Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B OG LESBOK STOFNAÐ 1913 176. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 6. AGUST 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Viðræður um frið í Angólu og Namibíu: Samkomulag náðist um skref í friðarátt Leynd hvílir yfir samkomulaginu fram yf ir helgi Genf. Reuter. FULLTRÚAR Angólu, Kúbu og Suður-Afríku sögðust í gær hafa náð samkomulagi um skref til friðar í Angólu og Namibíu eftir fjögurra daga viðræður, sem mikil leynd hvíldi yfir, í Genf. Samkomulag varð um að skýra ekki frá í hverju friðarskrefin felast fyrr en á mánudag. Þegar Pik Botha, utanríkisráðherra Suður- Afríku, var inntur eftir því hvort samið hefði verið um vopnahlé í Norður-Noregur: Atak tíl aðstoðar sjávarútveginum Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA stjórnin hefur ákveðið að veita miklu fé til að treysta undirstöður sjávarútvegs í Norður-Noregi sem átt hefur við mikla örðugleika að stríða undanfarin ár. í fyrstu verður veitt 115 milljón- um n.kr. (780 milljónum ísl. kr.) til atvinnugreinarinnar og er búist við að Stórþingið samþykki þá ráðstöfun. Að undanförnu hefur verið rætt um að setja á stofn sérstakt ráðu- neyti sem fást skyldi við þau vanda- mál sem nú herja á Norður-Noreg. Ríkisstjórnin hefur þó vísað þeirri iiugmynd á bug. Miklum hluta íjárins verður veitt til nyrsta fylkisins, Finnmerkur, en þar eiga sjávarútvegsfyrirtæki í afar miklum erfiðleikum. Ekkert fiskaðist á Barentshafi og við Lófót- en síðastliðinn vetur og kemur þetta hart niður á sjómönnum jafnt sem landverkafólki. Fjöldi fólks flyst nú á brott frá Finnmörku og veldur það norskum heryfirvöldum áhyggj- um; komi til átaka við Sovétmenn verður framvarðalína Norðmanna á þessu svæði. Fækki fólki í fylkinu mun það verða til að veikja varnar- búnaðinn þar. Eining ríkir um þetta sjónarmið hjá norskum stjórn- málmönnum. Bandaríkin: Brady tekur við af Baker Washington. Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, tilkynnti í gærkvöldi um afsögn James Bakers, fjármála- ráðherra, og að hann hefði skip- að bankamanninn Nicholas Brady í hans stað. Búist er við að þingið staðfesti þá ákvörðun forsetans. Baker hættir 17. ágúst næstkom- andi og tekur þá við stjórn kosn- ingabaráttu George Bush, forseta- efnis repúblikana við forsetakosn- ingarnar í nóvember. Brady var formaður nefndar, sem Reagan skipaði til að grafast fyrir um orsakir verðhrunsins á verð- bréfamarkaðinum í New York 19. október sl. Talið er að skipan hans muni mælast vel fyrir í fjármála- heiminum. Árið 1982 var hann út- nefndur til setu í Öldungadeild Bandaríkjaþings í háift ár í stað Harrisons Williams, sem dæmdur var fyrir pólitíska spillingu. Umrædd framlög til sjávarút- vegsins verða notuð sem hreinir styrkir til sjómanna og útvegs- manna, til að lækka vexti og auka lausafé útgerðarfyrirtækja. Sam- band norskra sjávarútvegsmanna hafði farið fram á miklu hærri styrki. Talið er að fiskvinnslufyrir- tækin ein þarfnist 500-800 milljóna n.kr. (3.200-5,500 milljóna ísl. kr.). Angólu, sagði hann að menn yrðu að bíða svars við þeirri spumingu til mánudags. „Við færðumst nær markinu,“ sagði Francisco Paiva Nyunda, að- stoðarvamarmálaráðherra Angólu, eftir fundinn. Samningamenn vörð- ust allra fregna en lýstu allir ánægju með fundalotuna, sem varð lengri en gert hafði verið ráð fyrir. Chester Crocker, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem gegnt hefur hlutverki milligöngumanns, aflýsti blaðamannafundi vegna samkomulags samningamanna um fréttabann af fundinum. Fyrir- hugað var að aðalefni þessarar samningalotu yrðu leiðir til að koma á vopnahléi í Angólu. Ákveðið var að efna til nýrra funda eftir tvær vikur. Persaflóastríðið: MUNKAR MOTMÆLA Reuter Japanskir munkar við lok 1.300 kílómetra göngu frá Tókýó til Hírósh- íma sem þeir efndu til til að leggja áherzlu á kröfur sínar um bann við kjamorkuvopnum. Þess er minnst í Japan í dag að 43 ár em liðin frá því kjamorkusprengjum var varpað á borgimar Híróshíma og Nagasaki. De Cuellar býður upp á málamiðlun Sameinuðu þjóðunum. Reuter. JAVIER Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, skýrði frá því i gær að hann hefði kynnt fulltrúum deiluaðila í Persaflóastríðinu Reuter IFANGIFORSÆTISRAÐHERRANS Opinberri heimsókn Margaretar Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, til Ástralíu lýkur í dag. Thatcher heimsótti í gær sýningu í Brisbane þar sem meðal annars varð á vegi hennar þessi kóalabjöm sem virtist kunna hið besta við sig í fangi forsætisráðherrans. Kóalabimir eru spendýr af ættbálki pokadýra. málamiðlunartillögu, sem hann vonaði að kæmi skríði á sáttatil- raunir sinar. De Cuellar átti í gær viðræður við Tariq Aziz, utanríkisráðherra íraks, og að þeim loknum sagði hann að Irakar vildu ekki hvika frá þeirri afstöðu sinni að deiluaðilar samþykktu að hefja beinar viðræð- ur áður en vopnahlé yrði lýst yfír. Þykir það til marks um að írakar hefðu tekið málamiðlunartillögu de Cuellars fálega. Tillagan gerir ráð fyrir þvi að deiluaðilar fullvissi de Cuellar um að þeir hafi raunverulegan áhuga á að uppfylla öll ákvæði vopnahlésá- lyktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, hina svoköllubu ályktun númer 598, frá í fyrra. Hún gerir m.a. ráð fyrir allsheijar friðarsam- komulagi ríkjanna. Áð því fengnu ákveði framkvæmdastjórinn vopna- hlésdag og heQist þá beinar viðræð- ur milli deiluaðila. De Cuellar sagði í gær að ut- anríkisráðherrar írans og íraks „gerðu nú sitt bezta“ til þess að umleitanir hans bæru árangur og „væri hann þeim þakklátur fyrir það“. Brezk herstöð í Vestur-Þýzkalandi: Fjórir særast í sprengingu IRA DUsseldorf. Reuter. ÞRÍR brezkir hermenn og óbreyttur borgari slösuðust þegar sprengja sprakk við brezka her- stöð í Vestur-Þýzkalandi i gær. Allt bendir til að hinn ólöglegi írski lýðveldisher, IRA, beri ábyrgð á sprengingunni. Tom King, írlandsmálaráðherra brezku stjórnarinnar, hélt í gær til Belfast til neyðarfundar með yfir- mönnum hers og lögreglu á Norður- írlandi vegna hryðjuverka IRA í vik- unni er kostað hafa á annan tug manna lífíð. Vitni sáu til tveggja bifreiða, sem ekið var burt frá brezku herstöðinni í Dusseldorf í þann mund, sem sprengjan sprakk. Tilræðið var eign- að IRA og er hið þriðja gegn brezk- um hermönnum í V-Þýzkalandi frá í maí. Talsmaður IRA sagði í gær að herinn hyggðist auka hryðjuverk á næstunni og myndu þau ná hámarki næsta sumar, en þá verða liðin 20 ár frá því brezkar hersveitir voru sendar til Norður-írlands til að hindra átök mótmælenda og kaþól- skra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.