Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 6. ÁGÚAT 1988
HAWDKNATTLEIKUR / SPANARMOTIÐ
„Eðlilegur
munur á
liðunum"
sagði Bogdan landsliðsþjálfari eft-
irstórtap gegn Sovétríkjunum
Steinþór
Guðbjartsson
skrifarfrá
Spáni
„ÞETTA er eðlilegur munur á
liðunum. Það er ekki mögulegt
að leika eins og Sovétmenn í
60 mínútur því þeir eru með
12 jafna leikmenn en við höfum
ekki eins marga sterka," sagði
Bogdan Kowalczyk, landsliðs-
þjálfari í handknattíeik, í sam-
tali við Morgunblaðið eftir að
ísland hafði tapað stórt, 24:32,
fyrir Sovétríkjunum í gærkvöldi
á Spánarmótinu.
Sovétmenn hafa ekki tapað leik
síðan á úrslitum Super Cup-
keppninnar í fyrra, er Vestur Þjóð-
veijar sigruðu þá 20:19, og með
sama áframhaldi
eru þeir ekki líklegir
til þess að tapa á
næstunni,- í fyrsta
leiknum hér á Spán-
armótinu unnu þeir upp sex marka
mun Austur-Þjóðverja og jöfnuðu í
seinni hálfleik. Tvívegis í leiknum
í Vitoria í gærkvöldi náðu þeir af-
gerandi forystu eftir að leikurinn
hafði verið frekar jafn. Það gerðist
• um miðja hálfleikana, staðan var
8:8 er tíu mín. voru til leikhlés en
breyttist í 12:8 á næstu 5 mínútum.
Sá munur hélst að mestu út hálf-
leikinn og staðan var 16:12 í hálf-
leik.
Besti kaflinn
íslenska liðið barðist mjög vel og
átti sinn besta kafla fyrri hluta
seinni hálfleiks Náðu að jafna
19:19. Þá skoruðu Sovétmenn 20.
markið og Kristjáni var síðan óverð-
skuldað vikið af velli í 2 mínútur —
fyrir ruðning. Við það breyttist leik-
urinn, Sovétmenn margefldust og
tíu mín. síðar var staðan orðin von-
laus — 20:28. Á þessum tíma gerðu
Sovétmenn flest markanna eftir
hraðaupphlaup og vel útfært spil
sem endaði . línusendingum og
marki.
Leikur íslenska liðsins var allt of
sveiflukenndur. Sovéska liðsheildin
var mun sterkari og sem dæmi um
það má geta að 10 sovéskir leik-
menn skoruðu en 6 íslenskir. Þar
af gerði Alfreð 10.
„Barðttu vantaði“
„Baráttuna vantaði í íslenska liðið,
en við gerðum einnig mistök. Alfreð
■^gerði tíu mörk en á ekki að geta
skorað nema þrjú gegn okkur undir
eðlilegum kringumstæðum. Vam-
armenn mínir tóku hann ekki nógu
föstum tökum," sagði Evtushenko
þjálfari Sovétmanna við Morgvn-
blaðið eftir leikinn. Hið rétta er
hins vegar að Sovétmenn réðu
hreinlega ekki við Alfreð. Hann er
einn líkamlega sterkasti leikmaður
í alþjóða handknattleik í dag og
mörg marka sinna skoraði hann af
gífurlegri harðfylgni, jafnvel með
mann „á bakinu" eftir að hafa brot-
ist í gegn.
Þreyta
Það var annars greinilegt að leik-
urinn gegn A-Þjóðveijum á fimmtu-
daginn sat í mönnum því hann var
mjög hraður og erfiður. Sovétmenn
áttu hins vegar frí á sama tíma og
komu því óþreyttir. Þetta er þó
engin afsökun, Sovétmönnum höfðu
yfirburði á öllum sviðum hand-
knattleiksins og leika á miklu hærra
plani en önnur landslið í dag.
Islenska liðið lék lengst af 4:2-
leikaðferð i sókninni — Geir og
Þorgils voru þá báðir á línunni, en
sú leikaðferð gekk hreinlega'ekki
upp gegn þessum sterku mótheij-
um. Homamennimir gerðu of mörg
mistök og miðjumann vantaði til
að stjóma spilinu.
Mæta Svfum
íslenska liðið hvílir í dag en síðasti
leikur þess í mótinu verður á morg-
un. Þá verður leikið gegn Svíum.
Islands-Sovétríkin
24 : 32
Vitoria — Spánarmótið í handknattleik, föstudaginn 5. ágúst 1988.
Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 2:5, 4:5, 4:6, 6:6, 6:7, 7:7, 8:7, 8:12, 9:12, 9:14,
10:14, 10:15, 11:15, 12:16, 16:16, 16:18, 18:18, 19:19, 19:23, 20:23, 20:28,
21:28, 22:29, 23:30, 24:31, 24:32.
Mörk íslands: Alfreð Gíslason 10/3, Kristján Arason 4, Atli Hilmarsson 3,
Jakob Sigurðsson 3, Karl Þráinsson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 2.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 9, Brynjar Kvaran 1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Sovétríkjanna: Atavin 6/3, Gopin 5, Tiumentsev 5, Cshepkin 4, Sharo-
varov 3, Vasiliev 3, Valutskas 2, Tuchkin 2, Sviridenko 1, Novitski 1.
Varin skot: Chumak 6/2, Doroshenko 5.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Rauchfuss og Buchda frá Austur-Þýskalandi. Þeir dæmdu vel.
Áhorfendur: 500.
Alfreó Qíslason áttí enn einn stórleikinn. Sovétmenn réðu ekkert við þennan sterka
leikmann — sem er einn sá líkamlega sterkasti í alþjóða handknattleik í dag.
Bidasoa
gerir
Atla
Hilmars-
syni
tilboð
TVÖ spönsk félagslið hafa sýnt
því áhuga á að fá Atla Hilmars-
syni landsliðsmann í sínar rað-
ir. Annað liðið hefur gert Atla
tilboð. Það er, skv. áreiðanleg-
um heimildum Morgunblaðs-
ins, Ekhorriaga Bidasoa, sem
er einmitt frá Irun, þar sem
íslenska liðið hefur aðsetur
meðan á Spánarmótinu stend-
ur.
Atli sagði í gær að tilboð félags-
ins væri mjög gott, „en ég
geri ekkert fyrr en ég kem. Ég
þarf að ræða við Framara áður en
ég ákveð neitt í málinu," sagði Atli
í gær. Lið þetta, Ekhorriaga Bid-
asoa, komst í undanúrslit Evrópu-
keppni meistaraliða á síðasta
keppnistímabili, en var slegið út af
Alfreð Gíslasyni og félögum í Tu-
sem Essen.
Hitt félagið sem hefur áhuga á að
fá Atla í sínar raðir er Granholes
frá Valencia. Það er einmitt félagið
sem ræddi við Júlíus Jónasson fyrr
í vor.
Atli Hilmarsson hefur fengið tilboð
frá Spáni. Hann segist hafa áhuga á
að leika ytra, en ætlar að íhuga málið
eftir að hann kemur heim.
KNATTSPYRNA / 2.DEILD
Brottrekstur Haf-
þórs afdrifaríkur
FH-INGAR unnu stóran sigur á
KS eftir að bezta manni Sigl-
firðinga, Hafþóri Kolbeinssyni,
var vikið af leikvelli í lok fyrri
hálfleiks. Einum fleiri náðu
FH-ingaryfirhöndinni íseinni
hálfleiknum.
Leikurinn var baráttuleikur og
áttu bæði lið góð færi í fyrri
hálfleik en Siglfirðingar þó fleiri.
Hafþór Kolbeinsson kom KS yfir
en Guðmundur
Hilmarsson jafnaði
úr víti.
Síðan kom að þætti
Friðgeirs Hallgríms-
sonar dómara. Siglfírðingar voru
afar óánægðir með tvo dóma hans
í lok fyrri hálfleiks. Fyrst gaf hann
Hafþóri Kolbeinssyni rautt spjald
fyrir ljótan munnsöfnuð en hafði
þó ekki sýnt honum gult spjald
áður. KS skoraði síðan mark úr
aukaspymu, sem Friðgeir dæmdi
Frá
Rögnvaldi
ÞórOarsyni
á Siglufirði
af vegna þess að hann var ekki
búinn að flauta er hún var tekin.
Staðan var því 1:1 í hálfleik.
FH-ingar áttu mun meira í seinni
hálfleik. Kristján Gíslason og Jón
Erling Ragnarsson skoruðu fyrir
FH en Paul Friar minnkaði muninn
í 3:2 úr víti. Pálmi Jónsson kom FH
í 4:2 en Jón Erling var aftur á ferð-
inni undir lok leiksins og innsiglaði
sigur FH, sem var sanngjam eftir
allt það sem á undan hafði gengið.
KS - FH
2 : 5 (1:1)
Mörk KS: Hafþór Kolbeinsson (17.),
Paul Friar (69., víti).
Mörk FH: Guðmundur Hilmarsson
(37., víti), Kristján Gíslason (55.), Jón
Erling Ragnarsson (63., 92.), Pálmi
Jónsson (78.).
Maður leiksins: Jón Erling Ragnars-
son, FH.
HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS
Lelklr U j T Mörk u 1 T Mörk Mörk Stig
FH 11 3 1 0 11:3 7 0 0 23:5 34:8 31
FYLKIR 10 5 0 0 16:8 1 4 0 11:9 27:17 22
V/ÐIR 11 3 1 2 13:8 2 1 2 10:10 23:18 17
ÍBV 10 4 0 1 18:9 0 1 4 5:12 23:21 13
ÍR 10 3 0 3 9:13 1 1 2 5:8 14:21 13
TINDASTÓLL 11 3 0 2 7:9 1 0 5 9:14 16:23 12
SELFOSS 10 1 2 2 5:7 1 2 2 7:10 12:17 10
KS 11 1 4 1 14:15 1 0 4 8:17 22:32 10
UBK 10 1 2 2 9:11 1 1 3 6:12 15:23 9
PRÓTTUR 1 10 0 2 3 7:12 1 2 2 11:12 18:24 7