Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 23 Kvefkonsert í Sidney Frá Canberra lá leiðin til Sidney þar sem haldið var alþjóðlegt kóra- mót í tilefni tveggja alda afmæli landnáms Evrópumanna í Ástralíu. Þessa atburðar er minnst með mikl- um hátíðarhöldum allt þetta ár og kóramótið var einn liður í þeim. Þarna voru sex erlendir kórar auk heimakórsins og þar á meðal var hinn frábæri Tapiola kór frá Finn- landi sem við höfum haft mikil og góð samskipti við í gegnum árin. I Sidney bjuggu stúlkurnar í heima- húsum og það var í eina skiptið í ferðinni sem sá háttur var hafður á. Þeim fannst það langflestum mjög gaman. Þær eignuðust nýja kunn- ingja og öðluðust nýja reynslu. Kon- sertinn í Sidney var á ýmsan hátt sá erfiðasti því í Ástralíu ríkti vet- ur. Veturinn þar er öðruvísi en Is- lendingar eiga að venjast. Að degin- um til er hlýtt, allt upp í 16 gráður en nætumar eru nístings- kaldar. Þegar við vöknuðum fyrsta morgun- inn í Canberra var hrímuð jörð og fjögurra gráðu frost þann morgunn. Þar kvöldar líka mjög snemma og þar er orðið dimmt klukkan fimm. Þetta varð til þess að sumar stúlkn- anna kvefuðust og það kom illa nið- ur á -tónleikunum í Sidney. Allir kóramir sem þar komu fram voru meira eða minna haldnir þessum kvilla. Þetta var því hálfgerður kvef- konsert. Tæland heimsótt Það sem kom okkur kannski mest á óvart í Ástralíu vom hinar gífur- legu fjarlægðir. Við komum beint frá Hong Kong þar sem 6 milljónir manna búa við ótrúleg þrengsli en í Ástralíu er þessi óskaplega víðátta og langt á milli staða. Frá Sidney héldum við síðan til Tælands þar sem við dvöldum í dýrðlegum fögnuði í þijá daga. Þar gafst okkur tækifæri til að finna andblæ þeirrar menning- ar sem þar ríkir. Heim komum við föstudaginn 29. júlí eftir langt og strangt ferðalag en glöð í sinni. Ég vil að endingu þakka öllum kórfélög- um sem stóðu sig með mikilli prýði og sömuleiðis fararstjórunum," sagði Egill Friðleifsson að lokum. Þórhildur og Jóhanna læra að borða með prjónum í Hong Kong. Kínverskir og íslenskir þjóðbúningar. íslensku stelpurnar á mynd- inni eru Steinunn, Ásdís, Inga Pálín, Kristbjörg og Halldóra. af einstakri fæmi.“ Starfstilboð í Canberra var komið að máli við mig og ég beðinn um að verða full- trúi Evrópu í Alþjóðasamtökum bamakóra. Formaður þessara sam- taka er Jack Kukuk sem er einn af forstjórum Kennedy Center í Was- hington. Samtökin skipuleggja al- þjóðleg kóramót, greiða fyrir sam- skiptum einstakra kóra og standa fyrir námskeiðum og upplýsingaöfl- un. Ég tók starfið að mér þó með nokkrum fyrirvara vegna þess að því fylgir dálítill erill og mikil ferða- lög. Þetta er starf til tveggja ára en ég hef hug að taka það að mér fái ég aðstöðu til þess. Næsta al- þjóðamót sem þessi samtök standa fyrir fer fram í Peking á næsta ári. Þar sæki ég aðalfund samtakanna ef ég tek starfið endanlega að mér. Þetta opnar kórnum okkar líka leið í allar áttir og við verðum vel í sveit sett ef við ætlum að halda samskipt- um okkar áfram við félaga okkar og listahátíðir um víða veröld. Morgunblaðið/ Sigurgeir Björg VE 5 í heimahöfn. V estmannaeyj ar: Nýr bátur í flotann NÝR bátur hefur bæst við flota Vest- mannaeyinga. Það er Björg VE 5, 123 tonn smíðaður í Rönning í Svíþjóð. Gísli Valur Einarsson eigandi og skipstjóri bátsins seg- ir að hann hafi siglt honum frá Svíþjóð á hálfum fimmta sólar- hring og hafi bátur- inn reynst hið besta sjóskip. Björg VE kom til Eyja rétt fyrir Þjóðhátíð en nú er verið að vinna. við að koma Sigmunds- búnaði fyrir um borð og setja upp aðgerða- kerfi á millidekki. Gísli Valur bjóst við að bát- urinn yrði tilbúinn til veiða, á troll, um þessa helgi. Morgunblaðið/Sigrún Óladóttir Sjöfn við verk sitt „Hugsað heim“ sem hún gaf spítalanum í Stykkis- hólmi til minningar um ömmu sína Kristensu V. Jónsdóttur. inni. Innblásturinn fékk ég á Ítalíu en útfærsla í mósaík fer fram í Þýskalandi. Þetta hefur verið skemmtilegt en erfitt viðfangsefni.“ Gerð verksins er kostnaðarsöm en Listskreytingasjóður kostar það að stærstum hluta. Einnig taka Stykkishólmsbær og systurnar þátt í kostnaðinum. Viðbyggingunni við sjúkrahúsið er ætlað að hýsa legu- deildir og heilsugæslustöð sem verður opnuð í haust. Mikil viðbrigði að flytja heim Sjöfn fluttist heim frá Danmörku í nóvember á síðasta ári. „Það voru mikil viðbrigði að koma heim. Mér líkaði mjög vel í Danmörku og hér heima hefur margt breyst á átta árum. Ég hef því farið mér hægt síðastliðna mánuði, komið mér upp nýrri vinnustofu, teiknað, málað og skrifað." Aðspurð hvort sýning væri á næsta leiti sagði Sjöfn að það yrði ekki í bráð. „Ég þarf að koma mér betur fyrir og ná áttum áður en af sýningu verður.“ Morgunblaðið/F. Oidtmann Hér sést Sjöfn höggva mósaík- plötu niður á verkstæði Dr. Oid- tmann í Þýskalandi. byggingarnefnd í fyrra. Undirbún- ingur og grunnvinna hefur tekið nokkuð langan tíma. Kannski vegna fjarlægðanna, þar sem ég bjó í Danmörku þegar ég vann að mynd- Akranes: Nýtt orgel vígt í Akraneskirkju Akranesi. HIÐ NYJA og glæsilega orgel sem sett hefur verið upp í Akra- neskirkju var vígt við hátíðlega athöfn í Akraneskirkju sunnu- daginn 4. júlí sl. Það ríkti mikill hátíðarblær yfir athöfninni, þegar hið nýja orgel var vígt. Auk guðsþjónustu sem sóknar- presturinn séra Björn Jónsson ann- aðist fóru fram orgelhljómleikar þar sem leikin var orgeltónlist allt frá Back til nútímatónlistar. Þá söng kirkjukórinn og þau frú Guðrún Ellertsdóttir og Kristján Elís Jónas- son sungu einsöng. Svo skemmtilega vill til að fimm kunnir organistar hvaðanæva af landinu sem allir hafa verið fæddir eða uppaldir eða búið á Akranesi um lengri eða skemmri tíma tóku þátt í orgeltónleikunum. Þessir menn eru núverandi organisti kirkj- unnar, Jón Ólafur Sigurðsson, Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar og fyrrum organisti kirkjunnar, Úlrik Olason organleikari Landakotskirkju, Frið- rik Stefánsson organleikari í Kópa- vogi og Bjöm Steinar Sólbergsson organisti á Akureyri. . Kirkjugestir voru fjölmargir og að lokinni kirkjuathöfn var boðið til kaffidrykkju í safnaðarheimilinu Vinarminni. Þar var Bjarna Bjarna- syni afhentur blómvöndur frá safn- aðarstjórn sem virðingar- og þakk- tætisvott fyrir farsæl störf í þágu Akraneskirkju, en hann var organ- isti kirkjunnar um langt árabil. Mikil ánægja er ríkjandi með nýja orgelið enda er það hljóm- fagurt og einnig er hljómburður í kirkjunni mjög góður. Má ætla að orgelið verði notað í ríkara mæli en áður gerðist. Nú ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að halda tón- leika og jafnvel taka hér upp tón- verk til flutnings á öldum ljósvak- ans. Að sögn kunnugra er orgelið mjög gott tónleikaorgel og ekki síður hentugt sem upptökuhljóð- færi. - JG vinmnga fyrir aðeins 50 krónur. SKYNDIHAPPDRÆTTI DAS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.