Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 fffBAAMI ... aðnota sama krem- ið. TM R*g. U.S. P«t Off.—*K riflht* r*Mrv»d • 1987 Lo» AngatM Tutvm Syndicata Hættið á stundinni að naga þarna ...! Ég get aldrei haldið manninum mínum í rúm- inu, þó hann sé veikur. Úlla Árdal á Akureyri hafði sam- band við Velvakanda og vildi fá upplýsingar um bátinn á meðfylgj- andi mynd. Myndin var tekin í kringum 1923 og var gefin út á póstkorti. Hún biður hvem þann, sem eitthvað veit um afdrif bátsins eða mennina á honum, að láta sig vita. Heimilsfangið er: Úlla Árdal Lönguhlíð 6 Akureyri. Sími 96-23472. Kannast einhver við bátinn? Til Velvakanda. Þegar Norræna kom til Seyðis- Qarðar fyrstu ferðina í vor var sagt hve margir bílar hefðu komið með skipinu, en ég lagði ekki töluna á minnið. Það var ekki fyrr en við hjónin fórum í ferðalag um landið að við urðum vitni að því hve marg- ir útlendingar ferðast hér um á eig- in torfærubílum. Flestir útlending- amir eru vel útbúnir og eru sumir á ferðabílum, sem þeir hafa unnið við að innrétta síðastliðinn vetur, eða hafa keypt af öðrum, sem hafa ferðast hér um á sama hátt áður. Þessir útlendingar þurfa ekkert að kaupa hér, þeir gista í bílum sínum utan tjaldsvæðanna og kaupa hvorki gistingu né mat. Þeir hafa allt nesti í matarkistum á bíltoppn- um og kaupa hér tiltölulega ódýra dfselolíu, en borga engan þunga- skatt. Ekki ætla ég að dæma hvort þetta er æskileg þróun, en ánægðir voru þessir ferðamenn upp til hópa og áttu vart orð til að lýsa hrifn- ingu sinni yfir íslenskri náttúrufeg- urð og hversu frjálsir þeir eru þeg- ar inn í óbyggðimar er komið. Út- lendingamir eru furðu fundvísir á fj'allaslóðir og eru óhræddir við að fara erfíðar og fáfamar slóðir eins og Gæsavatnaleið. Þeir hika ekki við að fara þá leið einir síns bílum, hjólum og gangandi. Þeir segja að slíkar ferðir séu sannkall- aðar safariferðir og reyni bæði á líkama og sál. Hópur af ungu fólki ætlaði að ferðast um landið á mótorhjólum í fjórar vikur og var þetta unga fólk æstast í að fara erfíðar og fáfamar slóðir. Við hittum líka þýsk hjón, sem voru á haganlega innréttuðum ferðabíl með allt nesti með sér. Þau vildu ekki gista í skálum Ferðafé- lagsins en lögðu bílnum ávallt ein út af fyrir sig, langt frá öðrum. Svo komu þau og notuðu salernin bæði við skálana og í sjoppum í byggð. Þegar við spurðum þau hvemig þeim hefði dottið í hug að koma hingað til íslands sögðust þau hafa lesið um landið og þessa ævintýra- legu ferðamöguleika hér í þýskum ferðahandbókum. Þar væru mjög góðar lýsingar á óbyggðaferðum °g óbyggðaleiðum um allt fsland og hvemig best væri að undirbúa slíkar ferðir. Já, útlendingar kunna sannar- lega að meta óbyggðir íslands. Við hittum hins vegar sárafáa íslend- inga í ferðinni. Þeir hafa sennilega flatmagað á sólarströndum. Það skyldi þó aldrei vera að útlendingar kunni betur að meta íslenskt lands- lag og íslenska náttúru en íslend- ingar sjálfir? Erlendur. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Óbyggðaferð- ir útlendinga Víkveiji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI Enn einu sinni em menn famir að ræða um framtíð Reykjavík- urflugvallar og hvort heppijegt sé að hafa flugvöll í miðri borginni. A þann hátt hefur flugslysið í vikunni orðið til að ýta við mönnum. Flugvöllurinn er líklega ásamt ráðhúsinu og Fossvogsdalsbraut- inni meðal mestu tilfínningamála borgarbúa og sem skoðanir eru hvað skiptastar um. Þó er flugvall- armálið að því leyti ólíkt hinum tveimur, að þar eru menn ekki ein- ungis með eða á móti því að flytja flugvöllinni. Þeir sem eru þeirrar skoðunar að flytja beri flugvöllinn úr miðborginni, skiptast hins vegar aftur í tvær fylkingar. Annar hópur- inn telur að koma eigi upp öðrum innanlandsflugvelli í nágrenni Reykjavíkur, t.d. á Álftanesi, en hinn hópurinn vill að innanlands- flugið sé rekið frá Keflavíkurflug- velli, líkt og utanlandsflugið. Víkvetji ætlar svo sem ekki að blanda sér í umræðumar um framtíð Reykjavíkurflugvallar en getur þó ekki stillt sig um að til- greina hugmyndir eins kunningja síns sem er mikill talsmaður þess að ef flugvöllurinn í Reykjavík verði lagður niður, þá skuli ekki veija fjármagni til að gera nýjan völl fyrir innanlandsflugið heldur flytja það til Keflavíkur. Hann heldur því fram að byggingarlóðir á svæði því þar sem flugvöllurinn er nú, séu svo verðmætar að fyrir aðeins hluta af andvirði þeirra mætti koma upp hraðlestakerfí eða svokölluðum ein- teiningum á milli flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarinnar og flutningur innanlandsflugsins þannig verða til að stórbæta sam- göngurnar milli þessara tveggja mikilvægu miðstöðva íslensks sam- félags. Aðrir fróðari menn verða hins vegar að meta hversu raunhæf þessi hugmynd er. XXX að hefur tæpast farið framhjá neinum að Víkveiji hefur verið á faraldsfæti, bæði hér heima og erlendis nú í sumar. Nýleg ferð norður í í Skagafjörð varð til þess að Víkveiji hafði orð á því við einn af forsvarsmönnum Vegagerðar- innar hversu lítið mál væri orðið að aka þessa löngu leið eftir að hún er meira og minna komin með bund- ið slitlag. Vegagerðarmaðurinn gat upplýst að einungis væri eftir að leggja bundið slitlag á um 50 km. á þess- ari leið og er lengsti kaflinn í Norð- urárdalnum. Á leiðinni til Akur- eyrar er að auki mesti hluti Öxna- dalsheiðarinnar eftir og munar um minna, en aftur á móti er sá al- ræmdi fjallvegur, Holtavörðuheiðin, nánast orðin barnaleikur eftir að bundið slitlag var lagt á veginn yfír hana. Það hefur lengi verið umdeilt að bundið slitlag skuli vera lagt á þjóð- vegi landsins í bútum hér og þar, enda ekki talið sérlega hagkvæmt í fjárhagslegu tilliti. Vegagerðar- maðurinn sem áður er nefndur, full- yrti þó að þessi niðurbútun á bundnu slitlagi á þjóðvegakerfi landsins hefði ekki bara neikvæðar hliðar, heldur væri samgöngubót af þessu tagi verulegt sálfræðilegt atriði fyrir íbúa þeirra byggðarlaga sem hennar nytu. Og um það hefur Víkveiji sannfærst á ferðum sínum um landið í sumar að þessi vega- gerð sem nú er unnið að um allt lands, er áreiðanlega stærsta byggðamálið um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.