Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988
23
Kvefkonsert í Sidney
Frá Canberra lá leiðin til Sidney
þar sem haldið var alþjóðlegt kóra-
mót í tilefni tveggja alda afmæli
landnáms Evrópumanna í Ástralíu.
Þessa atburðar er minnst með mikl-
um hátíðarhöldum allt þetta ár og
kóramótið var einn liður í þeim.
Þarna voru sex erlendir kórar auk
heimakórsins og þar á meðal var
hinn frábæri Tapiola kór frá Finn-
landi sem við höfum haft mikil og
góð samskipti við í gegnum árin. I
Sidney bjuggu stúlkurnar í heima-
húsum og það var í eina skiptið í
ferðinni sem sá háttur var hafður
á. Þeim fannst það langflestum mjög
gaman. Þær eignuðust nýja kunn-
ingja og öðluðust nýja reynslu. Kon-
sertinn í Sidney var á ýmsan hátt
sá erfiðasti því í Ástralíu ríkti vet-
ur. Veturinn þar er öðruvísi en Is-
lendingar eiga að venjast. Að degin-
um til er hlýtt, allt upp í 16 gráður
en nætumar eru nístings- kaldar.
Þegar við vöknuðum fyrsta morgun-
inn í Canberra var hrímuð jörð og
fjögurra gráðu frost þann morgunn.
Þar kvöldar líka mjög snemma og
þar er orðið dimmt klukkan fimm.
Þetta varð til þess að sumar stúlkn-
anna kvefuðust og það kom illa nið-
ur á -tónleikunum í Sidney. Allir
kóramir sem þar komu fram voru
meira eða minna haldnir þessum
kvilla. Þetta var því hálfgerður kvef-
konsert.
Tæland heimsótt
Það sem kom okkur kannski mest
á óvart í Ástralíu vom hinar gífur-
legu fjarlægðir. Við komum beint
frá Hong Kong þar sem 6 milljónir
manna búa við ótrúleg þrengsli en
í Ástralíu er þessi óskaplega víðátta
og langt á milli staða. Frá Sidney
héldum við síðan til Tælands þar sem
við dvöldum í dýrðlegum fögnuði í
þijá daga. Þar gafst okkur tækifæri
til að finna andblæ þeirrar menning-
ar sem þar ríkir. Heim komum við
föstudaginn 29. júlí eftir langt og
strangt ferðalag en glöð í sinni. Ég
vil að endingu þakka öllum kórfélög-
um sem stóðu sig með mikilli prýði
og sömuleiðis fararstjórunum,"
sagði Egill Friðleifsson að lokum.
Þórhildur og Jóhanna læra að borða með prjónum í Hong Kong.
Kínverskir og íslenskir þjóðbúningar. íslensku stelpurnar á mynd-
inni eru Steinunn, Ásdís, Inga Pálín, Kristbjörg og Halldóra.
af einstakri fæmi.“
Starfstilboð
í Canberra var komið að máli við
mig og ég beðinn um að verða full-
trúi Evrópu í Alþjóðasamtökum
bamakóra. Formaður þessara sam-
taka er Jack Kukuk sem er einn af
forstjórum Kennedy Center í Was-
hington. Samtökin skipuleggja al-
þjóðleg kóramót, greiða fyrir sam-
skiptum einstakra kóra og standa
fyrir námskeiðum og upplýsingaöfl-
un. Ég tók starfið að mér þó með
nokkrum fyrirvara vegna þess að
því fylgir dálítill erill og mikil ferða-
lög. Þetta er starf til tveggja ára
en ég hef hug að taka það að mér
fái ég aðstöðu til þess. Næsta al-
þjóðamót sem þessi samtök standa
fyrir fer fram í Peking á næsta ári.
Þar sæki ég aðalfund samtakanna
ef ég tek starfið endanlega að mér.
Þetta opnar kórnum okkar líka leið
í allar áttir og við verðum vel í sveit
sett ef við ætlum að halda samskipt-
um okkar áfram við félaga okkar
og listahátíðir um víða veröld.
Morgunblaðið/ Sigurgeir
Björg VE 5 í heimahöfn.
V estmannaeyj ar:
Nýr bátur í flotann
NÝR bátur hefur
bæst við flota Vest-
mannaeyinga. Það er
Björg VE 5, 123 tonn
smíðaður í Rönning í
Svíþjóð. Gísli Valur
Einarsson eigandi og
skipstjóri bátsins seg-
ir að hann hafi siglt
honum frá Svíþjóð á
hálfum fimmta sólar-
hring og hafi bátur-
inn reynst hið besta
sjóskip.
Björg VE kom til
Eyja rétt fyrir Þjóðhátíð
en nú er verið að vinna.
við að koma Sigmunds-
búnaði fyrir um borð
og setja upp aðgerða-
kerfi á millidekki. Gísli
Valur bjóst við að bát-
urinn yrði tilbúinn til
veiða, á troll, um þessa
helgi.
Morgunblaðið/Sigrún Óladóttir
Sjöfn við verk sitt „Hugsað heim“ sem hún gaf spítalanum í Stykkis-
hólmi til minningar um ömmu sína Kristensu V. Jónsdóttur.
inni. Innblásturinn fékk ég á Ítalíu
en útfærsla í mósaík fer fram í
Þýskalandi. Þetta hefur verið
skemmtilegt en erfitt viðfangsefni.“
Gerð verksins er kostnaðarsöm
en Listskreytingasjóður kostar það
að stærstum hluta. Einnig taka
Stykkishólmsbær og systurnar þátt
í kostnaðinum. Viðbyggingunni við
sjúkrahúsið er ætlað að hýsa legu-
deildir og heilsugæslustöð sem
verður opnuð í haust.
Mikil viðbrigði
að flytja heim
Sjöfn fluttist heim frá Danmörku
í nóvember á síðasta ári. „Það voru
mikil viðbrigði að koma heim. Mér
líkaði mjög vel í Danmörku og hér
heima hefur margt breyst á átta
árum. Ég hef því farið mér hægt
síðastliðna mánuði, komið mér upp
nýrri vinnustofu, teiknað, málað og
skrifað." Aðspurð hvort sýning
væri á næsta leiti sagði Sjöfn að
það yrði ekki í bráð. „Ég þarf að
koma mér betur fyrir og ná áttum
áður en af sýningu verður.“
Morgunblaðið/F. Oidtmann
Hér sést Sjöfn höggva mósaík-
plötu niður á verkstæði Dr. Oid-
tmann í Þýskalandi.
byggingarnefnd í fyrra. Undirbún-
ingur og grunnvinna hefur tekið
nokkuð langan tíma. Kannski vegna
fjarlægðanna, þar sem ég bjó í
Danmörku þegar ég vann að mynd-
Akranes:
Nýtt orgel vígt í Akraneskirkju
Akranesi.
HIÐ NYJA og glæsilega orgel
sem sett hefur verið upp í Akra-
neskirkju var vígt við hátíðlega
athöfn í Akraneskirkju sunnu-
daginn 4. júlí sl.
Það ríkti mikill hátíðarblær yfir
athöfninni, þegar hið nýja orgel var
vígt. Auk guðsþjónustu sem sóknar-
presturinn séra Björn Jónsson ann-
aðist fóru fram orgelhljómleikar þar
sem leikin var orgeltónlist allt frá
Back til nútímatónlistar. Þá söng
kirkjukórinn og þau frú Guðrún
Ellertsdóttir og Kristján Elís Jónas-
son sungu einsöng.
Svo skemmtilega vill til að fimm
kunnir organistar hvaðanæva af
landinu sem allir hafa verið fæddir
eða uppaldir eða búið á Akranesi
um lengri eða skemmri tíma tóku
þátt í orgeltónleikunum. Þessir
menn eru núverandi organisti kirkj-
unnar, Jón Ólafur Sigurðsson,
Haukur Guðlaugsson söngmála-
stjóri Þjóðkirkjunnar og fyrrum
organisti kirkjunnar, Úlrik Olason
organleikari Landakotskirkju, Frið-
rik Stefánsson organleikari í Kópa-
vogi og Bjöm Steinar Sólbergsson
organisti á Akureyri. .
Kirkjugestir voru fjölmargir og
að lokinni kirkjuathöfn var boðið
til kaffidrykkju í safnaðarheimilinu
Vinarminni. Þar var Bjarna Bjarna-
syni afhentur blómvöndur frá safn-
aðarstjórn sem virðingar- og þakk-
tætisvott fyrir farsæl störf í þágu
Akraneskirkju, en hann var organ-
isti kirkjunnar um langt árabil.
Mikil ánægja er ríkjandi með
nýja orgelið enda er það hljóm-
fagurt og einnig er hljómburður í
kirkjunni mjög góður. Má ætla að
orgelið verði notað í ríkara mæli
en áður gerðist. Nú ætti ekkert að
vera því til fyrirstöðu að halda tón-
leika og jafnvel taka hér upp tón-
verk til flutnings á öldum ljósvak-
ans. Að sögn kunnugra er orgelið
mjög gott tónleikaorgel og ekki
síður hentugt sem upptökuhljóð-
færi.
- JG
vinmnga
fyrir
aðeins
50 krónur.
SKYNDIHAPPDRÆTTI DAS