Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 25 Reuter Smátt upptökutæki Japanska fyrirtækið Matsushita Electric kynnti fyrir skemmstu nýja gerð myndbandsupptökutækja. Þessi nýju tæki eru smærri og handhægari en þau sem nú eru í notkun meðal almennings víða um heim. Linsa upptökutækisins er fest á höfuðið eins og sést á myndinni. Myndbandsupptökutækið, sem er með innibyggð- um skjá, verður sett á markað í október og mun væntanlega kosta um 100.000 krónur. Burma: Mikill her- viðbúnaður í Rangoon Rangoon. Reuter. Hermenn gættu þess að ekkert yrði úr mótmælum í höfuðborg Burma, Rangoon, í gær en að undanförnu hefur verið mikið um mótmælaaðgerðir í borg- Að sögn sjónarvotta þrömmuðu vopnaðir hermenn um götur borg- arinnar til að koma í veg fyrir að fólk safnaðist saman til að mót- mæla herlögum sem Sein Lwin, hinn nýi leiðtogi landsins, lýsti yfír fyrr í vikunni. Á fimmtudaginn, þegar íbúar í Rangoon komu saman víðsvegar í borginni til að mótmæla herlög- um , voru 25 borgarbúar teknir höndum. Herlögum var einnig mótmælt í Pegu, norðaustan við Rangoon, á fimmtudag. Mótmælendur í Rangoon hafa m.a. krafíst þess að Sein Lwin verði vikið úr embætti og að verð á matvælum verði lækkað. Mót- mæli fólksins virðast skipulögð en ekki er vitað hvort hveijir standi að baki þeim. Stjómarandstæðingar segja að að rúmlega 200 manns hafi látið lífíð í óeirðum í Burma undanfama fímm mánuði. Skoðanakönnun í Bandaríkjunum: Dukakís í fararbroddi í öllum hlutum landsins Bush ræðst á varnarmálastefnu demókrata Lob Angelcs. Reuter. SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var á fimmtudag, gefur til Afghanistan: Sovéskar hersveitir farnar frá Kandahar Moskvu. Reuter Sovéskar hersveitir fóru frá borginni Kandahar i Afghanist- an í gær. Þar með er allt sov- éskt herlið farið frá Suður- Afghanistan, að sögn fjölmiðla í Sovétríkjunum. Moskvuútvarpið sagði að sov- éskt herlið færi frá Kandahar og Kanduz á föstudag og að það tæki það sex daga að ná til landa- mæranna. Að sögn sovéska dag- blaðsins Krasnaya Zvezda eru þá engar hersveitir eftir í Kandahar eða annars staðar í Suður-Afg- hanistan. Blaðið sagði einnig að uppreisnarmenn úr röðum mú- slima hefðu oft reynt að ná Kanda- har á sitt vald. Yfirhéraðsstjórinn í Kandahar sagðist þó ekki vera svartsýnn og sagðist treysta því að héraðið gæti vel séð um varnir sínar. Sovéski utanríkisráðherrann, Edúard Shevardnadze, hóf í gær viðræður við leiðtoga Afghanistan um framkvæmd samkomulagsins um brottflutning sovésks herliðs frá Afghanistan. kynna að Michael Dukakis, for- setaframbjóðandi demókrata, hafi meira fylgi en George Bush, frambjóðandi repúblik- ana, í öllum hlutum Banda- rikjanna. Könnunin var gerð dagana 13. maí til 24. júlí og var henni að mestu lokið áður en Dukakis var formlega út- nefndur frambjóðandi demó- krata á flokksþinginu í Atlanta. Könnunin var gerð af Gallup fyrir The Times Mirror-útgáfufyr- irtækið. Á landsvísu fékk Dukakis stuðning 51% aðspurðra en Bush 40%. Munurinn var yfír tíu af hundraði á öllum svæðum landsins að undanskildum suðaustur-ríkj- unum þar sem hann var minni. í niðurstöðum könnunarinnar segir að kjósendur hallist fremur að demókrötum eftir að upp komst um vopnasöluhneykslið svonefnda er háttsettir embættismenn Reag- an-stjórnarinnar samþykktu að selja írönsku klerkastjórninni vopn gegn því að bandarískir gíslar í Líbanon yrðu leystir úr haldi. Hagnaðinum af vopnasölunni átti síðan að verja til stuðnings kontra-skæruliðum í Nicaragua. Á fímmtudag réðst Bush harka- lega á stefnu Dukakis og sagði að frambjóðandinn hefði orðið ber að linkind hvað snerti varnarmál. „Sé litið á skoðanir hans í heild merkja þær að horfið verði frá þeirri þjóðareiningu sem verið hef- ur verið um grundvallaratriði ut- anríkisstefnunnar frá stríðslokum ... Forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi yrði á enda og Truman-kenningunni (um að spoma við útþenslu kommúnis- mans) ásamt hugsjónum Johns Kennedys yrði vísað á bug,“ sagði Bush í ræðu er hann flutti í Tex- as. Dukakis er á kosningaferðalagi DOD Kafbátur af Yankee-gerð undan strönd Bandaríkjanna. Austurströnd Bandaríkjanna: Sovéskir kafbátar komnir á kreik á ný SOVÉTMENN eru á ný teknir að senda eldflaugakafbáta af Yankee- gerð upp að austurströnd Bandaríkjanna, að því er segir í frétt í nýjasta hefti herfræðitímaritsins Jane’s Defence Weekly. Kafbáta- ferðir þessar voru lagðar af á síðasta ári en þá dró verulega úr flotaumsvifum Sovétmanna víða um heim. Tilgangurinn með því að stað- Yankee-gerð í stað kjamorkueld- í Kaliforníu og sagði fréttamönn- um að hann vildi, eins og aðrir Bandaríkjamenn, að vamir lands- ins væru sterkar. Hins vegar mætti ekki vanrækja hefðbundin vopn og einblína á kjamavopn, „Stjörnustríðs“-áætlunina og MX-kjamaflaugar á jámbrauta- vögnum. Hann tók það fram að hann styddi þá slökunarstefnu, er Reagan-stjómin framfylgdi nú í afvopnunarviðræðum við Sovét- menn. setja kafbátana, sem bera lang- drægar kjamorkueldflaugar, undan austurströnd Bandaríkjanna er sá að stytta flugtíma þeirra í hugsan- legum stórveldaátökum og ógna þar með stjómstöðvum kjamorkuher- afla Bandaríkjamanna og lang- drægum sprengjuflugvélum þeirra. Heimildarmenn Jane’s Defence Weekly í röðum embættismanna í bandaríska vamarmálaráðuneytinu kváðust telja hugsanlegt að ákveðið hefði verið að hefja kafbátaferðir þessar að nýju til að bæta upp missi eldflauga á landi, sem kveðið er á um í samningnum um upprætingu meðal- og skammdrægra kjam- orkueldflauga, sem undirritaður var í Washington á síðasta ári. Sögðu þeir að skipstjórum bandarískra kafbáta af Trident-gerð hefði verið falið að beina eldflaugum sínum að hugsanlegum skotmörkum í Sov- étríkjunum en áður hefði banda- rískum kjamorkueldflaugum í Vest- ur-Evrópu og langdrægum stýri- flaugum verið miðað að þeim. Væri því hugsanlegt að Sovétmenn hefðu afráðið að grípa til sambærilegra ráðstafana en að undanförnu hafa sérfræðingar talið sig sjá ýms merki þess að dregið hafí úr umsvifum flota Sovétmanna víða um heim. Á hinn bóginn er vitað að Sovétmenn hafa unnið að því að koma stýri- flaugum fyrir í kafbátum af flauga og hefur ennfremur verið litið á þær tilraunir sem bein við- brögð við Washington-sáttmálan- um. Sovéskur Yankee-kafbátur sökk undan austurströnd Bandaríkjanna f októbermánuði árið 1986 eftir að eldur braust út í kjölfar sprenging- ar um borð. Guatemala: Misheppnuð byltingar- tilraun Guatemala-borg. Reuter. FORSETI Guatemala, Vinicio Cerezo, skýrði frá því á fimmtu- dag að þrír óbreyttir borgarar hefðu verið handteknir fyrir að hvetja herforingja til að bylta ríkisstjórn Iandsins. Cerezo gerði lítið úr atburðinum og talsmaður hans tók skýrt fram að herforingj- ar hefðu ekki átt aðild að málinu. í maí var gerð tilraun til að bylta stjóminni og handtók herinn þá sex herforingja og refsaði flórum öðrum fyrir aðild að uppreisninni. Nokkrir óbreyttir borgarar tengdust einnig málinu. ISUMARRAÐSTEFNASINE19881 Sumarráðstefna SÍNE verður haldin laugardaginn 6. ágúst nk. kl. 14.00 á Hótel Borg v/Austurvöll. Á fundinum verður starfið framundan skipulagt og staðan í dag rædd. Er mögulegt að leiðrétta framfærsluviðmiðanir LÍN, og þá hvernig??? Dagskrá fundarins: A. Kosning fundarstjóra og fundar- ritara. Skýrsla stjórnar og fulltrúa SÍNE í stjón LÍN. Endurskoðaðir reikningar fyrir starfsárið teknir til afgreiðslu. Fréttir úr deildum. Stjórnarskipti. Brýnt er að sem flestir SÍNE B C. D. E. F. Tillögur til ályktunar sumarráð- stefnu afgreiddar. G. Kosning fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN og sambandsstjórn ÆSÍ. H. Kosning fulltrúa SÍNE í heildar- samtök námsmanna. I. Önnur mál. félagar mæti á ráðstefnuna. Stjórn SÍNE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.