Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 3 Verðfall á gúrkum VERÐFALL varð á gúrkum á uppboðsmarkaði Sölufélags garð- yrkjumanna í þessari viku vegna mikils framboðs og sl. firnmtudag fór meðalverðið niður i 76,43 krónur á kíló. „Lágmarksverð á gúrkum var 115 krónur í margar vikur en fór niður í 75 krónur í þessari viku,“ sagði Kristján Benediktsson markaðsstjóri Sölufélagsins í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Þetta aukna framboð á gúrkum stafar af því að margir skipta um plöntur á npðju sumri og seinni uppskeran er í hámarki núna. Framboðið minnkar þó trúlega í seinni hluta næstu viku vegna dimm- viðris að undanfömu," sagði Kristj- án. Kaup á framleiðnirétti; 15% meira VIÐLEITNI stjórnvalda til að hafa hemil á kindakjötsfram- leiðslu í landinu hefur meðal ann- ars farið fram með þvi að Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins hef- ur keypt eða leigt rétt bænda til framleiðslu. Stjórnvöld ætla að ná fram breytingu á búháttum með kaupum eða leigu á fram- leiðnirétti og eru kaupin hluti af svonefndum búvörusamningi. Að sögn Bjama Guðmundssonar að- stoðarmanns landbúnaðarráð- herra hefur Framleiðnisjóður komið á þeirri reglu að borga 15% hærra verð fyrir kaup á rétti sem tengist á einhvern hátt landvernd og landbótum, það er að segja að bændur, sem búa á jörðum sem stafar hætta af gróðureyðingu, fá 15% hærra verð fyrir sinn rétt. Þetta fer fram með þeim hætti að viðkomandi bóndi fær annaðhvort endanlega greiðslu fyrir sinn rétt eða greidda leigu í ákveðinn áraíjölda. Að sögn Bjarna Guðmundssonar er markmiðið með þessu að spara út- flutningsbætur en jafnframt að um- buna þeim bónda sem þannig lætur rétt sinn af hendi. Framleiðnisjóður hefur fengið Landgræðslu ríkisins til að meta hvaða jarðir falla undir þennan flokk og miðar sjóðurinn til- boð sín við tillögur hennar. Snemma beygist krókurinn Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Grindavik. „Ég er ekkert sjóveik,“ sagði Brynja Hrönn, 11 ára Akureyrar- mær, um borð i frystitogaranum Akureyrinni EA 10 fyrr í vik- unni. Brynja er dóttir skipstjórans Þorsteins Vilhelmssonar og er í sinni annarri sjóferð. Hún fær að hjálpa til við að merkja umbúð- ir utan um frysta fiskinn auk þess. sem hún fylgist með í brúnni hjá pabba sínum ásamt bangsanum Gengis. Hjálminn verður hún að setja upp ef hún fær að fara niður á dekkið með körlunum þegar trollið er híft. Skrifað undir samkomulag um sölu ríkisskuldabréfa: Merk tímamót í þróun ís- lensks peningamarkaðar - segja samningsaðilar SAMKOMULAG fjármálaráð- herra við banka, sparisjóði og verðbréfafyrirtæki úm sölu á spariskírteinum ríkissjóðs var undirritað í gær. Peningastofn- ununum er ætlað að ábyrgjast sölu á spariskírteinum fyrir 2,97 milljarða króna, sem standa eiga undir mestallri innlendri láns- fjárþörf ríkissjóðs. Samkomulag- ið gildir til áramóta, en þá verð- ur það endurskoðað í ljósi feng- innar reynslu. Fjármálaráðherra og fulltrúum peningastofnan- Skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna af Byggingarsjóði: Eðlilegt að krefj- ast hækkunar vaxta - segir Pétur Blöndal formaður Landssambands lífeyrissjóða PÉTUR Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða, segir að það sé fyrsta skylda lífeyrissjóðanna að ávaxta fé sitt eins og markaðurinn býður best á hveijum tíma, því þannig sé hagur lífeyrisþega best tryggð- ur. Háir vextir geri það að verk- um að skerða þurfi lífeyri minna en annars. Ekki sé skynsamlegt að lækka vexti af lífeyrissjóðs- lánum nema í takt við breytingu á markaðsaðstæðum, annað muni leiða til aukinnar eftirspurnar eftir lánum og til skömmtunar- kerfis eða langra biðraða eftir þeim. Húsnæðiskerfið sé gott dæmi um þetta, þar sem hús- næðislán beri umtalsvert lægri vexti en gildi almennt. Samkvæmt iögum á viðræðum um kaup lífeyrissjóðanna á skulda- bréfum Byggingarsjóðs ríkisins fyr- ir árin 1989 og 1990 að vera lokið fyrir 1. október og gert er ráð fyr- ir að þessar viðræður hefjist í byij- un næsta mánaðar. Pétur sagði erfítt um það að segja hvaða ávöxt- un lífeyrissjóðimir færu fram á. Skuldabréfín bera 7% vexti á þessu ári, en til sjóðfélaga í flestum sjóð- anna 9,5%. Miðað við núverandi aðstæður sé eðlilegt að lífeyrissjóð- imir geri kröfu um hærri ávöxtun. Hann sagði að forsenda þess að vextir lækkuðu væri að það tækist að stórauka peningalegan spamað. Eftirspum eftir lánsfé væri alltof mikil og vextir þess vegna orðnir afar háir. Meginskýringin virtist vera sú að að verðskyn Islendinga væri mjög brenglað. Þeir héldu áfram að fjárfesta þrátt fyrir þessa háu vexti og mjög góða ávöxtun spamaðar. Pétur sagði að til þess að breyta þessu ástandi þyrfti að koma til stóraukið upplýsingastreymi. Það væri ekki síður vænleg leið til þess að auka spamað en hækka vextina. Það hlyti að skorta mikið á að upp- lýsingar um kosti spamaðar hefðu komjst til skila, þar sem fólk brygð- ist alls ekki við eins og vænta mætti. Raunar hefði hann oft tekið dæmi af þvi þegar breytt var úr vinstri umferð yfír í hægri á fs- landi. Þá hefði miklu fé verið varið til upplýsingaherferðar, en engu þegar raunvextir hættu að vera neikvæðir og urðu jákvæðir. Við væmm að súpa seyðið af því núna, enda væru slysin í sambandi við fjárfestingar að gerast á hveijum degi. anna kom saman um það, að undirritun samkomulagsins væri merk tímamót í þróun íslensks fjármagnsmarkaðar og að þetta fyrirkomulag væri það sem koma skyldi. Samskonar spariskírteini verða til sölu og verið hefur. Til þriggja ára með 8% vöxtum verða spariskír- teini fyrir 900 milljónir til sölu, til fímm ára með 7,5% vöxtum fyrir 1.400 milljónir og til átta ára með 7% vöxtum fyrir 670 milljónir króna. Raunvextir af spariskírteinunum munu lækka um hálfan af hundr- aði. Gerðar verða ráðstafanir til þess að vextir lækki til samræmis á bankabréfum og öðrum „traustum pappírum" eins og Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verzlunarbankans, orð- aði það í samtali við Morgunblaðið. „Ávöxtun á slíkum bréfum hefur verið mjög há, og lækkunin gæti valdið því að eitthvað slakni á þeirri spennu, sem ríkt hefur í vaxtamál- unum,“ sagði Tryggvi. „Bilið milli þessara bréfa og annarra áhættu- samari pappíra mun breikka en ég tel það ekki óeðlilegt, þar sem bilið var orðið einum of lítið. Þetta sam- komulag getur dregið vexti á mark- aðnum niður og ég sé að minnsta kosti ekki fram á vaxtahækkun." Tryggvi sagðist líta á þetta fyrir- komulag á sölu skuldabréfa sem framtíðarskipan. „Seðlabankinn hefur einn séð um þessa sölu, en það fyrirkomulag hefur nú runnið sitt skeið," sagði Tryggvi. „Verð- bréfamarkaðurinn hefur eflst hér á landi og bankar og sparisjóðir tekið virkan þátt í honum. Það er ekki óeðlilegt að þessir aðilar taki söluna að sér fyrir ríkissjóð. Fram að þessu hafa menn litið á spariskírteinin sem samkeppni um sparifé og lítt haldið þeim fram í tilboðum til við- skiptamanna en nú verða þau til sölu eins og önnur bréf. Þetta fyrir- komulag kemur báðum aðilum til góða." „Þetta eru merk tímamót. Við höfum náð samningum við alla helstu aðila á fjármagnsmarkaði um að leysa innlenda lánsfjárþörf ríkis- sjóðs í stað Seðlabanka. Þetta er mikilvægt skref í átt til þess að þróa peningamarkaðinn frekar í átt til þess sem gerist með öðrum þjóð- um,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra. „Þar með erum við meðal annars að búa okk- ur til ný hagstjómartæki, sem munu gera ríkisvaldinu kleift í framtíðinni að hafa aukin áhrif á raunvexti og vaxtastefnu." Jón Baldvin sagði að með þessu samkomulagi væri stefnt að lækkun vaxta. „Það mun hafa mikil áhrif á þróun annarra vaxta og er tilraun til að stýra markaðnum í átt til vaxtalækkunar. Þetta dugar ekki eitt og sér til þess að lækka raun- vexti, en er eitt skref í undirbún- ingi viðamikilla efnahagsráðstaf- ana,“ sagði Jón Baldvin. Ekki kæra Þorvarður Júlíusson bóndi á Söndum í Miðfirði segist ekki hafa kært Landhelgisgæsluna fyrir skemmdir á æðarvarpi vegna lágflugs þyrlu gæslunnar, eins og fram kom í frétt blaðsins í gær, heldur hafi hann skrifað sýslumanni og beðið um rann- sókn á því hver staðið hefði fyr- ir fluginu. Eins og fram hefur komið hef- ur sýslumaður Húnvetninga fyr- irskipað lögreglurannsókn vegna þessa atburðar. Bændur á viðkvæmum svæðum fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.