Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 6. ÁGÚAT 1988 53 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Búlgarir hársbreidd frá úrslitakeppni EM í sumar: Vitum að þeir eiu með mjög gott lið - segir Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska liðsins „ÞETTA búlgarska lið er alveg dúndurgott, og meira þurfum við ekki að vita áður en við förum í leikinn," sagði Atli Eð- valdsson, í samtali við Morgun- blaðið um andstæðinga lands- liðsins á morgun á Laugardals- vellinum. Leikurinn hefst klukk- an 19.00 og kom landsliðið saman ígærtil lokaundirbún- ings fyrir þennan æfingaleik. Búlgarska landsliðið var skammt frá því að komast í lokakeppni Evrópukeppninnar í sumar; var einungis einu marki frá þvi að komast áfram, því á síðustu mínútu í leik gegn Skotum fengu þeir óvænt á sig mark, en jafntefii 0:0 hefði nægt þeim til að komast áfram. „Það var alveg svakalegt að horfa upp á þetta mark Skotanna gegn þeim því það var algjört heppnis- mark. Það breytir því hins vegar ekki að Búlgaramir eru alveg þræl- sterkir. Framlína þeirra er sögð vera mjög góð og leikmenn liðsins eru mjög leiknir með knöttinn. Þá leikur liðið knattspymu, sem er mjög ólík þessari vélrænu knatt- spymu austantjalds þjóðanna," sagði Atli. Lítið er um stjömur í liði Búlgara, og er ólíklegt að nöfn þeirra séu mikið þekkt hérlendis. Flestir leik- mannanna em frá Sredetz, eða 6 talsins og fjórir þeirra em frá Vitos- ha. Þá er liðið mjög ungt; allir leik- menn þess, nema einn, em 26 ára eða yngri. Jafrrt hjá Finnum og Búlgörum Búlgarir mættu Finnum á leið sinni til Islands í vikunni og gerðu jafn- tefli, 1:1, í Vasa í Finnlandi. Anatas Pashev náði forystu fyrir Búlgari á 68. mín. en fjórum mín. síðar jafn- aði Marko Myyry. Búlgarir koma til landsins í dag og æfa á Laugardalsvelli síðdegis. Forsala aðgöngumiða verður á Laugardalsvelli á morgun, frá kl. 12. Dómari leiksins verður Erik Fredriksson frá Svíþjóð, og línu- verðir Óli P. Olsen og Gísli Guð- mundsson. Morgunblaðið/Júlíus ÞaA var fámennt á fyrstu æfingu landsliðsins, fyrir Búlgaríuleikinn, í gær. Frá vinstri: Guðni Kjartansson, Sævar Jónsson, Þorvaldur Örlygsson, Ómar Torfason, Ólafur Þórðarson, Ragnar Margeirsson, Friðrik Friðriksson og Siegfried Held. NM DRENGJALANDSLIÐA Englendingar líkamlega sterkari og unnu 2:0 Englendingar sigmðu fslenzka drengjalandsliðið 2:0 á Norð- urlandamótinu í Svfþjóð f gær. Englendingar vom fastir fyrir og líkamlega sterkir og höfðu yfir- höndina meiri hluta leiksins, þótt Íslendingar hafí einnig fengið sín færi, sem þeir nýttu ekki. Englendingar, sem keppa sem gestir á Norðurlandamóti drengjaiandsliða, náðu forystunni þegar á 3. mínútu en eftir það var fyrri hálfleikur frekar jafn og áttu Islendingar tvö góð færi, sem þeir nýttu ekki. í seinni hálfleik náðu Englend- ingar yfírhöndinni á miðjunni en íslendingar áttu skyndisóknir. Englendingar skomðu síðan seinna mark sitt rétt fyrir leikslok. Á morgun leikur íslenzka liðið gegn Dönum. Verður það síðasti leikur strákanna í keppninni en þeir era væntanlegir heim á sunnudag. KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 2. DEILD Halldór Áskelsson. MHR FOLK ■ HALLDÓR Áskelsson, leik- maður Þórs á Akureyri var einn þeirra sem ekki var mættur á æf- ingu landsliðsins í gær. Hann fékk frí þar til fyrir hádegi f dag, er hann kemur suður yfir heiðar og mætir á æfíngu. Ástæðan var sú að f gærmorgun varð Halldór faðir í fyrsta sinn, er honum og sambýlis- konu hans, Huldu Sigurðardóttur Ringsted, fæddist stúlkubam. Si- egfried Held gaf honum því frí í fr til að dveljast hjá mæðgunum. ATLI Eðvaldsson hefur ekki gengið alveg heill til skógar í síðustu leikjum Valsliðsins því í bik- arleiknum á dögunum gegn Fram tábrotnaði hann lengst til hægri, eins og hann komst að orði, og gat því ekki getað beitt litlu tánni af fullum styrk í leikjunum gegn Leiftri og Víði i fyrstu deildar slagnum! Atli varð af æfíngu með landsliðinu í gær vegna þessa en vonandi háir þetta honum ekki á Laugardalsvellinum á morgun Sgn Búlgörum. SIEGFRIED Held, landsliðs- þjálfari, hafði ekki nema helming- inn af landsliðshópnum fyrir augun- um á æfíngu liðsins í gær á Tungu- bakkavelli í Mosfellsbæ. Fjórir leikmenn Fram og einn leikmaður Víkings, Guðmundur Hreiðars- son, gátu ekki mætt vegna inn- byrðis viðureignar liðanna í gær- kvöldi, og Halldór Áskelsson, Þór, var ekki kominn að norðan. Þá vantaði Valsmennina Atla Eð- valdsson, eins og fyrr segir og Guðna Bergsson, sem notaði dag- inn til að lesa fyrir hin hræðilegu haustpróf Lagadeildar Háskóla íslands. ■ BÚISTer við „njósnurum" frá sovéska knattspymusambandinu á leikinn á morgun, en ísland og Sovétríkin mætast sem kunnugt er f undankeppni heimsmeistara- keppninnar á Laugardalsvelli síðast í þessum mánuði. KR-banarnir áttu ekki möguleika Pétur Pétursson. KR-banamir, Tindastóll frá Sauðárkróki, sóttu ekki gull í greipar Víðismanna í Garðinum í gærkvöldi. Víðismenn unnu verð- skuldaðan sigur og halda því enn þriðja sætinu í deildinni á eftir FH og Fylki. Víðismenn sóttu meira í leiknum og þeir náðu að Bjöm Blöndal skrifarúr Garöinum skora tvö mörk á tveim mínútum í fyrri háfleik. Fyrra markið gerði Sævar Leifsson eftir að hafa fengið laglega sendingu frá Heimi Karls- syni og einni mínútu síðar vær dæmd vftaspyma á Sauðkrækinga. Bjöm Ingimarsson braust í gegnum vömina og spymti fyrir markið, vamarmaður slæddi hendinni í bolt- ann. Úr vítaspymunni skoraði Bjöm Ingimarsson ömgglega. Norðan- menn fengu líka sín tækifæri, þeir áttu skot í hljðamet af stuttu færi og Hilmar Ástvaldsson átti gott skot naumlega framhjá úr opnu færi. Sauðkrækingar náðu að minka muninn þegar í upphafi síðari hálfleiks með fallegu marki Guðbrandar Guðbrandssonar eftir snarpa sókn, en aðeins fimm mínút- um síðar innsiglaði Björgvin Björg- vinsson sigur Víðis. Vöm Tinda- stóls sofnaði á verðinum og Björg- vin fékk boltann á auðum sjó rétt innan vítateigs og skoraði ömgg- lega með föstu skoti. Bæði liðin léku prúðmannlega, en þó sá dóm- arinn ástæðu til að gefa Eysteini Kristinssyni úr Tindastól gula spjaldið í síðari hálfleik. Pétur tognaði mjög illaá ökkla PÉTUR Pétursson tognaði mjög illa á ökkla í leik KR gegn Völsungi á Húsavík í fyrrakvöld og gengur nú um með hœkjur. Hann missir því af landsleikn- um á morgun. Pétur fékk spark í ökklann snemma leiks en það kom ekki í ljós fyrr en eftir leikinn hve slæm meiðslin vom. „Ég fékk spark aftan á ökklann. Ég hélt fyrst að eitthvað hefði slitnað í ökklanum, en svo er ekki. Ég var utan vallar í 10-15 mínútur, ökklinn var frystur og ég harkaði af mér,“ sagði Pétur í gær. „Ég var sem betur fer vafinn um ökklann — það er hætt við að illa hefði farið hefði það ekki verið. Þegar ég svo tók „teipið" af mér eftir leikinn sé ég fótinn bólgna. Hann hreinlega blés út, er nú tvö- faldur og ég get varla hreyft hann,“ sagði Pétur Pétursson. Pétur var skoðaður í gærmorgun og talið er að ekkert sé slitið í ökkl- an, heldur um slæma tognun að ræða. Hann fer í meðferð eftir helgi þegar mesta bólgan verður farin úr fætinum, og þá kemur endanlega í ljós hve slæm meiðslin em. Ekki er því enn Ijóst hve lengi hann verð- ur frá æfíngum og keppni. Næsti leikur KR í deildinni er gegn KA á Akureyri, 15. þessa mánaðar. C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.