Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 6. ÁGÚAT 1988 55 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD Framarar héklu upp- teknum hætti og unnu Arnljótur Davíðsson spilaði sig inn í landsliðshópinn gegn Búlgörum Amljótur Davíðsson og Þórður Marelsson taka létt dansspor á Víkingsvellinum í gærkvöldi. Ekki er gott að sjá hvor hefur betur í barát- tunni um knöttinn. Amljótur hafði hins vegar betur er upp var staðið — svo og í baráttunni um landsliðssæti, sem losnaði er Pétur Pétursson meidd- ist Amljótur var í gærkvöldi valinn í landsliðshópinn í hans stað. GOLF Útfar efstur - eftirfyrsta dag opna sviss- neska mótsins ÚLFAR Jónsson hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag á opna svissneska meistara- mótinu i golfi sem hófst i gœr. 18 holur voru spilaðar og lék Úlfar þœr á 69 höggum. Iöðru sæti er Svisslendingur- inn Rey á 70 höggum. Vestur- Þjóðverjinn Himmel er þriðji með 72 högg og Da Silva frá Portúgal er fjórði, hefur slegið 74 sinnum. Síðan koma þrír á 74 höggum og sex á 75 höggum. Völlurinn er 6.360 metrar að lengd, SSS vallarins er 74 og parið er 72. Úlfar lék því í gær á þremur höggum undir pari. Það eru eingöngu áhugamenn sem taka þátt í þessu móti. Úlfar Jónsson. FRAMARAR fengu ekki mark á sig, frekar en fyrri daginn, í leik sínum gegn Víkingi i gær- kveldi í Stjörnugróf. Þeir skor- uðu hins vegar tvívegis hjá Víkingum og átti Pétur Ormslev, fyrirliði Fram, heiður- inn af báðum mörkunum. í fyrra sinnið spilaði hann vel upp að vítateig Víkinga og lagði knöttinn fyrir Arnljót, sem skoraði örugglega. í seinna skiptið lék hann á svipaðan hátt að vítateignum en i stað þess að gefa knöttinn iék hann á nokkra Víkinga og skoraði með þrumuskoti stórglæsilegt mark frá markteig. Þrátt fyrir tveggja marka sigur íslandsmeistaraefnanna í leiknum er ekki þar með sagt að Víkingar hafi spilað illa, síður en mggp svo. Þeir komust Krístinn Jens hins vegar ekki al- Sigurþórsson mennilega í gang skrífar fyrr en í seinni hálf- leik og áttu þá ágæt marktækifæri. Framliðið spilaði hins vegar eins og þeir hafa yfir- leitt gert í sumar og því var ekki að leikslokum að spyrja. Pyrri hálfleikinn voru Framarar mun meira með knöttinn og sóknir þeirra beittari. Fengu þeir þá líka nokkur mjög góð marktækifæri sem ekki tókst að nýta. Átti mjög góður markvörður Víkinga, Guðmundur Hreiðarsson stóran þátt í því. í síðari hálfleik komu Víkingar hins vegar mun betur inn í leikinn. Oft á tíðum mátti sjá þá spila ágæt- lega, og er óhætt að segja að þeir hafí fengið nokkur ágætis tækifæri til að komast yfir eða jafna metin. Þeir byijuðu seinni hálfleikinn með allnokkrum látum, og fengu strax aukaspymu við vítateig Framara, og úr henni skaut Trausti beint í þverslána. Leit út fyrir um stund að Víkingar ætluðu að taka leikinn i sínar hendur, en svo varð ekki og liðin skiptust á um að sækja það sem eftir var. í lið Fram vantaði tvo fastaleik- menn, þá Jón Sveinsson og Ómar Torfason, en fjarvera þeirra skipti litlu máli og kom ekki niður á leik liðsins á nokkum hátt. Nafnamir Pétur Ormslev og Am- þórsson vom bestir í liði Fram. Ormslev byggði sóknimar vel upp og Amþórsson vann vel allan leik- inn. I liði Víkinga var enginn öðrum betri, að undanskildum Guðmundi í markinu, sem enn einu sinni sýndi hversu góður hann er. m Pétur Arnþórsson, Fram og Guðmundur Hreiðarsson, Víking. Morgunblaöið/Sverrir íÞfémR FOLK ■ VESTUR-ÞÝSKA hand- knattleiksliðið Schutterwald er hér á landi í heimsókn og lék sinn fyrsta leik í gær. Liðið átti að mæta B- landsliði íslands, en það forfallaðist á síðustu stundu þannig að Þjóð- veijamir mættu liði sem Breiða- blik smalaði saman með stuttum fyrirvara. Úrslitin urðu 28:15 Þjóð- veijunum i hag. Aðalsteinn Jóns- son, fyrrum leikmaður Breiða- bliks, er sem kunnugt er genginn til liðs við Schutterwald. I dag kl. 14. mætast síðan Stjarnan og Schutterwald í Digranesi, annað kvöld kl. 21 leikur Breiðabiik gegn þýska Uðinu og fer sá leikur einnig fram í Digranesi. Liðin mætast svo á sama stað kl. 20 á mánudags- kvöld, og þri$ja sinni á þriðjudags- kvöld kl. 20, á sama stað. Síðasti leikur Schutterwald ( þessari ís- landsheimsókn verður svo gegn KR í KR-heimilinu á miðvikudagskvöld kl. 20. ■ STEFÁN Aðalsteinsson, knattspymumaður, sem fór úr Víkingi í Völsung í vetur og skipti síðan i Þrótt í vor er aftur kominn í Víking. HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lalklr u J T Mörk u j T Mörk Mörk Stig FRAM 12 6 0 0 12:0 5 1 0 13:2 25:2 34 VALUR 12 5 0 1 15:8 2 2 2 4:3 19:11 23 KR 12 4 1 1 12:4 3 0 3 7:9 19:13 22 ÍA 12 5 0 1 12:6 1 3 2 7:9 19:16 21 ÞÓR 12 4 1 1 10:6 0 4 2 5:8 15:14 17 KA 12 4 1 1 10:9 1 1 4 8:12 18:21 17 IBK 12 1 4 1 8:8 1 1 4 6:13 14:21 11 VlKINGUR 12 2 1 3 5:6 0 2 4 4:13 9:19 9 LEIFTUR 12 1 4 1 4:4 0 0 6 4:12 8:16 7 VÖLSUNGUR 12 0 2 4 4:10 1 0 5 3:11 7:21 5 Víkingur - Fram O : 2 Stjömugrófsvöllur, íslandsmótið 1. deild, föstudaginn 5. ágúst 1988. Miirk Fram: Amljótur Davíðsson (52. mín.) og Pétur Ormslev (63. mfn.). Gult spjald: Stefán Halldórsson, Vfkingi og Steinn Guðjónsson, Fram. Áhorfendur: Ekki gefið upp. Lið Vfkings: Guðmundur Hreiðarsson, Stefán Halldórsson. Atli Helgason, Hallsteinn Amarson, Bjöm Bjartmarz, Unnsteinn Kárason (Hlynur Stefánsson 45. mfn.), Gunnar Öm Gunnarsson (Sveinbjöm Jóhannesson 23. min.), Bjöm Amason, Trausti Ómareson, Atíi Einareson, Andri Marteinsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Viðar Þorkelsson (Hejgi Björgvinsson 70. min.), Kristinn Jonsson, Þoreteinn Þor- steinsson, Steinn Guðjónsson, Kristján Jónsson, Pétur Amþórason Pétur Ormslcv, Ormarr Örlygsson, Guð- mundur Steinsson, Arnljötur Davfðsson (Jónas Guðjónsson 80. mfn.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.