Morgunblaðið - 06.08.1988, Síða 11

Morgunblaðið - 06.08.1988, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1988 11 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Starfsmenn Pósts og síma ásamt Björgvin Lútherssyni símstöðvarstjóra. Nú starfa 54 starfsmenn hjá Pósti og síma í Keflavík, 34 verða í nýja pósthúsinu og 20 tæknimenn verða áfram í gömlu símstöðinni. Kpflflvík* Nýtt pósthús tekið Keflavík. Iþróttahátíð á Sól- heimum í Grímsnesi NÝTT húsnæði Pósts og síma í Keflavík hefur verið tekið í notk- un á Hafnargötu 89. Á miðviku- daginn afhenti Matthías Á. Mathi- esen samgönguráðherra Björgvin Lútherssyni símstöðvarstjóra húsið formlega til afnota við hát- íðlega athöfn. Öll almenn þjón- usta verður í nýja pósthúsinu, en gamla símstöðin við Hafnargötu 40 verður aðsetur tæknimanna, en þar er sjálfvirka og stafræna símstöðin staðsett. Framkvæmdir við nýja pósthúsið hófust í ágústmánuði 1986 þegar þáverandi póst- og símamálastjóri í notkun Jón Skúlason tók fyrstu skóflustung- una. Þorgeir K. Þorgeirsson, for- stöðumaður umsýsludeildar Pósts og símu, rakti gang byggingarfram- kvæmda sem tóku tæp tvö ár. Nýja húsið er á tveim hæðum, á jarðhæð er öll almenn afgreiðsla, en á efri hæðinni eru skrifstofur og aðstaða starfsfólks. Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri talaði og síðan afhenti samgönguráðherra húsið til afnota. Björgvin Lúthersson símstöðvar- stjóri sagði að mikil þörf hefði verið fyrir nýja pósthúsið vegna þrengsla á gamla pósthúsinu og sökum þess hefði hann orðið að taka hluta af húsinu undir bögglapóst í desember síðastliðnum. Björgvin sagði enn- fremur að með tilkomu nýja póst- hússins væri brotið blað í sögu þjón- ustu pósts og síma, því nú fengju viðskiptavinir alla afgreiðslu á sama staðnum við afgreiðsluborðið. Allt frá því að koma með bréf eða bögg- ul í póst, með bilaðan síma, eða til að kaupa nýjan. - BB Íþróttahátíð fyrir þroskahefta, fatlaða og aðstandendur þeirra verður haldin á Sólheimum í Grímsnesi sunnudaginn 7. ágúst. Tilgangurinn er að fá sem flesta til að koma út, hreyfa sig svolítið og skemmta sér á eftir. Dagskráin hefst með Sólheima- göngu kl. 12.00. Þátttakendur geta valið um þijár vegalengdir, 5 km, 10 km og Sólheimahring, 24 km. Verðlaun verða veitt fyrir hverja vegalengd. Þátttakendur komi eigi síðar en kl. 11.30 til skráningar. Að loknu þessu létta heilsubót- arrölti verður öllum boðið í risaúti- grillveislu með tilheyrandi með- læti. Því næst gefst tækifæri til að skreppa í sund, í heita pottinn eða gufu og margt annað verður gert. Allt endar þetta með da'nsleik í íþróttahúsinu þar sem góðir gestir verða. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 9.00 fyrir þá sem ætla að vera með í göngunni og fyrir aðra gesti kl. 11.30. Ferðir verða til baka að loknum dansleik um kl. 18.45. Þátttaka og aðgangur er ókeyp- is og allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra. Íþróttahátíð verður haldin á Sólheimum í Grímsnesi á sunnudaginn. SAMKEPPNI UM SLAGORÐ! í ágúst mánuöi gefst þér tækifæri á því aö taka þátt í samkeppni um slagorð fyrir Royal Export Bjór. Verðlaun eru 6 daga ferð til Kaupmannahafnar með gistingu á lúxushóteli, fyrirtvo. Sendu inn hugmynd þína aö slagorði fyrir 30. ágúst n.k. ásamt nafni, heimilisfangi og síma- númeri. Valiö veröur úr innsendum tillögum af fulltrúum verksmiöjanna þann 1. september n.k. og veröa úrslit tilkynnt samdægurs. Nafn: Sími: Heimilisfang: Póstnúmer: Slagorð: (Ath. Ein hugmynd) Líklega sá besti! Sendist til: Ó. Johnson & Kaaber hf. ■ Pósthólf 5340 ■ 125 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.