Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 6. ÁGÚAT 1988 fatím FOLX ■ ÞAU mistök urðu í mynda- texta í frásögn af leik ÍBK og KA í gær, að sagt var að Keflvíkingur- inn á myndinni væri Ingvar Guð- mundsson. Hið rétta er, að myndin sýnir Gest Gylfason Keflviking í baráttu við KA-manninn Friðfinn Hermannsson. ■ KLAUS Berggren, danski landsliðsmaðurinn er á förum frá ítalska knattspyrnufélaginu Roma til Lyngby í Danmörku. Ekki er þó gert ráð fyrir að hann verði þar í vetur heldur fari til einhvers er- lends liðs í haust og segir Berg- gren Aston Villa koma til greina í því sambandi. Berggren, sem er 30 ára hyggst síðan ljúka ferlinum hjá Lyngby, gamla liðinu sínu í Danmörku. ■ RICARDO, fyrirliði brasilíska ólympíulandsliðsins, hefur skrifað undir þriggja ára samning við portúgalska félagið Benfica. Fé- lagið hefur fyrir þijá Brasilíumenn í byijunarliði sínu, Mozer, Eldo og Valdo. Ricardo lék áður með Fluminense í Brasilíu. > ■ ANTWERPEN í Belgíu hefur komizt að samkomulagi við ítalska knattspymufélagið Pisa um sölu markaskorarans unga, Francis Severeyns. Pisa féllst á að greiða jafnvirði 1,1 milljónar dala fyrir hann. Auitverpen fær einnig rétt til þess að fá Severeyns til baka eftir þijú ár. ■ BÚFISKS-opiðgolfmótverð- ur haldið á Strandarvelli á Rang- árvöllum á morgun, sunnudaginn _ 7. ágúst. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Allar nánari upplýsingar fást hjá Golfklúbbi Hellu. ■ PÓLSKI knattspymumaður- inn Andrzej Rudy var í fyrradag seldur frá Slask Wroclaw til GKS Katowice fyrir 50 milljónir zloties,- sem er andvirði tæplega 5,2 millj- óna ísl. króna. Þetta er metupphæð sem greidd hefur verið fyrir leik- mann í innbyrðis viðskiptum pól- skra félaga. ■ BRANN, liðTeits Þórðarson- ar og Bjarna Sigurðssonar, fékk heimaleik þegar dregið var í átta liða úrslitum norsku bikarkeppninn- ar. Mótheijar Brann verða þriðju deildar liðið Rade. Moss, lið Gunn- ars Gíslasonar leikur á útivelli Segn Vaalerengen. I UEFA MEISTARARNIR, Bayer Leverkusen frá Vestur- Þýskalandi og hollenska liðið PSV Eindhoven sém er handhafi Ev- rópubikarsins áttust við í vináttu- leik á þriðjudag. Bayer Lever- kusen sigraði í leiknum með einu marki gegn engu. Það var pólski leikmaðurinn Marek Lesniak sem skoraði fyrir Leverkusen eftir mis- tök hjá hollenska landsliðsmannin- um Ronald Koeman í liði Eind- hoven. ■ TVEIR tékkneskir knatt- spymumenn, yfírgáfu lið sitt, Sla- ■v- via Praha, er þeir vom á keppnis- ferðalagi í Vestur-Þýskalandi. í síðustu viku. Þeir Ivo Knoflicek og Lubos Kubik hafa í hyggju að sælq'a um pólitískt hæli í Bret- Iandi. ■ JUAN Arteche, fyrrum fyrir- liði spænska knattspymufélagsins Atletico Madrid, sem rekinn var á dögunum hefur nú fengið nýjan samning við félagið. Ástæður þess að Arteche var rekinn voru þær að Jesus Gil, forseti félagsins, var ekki ánægður með hve Arteche reykti mikið, og þá var hann einnig ásáttur við hve miklum tíma hann eyddi í skófyrirtæki sitt. Sættir hafa nú tekist með þeim félögum og Arteche mun snúa til baka með nýjan samning, en hann missir fyr- irliðastöðuna. Jesus Gil hefur ekki í huga að endurráða hina tvo leik- mennina sem hann gaf reisupas- sann um leið og Arteche. KNATTSPYRNA STULKNA Gull & Silfurmótið á Smárahvamms- velli um helgina Hátt í 400 þátttakendur úr 16 liðum víðs vegar að af landinu Um helgina verður haldið á Smárahvammsveili í Kópavogi Gull & Silfurmótið í knatt- spyrnu í 3. og 4. flokki kvenna. Mótið hefst kl. 11.00 fh. í dag og verður leikið fram á sunnu- dagskvöld. Alls taka 350-400 stúlkur á aldrinum 7-14 ára þátt í mót- inu. Leikið verður í fjórum riðlum í 3. flokki en í einum í 4. flokki. Sextán íþróttafélög af öllu landinu senda samtals 20 keppnislið til keppni. Leikið verður á fjórum völl- um samtímis, alls 60 leikir. Eftir leikina í dag býður Bæjar- stjóm Kópavogs keppendum upp á kjúklinga og tilheyrandi í íþrótta- húsinu Digranesi og síðan verður kvöldvaka þar sem glens og grín verður í fyrirrúmi. Að loknum leikjum á morgun, sunnudag, er öllum boðið upp á Tommahamborgara og HI-C, og síðan er verðlaunaafhending í íþróttahúsinu Digranesi. Verðlaun eru veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti í báðum flokkum og sigurvegarar fá farandbikar til varðveislu í eitt ár. Besti leikmaður hvors flokks fær viðurkenningu, ennfremur fá markadrottningar afhentan bikar. Þá fá allir keppendur áritað viður- kenningarskjal fyrir þátttöku. Þetta er í fjórða sinn sem þetta mót er haldið og fer umfang þess sífellt vaxandi. Fleiri og fleiri lið koma til keppni og mörg lið hafa byijað þátttöku í Islandsmóti eftir að hafa komið á Gull & Silfurmótið. Á fyrsta mótinu 1985 vom kepp- endur um 60 en nú nálgast þeir 400. Þetta sýnir að áhugi stelpna á knattspymu fer sífellt vaxandi. Úr fróttatilkynningu frá Guili & Silfri og knattspyrnudeild Breiðabliks. Reykjavíkur maraþon Fimmta Reykjavíkurmaraþonið fer fram 21. ágúst næstkomandi. Vegalengdimar sem boðið er upp á em að venju þijár, 7 km. hlaup, hálf-maraþon (21 km.) og maraþon (42. km.). í fyrra hlupu tæplega þúsund manns, en í ár er stefnt að þvi að gera hlaupið enn viðameira. Verðlaunapeningar verða veittir öllum þeim sem ljúka hlaupinu til minningar um unnið afrek. Skráning í hlaupið fer fram á Ferðaskrifstofu Úrvals fyrir 15. ágúst. TENNIS / MORGUNBLAÐSMOTIÐ Gunnar Ragnar Ólafsson sigraði í flokki pilta 13 ára og yngri á Morgun- blaðsmótinu í tennis. Jón Páll Gests- son sigraði í ein- liðaleik karla JÓN Páll Gestsson, TBR, sigr- aði í A-flokki í einliðaleik karla á Morgunblaðsmótinu ítennis, sem fram fór á tveimur nýjum tennisvöllum í Laugardal nú á dögunum. Hann sigraði Atla Þorbjörnsson, Víkingi í spenn- andi úrslitaleik eftir miklar sviptingar. M Íúrslitaleiknum náði Atli fyrst afgerandi forystu, vann fyrsta settið léttilega, náði yfírburðastöðu í öðm setti og hafði oftar en einu sinni tækifæri til að gera út um leikinn. Það tókst honum hins vegar ekki en Jón Páll sýndi að hann ber það nafn ekki að ástæðulausu og náði að vinna upp forskotið og vinna annað settið. Atli byijaði betur í þriðja setti en eftir það naði Jón Páll undirtökunum og sigraði. Hann vann því samtals 2-6, 7-5, 6-4. í undanúrslitunum sigraði Jón Páll Kjartan Óskarsson, ÍK, frekar óvænt en í hinum undanúrslita- leiknum sigraði Atli Þorbjömsson Amar Arinbjamar, Víkingi. Margrót sterkust í kvenna- flokki Keppt var í fjómm öðmm flokkum. í B-flokki einliðaleiks. karla léku Víkingamir Jónas Björnsson og Sigurður Ásgeirsson til úrslita. Jón- as hafði betur og vann 6-3, 6-4. í tvíliðaleik karla sigmðu Kjartan Óskarsson, ÍK, og Einar Ásgeirs- son.ÍK þá Jón Pál Gestsson, TBR og Amar Arinbjarnar, Víkingi í úrslitaleik, 6-3, 6-2. Gunnar Ragnar Ólafsson, 10 ára, varð ömggur sigurvegari í flokki 13 ára ogyngri. Hann sigraði Aðal- stein Þorbergsson í úrslitaleik. Margrét Svavarsdóttir, Víkingi, sigraði með yfírburðum í einliðaleik kvenna. Hún lék til úrslita við Dröfn Guðmundsdóttur, ÍK, og vann 6-2, 6-1. KEILA Sigurður sigraði á sumarmóti Sigga frænda Sigurður Ingason sigraði í sumarmóti Sigga frænda í keilu sem fram fór í Öskjuhlíð fyrir skömmu. Sigurður vann Helga Ágústsson í úrslitaleik. í fyrsta sérmótinu sigraði Ársæll Björgvinsson Alois Raschhofer í úrslitum. Næsta og jafnframt síðasta sérmótið verður haldið laugardaginn 13. ágúst n.k. Verð- laun fyrir fyrsta sætið í sérmótun- um em utanlandsferðir með Am- arflugi. Sumarmótin munu halda áfram í keilusalnum í Öskjuhlíð út ágúst alla fímmtudaga og sunnudaga kl. 20.00. Sanitas hefur ákveðið að styrkja íslenska landsliðið í keilu með því að gefa öll verðlaun í styrktar- mót, Pepsí-mót, sem haldin em alla þriðjudaga í Öskjuhlíð. Keppt er í tveimur flokkum undir og yfír 150 í meðalskori. Slgurvegarar í keilumóti Sigga frænda þeir Sigurður Ingason og Ársæll Björgvinsson. iÞrimiR FOLK ■ OPIÐ unglingamót í golfi, Browning-mótið verður haldið í fyrsta sinn á íslandi á morgun, laugardag. Mótið fer fram á Hva- leyrarholtsvelli. Keppt verður með og án forgjafar. Skráning er í síma 53360. ■ DIEGO Maradona hefur sæzt við Otto Bianchi þjálfara Napólí og beðizt afsökunar á ógætilegri gagnrýni sinni. Maradona fór fög- mm orðum um brasilíska knatt- spymumanninn Alemao, sem mun leika með Napólí næsta vetur og sagðist óska þess innilega, að þeir yrðu góðir vinir. Skömmu áður hafði Maradona gagmýnt kaupin á Alemao. Maradona og Bianchi létu mynda sig brosandi saman og fór vel á með þeim eins og áður þegar allt lék í lyndi. ■ BRASILÍUMENN gerðu jafn- tefli 1:1 við ólympíulandslið Svía í knattspymu um helgina. Brasilíu- menn vom ekki sannfærandi í leik sínum. Þeir komust yfir með marki Jorginho í fyrri hálfleik en Jan Hellstrom jafnaði þegar fímm minútur vom til leiksloka. Um miðj- an seinni hálfleik fengu Svíar víta- spymu en misnotuðu hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.