Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 Að yrkja í landið Myndlist Bragi Ásgeirsson Árleg sumarsýning á verkum Jóhannesar Kjarvals stendur nú yfír í Kjarvalssal Kjarvalsstaða. Að þessu sinni hefur verið lögð áhersla á að sýna landslags- myndir úr safni Kjarvalsstaða og er sýningin engin úttekt á þessum þætti listsköpunar hans. En Kjarvalsstaðir eiga nú þegar svo mikið úrval ágætra mynda listamannsins, að menn þar í bæ geta óhræddir staðið að hinum margvíslegustu sýningum ævi- verks hans, sem var ærið fjöl- þætt. Kjarval var ekki einhamur í list sinni, svo sem þessi sýning er til vitnis um, þótt einungis samtíningur sé frá ýmsum ævi- skeiðum listamannsins. Flestar eru myndirnar unnar í olíu á striga, en einnig eru innan um vatnslitamyndir, blek- og túsk- myndir svo og blýantriss. Sýningin er þannig í senn fjöl- þætt, hvað varðar efnislega úr- vinnslu myndefna sem myndefn- in sjálf, sem eru víðs vegar af landinu og við bætist, að fjöl- kynngi Kjarvals sem skapandi listamanns kemur vel til skila. Kjarval var ekki einhámur í list sinni og væri því næsta erf- itt að skilgreina hana fræðilega séð, því að hann málaði hverju sinni eins og honum datt í hug og myndefnið orkaði á hann þá stundina. Honum var þetta ljóst, enda mun hann eitt sinn hafa haldið því fram, er honum hefur vísast ofboðið íslenzkt brautryðj- endastagl, að hann væri fyrsti afstraktmálarinn í íslenzkri myndlist. Og hvernig sem menn nú einu sinni líta á og skilgreina þá tegund listar, þá hafði hann hér mikið til síns máls. Á stund- um gekk hann þannig út frá hreinum kúbisma, en það er ein- mitt furðu stutt í hann, ef stíft er horft til ýmissa formana í íslenzku landslagi. Og hinar hreinu hugarflugsmyndir hans, þar sem liturinn einn ræður ferð- inni ásamt skynrænum tilfinn- ingum listamannsins fyrir jarð- mögnunum allt í kring, er ein- mitt hliðstæða þess, sem ýmsir afstraktmálarar ganga út frá í list sinni. Sérstaða Kjarvals var sú, að hann gekk ekki skipulega til verks og lét sér ekki koma til hugar að mála eftir einhverri aðfenginni stefnuskrá í samtíma- listinni. Til þess var hin skapandi þörf hans of mikil og skapgerð hans of flókin, að honum dytti í hug að láta eitthvað, sem hét „list dagsins" í útlandinu segja sér fyrir verkum. Hins vegar var hvert og eitt verk, sem hann lauk við, sú eina og sanna list dags- ins, sem hann gat viðurkennt, og hér var hann sífrjór og end- urnýjaði sig frá degi til dags. Eða kannski væri réttara að segja, að síkvikular náttúru- stemmningar og veðrátta, sem er eiginlega ekki nein bein veðr- átta heldur sýnishorn af allskon- ar veðri, hafi verið það elds- neyti, sem list hans nærðist öðru fremur á. Málarar eins og Kjarval eru stöðugt að sjá eitthvað nýtt í sama viðfangsefninu, enda sjaldnast einhamir í skapi og eig- inlega hafa þeir einnig sjaldnast hugmynd um í upphafi hvernig myndin verður í endanlegri gerð, sem þeir eru að vinna í hverju sinni. Þeir ganga fyrir skapandi krafti, sem vægðariaust rekur þá áfram, og það, sem átti ein- mitt að vera svona og þannig í síðustu mynd, verður gjarnan allt öðruvísi í þeirri næstu, þótt við sama myndefni sé fengist. Kannski orðaði Picasso þetta einna skilmerkilegast, er hann lýsti slíkum hugljómunum augnabliksins, sagði: „Þegar ég byrja á að mála egg, veit ég ekki fyrr en það er orðið að and- liti, og þegar ég byrja á að mála höfuð, endar það allt eins í eggi." Fræg er og myndaröð sú, er hann gerði af lagskonu sínni, Francoise Gilot, en síðast var andlit hennar orðið að blómi. Hins vegar eru þessir menn ekki að leita að neinu í athöfnum sínum, heldur finna þeir margt óvænt, á meðan á þeim stendur. Er þeir hafa náð einum áfanga, eygja þeir kannski tíu nýja í næsta sjónmáli, sem krefjast til- veruréttar síns og vilja þrengja sér fram. Og málarinn heldur áfram í vígmóði og leitast við að miðla þessum sýnum. Fyrir slíkum er öll tillærð og aðfengin hugmyndafræði létt- væg, því að þeir verða sjálfir höfundar hugmyndafræði sinnar. Auðvitað er það mögu- hughrif, sem opinbera þá upplif- un, sem listamaðurinn var hel- tekinn af hverju sinni og vildi koma til skila. Og hann var frjáls eins og fuglinn fljúgandi og ekk- ert það ok á herðum hans, að hann yrði að hafa hlutina svona eða þannig til að falla inn í ákveðið mynstur. Yrðu athafnir hans að myndverki, sem hann þóttist geta staðið við og tjáði nokkurn veginn það, sem hann vildi sagt hafa hverju sinni, og helst enn betur, þá var markinu náð. Slíkir menn búatil stefnurn- ar, list dagsins, með jarðtengd- um athöfnum sínum, en þjóna þeim ekki. En hér þarf bak- grunnurinn að vera sterkur, burðargrindin öflug, líkast stoð- um himinsins. Myndir Kjarvals bera vott ágætri skólun og mik- illi þjálfun, sem hann beislaði undir geðslag sitt og listrænan sköpunarkraft, en sem hann var aldrei háður á nokkurn hátt, en hafði efni á að gefa langt nef, ef svo bar undir. Og svo var hann upptekinn í listskðpun sinni, að hann hefði getað tekið „Frá Háugjá." „Út um gluggann." legt að kenna málaralist og hug- myndafræði innan veggja skóla- stofanna — ekki síður en tónlist og jafnvel skáldskap. En hitt er ekki hægt að kenna og verður aldrei og það er að verða mál- ari, tónsmiður eða skáld, því að hér er um sértæka eiginleika að ræða, er lúta engum tilbúnum lögmálum — slíkir verða einfald- lega til og hver og einn túlkar sína eigin hugmyndafræði, sem er ný og fersk. Við sjáum þetta allt mjög glöggt á landslagsmyndum Kjarvals, sem til sýnis eru í Kjarvalssal út ágústmánuð. Úr hverri mynd streyma sérstök undir með hinum djarfa, lífsglaða og ástþrungna meistara barokkmálverksins, Jean- Honoré Fragonard (1732— 1806), sem var svo fjölhæfur og uppfullur starfsorku, að hann sagði eitt sinn, að hann myndi jafnvel mála með gumpinum. Það hittir í mark hjá þeim mál- ara að segjast jafnvel geta hugs- að sér slíkt og ber að minnast þess á tímum, er margur virðist gera það eingöngu. Á ferð um Þingvelli á dögun- um var landslagið sem í eins konar Kjarvalsstemmningu og má það hafa verið í tilefni sýn- ingar meistarans. Skuggarnir í hrauninu og gjótunum voru mettaðir og djúpir líkt og við þekkjum það í sumum mynda hans eins og t.d. „Frá Háugjá", sem einmitt er á sýningunni og er nr. 15 á skrá. Allt var svo yfirgengilega myndrænt, að mann fór að kitla í fingurna eft- ir pentskúfnum og hugsa í litum og formum. Fjallið Skjaldbreiður var formhreint og fagurt og fékk góðan myndrænan stuðning af Hlöðufelli og Þórisjökli að hand- an, og landið bjó til sínar eigin fjarvíddir, sem á stundum eru meira skynjaðar en veruleiki og eins og handan draums og vöku, tíma og rúms. Sumar myndanna á sýning- unni búa yfír lit- og skreyti- kenndum krafti, sem í eðli sínu er abstrakt svo sem nafnlausa málverkið nr. 1 á skrá, sem minnir á vinnubrögð Svavars Guðnasonar og þeirra í Cobra, en er vísast máluð óháð þeim og jafnvel fyrir þeirra tíma. Og myndir eins og „Út um gluggann" (24) og „Regintjöld vorsins" búa yfír litrænum krafti, sem gagntekur áhorfand- ann, þótt menn eigi erfitt með að greina af hverju þær séu. Myndirnar „Landslag" (6), sem eru unnin í blek og túsk á pappír og „Hvirfílvindur" (39), sem er vatnslitamynd á pappír, bera hinum mikla artista vitni, — og einnig málverkið „Esja í febrúar" (55), máluð 1959, en allt eru þetta gjörólíkar myndir. Þá er myndin „Landslag" (43) ákaflega sér á báti á sýningunni og minnir fyrir sumt á róm- antíska tímabilið í málaralist. Og í myndinni „Dyrfjöll" (41) greinum við merkilega upphafna fjarvídd. Þannig væri lengi hægt að halda áfram og vísa til fjölhæfni þessa ágæta málara, sem jafnan var samur sér að hverju sem hann gekk — vinnubrögðin ávallt kjarvölsk. Þrátt fyrir margt góðra verka er maður ekki alveg sáttur við upphenginguna og frágang sýn- ingarinnar og skilur ekki, hve Kjarvalsstaðir eru dapur- og tómlegir aðkomu um þessar mundir þrátt fyrir .ágætar sýn- ingar — aðsókn virðist og hafa minnkað til muna. Eystri gangur er galtómur þrátt fyrir ágæta sýningaraðstöðu, en hér gapa tómir veggir við sýningargestun- um. Hefði verið næsta auðvelt að prýða þá með fleiri myndum eftir Kjarval, eða úr safni borg- arinnar, og yfírhöfuð þarf að veita ljósi, lífi og listrænum krafti inn í þessi drungalegu húsakynni. Eða gera það alfarið að veisluhúsi borgarinnar, því að myndlistarsýningar eiga ekki að vera annars flokks í þessu musteri listarinnar. Gera þarf átak til áð laða að útlenda ferðalanga yfír sum- artímann.t.d. með því að opna húsið fyrr og jafnvel selja mat af hlaðborði og vera með listræn- ar uppákomur úti á stéttinni. En maður þakkar með virkt- um fyrir sýningu á landslags- myndum Jóhannesar Sveinsson- ar Kjarvals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.