erfíð, sérstaklega tijá- burðurinn, en hann vakti ómælda athygli og aðdáun erlendra ferða- manna, sem vom í Dimmuborgum þessa daga. Það má fullyrða að kengbognir sjálfboðaliðar með tijáknippi á bakinu munu prýða mörg myndaalbúm ferðalanga utan úr heimi. Þá unnu sjálfboðaliðar einnig við að opna helli í Dimmuborgum. Sá hellir sem um ræðir heitir Sauða- hellir og hefur verið lokaður í meira en 30 ár. Vinna okkar fólst í því að moka sandi í burtu sem hafði fokið í munnann og gera sæmijega færa aðgöngu að hellinum. Áður en við gátum hafíð verkið varð einn af verkstjómm okkar, heimamaður úr sveitinni, Friðrik Dagur, að spyija Línu á Geiteyjarströnd hvar hellinn væri að fínna, en menr. vissu ekki lengur hvar hann var. Lína gat sýnt Friðriki Degi á loftmynd hvar staðurinn var, en hún var mikið í Dimmuborgum sem bam og unglingur, í þá tíð er borgimar tilheyrðu Geiteyjarströnd. Eins og nafnið bendir til var Sauðahellir notaður til að hýsa sauðfé. Það var með nokkurri eftir- væntingu að sjálfboðaliðar byijuðu að grafa kolbikasvörtum foksandin- um frá munna hellisins, því hvað skyldum við fínna í helli sem hafði verið lokaður í áratugi? Eftir nokkurra tíma mokstur og gijótburð var hægt að skríða inn í hellinn og skoða hann. í fyrstu hafði enginn verið svo forsjáll að taka með sér ljós af neinu tæi, svo við urðum að gera okkur þá litlu dagsbirtu, sem kom inn um munn- ann, að góðu. Seinna þegar við höfðum stækkað opið inní hellinn Jóhann og Cecile bera steinhellu í Dimmuborgum. Kim með tijáknippi á bakinu. Sjálfboðaliðar að störfum í Mývatnssveit Fyrir framan Sauðahelli: F.v. Salbjörg, Friðrik Dagur, Bára, Þórdfs, Kim, Hafdís, Inga Dóra, Pernille, Jóhanna, Magnús, Valdís, Jesper, Þorvaldur Örn og Cecile. og höfðum kerti og vasaljós með- ferðis, sáum við hvemig hann leit út. Þetta er nokkuð stór hellir, gæti hæglega rúmað um 100 manns. Hann er sporöskjulaga og er hellisþakið hæst í miðjunni um tveir og hálfur metri en lækkar út til hliðanna. Annar endi hellisins hafði verið girtur af með hraun- hellum sem vom reistar uppá rönd. Innan þessa garðs fundum við tvö eldstæði og var það getgáta Þorgríms Starra í Garði, sem heim- sótti okkur að verki loknu, að sauðayfirsetumenn hafi þar tendrað bál til að ylja sér við og jafnvel hita sér kaffí, en vatnið hefðu þeir þurft að flytja með sér því enga á eða læk er að finna í Dimmuborg- um. Eins og segir í upphafi vom er- lendir sjálfboðaliðar að störfum með okkur í þessari ferð, en Sjálfboða- liðasamtök um náttúmvemd em í tengslum við svipuð samtök bæði í Danmörku og Englandi. Það var afar skemmtilegt fyrir okkur að vinna með þessu fólki, því á þennan hátt kynnist maður menningu, venj- um og viðhorfum annarra þjóða við að Kröfluvirkjun og skoðuðum. Víti, en uppá Leirhnjúk máttum við ekki fara vegna skjálftavirkni, svo við urðum að gera okkur það að góðu að horfa á hann úr íjarlægð. Þegar heim kom höfðu þær syst- ur, Stefanía og Sigríður Þorgríms- dætur, lagt á kaffíborð fyrir okkur sjálfboðaliða i boði hreppstjómar Skútustaðahrepps, en sjálfboðaliðar höfðu aðsetur í Rannsóknastöð Náttúravemdarráðs á Skútustöðum á meðan á vinnu stóð. Þar tók Jón Pétur Líndal sveitarstjóri á móti okkur og hélt tölu, þar sem hann þakkaði okkur fyrir unnin störf og afhenti hveijum og einum viður- kenningarskjal. Það var ekki laust við að okkur fyndist við eiga pínulítið í Mývatns- sveit eftir að hafa lagt þar hönd á plóginn í vikutíma og fengið að kynnast sveitinni og fólkinu, þegar við ókum með Guðmundi Jónassyni heim á leið yfír Sprengisand. Höfundur er félagi í Sjálfboðaliða- samtökum um náttúruvemd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.