Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST-1988 innar var fleygt út af skrifstofu SÍNE með líkamlegu ofbeldi vegna þess að við höfðum spurt óþægi- legra spuminga. Hins vegar tók steininn úr nú um miðjan júlí er ég kom úr sum- arfrii. Þá hafði verið skipt um „sílinder" í skrá í hurð að skrifstofu SÍNE. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hef ég ekki fengið lykil að skrif- stofu SÍNE. Starfsmönnum Félags- stofnunar stúdenta er uppálagt af framkvæmdastjóra SÍNE að engir aðrir en hann fái lykil eða aðgang að skrifstofunni. Mér skilst að það sé jafnvel orðið lítið um ræstingar á skrifstofunni. Þetta hefur haft ómæld óþægindi í för með sér fyrir mig, þar sem ég hef ekki getað haldið reglulegan viðtalstíma minn fyrir námsmenn né leitað í þær upplýsingar sem ég hef þurft á að halda í sambandi við stjóm LÍN og kjaramál náms- manna. Þar á ofan trassaði fram- kvæmdastjórinn að setja upplýsing- ar um heimasíma minn inn á símsvara SÍNE, þannig að náms- menn erlendis sem hringja í við- talstíma mínum, hafa ekki hug- mjmd um af hveiju ég er ekki við og hvemig hægt sé að ná í mig. Það er óneitanlega einkennileg þessi aðferð sem framkvæmdastjór- Listasafn Islands: í LISTASAFNI íslands er viku- lega kynnt mynd mánaðarins. Hafnargallerí: Sýning Gunn- ars Kristins GUNNAJR Kristinn Ottósson hef- ur opnað einkasýningu í Hafnar- galleríi á rýmisverkum unnum með lituðu ljósi og hreyfingu. Gunnar Kristinn útskrifaðist frá myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1988 og þetta er hans fyrsta sýning. Sýningin stendur til 12. ágúst. (Fréttatilkynning) inn notar til að torvelda störf mín og tortryggja mig í augum náms- manna og ekki síður furðulegt er að enginn úr stjóm SÍNE megi nota skrifstofuna nema fram- kvæmdastjóri sé viðstaddur. Sumarráðstefna 1988 í dag, laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00, heldur SÍNE sumarráðstefnu sína á Hótet Borg. Þá verða þessi mál eflaust tii umræðu. Mikilvægt er að sem flestir mæti til að hugur SÍNE-félaga sé ljós til ofangreindra mála sem og annarra. Héma koma nokkrar af þeim spumingum sem við þurfum að spyija okkur sjálf fyrir sumarráðstefnuna: Telja SÍNE-félagar að réttlætan- legt sé að falsa bókhald félagsins, til að forðast leiðindaumræðu, svo sem um styrki til pólitískra félaga? Telja SÍNE-félagar að félagið eigi að taka afstöðu í pólitík og til þeirra mála sem efst em á baugi í þjóð- félaginu hvetju sinni án þess að þau komi íslenskum námsmönnum eða námsmannabaráttu við? Á Sæ- mundur að vera málgagn allra fé- lagsmanna SÍNE eða ríkjandi meiri- hluta stjómar SÍNE? Er eðlilegt að framkvæmdastjóri ákveði einhliða að borga sér út laun fyrir þijá mánuði og kalla það „innáborgun"? Þar stendur nú yfir sýning á verkum rússneska málarans Marc Chagalls. Chagall var af gyðingaættum, fæddur í Vitebsk í Rússlandi árið 1887. Hann settist að í Frakklandi og lést þar árið 1985 á 98. aldurs- ári. Á sýningunni er 41 verk, olíu- málverk, vatnslitamyndir og teikn- ingar og gefur sýningin góða mynd af listsferli Chagalls og þeim viðfangsefnum er heilluðu hann mest. Mynd ágústmánaðar, „Blá- vængjaða klukkan", er meðal verka á sýningunni. Þetta er olíu- málverk frá árinu 1949. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram í fylgd sérfræðings alla fimmtudaga kl. 13.30. Aðgangur Á stjómarmönnum að leyfast að taka sér vaxtalaus lán úr sjóðum félagsins? Eiga fulltrúar SÍNE í LÍN að hafa rétt til að nota skrifstofu SÍNE eða er hún einkaskrifstofa framkvæmdastjóra? Á því starfsári sem er að líða vom útborgaðir styrkir til deilda SÍNE 52% lægri í krónutölu en árinu á undan. Viljum við að þeir lækki enn meir? Hvem- ig stendur á því að færri og færri taka virkan þátt í starfi SÍNE? Hvemig viljum við að félagið og starfsemi þess verði í framtíð- inni?... Það starfsár SÍNE, sem nú er að ljúka, ætti að vera dæmi um hvemig félagið á ekki að starfa. Við þurfum að ræða hvað fór úr- skeiðis og læra af því, þannig að slíkt endurtaki sig ekki. Einnig þurfum við að ræða hvemig við viljum að félagið verði í framtíð- inni, þannig að það þjóni því hlut- verki sínu að vera virkt hagsmuna- og sameiningarfélag námsmanna erlendis. Sumarráðstefnan í dag ætti að vera kjörinn vettvangur til að hefja slíka umræðu. Höfundur er varaformaður SÍNE ogaðalfulltrúi SÍNE í stjóm LÍN. Málverkið „Blávængjaða klukk- an“ eftir Marc Chagall er mynd ágústmánaðar i Listasafni ís- lands. að sýningunni er 300 krónur. Síðasti sýningardagur er sunnu- dagurinn 14. ágúst og fer því hver að verða síðastur að sjá verk þessa heimsþekkta listamanns. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11—17. Veit- ingastofa safnsins er opin á sama tíma. (Fréttatilkynning) Blávængjaða klukk- an eftir Chagall mynd mánaðarins uppsagna annars staðar á svæðinu. Hann sagði mikið um að fólk byggi í Reykjavík og ynni í Hveragerði og einnig að fólk keypti fasteignir í Hveragerði og sækti vinnu til Reykjavíkur. Næg atvinna og eftirspurn eftir húsnæði „Á meðan frystihúsið segir ekki upp fólki þá er þetta í lagi,“ sagði Magnús Karel Hannesson oddviti á Eyrarbakka. Hann sagði ennfremur að frá 1985 hefði verið næg atvinna á staðnum. „Lukka verkafólks hér felst í því að fiystihúsið gangi vel. Það liggur ekkert annað fyrir en að næg atvinna sé í plássinu. Magnús Karel Hannesson oddviti Eyrarbakka. Það er eftirspum eftir húsnæði til sölu og leigu. Hér væri hægt að selja húsnæði daglega," sagði Magnús Karel. Á vegum Eyrar- bakkahrepps er fyrirhugað að byggja á næstunni leiguhúsnæði, fjórar íbúðir. Fleiri hendur vantar í fiskvinnsluna „Hér er næg atvinna. Það hefur frekar vantað fólk í fískvinnsluna þó þar sé auðvitað sama rekstrar- lega staða og annars staðar," sagði Grétar Zophoníasson sveitarstjóri á Stokkseyri. Hann sagði meira leitað eftir húsnæði á Stokkseyri en verið hefði áður og þá frekar spurt um Grétar Zophoníasson sveitar- stjóri Stokkseyri. leiguhúsnæði. Um væri að ræða fólk af höfuðborgarsvæðinu og fólk sem væri að flytja á mölina úr sveit- inni. Hús seldust strax og verðið væri á uppleið. „Brúin mun létta geysilega á og verða lyftistöng fyrir atvinnulífíð, sérstaklega fyrir fískvinnsluna því það era bátar nær eingöngu gerðir út frá Þorlákshöfn," sagði Grétar. „Það hefur vantað fleiri hendur í vinnsluna í frystihúsinu. Aflinn hefur verið nægur og ekki unnt að vinna allan afla úr bátum frysti- hússins. Annars er það svo hér að allt okkar byggist á því að frysti- húsið gangi," sagði Grétar Zophon- íasson sveitarstjóri. Jafnvægi á Selfossi Á Selfossi era nokkrir á atvinnu- leysisskrá, einkum konur sem missa vinnuna tímabundið yfír sumar- mánuðina. Erfíðlega hefur gengið að fá fólk til afleysinga í sumarleyf- um. Að sögn þeirra sem rætt var við virðist jafnvægi ríkja í atvinnu- málum á staðnum. Töluverður hóp- ur sækir vinnu til Reykjavíkur og eitthvað er um að fólk komi þaðan til vinnu á Selfossi. Mikil eftirspum er eftir leiguhús- næði sem reyndar hefur alltaf verið lítið um. Verð á fasteignum hefur hækkað vegna eftirspumar og verð á leiguhúsnæði er orðið býsna Reykjavíkurlegt, eins og einn við- mælandinn orðaði það. — Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.