Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 5 Hótel Örk: Vonast til að ná til einnar milljónar manna Selfossi. „ÉG Á von á að við náum til markaðar sem nemur einni millj- ón manna í Þýskalandi,“ sagði Björn Lárusson hótelstjóri Hót- els Arkar í Hveragerði um kynn- ingarátak á Örkinni sem heilsu- hótels. Nýlega var þar í skoðun- arferð hópur þýskra lækna og blaðamanna frá Hamborg og Sjávarútvegsráðheira: Opinber heimsókn annar hópur er væntanlegur á næstunni frá Frankfurt. Björn sagði að gera þyrfti endur- bætur á aðkomunni að hótelinu og setja þyrfti lyftu i það til að geta tekið á móti þeim gestum sem höfð- að væri til. Þetta væru framkvæmd- ir upp á um fimm milljónir króna. „Þetta er áhugaverður hópur sem við erum að reyna að ná til. Hann gefur meira af sér en venjulegir ráðstefnugestir,“ sagði Bjöm. Hann sagði og að auk breytinga á hótel- inu kallaði tilkoma slíkra gesta á uppbyggingu ýmissar afþreyingar- þjónustu í Hveragerði, svo sem skipulagðra gönguferða og fleira. — Sig. Jóns. Þýskir læknar og blaðamenn í heimsókn á Hótel Örk. Morgunbiaðið/Sigurður Jðnsson til Noregs HALLDÓR Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, fer í opinbera heimsókn til Noregs á morgun, sunnudag, í boði norska sjávarút- vegsráðherrans, Bjame Mork Eidem. Ráðherramir munu m.a. skoða sjávarútvegssýningu í Þrándheimi, að sögn Hermanns Sveinbjörassonar aðstoðarmanns sjávarútvegsráðherra. Frá Noregi heldur Halldór Ás- grímsson til Finnlands þar sem hann situr Norrænu fiskimálaráð- stefnuna dagana 15. til 17. ágúst nk. en hún er haldin annað hvert ár. Á ráðstefnunni mun Halldór m.a. ræða við grænlenska og fær- eyska fulltrúa um loðnuveiðar Fær- eyinga við Grænland, að sögn Her- manns Sveinbjömssonar. Stykkishólmur: Öllu starfs- fólki sagt upp hjá Rækjunesi ÖLLU starfsfólki Rækjuness hf. í Stykkishólmi, um 80 manns, var sagt upp um sl. mánaðamót þar sem rekstrargrundvöllur fyrir- tækisins er brostinn og það rekið með 9,5% tapi, að sögn Sigurjóns Helgasonar forstjóra Rækjuness. „Verð á hörpudiski hefur fallið úr 4,60 dölum fyrir pundið fyrir 18 mánuðum í 2 dali nú og verð á rækju og fiski hefur einnig fallið að undanförnu,“ sagði Sig- uijón í samtali við Morgunblaðið. „Það verður að endurskipuleggja rekstur fyrirtækisins og fækka starfsfólki vemlega ef stjórnvöld fella t.d. ekki gengið á næstunni um a.m.k. 10%,“ sagði Siguijón. „Það þurfa hins vegar að vera ein- hveijar hliðarráðstafnir með geng- isfellingunni. Ríkið verður t.d. að draga úr sínum umsvifum til að minnka þenslu, sem veldur verð- bólgu, og vextir verða að vera svip- aðir og í nágrannalöndunum. Eigið fé fiskvinnslufyrirtækja er nær uppurið og danskir, skoskir, þýskir og japanskir aðilar hafa t.d. lýst áhuga á að kaupa allt að 49% hlut í mörgum þeirra," sagði Siguijón. Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! W LOADALL LYFTARINN Teygir sig hátt Úviðjafnanlegir hæfileikar í starfi Það er ekkert lát á nýjungunum hjá JCB. Nú eru það stórvirkir lyftarar sem búa yfir óviðjafnanlegum hæfileikum í starfi. LOADALL hafa lárétta bómu með vökvaknúinni framlengingu sem gefur möguleika á að færa byrðina fram fyrir lyftarann u.þ.b. 7 metra og lyfta henni upp í u.þ.b. 11 metra hæð frá jörðu og allt upp í 15 metra hæð með kranaframleng- ingu. Lyftigetan er frá 2.01 að 4.51 í fullri hæð. Þú getur valið um margar tegundir af göfflum þ.á.m. gámagaffla, snúnings- og hliðaríærslugaffla, kranabómu o.m.fl. LOADALL fæst líka með fjórhjóladrifi og búinn mismunandi vélastærðum. Þótt nýir séu hafa LOADALL lyftararnir þegar sannað ágæti sitt hér á landi á ólíkustu vinnustöðum, bæði við sjávarsíðuna og við virkjanir á hálendinu. Hafið samband og leitið upplysinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.